Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2001, Blaðsíða 15
14 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11, 105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð: ísafoidarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarbiaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Grceðgi, siðferði og vextir Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri hjá Eim- skip, skrifar merkilega grein í Viðskiptablaöið í þess- ari viku um nýja hagkerfið og siðferði. Þar bendir hann á að þegar nýja hagkerfið með dot-com-sprotafyr- irtækjunum var upp á sitt besta hafi hluthafar komist upp með að þurfa ekki að standa við sín hlutafjárlof- orð vegna sífelldra hækkana á hlutabréfamarkaði. En þessi timi er liðinn og margir fjárfestar vakna upp við vondan draum þegar ætlast er til þess að þeir borgi þegar gengi hlutabréfa hefur fallið um tugi prósenta. Þorkell kemst að því að nýja hagkerfið sé ekki loft- bóla heldur eðlileg og nauðsynleg þróun en hann bend- ir hins vegar á slæma fylgifiska: „Það sem hefur því miður einkennt hið nýja hagkerfi er vaxandi agaleysi, siðleysi og jafnvel siðblinda og græðgi. Margir hafa efnast vel á undanförnum árum og það hefur aukið pressuna hjá öðrum að ná sama árangri með einhverj- um hætti. Hvert málið hefur komið upp þar sem um vafasama hluti er að ræða, allt frá vanrækslu í upplýs- ingamiðlun í þjófnað á peningum.“ Hér er kveðið fast að orði en það er ekki að tilefnis- lausu. Því miður hefur skilningur margra í viðskipta- lífinu minnkað á þeirri einföldu staðreynd að heiðar- leiki í viðskiptum er, þegar til lengri tíma er litið, ein helsta og verðmætasta eign sem nokkur einstaklingur eða fyrirtæki getur eignast. Þá eign ættu menn að verja með sama hætti og önnur verðmæti. Verðhrun á hlutabréfamörkuðum hér á landi og víð- ast annars staðar er á margan hátt góð áminning til þeirra sem gengið hafa rösklega um gleðinnar dyr og látið glepjast af stundarbrjálæði - voninni um skyndigróða fyrir ekki neitt. Margir eiga um sárt að binda enda reist sér skýjaborgir sem nú eru rústir ein- ar - þeir eiga ekkert annað en skuldir og litlar eða verðlausar eignir. Þannig hefur skynsemin náð yfir- höndinni og „The Greater Fool Theory“ hefur beðið skipbrot - síðasti vitleysingurinn hefur fæðst. Græðgi er í sjálfu sér manninum eðlislæg og einn af nauðsynlegum drifkröfum efnahagslegra framfara. En á síðustu árum liðinnar aldar varð græðgin stjórnlaus. En samhliða því sem niðursveifla síðustu missera hef- ur komið böndum á gróðafíknina hafa margir því mið- ur misst kjarkinn og eru hættir að sjá tækifærin sem eru alls staðar. Með sama hætti og stjórnlaus græðgi var slæmur fylgifiskur nýja hagkerfisins hefur tauga- veiklun og uppdráttarsýki orðið til þess að hrun hluta- bréfamarkaða er langt umfram það sem efnahagslegar forsendur segja til um. Við aðstæður taugaveiklunar og minnkandi sjálfs- trausts þurfa menn oft á tíðum „spark í rassinn“ og besta sparkið hér á landi getur Seðlabanki íslands veitt með því að lækka vexti. Bankinn hefur lengi þrá- ast við að lækka vexti sem eru og hafa verið allt of háir. Ekkert fyrirtæki eða heimili stendur til lengdar undir þeim þeim háu vöxtum sem haldið er uppi með handafli. Ríkisstjórnin gæti síðan fylgt fordæmi bankans og lækkað opinber gjöld á fyrirtæki og einstaklinga; afnumið stimpilgjöld, lækkað tekjutengingar og