Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2001, Blaðsíða 11
11 MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2001 3PV______________________________________________Útlönd lain Duncan Smith Ihaldsmenn hafa litla trú á honum en vilja hann samt sem leiötoga. Duncan Smith verulega vinsælli Iain Duncan Smith hefur talsvert forskot á keppinaut sinn Kenneth Clarke í leiðtogaslag breska íhalds- flokksins, samkvæmt nýrri skoð- anakönnun. Könnunin, sem birt var í blaðinu Sunday Telegraph, leiddi í ljós 76 prósenta stuðning meðlima flokksins við Duncan Smith, og ein- ungis 24 prósenta stuðning við Evr- ópusinnann Kenneth Clarke. Könn- unin var gerð á sama tima og Dunc- an Smith neyddist til að reka kosn- ingastjóra sinn vegna tengsla hans við Breska þjóðarflokkinn, sem margir kalla hálfgerðan nasista- flokk. Duncan Smith þakkar skjót- um viðbrögðum sínum að uppákom- an hafði ekki meiri áhrif en raun ber vitni. Athygli vekur að þrátt fyrir mik- inn stuðning við Duncan Smith töldu aðeins 23 prósent aðspurðra aö hann ætti góða möguleika á að leiða flokkinn til sigurs í næstu þingkosningum. Hins vegar höfðu aðeins 11 prósent þá trú að Kenneth Clarke gæti náð þessum árangri, en mörgum íhaldsmönnum er afhroð Hagues í siðustu kosningum ofar- lega í huga. 300 þúsund flokksmenn íhalds- flokksins munu velja milli fram- bjóðendanna tveggja í kosningu þann 12. september. Átökum linnir ekki í Makedóníu: Efast um raunveruleg áhrif vopnasöfnunar Vopnasöfnun Nató í Makedóníu hefst í dag í skugga efasemda um raunverulegan árangur. Ljubco Ge- orgievski forsætisráðherra segir mat Atlantshafsbandalagsins (Nató) á fjölda vopna í eigu albanskra skæruliða vera fáránlegt og niður- lægjandi fyrir Makedóníu. Stjóm- völd í landinu segja hins vegar að óraunhæft væri að hætta við verk- efnið þar sem 4500 manna Nató- sveit sé þegar komin. Nató og skæruliðarnir hafa sæst á að þeir síðarnefndu afhendi 3300 vopn. Þar af eru meðal annars 2950 árásarrifílar, 210 vélbyssur, 130 sprengjuvörpur, sex loftvarnarkerfi og tveir skriðdrekar. Georgievski forsætisráðherra, sem er hluti af blokk þjóðemissinn- aðra harðlínumanna í ríkisstjóm- inni, segir vopnin vera allt að 70 þúsund talsins. Óttast er að skæruliðamir muni fela vopn sín fyrir Nató þar tfl af- Hótelrústlr Albanskir skæruliöar eru taldir hafa sprengt upp hótel vestur af Skopje í gær þar sem tveir menn létust. Forsætisráöherra Makedóníu er vígreifur og vonlítill um árangur af verkefni Nató. vopnunarverkefninu lýkur eftir ná- kvæmlega 30 daga. Nató hyggst hvorki dveljast lengur, né víkka út verksvið sitt í Makedóníu. Deilt er á það hve stuttum tíma bandalagið hyggst verja i landinu og þykir lík- legt að átök muni verða engu minni eftir á. Jafnframt því að Makedóníu- stjórn óttast að skæruliðarnir feli vopn sín eru þeir sjálfir hræddir um að öryggissveitir Makedóníu muni hefna sín á þeim ef þeir verða vopnlausir. Átökum linnir ekki í Makedóníu þrátt fyrir nærveru Nató-hermann- anna. í gær var hótel sprengt í loft upp 50 kflómetra vestur af höfuð- borginni Skopje. Tveir létust í til- ræðinu sem talið er að albanskir uppreisnarmenn beri ábyrgð á. Ge- orgievski forsætisráðherra var æva- reiður Albönum og þóttu orð hans minna á þá tíð þegar Júgóslavía var við það leysast upp og borgarastríð braust út í Bosníu. Keypt lottó