Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2001, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2001
Fréttir
Deilur útgerða ferðaþjónustubáta á ísafirði:
Hörð átök um ferju-
bryggjuaðstöðu
- krafist aðgerða bæjaryfirvalda
Haröar deilur eru um notkun á
ferjubryggju þeirri sem upphaflega
var gerð fyrir ms. Fagranes í Sunda-
höfninni á ísafirði. Eftir að rekstri
Fagranessins var hætt tóku Sjóferð-
ir Hafsteins og Kiddýjar ehf. við því
hlutverki er varðar þjónustu við
eyjarnar á isafjarðardjúpi. Af frum-
kvæði og ósk fyrirtækisins var ráð-
ist í endurbætur á bryggjunni í
fyrra til að hún nýttist betur
smærri farþegabátum en Fagranes-
ið er. Síðan hefur fyrirtækið haft
þar aðstöðu fyrir tvo farþegabáta
sína, annan 25 sæta og hinn 50 sæta.
Undanfarna mánuði hafa hins vegar
staðið yfir harðar deilur um aðstöð-
una og vilja aörar útgerðir nú
einnig fá að nýta plássið.
í sumar var þess krafist að bæjar-
yfirvöld beittu sér í málinu og að
Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar
yrði gert skylt að gefa eftir legu-
pláss við bryggjuna. Þegar blaða-
maður DV var staddur á ísafirði um
mánaðamótin síðustu hafði útgerð-
in fengið skriflega skipun um að
ganga að þessum kröfum. Bæjar-
stjórinn á ísafirði ritaði starfsmönn-
um ísafjaröarhafnar 16. júlí sl. Þar
greindi bæjarstjóri frá þeirri
ákvörðun sinni að Hornströndum
ehf. verði gert kleift að taka farþega
og skila af sér við flotbryggju þar
sem Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar
Ferjubryggjan umdeilda
Hér hafa Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar haft aöstöðu eftir að m/s Fagranes hætti siglingum um ísafjarðardjúp. Fyrir-
tækið hefuryfir að ráða tveim nýjum sérsmíðuðum og öfiugum farþegabátum sem samanlagt taka 75 farþega.
Guðný, annar af tvelm bátum Hornstranda ehf.
Fyrirtækið hefur til þessa verið með aðstöðu við svokallaöa Lóðsbryggju.
hafa aðstöðu. Jafnframt gaf bæjar-
stjóri hafnarstarfsmönnum fyrir-
mæli um að koma þeirri ákvörðun
til framkvæmda.
í samtali við þau hjón, Hafstein
Ingólfsson og Guðrúnu Kristjönu
Kristjánsdóttur, kom hins vegar
fram að þau teldu sig í fullum rétti,
enda hefðu endurbætur á bryggj-
unni verið gerðar að þeirra ósk.
Bjóst Hafsteinn þá jafnvel við að
bæjaryfirvöld myndu láta skera á
landfestar að morgni 30. eða 31. júlí
til að þóknast kröfum annarra út-
gerða. Sagðist hann hvergi gefa eft-
ir í málinu.
Starfsmaður hafnarinnar hafði
reyndar tjáð Hafsteini að hann tæki
ekki þátt í slíku ofbeldi og því yrði
bærinn að kalla til lögreglu ef knýja
ætti fram ósk bæjarstjóra. Blaða-
maður DV fylgdist siðan með fram-
vindu mála en ekkert varð þó af hót-
unum um að reka skip Sjóferða frá
bryggju í það skiptið.
Á fundi bæjarráðs ísafjarðarbæj-
ar á þriðjudagskvöldið gerðist það
síðan að lagt var fram bréf frá Vil-
hjálmi H. Vilhjálmssyni hrl., lög-
manni Homstranda ehf. á Isafirði. í
bréflnu segir m.a.:
„Þann 19. júní ritaði umbjóðandi
minn, Henry Bæringsson, bæjarráði
bréf fyrir hönd Hornstranda ehf.
þar sem kvartað var yfir því að
Hornströndum ehf. væri búin mun
verri aðstaða við ísafjarðarhöfn en
Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar
ehf...“ Minnir lögmaðurinn einnig á
bréf um ákvörðun bæjarstjóra og
segir síðan: „Fyrir hönd umbjóð-
anda míns er óskað eftir að henni
verði komið til framkvæmda þegar í
stað þannig að þeim aðilum sem
reka ferðaþjónustubáta verði búin
sambærileg aðstaða. Að öðrum
kosti er brotið gegn jafnræðisreglu
stjómsýsiulaga."
Á fundi bæjarráðs var bókað
vegna bréfs lögmannsins: „Bæjar-
ráð beinir því til hafnarstjórnar að
fyrirhugaðri stefnumótun í málefn-
um ísafjarðarhafnar varðandi ferju-
siglingar verði hraðað.“ -HKr.
Framhaldsskóli við utanverðan Eyjafjörð:
Þingmenn jákvæðir
en ráðuneyti
þungt í taumi
DV, PALVlk?
Kynningarfundur um málefni
framhaldsskóla við utanverðan
Eyjafjörð var haldinn nýverið á Dal-
vík. Þar vom saman komnir flestir
þingmenn Norðurlands eystra, full-
trúar frá menntamálaráðuneytinu,
bæjarfulltrúar Dalvíkurbyggðar og
Ólafsfjarðar ásamt Hermanni
Tómassyni sem kynnti skýrslu sem
hann hefur unnið um framhalds-
skóla við utanverðan Eyjafjörð en
þar búa um 3.300 manns, þar af hátt
í þrjú hundruð á framhaldsskól-
aldri.