lækk- að tekjuskatta. Óli Björn Kárason I>V Skoðun Kviðrista við Kárahnjúka? „Stjórnmálamenn sem settu af stað stóriðjuáformin risavöxnu á Austurlandi haustið 1997 geta sjálfum sér um kennt hvernig komið er. Hugmyndunum skyldi þröngvað fram með illu eða góðu. “ Afar fróðlegt er að fylgj- ast með viðbrögðum tals- manna ríkisstjórnar og Landsvirkjunar við úr- skurði Skipulagsstofnun- ar um Kárahnjúkavirkj- un. í stað þess að líta i eig- in barm og reyna að átta sig á vel rökstuddri niöur- stöðu Skipulagsstofnunar er strax farið að hreyta ónotum í stofnunina og reynt að gera hana tor- tryggilega. Hvergi annars staðar í Evrópu gæti það gerst að forsætisráðherra landsins gangi fram fyrir skjöldu til að reyna aö ómerkja ríkisstofnun, sem Al- þingi hefur faliö með lögum að meta umhverfisáhrif framkvæmda. Það er sök sér að minni spámenn æmti og tali um „pólitískan úrskurð" af því hann fellur þeim ekki í vil. Til hvers er umhverfismat? Lög um mat á umhverfisáhrifum hafa verið í gildi frá árinu 1994 og af þeim er komin veruleg reynsla. Þau voru sett að alþjóðlegri fyrirmynd til aö koma í veg fyrir óhæfilega um- hverfisröskun og setja deilur og álitaefni í skýran farveg. Gildur þáttur í matsferlinu er þátttaka almennings og opin stjórnsýsla þannig að komið verði í veg fyrir óafturkræft tjón og umhverfisslys. Lög um upplýsingaskyldu stjórn- valda sett um svipað leyti lutu að sama markmiði. Reynslan af framkvæmd laganna að því er Skipulags- stofnun varðar rennir ekki stoðum undir þær upphrópan- ir sem nú heyrast frá valds- mönnum. Auðvitað hafa úr- skurðir stofnunarinnar verið um- deildir og stundum verið kærðir til ráðherra, en ásakanir um óvönduð vinnubrögð eða þjónkun við verndar- sjónarmið umfram það sem lög bjóða fá ekki staðist hlutlæga athugun. Geta sjálfum sér um kennt Stjórnmálamenn sem settu af stað stóriðjuáformin risavöxnu á Austur- landi haustið 1997 geta sjálfum sér um kennt hvemig komið er. Hug- myndunum skyldi þröngvað fram með illu eða góðu. Allt var sett á ann- an endann til að koma í veg fyrir að Fljótsdalsvirkjun færi í lögformlegt mat. Búið var til sýndarfyrirtæki nokkurra sveitarstjórnarmanna til að leggja fram matsskýrslu haustið 1999 um 480 þúsund tonna álverk- smiðju. Þessi málatilbúnaður hrundi í febrúar árið 2000. Þá voru ný lög um mat á umhverfisáhrifum í burð- arliðnum. I stað þess að bíða reglugerðar á grundvelli nýrra laga var rubbað saman matsáætlunum og þeim snið- inn þröngur tímarammi. Margir vör- uðu við þessum vinnubrögðum en ekkert var á það hlustað. Engir sem höföu fyrir að kynna sér matsskýrslu Landsvirkjunar þurfa að undrast þá traustu og eindregnu niðurstöðu sem nú liggur fyrir af hálfu Skipulags- stofnunar. Krafa um kviðristu Þeir sem nú gera kröfu til stjómar Landsvirkjunar um að hún kæri þennan úrskurð til umhverfisráð- herra virðast lítið hafa sett sig inn í málavexti. Ráðherra getur ekki snúið við þeirri skýru efnislegu niðurstöðu sem nú liggur fyrir. Það vald sem ráð- herra er fengið að lögum til að úr- skurða um kærur felur ekki í sér rétt til pólitískra geðþóttaákvarðana og er takmarkað af ákvæðum laga. Þeir sem ætlast til að umhverfis- ráðherra gangi gegn skýrum úr- skurði Skipulagsstofnunar og snúi honum við eru að kalla eftir kviðristu sem þó myndi ekki duga til að blása lífi í andvana stóriðjuáform. Hjörleifur Guttormsson Uppbyggingin í strand? Kárahnjúkavirkjun