Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Síða 18
-
Sigtryggur Magnason skrifar
hárþvottarýni í Fókus:
Ég er með átta þusund
taugaenda f hársverðinum
Því miður hefur hárþvottarýni
aldrei verið stunduð í islenskum
fiölmiðlum. Menn þvælast hins
vegar á milli leikhúsa, listasafna,
kvikmyndahúsa og veitingastaða
til að tjá alþjóð hvað þeim finnst
um upplifun sína. Ég ætla að
breyta út af vananum núna og
segja hársögu mina og af einstakri
hárþvottarupplifun.
Ég held ég hafi í fyrsta sinn far-
ið til prófessjónal hárgreiðslu-
konu þegar ég var fimmtán ára.
Ég er nefnilega úr sveit og var
klipptur af frænku minni þangað
til. Fannst það fínt og þóttist líka
sleppa vel því að næsti ættliður á
undan hafði lent í kúaklippum afa
mins. Svo flutti ég og frænka mín
var víðs fjarri með sín ágætu
skæri og enginn laghentur i nán-
asta umhverfi þannig að ég þurfti
að fara á þartilgerðar stofur og
láta faglært fólk snyrta á mér höf-
uðleðrið, oft fyrir morð fjár.
Eins og gengur þá vildi maður
auðvitað spara og mætti því yfir-
leitt á stofuna frekar snemma á
morgnana með hárið í frjálsu falli
til að geta svarað spurningunni
ertu með hreint hár? játandi. Ef
klippitímarnir drógust fram eftir
degi þá hélt maður sig bara frá
mæta skapara mínum og lækk-
andi tölum á bankareikningi min-
um. Konan bleytti hárið og byrj-
aði að nudda sjampóinu í af kost-
gæfni. Hársvörðurinn tók við-
bragð við þessa athygli sem hon-
um var loksins sýnd. Og ég per-
sónulega - ég var frelsaður. Frels-
aður undan oki hárþvottagjalds-
ins. Frelsaður undan hársvarð-
arfeimni og, það sem meira var:
ég hafði fundiö nýja nautn.
Og á þriðjudaginn brá ég mér
enn einu sinni í klippingu og nú á
stofu um miðbik Laugavegarins.
Hafði ekki látið skerða hár mitt
vikum saman og var orðinn eins
og Fritz Wepper þegar hann var
upp á sitt besta. Ég beið smástund
eftir að komast að en var síðan
vísað á skolskálina góðu þar sem
ég lagðist aftur og beið frelsunar-
innar. Og þvílík unun það er að
láta nudda svörðinn. En þegar
venjulegu hárþvottsferli var lokið
og ég tilbúinn að standa upp og
ganga til klippistóls þá hélt stúlk-
an áfram. Og hún var með fingur-
gómana logandi af einhverri tor-
kennilegri orku þegar hún hélt
áfram að nudda hársvörðinn. Ég
ranghvolfdi augunum til að at-
huga hvort ég væri dáinn og Guð
fólki með óunnið hár. Svona gekk
þetta í mörg ár allt þar til einn
daginn var ég svo illa skipulagður
að spurningu hárgreiðslukonunn-
ar varð ekki svarað með jái held-
ur bláköldu neii. Skjálfandi á
beinunum gekk ég i átt að skol-
skálinni. Ég ímynda mér að frum-
gerð skolskálarinnar hafi orðið til
þegar starfsmenn Gustavsberg-
verksmiðjanna fóru of snemma í
kaffi og gleymdu að setja
brennsluofninn sem herðir kló-
settin á fullan hita. Þess vegna
hafi klósettið sem ætlað var á ír-
landsmarkað fallið saman og orð-
ið vangæft. En hvað með það, ég
settist í stólinn við skálina og kon-
an setti varlega handklæðið á axl-
imar á mér og bað mig halla mér
aftur. Ég gerði það, reiðubúinn að
væri eitthvað að fokka í hausnum
á mér. En nei, ég var enn á hár-
greiðslustofunni og mér varð
sannleikurinn ljós: ég hlaut að
vera með átta þúsund taugaenda í
hársverðinum. Og ég ætla aftur á
þessa stofu.