Óhætt er aö segja að viðbrögð
þingmanna við þessum hugmynd-
um hafi verið jákvæð og ekki annað
hægt að skilja en að þeir myndu all-
ir leggja hugmyndinni lið. Fulltrúar
frá menntamálaráðuneytinu höfðu
hins vegar alla fyrirvara á því að
þessar hugmyndir gætu orðið að
veruleika og gengu svo langt að
segja að yrði framhaldsskóli settur
á stofn á Dalvík gæti það kippt stoð-
unum undan rekstri Verkmennta-
skólans á Akureyri óg Menntaskól-
ans á Akureyri.
I skýrslu Hermanns Tómassonar
er gert ráð fyrir skóla sem býður
upp á almennt framhaldsnám fyrir
nemendur á fyrstu 2 námsárum og
að skólinn geti tekið til starfa haust-
ið 2002. Hann bendir á að á
nokkrum stöðum á landinu séu
Mælir meö framhaldsskóla
Hermann Tómasson kannaði allar forsendur fyrir framhaldsskóla við utan-
veröan Eyjafjörð. Margt mælir með slíkum skóla.
starfandi framhaldsskólar sem
þjóna sambærilegum fólksfjölda og
er á svæðinu við utanveröan Eyja-
fjörð.
Framhaldsskóli í heimabyggð er
besta leiðin til að tryggja íbúunum
aðgang að góðri framhaldsmenntun,
um leið og unniö er að því að
styrkja byggðina á svæðinu og er í
raun eitt stærsta hagsmunamál
íbúa við utanverðan Eyjafjörð.
Markmiðið er að tryggja nemendum
sambærilega menntun við betri að-
stæður og fyrir lægra verð. Þaö á
aftur að leiða til þess að fleiri muni
sjá sér fært að stunda nám, brottfall
nemenda mun minnka og árangur i
námi batna. -hiá
DV-MYND DANÍEL V. ÖUFSSON
Frá framkvæmdum
- við gatnagerð og lagnagerð
á Bifröst.
Umrót á Bifröst:
Skólaþorp
myndast í
hrauninu
DV, BIFRÓST:
Borgarverk hf. vinnur í sumar að
umfangsmiklum jarðvegsfram-
kvæmdum á Bifröst. Framkvæmdir
fela í sér endurnýjun á fráveitukerfi
byggðarlagsins alls og gatnagerð í
Hrauns- og Bakkahverfum Nem-
endagarða. Borgarbyggð tekur þátt í
þessum framkvæmdum með háskól-
anum og stendur auk þess fyrir end-
urhótum á aðveitu fyrir kalt vatn.
Þá er Vegagerðin með miklar
framkvæmdir við færslu á þjóðvegi
1 hjá Bifröst og nýrri vegtengingu
háskólasvæðisins við hann. Sú aö-
gerð mun stækka byggingarland há-
skólasvæðisins og bæta öryggi
bama á Bifröst.
Þama er orðið til stórt og þrótt-
mikið skólaþorp og ekki séð fyrir
endann á þróun þess. -DVÓ
OA-deild stofnuð á Akranesi:
Ráðist gegn
hömlulausu ofáti
DV, AKRANESI:_____________________
Ný deild OA-samtakanna var
stofnuð á Akranesi nýlega í hús-
næði Fjölbrautaskólans og verða
fundirnir framvegis þar á miðviku-
dagskvöldum kl. 20. Overeaters
Anonymous er félagsskapur karla
og kvenna af öllum sviðum þjóðfé-
lagsins sem hittast til að finna lausn
á sameiginlegum vanda - hömlu-
lausu ofáti.
Eina skilyrðið fyrir þátttöku er
löngun til að hætta því. OA er ekki
megrunarklúbbur og setur engin
skilyrði um þyngdartap. Með því að
viöurkenna vanmátt okkar gagn-
vart mat og að kasta frá sér þeirri
hugsun að maður þurfi á „vilja-
styrk" að halda til að stjórna áti
sínu, verður maður fær um að
halda sig frá ofáti - einn dag í einu.
OA-félagar styðja hver annan í að
fást við líkamleg og tilfinningaleg
einkenni hömlulauss ofáts og mæla
með tilfinningalegum, andlegum og
líkamlegum bata með iðkun 12-
spora kerfisins.
OA-félagar benda á að félagsskap-
ur þeirra sé ekki „enn einn megrun-
arklúbburinn". Þeir segja að
aukakílóin séu afleiðing þess sjúk- |
dóms sem matarfiknin er. OA legg-
ur því áherslu á aö vinna á orsök-
um vandans, matarfikninni, fremur
en afleiðingum hans, þyngdinni.
OA-samtökin eru í mikill uppsveflu
um þessar mundir.
Margir hafa fundið lausn á vanda
sínum með þvi að viðurkenna van-
mátt sinn gagnvart mat og átta sig á
að lausnina er ekki að finna í töfra-
lausnum.
Fyrr í þessum mánuði var árleg i
ráðstefna OA í Evrópu haldin á Bif-
röst í Borgarfirði. Það var helgar-
prógramm sem um 50 manns tóku
þátt í, þar af 20 útlendingar. OA-
deild er einnig starfrækt í Borgar-
nesi, hún fundar á mánudagskvöld-
um kl. 21 í kjallara Borgarbrautar
49, en alls eru deildirnar 12 á land-
inu.
Nýliðum er velkomið að koma
beint á fund, það þarf enginn að
boða komu sína eða skrá sig, enda
halda OA-samtökin ekkert félagatal.
Þeir sem óska frekari upplýsinga
geta sent tölvupóst á þjónustunet-
fang samtakanna; oa@oa.is. -DVÓ