og Reyðarál boða nýja öld í bjargræði lands- manna. Islendingar ætla sér að eiga stórhlut og jafnvel meirihluta í Reyð- arálverinu. Það gæti oröið til þess að landsmenn næðu sjálfir tökum á at- vinnustarfsemi sem fullnýtir stærstu og öruggustu auðlind landsins, verð- mæti sem hafa fengið að fara til spill- is í aldanna rás, aurburðinn undan Vatnajökli sem beljar fram eftir ís- lensku eyðimörkinni. Landsmenn geta sjálfir farið að leiða uppbygging- una sem byggir á nýtingu landkosta íslands. Bakslag En upp á síðkastið er farið að gæta andstöðu við þessi áform, áróður skammsýnna manna og erlendra öfgahreyfinga er farinn að hafa áhrif, þó að engin ný úr- ræði hafi fundist i atvinnu- uppbyggingunni. Sjávarútvegurinn er að koðna niður vegna kvóta- kerfis og hvala sem háma í sig helmingi meiri fisk en sjómennirnir fá aö veiða. Náttúruperlur víðernanna gefa aðeins árstiðabundna og arðlitla aukabúgrein í ferða- iðnaðinum, þær koma aðeins undan snjónum örfáa mán- uði á ári. Meira að segja veit- ingastaðirnir í Reykjavík eru mikil- vægari efnahagnum en þær. „Nýja hagkerfið" er hjaðnandi bóla. Það eru helst Kárahnjúkar og Kári klári sem vonirnar eru bundnar við. Og nú hefur ein ríkisstofnun- in, Skipulagsstofnun, úr- skurðað gegn Kárahnjúka- virkjun. Það var eins gott að Kári lenti ekki í um- hverfismati. Mistök hverra? Stofnanir rikisins fara eftir lögum eins vel og þeirra starfsmenn geta. En lögin um mat á umhverfis- áhrifum eru ekki sniðin fyrir ísland, þau eru ættuð frá Evrópusambandinu. Og ekki bara lögin, heldur hefur Skipulagsstofnun „tekiö mið af leið- beiningum Evrópusambandsins um athugun matsskýrslna" Kárahnjúka- virkjunar. Evrópusambandið er meira en þús- und sinnum fjölmennara en ísland, löndin þar eru mörg hundruð sinnum þéttbýlli en ísland. Þar er sums stað- ar mestallt land breytt af umhverfisá- hrifum manna. Iðnbyltingin hófst í Evrópu fyrir tveim öldum, hér á ís- landi hófst hún í raun fyrir hálfri öld. íslensk atvinnuuppbygging getur ekki byggst á lagareglum Evrópusam- bandsins, þá mundi atvinnuuppbygg- ingin staðna eins og þar. - Lögin um mat á umhverfisáhrifum eru ekki mistök einhverra ríkisstofnana, þau eru gefin út af sjálfu Alþingi. Sýkillinn Það er umhugsunarvert að elsta og ein virðulegasta lýðræðisstofnun Norður-Evrópu, Alþingi Islendinga, skuli setja lög sem ekki eiga við á ís- landi heldur í samfélögum sem eru af öðru eðli, annarri stærðargráðu og á öðru þróunarstigi. En það er ekki lengur að fullu á valdi Alþingis hvaða lög eru sett. Lögin um mat á umhverfisáhrifum eru í raun laumu- farþegi í samningi sem gerður var við Evrópusambandið i Oporto 1993. Lömunarveikin, sem er að leggjast yfir íslenska atvinnuuppbyggingu, kemur meö smiti sem leyndist í EES- samningnum; tilskipunum Evrópu- sambandsins sem eru látnar öðlast laga- og reglugerðagildi hér. Það er fyrst núna, 8 árum eftir að samningurinn var gerður, sem er að koma i ljós að hann er að sýkja ísland af Evrópusambandsdoðanum. Varn- aðarorð vísra manna frá þeim tíma virðast vera að verða að veruleika; ís- lendingar eru að missa yfirráð yfir eigin málum til erlends valds. Þetta gerðist einu sinni áður og boðaði þá sjö alda stöðnun og örbirgð. A5 læra af vinaþjóðum Svo vill til að við getum lært af þeirri þjóð sem reið á vaðið með ís- lendingum við nýtingu íslensku orkuauðlindarinnar, Svisslending- um. Þeir eru, og