Alþýðublaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 11
íþróttir: Ritstjóri Örn Eiðsson -Alþýðu'blaðið 2. ortarz 1969 11 DARÍSKUR BANDARÍSKA atvinnumanna- keppnin í körfuknattleik (NBA) er nú langt komin og verður sennilega með harðara og skemmtilegra móti nú en dður. Má til dæmis benda á það', að Boston Celtica er í 3 sæti í sinni deild. Tekin verður upp sú nýbreytni hér í blaðinu að sýna stöðuna i báðum keppnisdeildum í hverri viku. Vegna stöðugra leik- mannaskiptinga hjá atvinnumanna- liðunum svo og vegna tilkomu 5 nýrra liða í keppninni, þykir rétt að skvra í stuttu máli frá því helzta. NBA-keppnin hefst í október — og stendur fram í apríl. Hvert lið leik- ur 80 leiki heima og heiman. Þá hefjast undanúrslit með því að lið í 2. og 3. sæti hvorrar deildar (Aust ur og Vestur) keppa sín í milli 5 leiki. Sigurvegarar úr þeim leikjum leika síðan við lið no. 1 í deildinni og eru það einnig 5 leikir. Þá standa uppi tvö lið, sitt úr hvorri. deild — sem leika síðan sín í milli 7 leik og sigurvegarinn úr þeirri keppni er NBA-meistari. Með öðrum orðum það lið, sem endar í 3. sæti að lokinni venjulegri keppni hefur enn möguleika á sigri í NBA. Lið og leikmenn deildanna eru þessi: Körfubolti er vinsælasta íþrótta- greinin í Bandaríkjunum. * AUSTURDEILDIN: Baltimore Bullets, með Earl Mon- roe og Wes Unseld fremsta. Phila- delphia 76ers hefur á að skipa þeim Bill Cunningham, Hal Greer og Chet' Walker. Boston Celtics með sínar „gömlu stjörnur" Bill Russel, Baily Howell, Sam Jones og Hav- licek. New York KnickersBockers skipa þeir Dave De Busschere, Caz- zie Russel, Jim Barnas og Bill Brad- ley. Cinncinnati Royals með stóra O-ið, Oscar Robertsson og Jerry Lucas. Detroit Pistons með Davy Bing, Walt Bellamy og Happy Hair- ston og Milwaukeé með Wayne Em- bry og Fred Hetzel. ★ VESTURÐEILDIN. Los Angeles Lakers með þrístirn- ið fra’ga, F.lgin Baylor, Jerry West og Wilt Chamberlain, Atlanta, — með Zelmo Beaty, Bill Bridges og Lau Hudson. San Francisco Warriors, en þar rná telja Rudy I.a Russo og Nato Thurmond, Chi- gaco Bulls með Bob Boozer, San Diego Rockets sem hefur nú bezta og umtalaðasta nýliðann Elvin Ha- yes. Seattle með Len Wilkens í far- arbroddi, og Phoenix en þeirra stjörnur er Van Arsdale og Gail Goodrich. Þetta er toppurinn í dag í bandaríska körfuknattleiknum. ■*" Hér birtum við' stöðuna í bandarísku deildarkeppninni, aust- ur og vestur. AUSTURDF.ILDIN : Unnið Tapað Baltimore 45 17 New York 44 22 Philadelphia 40 20 Boston C. 37 25 Cincinnati 33 31 Detroit 25 38 Milwaukee 19 45 s VESTURDEILDIN . Unnið Tapað Los Angeles 42 21 Atlanta 40 27 San Francisco 20 34 San Diego 27 35 Chicago 25 39 Seattle 23 41 Phoenix 14 49 * ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA : I.os Angeles: New York 113-109 Atlanta: Cincinnati 124-123 Boston: Phoenix 116-110 Cincinnati: Baltimore 117-112 Belgar sigr- uðu Spán- verja 2:1 Belgar sigruðu Spánverja í for- keppni lieimsmeistaramótsins í knattspyrnu á sunnudag með 2 mörkum gegn 1. Belgar leru (þar með næstumi því öruggir um þátttöku í heimsmeistaramótinu í Mexíkó á næsta ári, en Spánverjar eru orðnir svo að segjia vonlausir. Belgar hafa þá 9 stig, Júgó- slavar 6 stig, Spánverjar 2 stig og Svisslendingar ekkerf stig I fyrir heimsmeistaramiótið. HandltnattleikuT- hefur verið mjög á dagskrá síðustu viku, eitt af beztu handkniattleiks- liðum D.anmlerkur, MK 31 dvaldi hér í boði Vals og lék fjóra leiki. Fyrsti leiikurinn var við úrvalslið sem iþrótta- fréttamenn völdu, síðgin léku Danirnir við gestgjiafana, lið Vals, þá við FH og loks við úr- val landsliðsnefndar. Dainirnir sigruðu félagsliðin. toæði með einu marki. Segja má, að árangur Vals sé góður, en flestir höfðu búizt við, að FH myindi sigra danska liðið, sérstaklega þegar þess er gætt; að FH hafði unnið sænsku og dönsku meistarana, fyrr í vet- ur SAAB og HG. En FH lék langt undir eðlilegri getu á fimlmtudaginn og tapaði 21:22. Trúlegt er, að einhverrar Iþrey.tu gæti meðal beztu leik- manna liðsins. a. m. k. er langt síðan Hafnfirðingarnir liafa sýnt jiafn slakan leik. Úrvalsliðin sigruðu í sínum leikjum, en bæði liðin voru inokkurnvegin skipuð sömu leikmönnum og léku síðu=-tu landsleiki okkar. Heimimkn iMK 31 tókst vel og lið þetta j | sýndi ýmislegt, sem okkar I I toeztti leikmenn geta lært af, 'lhraða í sókn og skemmtilegt I. lfnuspil. 11 ★ Knattspyrna á Akurevri I I Áformað er iað næsti æfinga- j léikur landsliðsins í knatt- . spyrnu fari fram á Akureyri j j og hefjist kl. 14.30. Þuð má | | segja, að óvenjulegt sé, að 11 knattspyrnuleikur fari frarr'i j nvrðra í bvrjun marz, en und 11 anfarið hefur veður verið all- \\ gott á Akureyri, þannig, að ef 'yv, Framhald á 12 síðu Mt skal með varúð vinna. Þér leitið gæfu óg gengis. Það gera allir menn, hver með sínum hætti. Ef til vill leggið þér hart að yður að afla fjölskyldu yðar lífsgæða; að eignast hús og búa það tækjum og munum; kaupa bíl, fasteignir, fyrirtæki. En gleymið ekki að allt skal með varúð vinna. Því fleira sem þér eigið, því fleird er í hættu. ‘Trygging er nanðsyn, því að enginn sér við óhöppum. f einu símtali fáið þér líftryggingu, slysatryggingu, tryggt hús í smíðum, tryggðan atvinnurekstur, bruna- tryggingu, ferða- og farangurstryggingu, bifreiða- tryggingu. Eitt símtal við Almennar tryggingar og þér búið við Öryggi. ALMENNAR TRYGGINGARH PáSTHÚSSTRATI • BÍMII7700 II II II II II II II II II II II II 11 II II II II II II II II II II II II II II II II II II II

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.