Alþýðublaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 02.03.1969, Blaðsíða 8
8 Alþýðublaðið 2. marz 1969 í kvöld klukkan 20.20 er þriðji spuirninplaþáttur sjón- varpsins, Fjölskyldurnar. Markús Einarsson, veðurfræð ingur, sem okkur er kunnur úr veðurfregnunum, stjórnar þessum þáttum. — Markús, hvað finnst þér um að -stjórna þessum þætti? — Það er nú svolítið einkenni- legt. Eg hef aldrei komið nálaegt neinu svona áður, en það er út af fyrir sig skemmtilegt að kynnast andrúmsloftinu, sem ríkir við und- irbúning og upptökur svona þátta. — Og hvernig finnst þér hafa tekizt tii urn þættina? — Persónulega fannst mér sá síð- ari mun betri. Einfaldlega af þeirri ástæðu, að maður sá ýmsa annmarka á þeim fyrri og reyndi að bæta úr. — Hvernig veljið þið fjölskyld- urnar? — Það er nú það, sem hvað erf- iðast hefur reynzt. Þær þurfa að uppfyila ákveðin skilyrði og sam- þykkja svo að' koma fram. Fólk ut- an af landi hefur verið fáanlegra til þessa; það er opnara. — Hvernig eru spurningar vald- ar og hver gerir það? — Spurningar eru helzt valdar með það í huga, að ekki er miðað við skólalærdóm, frekar úr daglega Ég er nú farinn að eldast og þar með að kalka. Ég get ómögulega munað hvað rifizt var umj áður en vísitalan kom til sögunmar, eða var 'hún upphafið að öllu rifr- ildinu? / CJ Kallinn er búinn að hóta að láta reikna út hjá mér gáfnavísitöluna ef ég næ ekki upp í vor. Hann grunar að hún sé á gamla genginu. Ég held það gildi sömu reglur um karlmenn og vín. Ef mað- ur tekur aldrei fyrsta staupið verður maður aldrei forfall- inn. Ný ogskemmti leg myrida- saga hefst í opnunni á þriðjudag Æfing á Yfirmáta, ofurheitt, sem frumsýnt er í Iðnó í kvöld. A my ndinni eru eiginmennirnir og eiginlconan, og leikstjóri, Jón Sigur- björnsson, lengst til liægri. ELSKAR HANN MIG af öllu hjarta, yjirmáta, ojurheitt, harla lítið, ekki neitt? Þetta hafa margar yngismeyjar tuldrað í barm sér yfir spilunum og beðið í ofvæni eftir að hjartaásinn kæmi upp. „t þulunni“ korna frani öll stig ástarinnar og það gera þau - líka í leikritinu Yfirjnáta ofurheitt, sem frumsýnt er í kvöld hjá Leik- félagi Reykjavíkur. Leikritið heitir á frummálinu „Luv“ og er eftir ameríkanann Mur- ray. Schisgal. Við höfum haft Jítil kynni af þeim höfundi, utan þess, að hann skrifaði kvikmyndahandrit að einni kostulegri mynd, sem hét „The I.ovesong of Barney Kamp- insky“, eða „Ástarsöngur Barney Kampinskys" og var sýnd í sjón- varpinu í fyrravetur. Leikritið „Luv“ hefur nú verið sýnt í yfir tuttugu löndum og geng- ið lengi, enda aiveg eiturfyndið. Það er í tveimur þáttum og gerist allt á brú í New York og fjallar um hinar ótrúlegustu ástaflækjur; þó hreint ekki upp á gamla mátann, eins og við höfurn séð oftar en tvisvar og þrisvar. I sem stytztu máli fjallar leikritið Um stúikuna Ellen og eiginmenn hennar, þá Harry og Milt. I upphafi leikritsins er hún gift Milt, en hann orðinn dulítið leiður á henni. Þá kemur til sögunnar gamall vinur hans, Harry, og lausnin er fundin, alla vega í bili, því að Harry kvæn- ist Ellen. Og síðan gengur allt á víxl, kom- plexar vaða uppi, og mikið grín er gert að þcirri „kellingasálfræði'v sem margir leikritahöfundar velta sér upp úr. Til dæmis kemst Ellen að þeirri niðurstöðu, þegar líður á leikritið, að Harry, sem hún er gift og hefur búið með við misjafnan orðstír sé kynvilltur og yfir sig ást fanginn af fyrri eiginmahninum, Milt, og hafi raunar verið það frá bernsku, en reyni að bæta sér upp þá óendurgoldnu ást með því að taka hana sjálfa sér til handargagns. Á fimmtudag leit ég inn á æf- ingtt í Iðnó, og þá var annar þátt- ur leiksins til meðferðar. Áður en æfing hófst, spurði ég leikstjóra, Jón Sigurbjörnsson, nokkurra spurn- inga. — Hvers lags persónur eru þetta í leiknum? — Þær eru nú ákaflega ólógískar og viðbrögð þeiri'a alveg óvænt og furðuleg. Geðsveiflur þeirra þriggja skötuhjúa eru sem sagt með hrein- ustu ólíkindum. — Hvernig hafa æfingarnar gengið? — Tja, við byrjuðum að æfa { desember og leikritið var orðið svo til tilbúið, þegar Þorsteinn Gunn- nrsson meiddist og við það tafðist leikritið um hálfari mánuð. — Hvað finnst þér persónulega um leikritið? — Mér finnst það mjög skemmti- legt. Það er farsakennt og í því er gert mikið grín að leikritum að- sk'iljanlegra höfunda, en það kemst eðlilega ekki svo vel til skila hér almennt, því fólk hefur ekki séð og þekkir ekki inn á þau leikrit,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.