hafa lengi verið (ásamt þjóðum sem standa utan Evr- ópusambandsins, Norðmönnum og íslendingum) auðugasta þjóð Evr- ópu. Þeir létu ekki véla sig með EES- samningnum, þeir höfnuðu honum en gerðu í staðinn viðskiptasamning við Evrópusambandið. Svisslending- ar, sem búa klemmdir milli gömlu Evrópustórveldanna, þekkja evr- ópska skriffinnsku og ofstjórnartil- hneigingu frá fornu fari. EES-samn- ingurinn og ólögin sem honum hafa fylgt hingað gætu siglt íslenskri at- vinnuuppbyggingu í strand ef ekkert verður að gert. Friðrik Daníelsson „Náttúruperlur víðernanna gefa aðeins árstíðabundna og arðlitla aukabúgrein í ferðaiðnaðinum, þœr koma aðeins undan snjónum örfáa mánuði á ári. Meira að segja veitingastaðirnir í Reykjavík eru mikilvœgari efnahagnum en þœr.“ Friörik Daníelsson efnaverkfræöingur Leiðin um suðurströnd „Og hvað halda menn að skattgreið- endur eigi að greiða fyrir þennan nýja veg? Hundrað milljónir? Tvö hundruö milljónir? Eða kannski hálfan milljarð króna? Nei, þetta er sko „suðurstrand- arvegurinn“, sjáiði. Þannig að nú er gert ráð fyrir því að verja ellefu hundruð milljónum króna af skattfé í þennan veg sem mun stytta „leiðina milli Þorlákshafnar og Grindavíkur“ um nokkra kilómetra. Eitt þúsund og eitt hundrað milijónir króna, þökk fyrir. Ja, það er bara eins gott að þeir í Grindavík verði duglegir að heim- sækja þá í Þorlákshöfn þegar þessi nýi vegur verður kominn í „gagnið“.“ Vefþjóðviljinn um áform um aö byggja nýjan Suðurstrandarveg. Tvískinnungur „I viðtalinu í síðustu viku kemur fram breytt stefna hjá Vinstri-græn- um til bjargar Austur- landi. Hún er sú að bæta samgöngur og menntun á æðri skólastigum. Steingrímur J. Sig- fússon virðist alls ekki gera sér grein fyrir að geta ríkisvaldsins til að standa að jafn sjálfsögðum málum og að bæta samgöngur og menntun bygg- ist á því að það sé hagvöxtur í land- inu og sterkt efnahagslíf. Hjólin þurfa að snúast. Ríkissjóður er ekki eitt- hvert fyrirbæri sem allt getur, bara ef viljinn er fyrir hendi. Þannig var það e.t.v. í gamla sovétkerfmu sem er aldrei langt undan þegar Vinstri- grænir eiga í hlut. Málflutningur Öss- urar og Steingríms er ótrúverðugur. Viðbrögð þeirra bera vitni tækifæris- mennsku. Það er ekki nóg að orðin flæði hratt fram. Pólitík er ekki mælskukeppni í framhaldsskóla. Póli- tík er dauðans alvara." Valgerður Sverrisdóttir iönaöarráðherra á heimasíöu sinni. Spurt og svaraö Eiga íslendingar að styðja alþjóðíegt átak gegn einrœktun mannc Bjami Jóhannesson knattspymuþjálfari Ekki bann að svo stöddu „Ég verð að svara þessari spurningu neitandi, að svo stöddu. Þótt ég sé hræddur við hugmyndina sem slíka vil ég sjá fleiri líffræðilegar forsendur fyrir því að banna þetta en eru á borðinu í dag. Þetta er mín tilfinning fyrir málinu í augna- blikinu en þar með er ég ekki að segja að einhvern tíma í framtíðinni yröi svar mitt ekki öðruvísi. Eins og staðan er núna eigum við ekki að styðja alþjóð- legt bann við einræktun manna en fylgjast með framvindu málsins. Mér dettur reyndar í hug að starf knattspymuþjálfara gæti orðið ansi fróðlegt í framtíðinni ef hann gæti bara ræktað sitt lið og þá myndu birtast mörg frambærileg liö á völlunum.