Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2001, Blaðsíða 23
27 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 ITilvera Madonna á afmæli Poppstjarnan Madonna, sem heit- ir fullu nafni Madonna Louise Veronica Cicco, á afmæli i dag og er 43 ára. Madonna, sem er þekkt fyrir djarfa og ögrandi framkomu, er lík- lega ein vinsælasta poppstjarna heimsins í dag. Hún giftist á síðasta ári breska kvikmyndaleikstjóranum Guy Ritchie og hefur ákveðið að leika í nýjustu mynd hans. Madonna og Ritchie eiga saman soninn Rocco en fyrir átti hún dótt- urina Lourdes Maria Ciccone Leon. Gildir fyrir föstudaginn 17. ágúst Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.r i Deilur í fjölskyldunni 1 hafa áhrif á fyrri hluta dagsins en seinni hluti hans einkennist af ró. Þér gengur vel að ráða fram úr minni háttar vanda og hlýtur mikið lof fyrir. Fiskarnir (19. febr.-20. marsl: Þú gengur í gegnum erfitt timabil á ástar- málunum. Einhver spenna bíður þín í dag og skemmtilegir atburðir en fólk gæti verið ósamvinnuþýtt við þig. Hrúturinn (21. mars-19. anríH: J’VÞér hættir til að vera fús til að fórna þér fyrir aðra og í dag ætt- ir þú að hugsa meira um sjálfan þig. Ljúktu þvi sem þú hefur lengi frestað. Nautið 120. april-20. maít Reyndu að fara út og gera j eitthvað sem veitir þér út- rás og þá tilfinningu að þú hafir áorkað ein- hverju. Vinátta kemur sér vel núna og hjálpar þér að skilja ýmislegt. Tvíburarnir (21. mai-21. iúní): Ef þú hyggur á ferðalag 'skaltu vera viss að allt sé vel undirbúið. Vertu ekki of fljótur að dæma fólk því þeir sem þú ert ef til vill búinn að afskrifa gætu verið á þinu bandi. Krabbinn (22. iúní-22. iúitn Þú ert i góðu ástandi til kað skipuleggja ýmsar breytingar í dag og færð góðar hugmyndir. Hresstu upp á minnið varðandi ákveð- in atriði sem eru að hða þér úr minni. Llónið (23. iúlí- 22. ágústt: 1 Varastu að verða of upptekinn af eigin málefnum og þannig spilla kannski fyrir öðrum. Hvers konar list á vel við þig í dag. Mevian (23. áeúst-22. sept.l: Það er rólegt yíir fé- lagslifinu. Þú gætir j«»þurft að taka á þig f aukna ábyrgð. f dag finnurðu ef til vill eitthvað sem þú taldir glatað. Vogln (23. sept.-23. okt.i; S Þú gætir þurft að fresta einhveiju vegna breyttr- ar áætlunar á síðustu ' f stundu. Það verður létt yfir deginum, jafnvel þótt þú lendir í einhverjum deilum. Sporðdreki (24. okt.-2i. nóv.): Forðastu að sýna fram á yfirburði þína í tima . —jjog ótíma, lítillæti er * líklegt til að vekja að- dáun núna. Óvænt ferðalag gæti komið upp á. Bogamaður (22. nðv.-2i. des,): t>ú ert í góðu jafnvægi i dag og lætur fátt fara í taugamar á þér. Það kemur sér vel þar sem upp koma ýmis vandamál. Happatölur þínar era 8, 13 og 30. Steingeltin m. des.-19. ian.): Vertu skipulagður í dag og gerðu ráð fyrir einhverjum töfum. Haltu timaáætlun, það er mikilvægt til þess að þú lendir ekki í vandræðum. Sjóstangamót á Dalvík um helgina: S Attatiu aflaklær skráðar til leiks Haldið verður um komandi helgi árlegt mót Sjóstangaveiðifélags Ak- ureyrar. Það hefur verið haldið mörg undanfarin ár en þátttakan er aldrei betri en nú því til leiks eru skráðir alls 82 keppendur. Mótið hefst á fostudagsmorgni þegar róið Á sjó Veiðimenn raða sér á borðstokk- inn við veiðar. verður út frá Dalvík á vel á öðrum tug báta. Farið verður út klukkan 6 um morguninn og komið inn síðdeg- is. Aftur verður haldið til veiða á laugardag. Misjafnt er hvað hver keppandi dregur mikinn afla úr söltum sæ á hverju móti en algengur afli eftir hvert mót er 25 til 30 tonn. Nokkur sjóstangaveiðimót eru haldin hér á landi á sumri hverju og Landssam- band sjóstangaveiðifélaga mun á lokahófi á Fosshótel KEA á Akur- eyri á laugardagskvöldið veita afla- DV-MYNDIR SBS Aflakær Áhuginn ver einlægur þegar rennt var fyrir þorsk í Eyjafiröinum á dögun- um á vegum Sjóstangaveiðifélags Akureyrar. Fagur fiskur úr sjó Þessi ungi veiöimaöur var