Alþýðublaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 14
14 ALþýðu'blaðið 2. marz 1969 GARÐAR GÍSLASON HF. 11500 BYGGINGAVÖRUR GLERULL með álpappír HVERFISGATA 4-6 Óskum eftir tiíboðum í sölu á vöruibrettum (pallets) úr timbni: 1400 stk. 1.83 x 1.20 m. Nánari upplýsingar hjá tæknideild okkar í Straums- vík. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F. Pósthólf 244, Hafnarfirði, sími 5 23 65. Umsóknar- frestur Frestur til að sækja um störf þau í steypuskála félags- ins, sem auglýst voru í dagblöðum þ. 19. til 20. jan- úar íS.L, framlengiet enn til 10. marz. íslenzka Álfélagið h.f. Straumsvík. Sunnudagur 2. marz 1969. 18.00 Helgistund. Séra Sigurður Haukur Guðjóns son, Langholtsprestakalli. 18.15 Stundin okkar. Föndur: Gullveig Sæmundsd. í tröllahöndum. Teiknimynda daga, sem Hjálmar Gíslason les. Snip og Snap koma í heimsókn. Skólalúðrasveit Kópavogs leikur. Stjórnandi: Björn Guðjónsson. Vettlingurinn. Kvikmynd. Umsjón: Svanhildur Kaaber og Birgir G. Albertsson. Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Fjölskyldurnar. Spurningaþáttur. Spyrjandi: Markús Á. Einarss. Dómari: dr. Bjarni Guðnason. F'jökUyldumar eru frá Aftra nesi og Borgarnesi. 20.50 Nábúarnir. Mynd þessi er um samskipti tveggja nágranna, eftir að blóm eitt snoturt spratt á landa mörkum þeirra. Þetta er myndræn dæmisaga um ágirnd mannsins og afleiðingar henn ar. 21.00 Frumraun. (Debut.) Bandarískt sjónvarpsleikfrit. Aðalhlutverk: Susan Strasberg, Maria Palmer og Martin Milner. Þýðandi Ingibjörg Jónsdóttir. 21.50 Á slóðum víkinga, n. Frá Lindisfarae til Niðaróss. í þessari mynd greinir einkum frá ferðum norskra víkinga vestur um haf, til Skotlands, Hjaltlands og Orkneyja og frá ríki þeirra á þessum slóðum. Þýðandi og þulur. Grímur Helgason. (Nordvision: Norska L«jónvarpið.) 22.20 Dagskrárlok. Sunnudagur 2. marz. 8.30 Létt morgunlög. Hljómsrveitir Sigurðar Jansens og Henrys Hagenruds leika lagasyrpu: Minningar frá Noregi 8.55 Fréttir: Útdráttur úr forustu greinum dagblaðanna. 9.10 Morgi jf tónleikar. a. „í friði leggst ég hvíldar til og sofna.“ Kantata fyrir kór fjóra ein«Jöngvara, strengi og continuo eftir Nicholaus Bruhns Lotte Schádle, Emmy Lisken, George Jelden, Franz Múller- Heuser og drengjakórinn í Windsbach syngja; strengja- sveit leikur. Stjórnandi. Hans Thamm. b. Orgelsónata nr. 6 í G-dúr og þrír sálmaforleikir eftir Bach. Marie-Claire Alain leik- ur. c. „Guðir í hjúa gervi,“ hljóm- sveif)f,'rsvíta eftir Há.nctyil. Sir Thomas Beechamr raddsetti verkið og J'jórnar Konunglegu fílha.rmóníuhljómsveitinni í Lundúnum, sem leikur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Háskólaspjall. Jón Hnefil lAðalsteinsson fil. lic. ræðir við fjóra fuOltrúa stúdentaráðs háskólans. 11.00 Messa í Fríkirkjunni. Prestur: Séra Magnús Guð- mundsson, fyrrum prestur í Ólafsvík. Organleikari: Sigurður ísólfss. 12.15 Hádegiaút'varp. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.15 Um ríinur og rímnakveðskap. Hallfreður Örn Eiríksson cand. mag. flytur þriðja og síðasta hádegiserindi sitt. 14.00 Miðdegistónleikar: Frá finnska útvarpinu. a. Sinfónía nr. 3 i Es-dúr „Hetjuhljómkviðan“ op. 55 eftir Beethoven. Finnska útvarpshljómsveitin leikur; Paavo Berlund stj. b. Sex söngvar eftir Yrjö Kil « pinen og „Söngvar og dansar dauðans“ eftir Módest Múss- orgsky. Kim Borg syngur. Pentti Koskimies leikur á píanó. 