“ Kristján L. Möller alþingismaður Náttúran á að sjá um þetta „Já, það tel ég sjálfsagt mál. Ég held að það sé best að láta náttúruna sjá um þetta eins og verið hefur til þessa. Ég hef í rauninni ekki þekkingu á því hverj- ar helstu hætturnar gætu orðið með einræktun manna, en sé ekki neina ástæðu til þess að við skerum okkur frá öðrum þjóðum sem vilja banna þetta alfarið. Við megum ekki láta vísind- in ganga yfir okkur með óæskilegum og ófyrir- séðum afleiðingum. Það hefur heyrst að Saddam Hussein hafi áhuga á að láta klóna sig og sú tilhugsun ein nægir mér alveg til að vera á móti þessu.“ Sigmar B. Hauksson ráðgjafi Slíkt bann yrði til lítils „Ég hef ekki hugsað þetta til enda en myndi svara því að sjálf- sagt væri að styðja slikt bann en það yrði eflaust til lítils. Einhvers staðar í heiminum verður farið að einrækta menn, sama hvaö aðrir gera til að reyna að koma í veg fyrir það. Það er engin al- þjóðleg stofnun sem getur bannað svona og Samein- uðu þjóðirnar eiga erfitt með aö samþykkja slíkt bann. Sameinuðu þjóðirnar sem slíkar geta ekki beitt neinum refsiaðgerðum heldur verða ríkin innan Sam- einuðu þjóðanna að beita það riki refsingu sem brýt- ur af sér og það hefur gengið illa. SÞ hafa t.d. sam- þykkt viöskiptabann gegn ákveðnum ríkjum en það hafa ekki öll ríki farið eftir slíkum ákvörðunum." Jakob Bjömsson, bœjarfuUtrúi Akureyri Á svig við sköpunarverkið „Já, það eigum við að gera. Ég sem leikmaður treysti því ekki sem af þessu getur leitt og þyrfti að setja mig mun betur inn í málið til þess að svar mitt gæti hugsanlega verið á annan veg. Ég er þó veikur fyrir þeim þættinum sem snýr að þróun læknavísinda og öðru slíku. Mér finnst þetta þó ganga það langt og vera komið það langt á svig við sköpunarverkið að okkur sé hætta á höndum, siðferðiö er nú bara eins og það er mjög víða í heiminum. Það er ekki síst óvissan sem veldur því að ég hef þessa skoðun og mér er ómögulegt að svara á annan veg.“ £ Hugmyndir eru uppi um að Sameinuðu þjóðirnar samþykki bann við einræktun manna. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur lýst sig samþykkan slíku banni. Við höfum neytt fólk á framfceri félags- málastofnunnarinnar til fá sér vinnu... Kærleikur kylfunnar Ingólfur Gíslson stæröfræðingur Nýlega fór fram fund- ur í voldugum klúbbi leiðtoga mestu iðnríkja heims auk Rússlands. Hvað fram fór á þessum fundi er mér hulið eins og öðrum almennum borgurum heimsins. Við lesum um að Bush Bandaríkjaforseta sé af- skaplega umhugað um fátæka fólkið í heiminum og að lausnarorðið sé verslunarfrelsi. Hann og aðrir lykilmenn loka sig inni í viggirtum sölum og borga gest- gjöfunum nokkra milljarða til að hægt sé að múra þá inni og verja með ótal lögreglumönnum. Þannig þurfa þeir aldrei að heyra svo mikið sem mótmælastunu. Einhvern veg- inn hef ég á tilfinningunni að lítið sé um að nýjar hugmyndir komi fram á þessum samkomum. Sálmurinn seg- ir eitthvað á þessa leið: Sé frjálst flæði peninga frá Vesturlöndum til Austurlanda nógu mikið hlýtur eitt- hvað að sullast niður á Afríku í leið- inni. Þennan dýrðarboðskap þurfa embættismenn alþjóðastofnana, iðn- ríkja og risafyrirtækja að riíja upp nokkrum sinnum á ári undir þungri lögregluvemd. Afgreiösla fjölmiðla Vestrænir fjölmiðlar sem þykjast með á nótunum eyddu miklu púðri í að fjalla um hversu marga tugi þús- unda þungvopnaðra lögreglumanna þurfti til þess að halda „hinum sund- urlausa" hópi mótmælenda „í skefj- um“. Að vísu er löngu orðið ljóst að það var fyrst og fremst lögreglan sem stóð fyrir oíbeldi. Það má lesa í virtum tíma- ritum, svo