Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2001, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2001 Fréttir DV Ágreiningur harðnar innan stjórnarflokkanna vegna kvótasetningar smábátaflotans: m m m m ■ u m M mm Vestfirskir stjornarliðar hóta samstarfsslitum - íbúar óttast enn eitt stóráfallið í útgerðarmálum fjórðungsins Verulegur ágreiningur virðist vera innan stjómarflokkanna um lög um kvótasetningu á veiðar smábáta á ýsu, ufsa og steinbít. Lögin eiga að taka gOdi næsta laugardag, það er 1. sept- ember. Þingmenn Vestfirðinga fara fremstir i gagnrýni sinni á lögin og vilja að þeim verði breytt eða gildis- töku þeirra frestað. Sjávarútvegsráð- herra hefur sagt að það komi ekki til greina en til að mæta gagnrýninni hef- ur hann aukið við kvóta smábátanna. „Það er margt óútkjáð í málinu. Það er ekki búið að ganga frá frumvarpinu enn þá og það em ákveðin atriði sem við viljum skoða betur,“ sagði Kristinn H. Gunnarsson, formaður þingflokks Framsóknar, í samtali við DV. Bæði hann og Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa sagt að aðgerðir ráðherrans dugi hvergi til. í útvarpsþætti á laugardag kvaðst Einar Oddur vera tilbúinn að ganga í bandalag með Samfylkingunni um gerð nýs lagafrumvarps sem kæmi í veg fyr- ir að fyrirætlanir ráðherrans. Leysum máliö Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra kveðst rólegur gagnvart yfirlýs- ingum Einars Odds og segist ekki hafa neina trú á öðm en að menn leysi mál- ið. Sjávarútvegsráðherra sagðist vera sammála Kristni um að ýmislegt væri Arni M. Mathiesen. Einar Oddur Kristjánsson. Kristinn H. Gunnarsson. Om Pálsson. óútkljáð í málinu. „Það er aftur á móti útkljáð hverjar aflaheimildimar verða,“ segir ráðherrann þegar hann var spurð- ur hvað yrði um þá smábátasjómenn sem væm utan kvóta og með litla veiði- reynslu þegar lögin tækju gildi. „Ef bátamir hafa litla veiðireynslu á yfirstandandi veiðiári eða menn verið að íjárfesta þrátt fyrir að vita að þeir fæm í krókaaflamark 1. september, þá er ekkert í fiskveiðistjómunarkerfinu sem getur aukið kvóta þeirra. Menn hafa vitað frá 1999 að þetta stæði til. Ef menn hafa keypt kvótalausa báta eftir það hafa þeir verið að fjárfesta gegn því sem Alþingi var búið að sam- þykkja. Það er því ekki hægt að skella skuldinni á stjómvöld. Það er svo ann- að mál að við viljum gjaman reyna að hjálpa þeim sem fara illa en það verð- ur ekki meira gert hvað varðar veiði- heimildimar. Milljaröur í veði Mikill ótti ríkir vestra um fram- vindu mála. Þegar er farið að bera á uppsögnum hjá smábátaútgerðum og fólk óttast að nú sé að riða yfir enn eitt reiðarslagið í útgerðarmálum Vestfirð- inga. Undanfarin ár hefur mikið verið Qárfest i hraðfiskibátum á svæðinu, m.a. með aðstoð Sparisjóðs Bolvíkinga og annarra Qármálastofnana vestra. Sparisjóðurinn tók m.a. milljarð að láni erlendis frá á sínum tíma til að reyna að endurreisa sjávarútveg í Bolungarvík eftir nær algjört hran. Vestfirðingar hafa þvi lagt mikið undir, bæði bankar og einstaklingar, og ekki em alltaf fyrir hendi veiðiheimildir til að tryggja veð lánveitenda. Ef fram fer sem horfir blas- ir gjaldþrot því við mörgum útgerðum. Þróast í rétta átt „Mér finnst að nú sé ástæða til þess að vera vongóður og að mál séu að þró- ast í rétta átt fyrir okkur,“ sagði Öm Pálsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeigenda. Hann kvaðst fagna því að einstaka