15.30 Kaffitíminn. Cf pitol-hljómU/eitin leikur Dragon stj. 16.05 Endurtekið efni. a. Svava Jakobsdóttir les frum- samda smásögu „Víxillinn og rjúpan.“ (Áður útv. 29. sept. sl.) b. Dr.Sigulrður Þórarinsson prófessor t.alar um Bellman og kynnir nokkra döngva hans. sem Róbert Arnfinnson syngur við gítarundirleik Kjartans Ragnarssonar. (Áður útv. 28. des.) 1655 Veðurfregnir 17.00 Barnatími: Ingibjörg Þorbergs stjórnar. a. Ókunnir þjónar Guðs. Ingibjörg les sögu í endursögn séra Friði'kis Hallgrímsílonar. b. Kjúklingurinn klofni. Skúli Gautason (9 ára) les spánskt ævintýri í þýðingu Rúnu Gísladóttur. c. „Þar raúðnr loginn brann.“ Ármann Kr. Einarsson rithöf- undur les frumsamið ævintýri. d. „Kalt er mér löngum.“ Ingibjörg les þjóðsögu úr sagnakveri Björns frá Viðfirði. leikaranum Wilhelm Kempff. Jom leikur Sex smálög op. 126 Rondó op. 129 o.fl. verk eftir Beethoven. 18.25 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kv. 19.00 Fréttir 1930 Ljóð eftir Stein Steinarr. Elín Guðjónsdóttir les. 19.40 Á Signubökkum, annar þáttur. Brynjar Viborg og Gérald Chinotti kynna franskan þjóð- lagasöng. 20.20 Kvöldstund á Grúnd í Kol- beinsstaðahreppi. Stefán Jónsson ræðir við öld- unginn Guðmund Benjamínss. 20.45 Óperuaríur eftir Mozart og Verdi. Erika Köth og Fritz Wunderlich syngja. 21.10 Eineykið. Þorlákur Helgason sér um þátt- inn og ræðir ma. við nemend- ur á menntaskólaíkigi norðan- lands og sunnan. Einnig er viðtal við Andra Isaksson um skólarannsóknir. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 Danslög. 23.25 Fréttir í stuttu máli. létt klassíska tónlist; Carmen Dagskrárlok. gate húsið. Margrét fór þangað fyrsta daginn, sem hún átti frí. Það var rigning, þoka og kuldalegt mistur. Edengate húsið var langt frá mannabyggðum. Skór Margrétar voru þaktir leðju og þegar hún kom út úr bílnum neyddist hún til að vaða leðjuna upp hæðina. Þegar hún komst þangað loksins sá lnin innkeyrsluna og gekk þar upp. Húsið var stórt og fallegt og næstum hulið villivafningi sem nú var gulbrúnn og rauður. Frú Catchart var ekki sú gamla, veikbyggða kona, sem hún hafði haldið að hún væri og Margrét varð mjög undrandi. — Svo þér komuð þá, væna mín. Setjist við eldinn, ég vil alltaf hafa eid á arninum, þegar það.er kalt úti fvrir. Var ferðin erfið? Margrét hrukkaði ennið. — Eg skil þetta ekki! Þér eruð ekkert undrandi yfir komu minni! Það er engu líkara, en þér hafið átt von á mér! Ég átti von á yður, væna mín! Rhoda Kingsley, vinkona yð- ar, hringdi og sagði, að þér mynd- uð koma! — Hvers vegna þurfti hún að gera það? spurði Margrét. Frú Chatchart brosti. — Vinkonu yðar er annt um vður. Hún segir, að þér séuð hálflasin enn. Setjist þér nú niður og fáið yður te og segið mér allt af Iétta. Margrét settist við arininn og velti því fyrir sér, hvernig hún ætti að hefja mál sitt. — F.ruð þér móðir Philips Cat- charts? spurði hún. — Tá, og hvorugt okkar hefur kvartað undan því, sem forlögin hafa ætlað okkur. Eg vonaði, að Philip hefur víst sagt yður það? — Nei, . . ég hélt . . Philip fór ...; hann tók sökina á sig. Þessi sundurlausu orð hennar dóu út og seinna