Alþýðublaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 2
2 Al'þýðublaðið 2. marz 1969 Alþýdu blaðið 'JftltitJðray} Kristjáit Bcr'sl ólattsoft <áfc.) Ðeaedlkt CröndíU Í'réttxutjórl: fiisurjón Jóhannssoa Ausl?*tniriiatJ6ri: öirurjón Ari SJgurJónsioa TÚtgefandi: Nýja ■fit'sáfufíIaRÍS jprentnniöja Alþýðublaðsin?, Öðruv/s/ blað í dag kemur Alþýðublaðið út í nýjum bún- ingi. Og við vonum að það sé ekki útlitið eitt sem hefur breytzt, heldur sé samset'n- ing blaðslns að öðru leyti líka önnur en ver|ð hefiur, efnisval annað og efnismeðferð af öðrum toga spunnin. Það sem vakir fyrir ckkur tmeð þessari breytingu er að gera Al- þýð rblaðið að öðruvísi blaði, öðruvísi en ■það hefur veritð áður og öðruvísi en hin tolöc in eru. Þ; ð er engin ástæða til 'að draga dul á ’það að útgáfa Alþýðublaðsins hefur að fund mförnu verið f járhagslega örðug, eins og raunar útgáfa fleiri blaða. Þróunin hef- ur orðið hér sem ivíða annars staðar að minni blöðin hafa búið við síversnandi hag, en risarnir vaxið að 'sama iskapi. Erlendis 'hefur þetta leitt til þess að fjölmörg dag- blöð hafa orðið að hætta að koma út. Hér hafa tílagblöðin fimm hins vegar þradkað enn, þótt líf sumra þeirra hafi verið býsna örðugt. Ein af ástæðum þess, hve illa minni blöð- unum hefur vegnað, er sjálfsagt sú að blöð- umum hefur svipað of mikið hverju til ann- ars. Þrátt fyrir mismunandi stjórnmála- skoðanir blaðanna hefur omikið af efni þeirra í rauninni verið hið sama í þeim öll- um, samskonar fréttir sagðar á samskonar eða svipaðan hátt. Alþýðublaðilð ætlar sér núna að gera tilraun til að breyta þessu; framvegis ætlar það sér ekki að fýlla síður sínar með efni, sem aðrir fréttamiðlar geta gert jafngóð eða betri skil, heldur ætlar bllaðið að reyna að fara nýjar leiðir, auka fjölbreytni efnisins, en þó umfram allt að leitast við að isbera isig úr, vera öðruvísi en hin blöðin. Ef þessi tilraun okkar tekst verður íslenzk dagbl'aðaútgáfa fjölbreytt- ari eftir en áður. Alþýðublaðið hefur bomið út í tæplega hálfa öld. Það hefur gegnt miklu hlutverki cg kynnt þjóðinni! hugmyndir jafnaðar- manna, sem smám saman hafa unnið ál- mennt fylgi og mótað það þjóðfélag, sem. við búum í. Alþýðublaðið hefur verið mál- gagn lýðræðislegs og ábyrgs flokks, sem oft hefur tekið á sínar herðar erfið verk og ó- ivinsæl, af því að hjá þeim hefur ekki veriíð komizt. Aðrir hafa þá gert yfirboð eða ráð- izt í ábyrgðarleysi á stefnu blaðsins. En smám saman hefur það bomið í Ijós, að hin fasta og ábyrga hugsjóna- og umibótastefna Alþýðuflokksins og Alþýðublaðisihis hefur reynzt þjóðinni farsæl, en uppþot og lýð- skrum skammgóður verrnir. Alþýðublaðið vonar að íhinium nýja búningi isínum hljóti það avikinn styrk og geti lengi enn háð á- byrga baráttu fyrir hinum góða málstað jafnaðarmanna. mBmmmmMsm Vísnaþáttur OMSJÓNs GESTUR giÍðfennsson. T;I. er ein grein bókmennta á fslai di, sem lítt er í hávegum höfS og sjaldan getið opinberlega, en tað eru markaskrárnar. Þó hafa taka alltaf verið til menn, sem þair fram yfir aðra lesningu og cunna jafnvel utan að. Ekki get :g þó hrósað mér af því. Hins Tegi r hafa tvci fjármörk loðað mér öðrum fremur í