Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2001, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2001
I>V
Fréttir
Ríkiö býður 2,8 milljarða í Orkubú Vestfjarða:
Uggandi ef tilboðið
stendur óhaggað
- segir forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar og efast um lögmæti aðgerða.
Frá Patreksfiröi
Sala á eignarhlut Vesturbyggöar í Orkubúi Vestfjaröa myndi ekki leysa fjár-
hagsvanda sveitarfélagsins, hvorki aö mati forseta bæjarstjórnar né félags-
málaráöherra.
„Viö erum
mjög uggandi um
framtíðina ef
þetta tilboð
stendur óhagg-
að,“ segir Hauk-
ur Már Sigurðs-
son, forseti bæj-
arstjórnar Vest-
urbyggðar. Á
Fjórðungsþingi
Vestfirðinga, sem
haldið var um
helgina, afhentu
ráðuneytisstjórar
iðnaðar-, fjár-
mála- og félagsmálaráðuneytis sveit-
arstjórnum á Vestfjörðum tilboð í
eignarhlut þeirra í Orkubúi Vest-
fjarða. Samkvæmt tilboðunum hafa
verið dregnar frá kaupverði van-
skilaskuldir sveitarfélaganna og
kostnaður við lagfæringar á íbúðum
í félagslega kerfinu á Vestfjörðum.
Kaupverðið er skv. tilboðinu 2,8
milljarðar kr. en frá því dragast 535
milljónir kr. til að gera félagslega
kerfið rekstrarhæft. Síðan bætast
við vanskU einstakra sveitarfélaga
og eru dæmi um að einstök sveitar-
félög fái ekkert fyrir hlut sinn.
Lenti undir hjóli
dráttarvélar
Ellefu ára gamall drengur lenti
undir dráttarvél á Hauganesi við
Eyjafjörð um klukkan átta síðastlið-
ið fóstudagskvöld. Samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglunni á Dalvík
var verið að við vinna við slátt þeg-
ar slysið átti sér stað en drengurinn
hafði farið að dráttarvélinni sem
ekið var mjög hægt. Hann lenti und-
ir afturhjóli vélarinnar og var flutt-
ur með sjúkrabifreið á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri til skoðun-
ar.
Að sögn föður drengsins var hann
nokkuð marinn en ómeiddur að
öðru leyti. Hann dvaldi á sjúkrahús-
inu eina nótt og fékk að fara heim
til fjölskyldu sinnar á laugardags-
kvöldið. Fjölskyldan er þakklát fyr-
ir að ekki fór verr. -MA/sbs
„Við áttum
þær væntingar
að tilboðið myndi
ganga lengra í þá
átt að leysa
vandamál sveit-
arsjóðanna hér
vestra, fremur en
að leysa vanda
Ibúðalánasjóðs.
Að við hér í Vest-
urbyggð hefðum
eftir sölu á Orku-
búinu til dæmis
haft möguleika á
að ganga í að-
kallandi viðhaldsframkvæmdir, svo
sem viðgerð á skólahúsnæði, götum,
vatnsveitum, sem og ýmsar aðrar
nýframkvæmdir en allt slíkt hefur
setið hér á hakanum í heilan ára-
tug. Miðað við tilboðið eins og það
birtist okkur nú verður þetta ekki
framkvæmanlegt þrátt fyrir sölu,“
segir Haukur Már Sigurðsson.
Efast um lögmæti
Jafnframt benti Haukur Már á í
samtali við DV að sér virtist sitt-
hvað í tilboði þessu orka tvímælis.
Þannig væri ætlun ríkisvaldsins
bersýnilega sú að Ibúðalánasjóður
gengi af hörku fram við að ná fulln-
aðaruppgjöri vegna félagslega hús-
næðiskerfisins vestra. Hitt bæri á
að líta að þeir fjármunir sem úr
sölu á Orkubúinu kynnu að koma
væru eign viðkomandi sveitarsjóða
og þeim fjármunum bæri fyrst og
fremst að ráðstafa í heimaranni.
„Við viljum að sjálfsögðu greiða
okkar skuld en til þess viljum við
nota fjármuni þess sjóðs sem eign-
irnar eiga. Ég efast um lögmæti
þess aö ganga svona á eignir sveit-
arsjóða á meðan ekki hefur verið
fullreynt um verðmæti eigna félags-
lega íbúðakerfisins. Því mun ég
óska eftir því við Samband ísl. sveit-
arfélaga að réttmæti laga um félags-
lega kerfið verði kannað og þá sér-
staklega innlausnarskylda, að und-
angengnu uppboði eigna," sagði
Haukur Már og sagði sveitarstjórn-
armenn í Vesturbyggð nú ætla að
íhuga næstu skref í málinu.
