Alþýðublaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 3
Al'þýðu'blaðið 2. marz 1969 3 BEtfflSKT GRÓIIDAL UM KELGINA Innlent og erlent sjónvarpsefni DAGSKRÁ sjónvarpsins hefur frá byrjun verið vel tekið. Að sjálf- sögðu eru skoðanir skiptar um ein- staka liði, eins og fram kemur í blaðaskrifum. En það er reynsla sjónvarpsmanna um allan heim, að hvaða dagskrá, sem boðin er, megi ganga að því vísu, að ekki minna en 20% áhorfenda séu óánægðir. Verður að vona, að það séu ekki allt af þeir sömu. Frá upphafi hefur verið ijóst, að íslenzkt sjónvarpsefni hlyti að verða innan við þriðjung af dagskránni. Stærri þjóðir telja eðlilegt, að um og yfir helmingur dagskrár þeirra sé .erlent efni. í reynd hefur íslenzka efnið orðið meira en upphaflega var bú- izt við. í fyrra varð skiptingin J»cssi: F.rlent efni Innlent efni 64.13% 35,87% I þessum tölum er það reiknað serp erlent efni, ef kvikmynd eða scgulband er frá öðrum löndum, þótt sett sé inn í íslenzka dagskrá. Ymsir þættir og fræðslumyndir eru þó með íslenzku tali, og er ekki fjarri lagi, að um 45% dagskrár- innar sé flutt á íslenzku. Þegar tón- listarþættir og myndir án tals er ekki meðtalið, mun láta nærri að efni á íslenzkti og á erlendum mál- um skiptist til helminga. F.rlent sjónvarpsefni ' var í fyrra fertgið frá 18 löndum og skiplist þannig: Ungverjaland .. 0,22% Austurríki .... 0,14% Spánn ............. 0,11% ' Kúba .............. 0,05% Þótt sumar prósentutölurnar virð- ist lágar, er rétt að athuga, að 1% : jafngildir 6,5 klukkustundum af efni. Hér er að sjálfsögðu áberandi, hve brezkt og amerískt efni er yfir- gnæfantli. Þetta stafar ekki af frjálsu vali sjónvarpsins eða útvarpsráðs, heldur af óhjákvæmilegum aðstæð- urn. Fræðslumyndir eru víða að, en brezka og ameríska efnið er fyrst og fremst leikrit og framhaldsmýnd- ir (auk íþróttaV A þessu sviði eru Bretar og Bandaríkjamenn ráðandi um allan heim, eins og sjá má af dagskrám margra landa. Þegar sjónvarpsleikrit er fram- leitt, eignast stór hópur listamanna rétt, sem greiða verður fyrir. Tugir mismunandi aðila, höfundar, leikar- ar, hljómlistarmenn o.s.frv. hafa mismunandi samninga. Ef sjónvarps leikritið er flutt í öðru Iandi, verður að greiða ölium þessum aðilum (eins og gera verður, ef fslenzkt sjón varpsleikrit eða hljóðvarpsleikrit er endurtekið). Bretar og Bandaríkjamenn kaupa öll þessi réttindi upp í byrjun og geta síðan selt sjónvarpsmvndir sín- ar eins og vörur úr búð. Flestar aðrar bióðir, til dæmis stórveldi eins og Þjóðverjar eða Italir, hafa ekki hirt um að kaupa upp þessi rétt- indi af því að ekki er talinn mark- aður fyrir leikrit þcirra erlendis vegna málsins. Af þessum sömu sökum hefur reynzt ótrúlega erfitt að fá t. d. norræn sjónvarpsleikrit til sýningar, eins og kunnugt er. Þessi flóknu viðskiptaatriði valda því, að vfirgnæfandi meirihluti af sjónvarpsefni, sem selt er milli Ianda um allan heim er brezkt eða amer- ískt. Þess vegna er svo mikið af því hér. Þess má raunar geta, að mikill meirihluti