Ég held að það sé hætt að rukka
sérstaklega fyrir hárþvott, í það
minnsta reyni ég að telja mér trú
um það í seinni tíð. Én jafnvel
þótt ég þyrfti að greiða einhverja
hundraðkalla fyrir hárþvott einu
sinni í mánuði þá léti ég mig hafa
það. Sumir reykja pakka eða tvo á
dag og borga fyrir það mörg
hundruð krónur. Mín nautn er
einfaldari, náttúrulegri og skað-
laus með öllu.
Össur Skarphéðinsson, formaður írski garðálfurinn.
Samfylkingarinnar.
Lennon söng einu sinni lag sem hétThe Luck of the Irish. Ossur Skarp-
héðinsson virðist hafa verið sá eini sem fattaði hvað hann meinti og sneið
útlit sitt eftir írska garðálfinum sem á svo margar styttur af sér í fallegum
görðum út um allan heim að Stalín, Lenín og allir hinir hefðu blánað af
öfund. Planið hjá Össuri virkaði, að minnsta kosti er ekki annað að heyra
og sjá á honum sjálfum en að hann sé ánægður með lífið. Enda verður að
segjast að formaðurinn og álfurinn eru sláandi líkir - allt frá hökuskegg-
inu, bústnum kinnunum og broshrukkunum kringum augun yfir í smæstu
smáatriði, eins og hárflókann sem liggur fram á ennið. Svona búralegir,
báðir tveir. Nú er bara spuming hvort Ossuri takist að yfirfæra heppnina
yfir á Samfylkinguna. Ætli grænir hattar, bollukinnar og hökuskegg verði
skyldulúkk hjá þingflokknum í vetur?
Enn ein bílamyndin frá Hoiiywood sem sýnir nú og sannar
að aldrei er góð vísa of oft kveðin - meðan enn klingir í
peningakassanum.
Geðveikur bfll, maður!
Nú geta bílafríkin hugsað sér'gott til glóðarinnar
því kvikmyndahúsin kynna til leiks bíla-spennu'
tryllinn “The Fast and the Furious" eða “Hinir
fljótu og hinir ljótu“ eins og Ómar Ragnarsson
hefði eflaust þýtt það. Myndin byggist lauslega á
blaðagrein sem fjallar um götugengi sem ferðast um
á japönskum kappaksturþílum seint að næturþeli
og veldur ýmsum usla. í aðalhlutverki er massa-
búntið Vin Diesel sem er mörgum ferskur í minni
eftir að hann lék í hinni ágætu Pitch Black hér um
árið. Kappinn leikur Domenic Torett, höfuðpaur
götuklíku í borg englanna, Los Angeles, sem er
grunuð um að bera ábyrgð á stórfelldum þjófnaði á
dýrum raftækjabúnaði. Einnig leikur Paul Walker
lögregluþjón í sauðargæru sem vingast við klíkuna
og reynir að komast að þvf hverjir það eru sem eru
sífellt að stela raftækjabúnaðinum góða. A meðan
rannsókn hans stendur verður hann að sjálfsögðu
ástfanginn af systur Toretts, sem er leikin af Jor-
daniu Brewster, enda væri sagan helst til köld og
hranaleg ef engin væri rómantíkin! Rob Cohen
hefur ýmsar myndir á ferlinum (og jafnvel á sam-
viskunni) og ber þar helst að nefna „Dragon — the
Bruce Lee story“, hina ágætu „The Rat Pack“,
„The Skulls og síðast og sfst viðbjóðinn „Daylight"
sem telst í besta falli vera merkileg heimild um
hríðversnandi feril kvikmyndastjörnunnar Sly
Stallone. Myndin ku vera framúrstefnuleg í meira
lagi fyrir bandarískan markað þar eð allir bílarnir
eru innfluttir asískir bílar og gefur hún amerískum
vöðvabílum á borð við Chevrolet Camaro og
Pontiac Trans-Am langt nef. Vonandi verður hún
áhugaverð fyrir fleiri en gallharða áhugamenn um
hvernig má breyta Hondu Civic 1.5 í sportbfl með
því að kaupa spoilera-kitt á aðeins kr. 100.000.