menn í röðum stjómarflokkanna, sem á fyrri stigum lýstu yfir stuðningi við frestun laganna, væm nú farnir að tjá sig og ætluðu greinilega að standa fast við fyrri yfirlýsingar sínar. Menn hefðu augljóslega séð að þær röksemdir sem fram kæmu í álitsgerð Skúla Magnús- sonar og Sigurðar Líndals lagaprófess- ors um að stjómvöldum væri heimilt að stjóma veiði krókabáta með óbreyttu kerfi væru haldmeiri en það sem kæmi fram á minnisblaði sjávar- útvegsráðherra. Þar héldi ráðherrann því fram að ekki stæðist stjómarskrá að kerfið væri óbreytt. Öm sagði að hann byggist ekki við að sá breytti tónn sem nú væri í þing- mönnum vegna þessa máls yrði til þess að stjórnendur smábátaútgerða drægju uppsagnir til baka eða bökk- uðu frá öðrum slíkum neyðaraðgerð- um sem þeir hefðu gripið til að undan- fómu. Þess mætti þó geta að landssam- bandið hefði farið fram á við sjávarút- vegsráðherra að hann beitti sér fyrir því innan ríkisstjómarinnar að sett yrðu bráðabirgðalög sem frestuðu framkvæmd laganna til 1. desember næstkomandi. -sbs/Kip. Tveir ofurhugar: Syntu yfir Pollinn Þeir Hólmar Svansson, fram- kvæmdastjóri Atvinnuþróunarfé- lags Eyjafiarðar, og Þórður Kára- son, framleiðslustjóri hjá Ás- prenti/POB, unnu það afrek síð- degis á laugardag að hjóla frá Ráð- hústorgi á Akureyri austur fyrir Pollinn og synda síðan yfir hann þveran í isköldum sjónum og stifri norðanátt. Eins og fram kom í DV fyrir helgi voru þeir að standa við áramótaheit. Sundið yfir Pollinn reyndist gríðarlega erfitt því ekki var nóg með að sjórinn væri ískaldur og lofthiti lítill heldur var mikill straumur og stíf norðanátt þannig að þá rak mikið af leið á leiðinni yfir. Ekki varö þeim félögum meint af volkinu þótt þeir væru útkeyrðir og jökulkaldir eftir sundið en þeg- ar þeir komu að landi Akureyrar- megin var saman kominn talsverð- ur mannfiöldi sem fagnaði þeim ákaft. Greinilegt var á viðstöddum að mönnum þótti mikið til um þetta afrek. -BG Sundkapparnir Þórður Kárason og Hólmar Svansso komnir í land og vafðir teppum. DV-MYNDIR BG Erjur Heilbrigðisnefndar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands: Ráðuneytið grípur ekki inn í - nema því berist formlegt erindi, segir umhverfisráðhera Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra segir að erjur Heilbrigðis- nefndar Suðurlands og Heilbrigðis- eftirlits Suðurlands hafi ekki komið til kasta umhverfisráðuneytisins. Ráðuneytið muni ekki blanda sér í þær nema þvi berist formlegt erindi þar sem heilbrigðiseftirlit sé á veg- um sveitarfélaganna sjálfra. Erjur nefndarinnar og heilbrigðis- fulltrúanna hafa staðið nærfellt tvö ár. Aðeins einu sinni á þeim ferli hefur komið til kasta umhverfisráðuneytis- ins að úrskurða um deilur þeirra. í því tilviki hafði heilbrigðisnefndin beint því til ráðuneytis- ins að kanna starfshætti heil- brigðisfúlltrúanna í kjölfar þess að fréttir um mikla campylobact- ermengun og slæma umgengni á kjúklingabúinu á Ásmundarstöðum höfðu verið til mn- fjöllunar í fjölmiðlum. Ráðuneytið úr- skurðaði þá að ekkert væri athugavert við starfshætti heilbrigðisfúlltrúanna. Siv Friðleifsdóttfr. Umhverfisráðherra segir að þegar campylobactersýkingamar hafi komið upp fyrir tveimur árum hafi hún lagt til í ríkisstjóminni að athugað yrði hvort unnt reyndist að einfalda mat- vælaeftirlit í landinu og gera það þannig skilvirkara. Nefnd um opin- bera eftirlitsstarfsemi undir