jafnaði hún sig og sagði alla söguna um það, hvers vegna hún hafði komið þángað og þegar hún ætlaði að segja frá dauða Philips hrast rödd hennar. Ekki rödd móð-. ur hans. — Ég held, að sonur minn sé ekki látinn, væna mín, sagði frú Cat- chart. — Eg álít, að yfirvöldin hafi talið heppilegast, að hann yrði tal- inn látinn til að unnt væri að af- skrifa málið. Philip hafði lært þetta verk, þótt hann hafi aldrei gert ráð fyrir því, að verða að fara svo ung- ur að fara frá Englandi. — Já, en . . stamaði Margrét og leit á frúna. — Faðir hans vann við það sama þangað til að hann þurfti að snúa aftur til Englands, en hér vildi hnan ekki vera og sé Philip, sonur minn ekki látinn, kemur hann inn- an skamms aftur til Englands. — Hjarta hans tilheyrir eyðimörkinni og hinum fjarlægu víðáttum Aust- urlanda, en hann kemur alltaf heim fyrr eða seinna eins og faðir hans. Ég vona, að þér líði eins, vina mín, og ég ætla að leyfa mér að þúa þig hér eftir. Þú hefðir aldrei farið til Austurlanda nema þú þráir ferða- lögin. — F.g fór þangað ti! að glfcyma öðrum manni. — Véslings barn! Eyðimörkin hjáípar - engum ,að gleyrna. Menn hugsa alltaf tneð hjartanu — og gleyma; einnig með því. Margrét reis á fætur til að fara, en frú Catchart mátti ekki heyra á það minnzt. — Vinkona yðar mátti ekki heyra á það minnzt, að þér færuð heim til Lundúna í þessu veðri og auk þess þætti mér ánægju legt, ef þér vilduð vera hérna. Við eigum stórt hús hérna og ein móðir fær aldrei nóg af að heyra lalað um eftirlætisson sinn. — Eftirlætisson? stundi Margrét. — Desmond var eftirlæti föður síns, en Philip var eftirlætið mitt. É.g lét hann aldrei finna það, því að þannig skemmir maður börnin á efurlæti, og þegar hann óx úr grasi, vissi hann hvað hann vildi. Það lítur út fyrir, að við eigum ýmislegt sameiginlegt. Ástina á Philip og hatrið á ensku loftsiagi! Daginn eftir rigndi ekki. Kvöld- sólin litaði allt bjarma sínum og Margrét fannst hún ekki lengur vera til hyrði. Hún vissi nú, að hún hafði alltaf átt að hlýðnast Ah- med. Fara til móður Philips og segja henni allt af létta, Nú átti hún hins vegar að fara aftur til Lund- úna. * Hún laumaðist af stað, en sólar- gejslarnir féllu á ljóst hár hennar og skyndilega heyrði hún nafn sitt nefnt : — Margrct! Hún leit undrandi upp, en hann kom hlaupandi til hennar og tók hana í faðm sinn. Seinna, löngu seinna, þegar Mar- grét hafði heyrt Philip ræða við móður sína og sættast við hana, sagði hann við hana: Magga, mín Itila, þú ert svo veikbyggð að sjá, að ég trúi því naumast, að þú getir búið til eitt blómabeð, hvað þá engigarða og enn síður trúi ég þvf, að þú getir farið með mér út í eyðimörkina. — F.rtu að biðja mín, Philip? — Já, það var nægiiega erfitt fyr- ir mig að losna við hinn biðilinn samt, sagði hann og brosti við. — Og f hvaða kvjennabúr ætlarðu að setja mig? spurði hún stríðnis- elga. — I kvennabúrið í E1 Kabakir. — I’ætti þér slæmt að vera þar hjá mér, Margrét? spurði hann blíð- lega. Skuggar þeirra urðu að einum og hann faðmaði hana að sér og hún hvíslaði í evra hans. — Móðir þín sagði, að hjartað réði öllu og það skiptir mig engu f hvaða borg eða búri ég bý, e£ þú aðeins gætir mfn, Philip! ENDIR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.