sem The Economist, þótt það hafi ekki farið hátt hér á landi. Allnokkur áhersla er lögð á að kröfur og málflutning- ur þessa hundraða þúsunda manna sé óskýr og ekki bara ein auðskiljanleg krafa, til dæmis um álver einhverju landshorni Ein meginástæða mót mælanna er hins veg ar sá skortur á lýð ræði sem einkennir leiðtogafundi af þessu tagi. Nokkrir menn í jakkafötum koma saman og lofsyngja fjármagnið. Rödd hins almenna borgara heyrist ekki frekar en hiksti í mýflugu. Teknar eru ákvarð- anir um að framselja vald þjóðríkja til alþjóðastofnana, allt undir merkjum hinnar gleðilegu hnattvæðingar. Skilaboðin til okkar eru: Haf- ið ekki áhyggjur, framtíðin er í okkar góðu höndum. Frjálst flæði fjármagnsins er gott og blessað. Það er heilagt orð, og vei þeim er efast. Vér mótmælum ekki öll! Flestum vel upp öldum neytend- um Vesturlanda til stórrar furðu er til fólk sem nennir að hafa skoðanir á þessu og langar líka að koma þeim á framfæri. En það er erfitt að ná at- hygli í samkeppni við vel smurða af- þreyingarvélina. Sekúnda i sjónvarpi kostar þyngd sína í gulli og ef þú sést ekki þar ertu ekki til. Flestir eyða kvöldunum frekar í sjónvarpaða samkvæmis- leiki en umhugsun um heimsmálin. Enda höfum við lært ansi vel að halda kjafti. Engum dettur í hug að hægt sé að tala við ráðamennina sjálfa, þeir eru of finir og vilja ekki fá neinn skít á bindin. Þær klíkur sem kallast stjórnmálaflokkar eru gersamlega rúnar trausti og munu ekki hrófla við neinu. Það sem eftir stendur, ef eitthvað á að heyrast, eru fjölmenn mótmæli. I stað þess að versla, eins og góðir íslenskir ferða- menn mundu gera, eru baráttuorð krotuð á veggi og rúður rústaðar. Flestir láta sér þó nægja gamaldags spjöld og góða söngva. Það er talað um hundrað þúsund manns. Þátt taka hugsjónamenn, verkamenn, spennufiklar, reiðir ungir menn og konur. Sum eru millistéttarbörn í háskólum sem oft eru sögð mótmæla af leiðindum einum saman. Látið er að því liggja að þar með hljóti það sem þau hafa fram að færa að vera léttvægt. Þar eru líka atvinnulausir, verkamenn, skrifstofumenn, prófess- orar, læknar og lögfræðingar. Alls konar fólk sem finnst að heimurinn komi því við. Að nota tugi milljarða til þess að berja mótmælin niður er svo rökstutt með vísan í það pró- sentubrot sem kastar grjóti á lög- reglu og kveikir i bílum. Hvert er málið? Þau sem tapa mest á hinni svoköll- uðu hnattvæðingu eiga sér fáa full- trúa. Fáa í mótmælaliðinu en samt færri á sjálfum valdafundinum. Enda er dýrt að ferðast og þau eru jú að vinna fyrir okkur, sauma fótin og setja saman leikföngin okkar. Og mótmælin vöktu reyndar minni at- hygli í fjölmiðlaflórunni en fifl á Al- þingi. Vitræn umræða vék fyrir sög- um af særðum og skemmdum og tapi búðareigenda. Málstaðurinn er dreg- inn saman í tvær setningar um sund- urlausan hóp, alþjóðavæðingu, fátækt og eyðni. Það er ekki upplifgandi og viljum við ekki frekar að horfa á eitt- hvað jákvætt og uppbyggilegt. Jú, þreytan og streitan og skortur á tima verða til þess að við þráum frekar umfjöllun um kappakstur eða snyrti- lega kylfinga. Við góðærisbörnin snú- um okkur að betra sjónvarpsefni. Eða skreppum í golf. Ingólfur Gíslson Mótmœli í Genúa. Þau sem tapa mest á hinni svokölluðu hnattvœð- ingu eiga sér fáa fulltrúa. Fáa í mótmœlaliðinu, enn færri samt á sjálfum valdafundinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.