íslenzkra sjónvarþsnot- enda skilur ensku og vill heldur hevra það mál en t. d. þýzku, frönsku, ítölsku eða pólsku. Þess vegna er ekki óeðlilegt, að mikið sé um ensku í erlenda hluta dag- skrárinnar. En rétt er þó að hafa fjölbrevtni og sérstaklega er unnið að því að fá beztu sjónvarpsleikrit Norðurlanda. Það fer ekki á rnilli mála, að vandaðar, íslenzkar dagskrár njóta mikillar hylli. Því spyrja menn stundum: Er ekki rélt að stytta sjón varpsdagskrána, en hafa meira ís- Ienzkt efni? Þetta er eðlileg spurning, en svar- ið er: það er ekki hægt. íslenzkt England . . 41,04% efni er og verður eins rnikið og við Bandaríkin .... .. 32,15% verður korriið. Frakkland .. 6,97% Reynslan sýnir, að meðaltal kostn- Noregur . . . . .. 3,35% aðar við dagskrárgerð sjónvarpsins Svíþjóð .. 2,96% er sem hér segir: Kanada .. 2,64% Danmörk . . . . .. 2,60% Hver mínúta Mexíkó .. 2,44% F.rlent efni .... kr. 200 Þvzkaland .. 1,71% Innlent efni .... kr. 1100 Finnland . . . . .. 1,27% Fréttir kr. 1300 Sovétríkin 0,84% Af þessu má sjá, að erlenda efnið Pólland .. 0,60% er mun ódýrara en hið innlenda. Italfa .. 0,54% F.in stund af innlendu efni kostar Tékkóslóvakía .. 0,37% jafnmikið og 5,5 stundir af erlendu. ALLÓ VENJULEGT og ógeðfellt sakamál hefur verið á döfinni í Danmörku ,að undalaförnu. Er þar um að 'ræða húsgagnabólstr- ara, sem reynzt hefur sannur að sök um að hafa hellt benzíni yfir konu sína sofandi og borið eld að. Er ekki að orðlengja það, að konan lézt af afleiðingum bruna- sára sinna, en entist þó aldur til að skýra frá, hvernig í pottinn var búið, og var framburður hennar hljóðritaður í sjúkrahús- inu, þar sem hún lá. Maðurinn, Per Gottskalk Rassmussen, til heimilis í Hróarskeldu, hlaut að sjálfsögðu þungan dóm fyrir þenn an viðurstyggilega verknað. omTíc Bjóðiö gestum ykkar upþ á ostaþinna mcð öli eða sem eftirrétt. Auðvelt og fljótlegt er að útbúa þá og þér getið verið viss um, að þeir .bragðast vel. Notið það sem til er á heimilinu og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn. Möguleikarnir cru ótakmarkaðir. Hér fylgja nokkrar hugmyndÍT, §» 1V Helmingið döðlu, takið steinirin úr og fyllið með gráðostlengju. 5. Skenð tilsifícrost í teninga, setjið lifrakæfubita ofan á ostinn og skreytið með agúrkusneið og stein- selju. 6. Mótið stafi úr goudaostí, vcltið þeim upp úr þurrkaðri papríku og skreytið með sultulaukum. Leggið heilan valhnelitkjarna ofan á teninga af goudaosti. 2. Vefjið skinkulerigju ufari um staf af tilsitterosti, seljiö sullulaUka efst á pinnan og skreytið með stcinsclju. 3. Skcrið gráðost í teninga, ananas í lilla geira, rcisið' ananasitin upp á rönd ofan á ostinum og festið. satnan með pinna. 7. Setjið ananasbita og rautt kokkleilber ofan á geira af camembert osti. 8. Sctjið mandarínurif eða appelsínu- bita ofan á fremur stóran tening af antbassadorosli. 9. Festið fyllta olífti ofan á tening af ambassador osti. Skreytið mcð stein- selju. OSía^eg Ám/öiéalan

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.