minni, enda eige ídur þeirra mikijs megandi hér áður fyrr, hvor á sínu sviði: •köls ;i gamli og Nikulásar kirkja í C dda á Rangárvöllum. Odda- kirk a átti, að því, er segir í Vil- chin imáldaga, afeyrt |bæði eyru, en :ölski lýsti sínu fjármarki á þess, leið einhvern tírna, þegar vel lá á honum, og hafa bæði mörkin nokkuð til síns ágætis: Minu lýsi ég rnarki hér, menn svo viti að það er satt, þrírifað í þrístýft er og þrettán rifur ofan í hvatt. * Undanfarið hafa verið venju fremur miklar umræður um skóla kerfið og ýmislegt að því ■ fundið. Eftirfarandi vísa, sem fjallar um slakan námsárangur, mun hins vegar talsvert eldri, en hevrir þó undir einn og samá málaflokkinn: Lítið í þér vitið vex, þó verði limir stórir. Þegar dragast þrír frá sex, þá eru eftir fjórir! •k Þessi vísa hefur verið eignuð Jó- hannesi Benediktssyni á Gnúpu- felli og talin ort um eiginkon- una: Girnistu að ég gleypi þig, grundin naðurs stétta? Ætlarðu að vaða ofan í mig eða hvað er þetta? ★ Þegar konur fengu rétt til há- skólanáms, kvað Andrés Björns- son: Kvenfólkið vill komast að með karlmönnum í háskólann. En eitt er verst og það er það, ef þjófurinn barnar dómarann. ★ Pali Olafsson orti um Björn son sinn: Þó ég ætti þúsund börn með þtísund afbragðs konuni, tnest ég elska mundi Björn og móðtirina að honum. Fallegt barn er Bjössi mínn, bjartur jafnt á hár og skinn. Engan líka á hann sinn, þótt aldraður sé faðirinn. Bjarni Jónsson frá Gröf hcfur eftirfarandi sögu að segja: A víni hef ég löngum lyst, leik mér oft að böguth. Ég hef verið frá því fyrst fullur á Iaugardöguin. * Sá ágæti vísnasiniður, Hjálmar Þorsteinsson frá Hofi, kveðúr á þessa leið: Þó ég ekki hafi hitt haldið rétta á taunnnim, ef þú velttr vaðið tnitt, varaðu þig á stxaumnum. Þessi vísa er líka eftir Hjáltnar og þarf ekki skýringar við: Yfir nóttin færir frið, fegurð óttu þrotin. Þá er hljótt að lilusta við húsa-tóttarbrotin. ★ Jón S. Bergmann yrkir þessa fallegu haustvísu: Blómin falla hleik í dá, 1 bylgjuhallir riuka, breiðist mjallar blæja á bera fjallahnjúka. Ranki send,:r (þætlfnum 'ei!ir- farandi sléttubandavísu, sem hann kallar Gras: Sárin græðast — ekki er aftæk björgin þráða. Árin glæðast — hvergi hér herjar pestin bráða. Ólína Jónasdóttir kveður um dalailminn: v Fjöllin bá með bros á brá, björtum gljáum sölum. Alltaf þrái ég ilminn frá ykkar lágu dölum. ★ Sigurður Breiðfjörð yrkir ,eft- irfarandi sláttuvísur: Sólin ekki sinna verka sakna lætur. i Jörðin undan grlmú grætur. Grasabani, komdu á fætur. Ef þú hefur heiftarlund við heilög stráin, nú þar dagsins birtir bráin, berðu að þeim hvassan ljáinn. Og að lokum gamall húsgang- r: | Kötturinn skjótti kom í nótt, klóraði mig í framan, vasaði ótt m?ð vélið mjótt, var það ekki gaman. Söngkona í klaustur Þessi unga stúlka heitir Francis Dunlop og hún er 21 árs. Hún hefur öðlazt frægð sem dægur- lagasöngkona, en nú hefur hún skyndilega ákveðið að draga sig í hlé og ganga í klaustur. A mynd inni sést hún ásamt liijómsveit- inni, sem hún hefur sungið með að undanförnu, en piltarnir verða víst bráðum að fara að leita sér að nýrri söngkonu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.