Alþýðublaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 7
Heimilið. Alþýðublaðið 2. marz 1969 7 Margoft hcyrist kvartað og kvein- að undan heimilisstörfunum. Orsök- in er þó ekki sti, að þau séu leiðin- legri eða erfiðari cn önnúr störf. Rétta skýringin felst miklu frernur { þeirri staðrevnd, að þetta hlut- skipli er ekki beinlínis „valið“ á sarna hátt og við kjósum okkur önnur störf. Við hlckkjumst við uppþvottavaskinn, af því að við gifturn okkur og eignumst börn. Ymist erum við alveg bundnar við heimilið og förum á mis við þá. snertingu við umheiminn, sem við lifðum og hrærðumst í, meðan við vorum lausar og liðugar, eða við vinnum heimilisstörfin í frítímum okkar frá annarri vinpu og litum þau hornauga, af því þau ræna okkur kærkominni hvíldarstund og afslöppun. En mitt í þessari umdeildu ver- öld heimílisltarfanna vil ég þó benda á, að þau hafa samt einn höfu.ðkost í föí með sér. Þau falla sérstaklega vcl inn í æskilegt sam- band við börnin. Samhliða húsverk- unum er miklu auðveldara að hjálpa litla snáðanum að hnýta skóreimarnar, finna skólatöskuna fyrir það, sem er dálítið eldra eða hjálpa elzta barninu með erfiða þýðingu en sé maður setztur niður með spennandi bók eða farinn að horfa á skemmtilegan sjónvarpsþátt. Við matargerð og önnur innanHús- störf er húsmóðirin aftur á móti á faraldsfæti hvort sem er. Það er lireinn og beinn óþarfi eða beinlínis rangt að skipuleggja vinnudaginn sérstaklega vegna upp- eldisstarfanna. F.inu sinni var sú tíð, að ég sknmmtaði mér sam- vizkusamlega ákveðinn • tínta á hverjum degi til þess að sinna börn- unum. Kg safnaði þeim umhverfis mig og sagði: Ja’ja, nú . .... En þau kærðu sig ekkert um slíkt tilstand. Þau vildu hvorki spjalla við mig né segja frá viðburðum dagsins eft- ir neinum óskum .eða tilskipunum. MF.ÐAN EG ÞVÆ OPP Nú. er ég reiðubúin að. sinna börn unum á ólíkustu tfmum dagsins, meðan .ég er að vinna heimilis- vérkin. Þegar ytigsta dóttirin kem- ur og þykist liafa orðið fyrir barð- inu á einhverjum úti á leikvellin- urn, get ég hlustað á allt hennar mas um þetta, sem hann gerði og hún sagði, án þess að það pirri mig eða trufli. Eg stend kannski við uppþvottinn, en það hindrar mig ekki í þeirri viðleitni að reyna að sjá „harmleikinn“ með augum átta ára telpu og hjálpa henni dálítið til þess að líta atburðina í réttu ljósi. Og þegar ég nokkru síðar stend við strauborðið, er það beinlínis kærkomin tilbreyting, ef börnin koma til mín með einhver áhyggju- eða áhugantál eða vilja þylja lexíur sínar. Þegar barnið kerriur heim úr skól- anum, er það oftast dálítið þreytt og óupplagt að hefja heimanámið þegar í stað. Þá er svo notalegt að sitja og slappa af í eldbúsinu, þar sem ég er að matselda. Hugsanirnar reika víða, og sumar þeirra verða að orðum, af því að mamma er þarna nálæg og sýnir þess engin mcrki, að verið sé að ónáða hana. EÐLILEGT SAMTAL Þegar ég er að vinna húsverkin, tala börnin oftast við bakið á mér eða álútt höfuðið, af því að ég þarf að. horfa á það, sem ég er að gera. Þetta hefur meira að segja vissa . kosti í för með sér. Undir vissum kringumstæðum getur verið auðveldara að trúa baki fyrir við- kvæmum vandamálum en tveimur rannsakandi augum. Þetta smáspjáll og þessi félags- skapur byggist hins vegar á því, að ég noti ekki tækifærið þegar í stað til þess að skipa barninu að hjálpa til. Eigi barnið sífellt von á því, forðast það brátt að köma .í nálægð móðurinnar, meðan hún er að heimilisstörfum. Það eru engar líkur fyrir því, að börnin séu áfjáð- ari í að vinna húsverkin en móðirin sjálf, og þar sem þau hafa kannski allt annað í hyggju næsta hálftím- Framhald á bls. 15 Þrekjn hné. Það er nVkilvægt að sitja og standa rétl. Sé set.ð skulu fætur'tiir vera þétt saman en aldrei, að annar fóturinn sé lagður í kross yfir hinn. Standið líka með beina fætur. Sokkar: Krepe sokkar, án munsturs grenna línur hnésins, veljið gjarnan dökka sokka, eða jafnvel svarta. Veljið rkó í falleguim lit gjarnan með einihverju skrauti og not ð aldrei hælalausa skó. Hnén of neðarlega: Fæturnir sýnast styttri en þeir eru, ef hnén eru of neðarlega. Reynið að velja sokka og skó í jsem líkustum lit, það lengir fótinn. Skórnir skulu vera með dálitlum hæl og ekki háir á risíiina. Þreknir öklar: Notið sokka með lóðréttu munstri, helsl dökka. Hálfsokkar eru bannvara Skór skulu ekki vera með riilarbandi eða reimaðir upp, það garir öklana enm fyrirferðarmoiri. Of grannir fætur: Sokkar: Hálfsokkar gera granna fætur þreknari, veljið grófprjónaða eokka, eða gróf mun(stu,r. Notið ljósa liti en forðizt þá dökku, sérstaklega svart. Skór: Veljið sportlega skó, með reimum eða r'sl- arböndum og stórum spennum. Varist samt að hafa of þykka hæla á skónum. um sokka skó og fallega fætur....

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.