forsætis- ráðuneytinu hafi síðan fiallað um til- löguna. Hún hafi m.a. kynnt sér fýrir- komulag í öðmm löndum. Nefndin hafi skilað tillögum sinum til ríkis- stjómarinnar. Þær felist m.a í því að sameina allt matvælaeftirlit undir einu ráðuneyti. Ríkisstjómin hafi ekki fiallað endanlega um þær, tekið ákvörðun um hvort farið verði í ein- hveijar breytingar og þá hveijar. „Ég tel að skoða eigi sameiningu matvælaeftirlits, miðað við það sem nú er,“ segir umhverfisráðherra. „En eigi að færa matvælaeftirlit að öllu leyti til ríkis frá sveitarfélögum verður að ræða það mjög náið fyrst við sveitarfé- lögin og ná samkomulagi um það. Það er brýnt að matvælaeftirlitið sé eins virkt og hægt er að hafa það því að þetta er fyrst og fremst neytenda- vemd.“ -JSS Björk meö nýja plötu Fjórða sólóplata Bjarkar kom í versl- anir um allan heim í dag. Platan heitir Vespertine og hefur hún fengið lofsam- lega dóma hjá gagn- rýnendum. Björk er nú á tónleikaferð sem hófst 18. ágúst sl. í París. Björk mun meðal annars koma fram í New York, Amsterdam, Lundúnum, Moskvu og Kaupmannahöfn. Nýr hjá Slippstöðinni Baldvin Valdemarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slippstöðv- arinnar á Akureyri. Hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá Sól- Víkingi. Baldvin er viðskiptafræðing- ur að mennt. Slippstöðin hefur nýlega verið endurstofnuð en hún er aftur hluti af Stáltaki hf. Eldur í geymsluskúr Eldur kom upp í geymsluskúr í Lundi við Nýbýlaveg í Kópavogi að- faranótt sunnudags. Slökkvilið frá nær öllum stöðvum Slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins fór á staðinn. Mikill eldur var í skúrnum og talið var hætta á að hann bærist í önnur hús. Vel gekk hins vegar að slökkva eldinn. 72 prósent heimilislaus Um 72 prósent eiturlyfianeytenda sem leituðu hjálpar hjá kristilega líknarfélaginu Byrginu voru heimilis- laus. í samantekt Byrgisins kom einnig fram að um 40 prósent þeirra sem leituðu til félagins áttu við geð- ræn vandamál að stríða. Bylgjan greindi frá. Mango í Smáralind Háéss mun opna 530 fermetra Mangóverslun í Smáralind 10. októ- ber næstkomandi. Mango er önnur stærsta verslunarkeðja Spánar og sel- ur hún fatnað, skó og fylgihluti fyrir konur á aldrinum 18 til 40 ára. Versl- anir Mango er nú vel yfir 500 talsins og að meðaltali eru opnaðar 10 nýjar verslanir í mánuði. Lagarfljótsormurinn strandaöi Farþegaferjan Lagarfljótsormurinn strandaði við fljótsbakkann skammt neðan við bæinn Hof í Fellum laust eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Ferjan hafði verið í skemmtisiglingu um Lagarfljót þegar óhappið varð. Engar skemmdir urðu á skipinu og tókst að ná því af strandstað skömmu seinna. Talið er að orsök óhappsins megi rekja til bilunar í sjálfstýringu. Skilja viö Landvernd Stjórn Sambands íslenskra sveitarfé- laga hefur samþykkt að samtökin gangi úr Landvernd. í ályktun stjómar- innar kemur fram að starfsemi samtak- anna hafi breyst og að Landvernd taki nú afstöðu til mál- efna sem sveitarstjórnir hafi afar mis- jafna skoðun á. RÚV greindi frá. Lest hagkvæm Samkvæmt arðsemiúttekt, sem gerð var fyrir Orkuveituna og borgar- verkfræðing á lestarsamgöngum milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar eru miklar líkur á að reksturinn standi undir sér. Stofnkostnaður við verkið er metinn 18 til 20 milljarðar króna. _]y[A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.