Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2001, Blaðsíða 25
37 MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2001 DV Tilvera Rafstöðvar DV-MYND HKR. Bjarni Saivarsson í Vigur Yngsti póstmeistari í minnsta pósthúsi iandsins hefur mikiö aö gera viö aö iíma frímerki á póstkort og stimpla meö sérstimpli pósthússins í Vigur fyrir feröamenn. Bjarni Salvarsson, þrettán ára íbúi i Vigur í Isafjarðardjúpi, stend- ur vaktina í því sem hlýtur að telj- ast minnsta pósthús landsins. Þar er hvorki hátt til lofts né vítt til veggja en samt mikið að gera yflr ferðamannatímann á sumrin. Þrátt fyrir ungan aldur er Bjarni kominn með dágóða reynslu. „Ég er búinn að vera i þessu síðan ég var tíu ára. Þetta er örugglega minnsta pósthúsið í heiminum," sagði Bjarni þar sem hann hamaðist við að stimpla póstkort fyrir innlenda og erlenda ferðamenn. „Ég tek við greiðslu í öllum mögulegum gjald- miðlum, eiginlega öllu nema ítölsk- um lírum. Þær eru svo agalega verðlitlar og sennilega verðminnsti peningur í heimi.“ Þrátt fyrir að plássið í pósthúsinu sé ekki mikið þá er þar líka rekin minjagripaverslun fyrir ferðamenn sem sækja eyjuna heim. Margir munanna þar eru unnir af heimilis- fólkinu í Vigur. Ekki er hægt að segja að Vigur sé beint í alfaraleið. Samt sem áður kemur þangað mikill fjöldi ferða- manna á hverju ári og flestir koma við í pósthúsinu hjá Bjarna. Það er svo sem ekkert skrýtið því ekki eru margar slíkar ferðamannaperlur á landinu sem geta státað af pósthúsi með eigin póststimpli. Því er mjög vinsælt af ferðamönnum að senda ástimpluð póstkort vítt og breitt um heimsbyggðina. Flestir ferðamennirnir koma með áætlunarferðum Hafsteins og Sviðsljós Kiddýjar á ísafirði sem gera út tvo nýja og glæsilega farþegabáta. Al- gengt er líka að farþegar erlendra skemmtiferðaskipa nýti sér þessar ferðir og heimsæki Vigur, þessa sér- stæðu perlu í ísafjarðardjúpi. Þar er margt að skoða, svo sem gamlar byggingar, vindmyllu, tvö til þrjú hundruð ára gamla bátinn Vigur- breið og mikla lundabyggð. Vigur er þó ekki síst fræg fyrir æðardúninn sem þar er unninn og er ferðamönn- um gefin nokkur innsýn í hvernig dúntekja og vinnsla fer fram. -HKr. Bjarni Salvarsson í Vigur: Yngsti póstmeistari landsins - byrjadi tíu ára og stimplar póst í gríö og erg í minnsta pósthúsi í heimi Verð frá 35.500 Allar stærðir EVRÓ Grensásvegi 3 s: 533 1414 Puffy karlinn hannar undirföt Rappari með glingur Rapparinn Sean P. Diddy Combs var alsettur giingri viö upptökur á skemmti- atriöi fyrir Hip hop-verölaunin áriö 2001.. Verðlaunahátíöin var hatdin á mánu- dag en skemmtiatriöin voru tekin upp dagana á undan. Claudia Schiffer gefur gullið sitt Ofurfyrirsætan Claudia Schiffer mun í lok mánaðarins heiðra kvik- myndahátiðina í Valencia á Spáni með nærveru sinni, eins og hún gerði f fyrra. Schiffer hefur ákveð- ið að hátíðin í ár verði mun eftir- minnilegri heldur en sú fyrri og hefur ákveðið að gefa bandaríska alnæmisrannsóknarsjóðnum, AM- FAR, einn af dýrmætustu skart- gripunum sínum. Um er að ræða demantshálsfesti úr hvítagulli, að verðmæti 3,5 milljónir króna, og verður hún boðin upp í tengslum við hátíðina. Rappkeisarinn Sean „Puffy“ Combs, fyrrum unnusti Jennifer Lopez stórstjömu, er farinn að hanna fót. Og um dag- inn stóð hann fyrir sýn- ingu á undirfótum sem hann á allan heiðurinn af. Ekki fór nú svo að Puffy sjálfur háttaði sig fyrir viðstadda í New York, heldur lét hann sér nægja að fara í slitnar gallabuxur og köflótta skyrtu. Sýningin var haldin í þeirru þekktu stórverslun Bloomingdales í New York og vom viðstaddir mjög ánægðir. Að minnsta kosti var rapparanum klapp- að lof i lófa. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Mikið úrval bensín og dísil rafstöðva. Hagstætt verð! nætur í höfuðborg Portúgals og 4 nætur á sólarströnd. til skemmtilegrar dvalar í Lissabon sem oft hefur verið nefnd San Francisco Evrópu. Dvalið verður á nýju og stórglæsilegu íbúðahóteli Sólar í Albufeira, Paraiso de Altufeira. . á mann í tvíbýli með sköttum Skoðunarterðir greiðast sérstaklega. V-ave# -heitar ferdir Ferðaskrifstofan SÓL hf. • Grensásvegi 22 • Sfmi 5450 900 • www.sol.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.