Kona i Washington fjárfestir í einum af 204 milljónum miöa sem seldust. Lottóæði: Milljarðapottur deildist á fjóra Tæplega 30 mifljarða pottur i bandaríska Powerball-lottóinu defldist niður á fjóra vinningshafa. Mikið lottóæði greip um sig í því 21 fylki þar sem lottóið er selt og voru í heild seldar 204 milljónir miða, en íbúar Bandaríkjanna eru um 270 mifljónir. Biðraðir mynduðust við sölustaði og sögðust afgreiðslumenn vart hafa tíma til að telja pening- ana. Margbr gerðu sér ferð yfir í næsta fylki til þess að kaupa lottómiða. Líkurnar á því að velja réttar töl- ur voru einn á móti 80 milljónum, en Bandaríkjamenn létu það ekki draga úr sér kjark. Þetta var þriðji stærsti lottópottur í sögu Bandaríkj- anna, sá stærsti var að andvirði um 36 mflljarðar króna í fyrra. Lottófyr- irtækið fékk 4,2 milljarða króna fyr- ir þá miða sem seldust, en þeir voru 100 þúsund á hverri mínútu. Götuhátíö í Notting Hill Gleöin réö ríkjum á götuhátíöinni í hverfinu Notting Hill í Lundúnum í gær. Reiknaö var meö um tveimur milljónum þátttakenda á hátíöinni sem haldin hefur veriö árlega í 37 skipti. Þetta er stærsta götuhátíö í Evrópu. Kyrkislanga drap 8 ára eiganda Átta ára stúlka, sem fannast með- vitundarlaus á eldhúsgólfinu heima hjá sér nærri Pittsburgh í Banda- ríkjunum á fimmtudaginn með kyrkislöngu um hálsinn, var úr- skurðuð látin á laugardagsnótt. Slangan var þriggja metra löng og ein af 5 slöngum í eigu föður stúlkunnar, en hann er mikill áhugamaður um slöngur. Svo virtist sem slangan hefði sloppið úr búri sínu í svefnherbergi foreldra stúlkunnar, en móðir henn- ar kom að henni og náði með erfið- ismunum að losa slönguna af hálsi hennar. Læknar úrskurðuðu barnið heiladautt á föstudagskvöldið og klukkutíma siðar var það látið. Toyota Nissan Range Rover Ford Chevrolet Suzuki Cherokee JeepWillys Land Rover Musso Isuzu 3E E ALLT PLAST Kænuvogi 17 • Sími 588 6740 Frantóðunn brettakante, sótskyggni og bodíttW á fiesör wwwjimn»u«/apia»t einnigixxkfiiMívðniDíiaogvaibila. Sétsrofliog Tilboð Bamamyndatökur, verð frá 5000 kr. Innifalið 1 stækkun, 30x40 cm, í ramma, aðrar stækkanir að eigin vali með allt að 50% afslætti. Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Ljosmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. Daihatsu Sirion CX 1300 4x4, 5 d., blár, skr. 9/99, ek.16 þ. km, ssk., ABS, aukadekk. V. 1.050 þús. MMC L-200 D/C GLS 2500 TD, grænn/grár, skr.12/00, ek.30 þ. km, bsk. 32" dekk. V. 2.350 þús. II) III l i tfí ilitflUíi íi i II1 ili Opel Vectra GL 2000 turbo disil, 4 d„ grænn, skr. 4/96, ek.169 þ. km, bsk., álf., krókur. V. 690 þús. ATH.: 100% LÁN Skoda Octavia GLXi 1600, 5 d„ grænn, skr. 5/00, ek. aðeins 7 þ. km, bsk. V. 1.190 þús. M. Benz 230E, 4 d„ hvítur, árgerð 1986, ek. 224 þ. km, ssk„ áltoppl. Mjög góður bíll. Tilboð: 490 þús. ATH.: 100% LÁN. VANTAR BÍLA Á SKRÁ OG Á STAÐINN. MIKILSALA. ALLT AÐ GERAST! - m f «EaSAUNÍ nöldur ehf. 0PIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL.10-18. L0KAÐ LAUGARDAGA TIL 25. ÁGÚST. BÍLASALA Tryggvabraut 14, 600 Akureyri 461 3020 - 461 3019 MMC Pajero 2500 TD, langur, grár, skr.11/96, ek. 19 þ. km, bsk. 33" dekk, krókur. V. 1.600 þús. Isuzu Trooper 3,0 TDI, grænn, skr.12/99, ek. 47 þ. km, ssk„ 33" breyttur, spoiler, CD o.fl. 7 manna V. 3.260 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.