ánægð- ur með afiann. sælum veiðimönnum verðlaun fyrir árangur sumarsins, auk þess sem aflaklær móts Akureyrarfélagsins verða heiðraðar. Rösklega 100 félagar eru í Sjóstangaveiðifélagi Akureyrar og er starfsemi félagsins kraftmikil. Að sögn Sigfúsar Karlssonar, sem á sæti í stjórn félagsins, fer áhugi á þessu tómstundagamni vaxandi, enda ódýrt áhugamál, segir hann. Norðlenskum fjölmiðlungum var í fyrri viku boðið í siglingu um Eyja- fjörð þar sem þeir fengu að kynnast sjóstangaveiði af eigin raun, auk þess sem dagskrá mótsins sem í hönd fer var kynnt. Komu eftir 30 DV, SIGLUFIRÐI: „Við byrjuðum að koma saman árið 1998 en þá voru einmitt 30 ár síðan hljómsveitin Stormar hætti. Þetta er að sjálfsögðu bara til gamans. Við erum komnir á góðan aldur og búnir að koma okkur sæmilega fyrir og þá er alveg tilvalið að fara að slaka að- eins á þessu daglega brauðstriti. Við erum ekki að þessu til að þéna pen- inga því við látum allt sem inn kemur renna til ýmissa menningarmála hér í Siglufirði, við eru héðan þó í dag séum við allir brottfluttir nema einn og höfum sterkar taugar til bæjarins," sagði Theódór Júlíusson, leikari og einn meðlimur hljómsveitarinnar saman ára hlé Storma sem var vinsæl danshljóm- sveit í Siglufirði og nágrenni á árun- um 1960-1968. Theódór sagði að hljómsveitin hitt- ist nokkrum sinnum á ári og spilaði á 2-4 böllum yfir árið. Alltaf 1-2 í heimabænum Siglufirði og líka á skemmtistaðnum Broadway á Sigl- firðingakvöldum. Stormarnir eru sex en voru aldrei aflir samtímis í hljóm- sveitinni í gamla daga, þá voru þeir ýmist fjórir eða fimm. Þess má geta að fyrir skömmu afhenti hljómsveitin Fé- lagi um Þjóðlagasetur í Siglufirði 150 þúsund krónur sem er framlag sveit- arinnar til menningarstarfsemi í ár. -ÖÞ DVJVIYND ÖRN ÞÓRARINSSON. Virðulegir Stormar. Hijómsveitin Stormar á heimaslóð árið 2001, virðulegir borgarar. Frá vinstri Ómar Hauksson skrifstofustjóri, Siglufiröi, Jósep Blöndal heilsu- gæslulæknir, Stykkishólmi, Friðbjörn Björnsson endurskoðandi, Rvík. Theódór Júlíusson leikari, Reykjavík, Árni Jörgensen, ritstjórnarfulltrúi Morgunblaösins í Reykjavík og Hallvarður Óskarsson málarameistari,* Reykjavík. Danskir dagar að hefjast í Hólminum: „Nu rejser vi til Stykkisholmur“ - rætt um að Olsen-bræður muni leggja lykkju á leið sína og halda vestur PVT STYKKISHÓLMI: Undanfarna mánuði hefur verið unnið af krafti við undirbúning dag- skrár hinna árlegu dönsku daga i Stykkishólmi sem hafa laðað að sér ferðamenn þúsundum saman. Danskir dagar hefjast á föstudaginn og standa um helgina, dagana 17.-19. ágúst. í ár eins og fyrri ár hefur dagskráin verið faglega undir- búin og sjaldan verið fjölbreyttari og skemmtilegri. Latibær og töfra- DV-MYND KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR Danskt í Hólminum Frá dönsku dögunum á síðasta ári þar sem íslenski ísinn var vinsæll í góöa veðrinu. maöurinn Bjarni koma í heimsókn, hið árlega uppboö Lionsmanna fer fram, boðið verður upp á danskt hlaðborð á Fosshótel Stykkishólmi, sælkeraferðir með Sæferðum, bryggjuball, hoppkastala, fjölteíli, lifandi tónlist á veitinga- og kafli- húsum, golfmót í léttum dúr, furðu- fatagöngu, svo eitthvað sé nefnt af hinni veglegu dagskrá þeirra Hólmara. Einnig hefur heyrst að Olsen- bræður muni láta sjá sig í Hólmin- um en þeir verða að skemmta þessa daga í Reykjavík. Ormurinn Júlíus verður með á Dönskum dögum í ár eins og í fyrra. Ekki tókst honum að hafa viðkomu á öllum heimilum í Stykkishólmi í fyrra en verið er að bæta úr því núna og gaman að sjá hver stærðin á honum verður í lok- in. Hann mun að sjálfsögðu skipa stóran sess í skrúðgöngu leikskóla- barna fyrsta dag hátíðarinnar. -DVÓ Matvælaiðnaður ITil sölu nýleg stálborð, bæði veggborð og frístandandi á hjólum. Henta vel fyrir kjötvinnslur, bakarí o.fl. Nánari upplýsingar gefur Einar í síma 893 2345.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.