Hólmavík kemur illa út
Aðrir sveitarstjórnarmenn sem
hafa látið í sér heyra vegna tilboðs
ríkisins í Orkubúið eru hreint ekki
kátir. Þannig á Hólmavíkurhreppur
að greiða niður 60% af lánum sín-
um í félagslega íbúðakerfmu með
fénu sem fengist fyrir eignarhlut
Hólmvíkinga. Hreppurinn er þó
ekki í vanskilum og hefur sveitar-
stjórinn, Þór Öm Jónsson, sagt að
mun skynsamlegra væri fyrir
hreppinn að greiða niður önnur
óhagstæðari lán, en íbúðalánin.
„Við göngum eins langt og verða
má við að leysa vanda sveitarfélag-
anna á Vestfjörðum með þessu til-
boði. Ég ímynda mér að það sé ekki
hægt að komast hærra í verðlagn-
ingu á Orkubúinu," sagði Páll Pét-
ursson félagsmálaráðherra í samtali
við DV í gærkvöld. Hann sagði sina
trú vera þá að þeir peningar sem
sveitarfélögin fengju frá ríkinu fyr-
ir eignarhluti sina ættu að fara
langt með að leysa fjárhagsvanda
þeirra. Hins vegar væri ljóst að í
sumum sveitum, til að mynda Vest-
urbyggð, dygðu Orkubúspeningam-
ir ekki til aö leysa viðvarandi fjár-
hagsvanda. Þar þyrftu önnur ráð að
koma til, svo sem niðurfelling lán-
ardrottna á dráttarvöxtum.
Félagsmálaráðherra sagði enn
fremur að fljótt á litið virtist Hólma-
víkurhreppur koma illa út úr til-
boði ríkisins. „Hluti skýringarinnar
er væntanlega sá að sveitarfélagið
hefur fengið mjög há lán út á íbúðir
sínar, eða að meðaltali 10 milljónir.
Formúlan til að gera félagslega
íbúðakerfið hjá sveitarfélögunum
rekstrarhæft er færa þær niður í
það verð að eðlileg leiga á viðkom-
andi stað standi undir rekstri
þeirra, og þar er ég að tala um 33 til
43 þús. kr. á mánuði,“ sagði ráð-
herrann. Hann bætti því við að far-
ið yrði yfir alla útreikninga áður en
gengið yrði til samninga, en al-
mennt mætti segja að Hóhnvíkingar
hefðu staðið í góðum skilum með
sínar skuldbindingar. -sbs
DV-MYND SBS
Bráðabirgöavegur
Vegageröarmenn hafa gert nýjan veg
yfir Noröfjaröará fyrir umferö stærri
bíla. Á myndinni er gröfustjórinn,
Rúnar Hákonarson.
Norðfjörður:
Bráðabirgðabrú
Vegagerðarmenn á Austurlandi
unnu um helgina að gerð bráða-
birgðavegar yfir Norðfjarðará. Sem
kunnugt er skemmdist brúin yfir ána
í vatnavöxtum í siðustu viku og er
nú aðeins fær bilum sem eru þrjú
tonn og þaðan af léttari. Hefur brúin
raunar verið styrkt til þess að sú um-
ferð geti farið yfir hana. Stærri bíl-
um verður hins vegar ekið nýja veg-
inn þar sem ánni er veitt í gegnum
fjögur ræsi. Með þessu komast
þungaflutningar til og frá Neskaup-
stað í samt lagt að nýju en svo verð-
ur hafist handa um smíði nýrrar brú-
ar í stað þeirrar gömlu og löskuðu
svo fljótt sem verða má. -sbs
Menntaskólinn Egilsstöðum:
Nemendur
búa á hóteli
Menntaskólinn á Egisstöðum verð-
ur settur í dag. í gær var tekið á móti
nýnemum og foreldrum þeirra og þeim
kynnt starfsemi skólans. Aðsókn að
skólanum er meiri en í fyrra en þá
voru um tvö hundruð og fimmtíu nem-
endur í skólanum en þeir eru um þrjú
hundruð i ár.
Að sögn Helga Ómars Bragasonar
skólameistara er Qöldi nýnema svipað-
ur og í fyrra. „Það hefur aftur á móti
dregið úr brottfalli úr námi. Þetta hef-
ur leitt til þess að heimavistin eru yf-
irfull. Við höfum því gripið til þess
ráðs að leigja öll herbergin á Hótel
Valaskjálf og endurleigja nemendum
þau. Ég reikna með að það verði um
fjörutíu nemendur í Valaskjálf en eitt
hundrað og fimmtán á heimavistinni.