Nicholas Cage leikur ítalann sem hann er og veldur usla í
sambandi grískra elskenda. Þumalputtareglan: Ef það
gerist í Grikklandi, ferðu að gráta.
Italskur lífskúnstner
tóldregur hina grísku
Pocahontas
Captain Corelli's Mandolin fjallar um ítalska
hermanninn ^Corelli (Nicholas Cage), foringja í
hernámsliði Itala á grísku eyjunni Cephallonia.
ítalir hernámu eyjuna árið 1940 meðan banda-
menn þeirra, Þjóðverjar, börðust í Grikklandi og
eins og Itala er siður snerist hugurinn fljótlega að
öðrum og ánægjulegri hlutum en stríði og striti.
Eyjan er nokkurs konar útópía, sæluríki með hvít-
um sandi, tærum sjó og bláum himni og hugur Cor-
elli stendur meira til söngva, dans og skemmtana
en stríðs, sem hann hefur í raun óbeit á. Framkoma
hans við eyjarskeggja einkennist meira af afsakandi
góðmennsku en hernámstöktum. Lífsgleði hans og
óperuást heillar jafn eyjaskeggja sem hans eigin
hermenn og auðvitað hendir það fyrr en síðar að
hann verður ástfanginn. Draumadfsin er læknis-
dóttirin Pelagia (Penelope Cruz) en til allrar
óhamingju fyrir hann - og kannski þau - er hún
þegar lofuð einum eyjaskeggja, sjómanninum
ólæsa, Mandras (Christian Bale), sem flúinn er til
fjalla og genginn til liðs við andspyrnuhreyfinguna
á staðnum til að berjast gegn innrásarliðinu. Til-
finningaflækja Pelagiu byrjar að vinda upp á sig
meðan hún reynir að gera upp við sig hvort hún -
að eigin mati - eigi að svíkja ættjörðina og hlýða
kalli ástarinnar eða stífa efri vörina og halda í ein-
hvern óljósan trúnað og stolt við sig, Mandras og
föðprlandið.
Ástarsagan fléttast svo áfram og hjörtun slá sí-
fellt hraðar, f og úr takti, meðan strfðið heldur
áfram f bakgrunni sögunnar og virðist víðs fjarri en
er það í raun aldrei. Og tekur sinn toll að lokum.
Captain Corelli's Mandolin er ein þeirra mynda
sem gerðar eru eftir bók og sem slík mun hún alltaf
vekja upp spurningar' hjá púrítönum hvort ein-
hverju hafi verið sleppt eða ekki gerð nógu góð skil.
Myndin hefur þó hlotið afbragðs dóma, þykir lista-
vel gerð að öllu leyti og koma metsölusögu Louis de
Berniéres afar vel til skila. Kvikmyndatöku, hand-
riti og leikstjórn hefur verið hrósað sérstaklega en
leikstjórinn er John Madden sem gerði Shakespe-
are in Love.
Aðrir leikarar í myndinni eru John Hurt, sem
leikur föður Pelagiu, mannvin og lækni, og David
Morrissey í hlutverki þýsks hermanns sem fyrirlítur
Itali fyrir slælega hermennskuhæfileika þeirra en
hrífst ósjálfrátt af öðrum kostum þeirra sem hann
kynnist á eyjunni útópísku.
á
18
17. ágúst 2001