Ómar segir að flestir nemendumir í
skólanum séu af Austurlandi en það
slæðist alltaf einhverjir í skólann sem
eru utan fjórðungs. „Við höfum ekki
verið að kynna skólann neitt sérstak-
lega eða verið að laða nemendur að
með öðrum hætti. Ég tel minna brott-
fall úr skólanum stafa líklega af því að
árgangurinn sem kom inn í fyrra var
mjög öflugur en við höfum líka verið
að reyna að bæta okkur i starfi og
veita nemendum betri þjónustu." -Kip
Veðrið ki. 12
AKUREYRI úrkoma 8
BERGSSTAÐIR
BOLUNGARVÍK alskýjaö 8
EGILSSTAÐIR súld 9
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 11
KEFLAVÍK léttskýjaö 9
RAUFARHÖFN súld 7
REYKJAVÍK léttskýjaö 9
STÓRHÖFÐI léttskýjaö 10
BERGEN rigning 14
HELSINKI skýjaö 17
KAUPMANNAHÖFN þokuruðningur 17
ÓSLÖ þoka 17
STOKKHÓLMUR þokumóöa 17
ÞÓRSHÖFN skúrir 11
ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 14
ALGARVE þokumóöa 18
AMSTERDAM skýjaö 22
BARCELONA léttskýjaö 20
BERLÍN skýjaö 21
CHICAGO skýjaö 21
DUBLIN léttskýjaö 9
HALIFAX léttskýjað 14
FRANKFURT heiöskírt 19
HAMBORG léttskýjaö 20
JAN MAYEN súld 8
LONDON mistur 19
LÚXEMBORG léttskýjað 20
MALLORCA léttskýjaö 21
MONTREAL léttskýjaö 18
NARSSARSSUAQ alskýjaö 13
NEW YORK heiöskírt 21
ORLANDO þokumóða 25
PARÍS 19
VÍN heiöskírt 19
WASHINGTON hálfskýjaö 19
WINNIPEG heiöskirt 15
Veðriö í kvöld
Sólargangur ogsjávarföll
Jf
5
10'
Á
REYKJAVIK
Sólarlag í kvöld 21.01
Sólarupprás á morgun 05.58
Síðdegisflóó 13.25
Árdeglsflóó á morgun 01.55
AKUREYRI
20.53
05.35
17.58
06.28
I
Rigning suövestanlands
Vaxandi suðaustanátt, 8 til 13 m/s, og fer að
rigna suðvestanlands undir kvöld. Hiti 5 til 16
stig, hlýjast sunnanlands.
^*"-VINDATT 10 °<— HITI 1$ -10° &
^VINDSTYRKUR í metrum á sekúndu ^FROST HEIDSKÍRT
43 43 o
IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ AISKÝJAÐ
V,v w w Ö
RiGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOiYIA
fei =
ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNiNGUR ÞOKA
Allt eftír
Skýin á himnum
Alls staöar í andrúmsloftinu er vatn í
kringum okkur en í mismiklu magni
þó. Vatnið er oftast í formi ósýnilegrar
gufu en stundum sem ský. Skýin
myndast þegar aö loft kólnar, en þaö
gerist oft þegar að loftiö þrýstist upp.
Þau geta einnig myndast þegar raki
eykst í loftinu. Skýin gefa upplýsingar
um hvernig veöriö muni þróast.
w .
sVö'1
* 4 ó
Á4 4
Dálítil rigning víða um land
Austan- og noröaustanátt, víöa 8-13 m/s og dálítil rigning, einkum
sunnan- og austanlands. Hiti veröur 8 til 16 stig.
Mi&viku
Víntíur:
8-13
EéEjH Fimrrrtu iBgnj, Föstud
u o
Hiti 6° til 16“ 4*4*
Norölæg átt, 8 tll 13 m/s
vestan til og úrkomulítlö
en annars hægarl og dálitil
rignlng eöa súld, elnkum á
Austuriandl. Fremur svalt i
veöri
Vindur: í O V.
5-8,0 Á J
Hiti 6° til 16“
Norövestlæg átt, dálítll
súld eöa rigning noröan til,
en skýjaö meö kóflum og
stöku skúrlr sunnan tll.
Hlti 6 til 16 stlg, hlyjast
sunnanlands.
Vínduri (
x-x,nK w
Hiti 6“ til 16“ WW
Norövestlæg átt, dálítil
súld eöa rlgnlng noröan til,
en skýjaö meö köflum og
stöku skúrir sunnan tll.
Hitl 6 tll 16 stlg, hlýjast
sunnanlands.
Páll Pétursson
Viö göngum eins
langt og veröa
má.