Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2001, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2001 DV Fréttir Endurmat á brunabótamati og fasteignamati fasteigna: Nær 800 kærur hafa borist - frá óánægðum húsnæðiseigendum til Fasteignamats ríkisins Nær 800 kærur höföu borist um miðjan ágústmánuð til Fasteigna- mats ríkisins frá eigendum fast- eigna vegna endurmats á fasteigna- og brunabótamati um miðjan mán- uðinn. Að sögn Hauks Ingibergsson- ar, forstjóra Fasteignamats ríkisins, höfðu borist 774 kærur þann 15. ágúst sl. Af þeim voru 110 einungis vegna endurmats á fasteignamati. Óánægja fasteignaeigenda beinist að því að lækkun á brunabótamati muni rýra verðgildi eiga þeirra og sölumöguleika þar sem lánveitingar íbúðalánasjóös hafa verið miðaðar við brunabótamat. Kærufrestur er til 15. september en þá tekur nýja endurmatið gildi. Þeir sem hafa kært hafa fengið send itarleg eyðublöð sem þeir fylla út um viökomandi fasteign. Einnig Hundruö kæra Hundruö fasteigaeigenda hafa kært endurmat Fasteignamats ríkisins á brunabóta- og fasteignamati. skoða starfsmenn fasteignamatsins eignir ef kærurnar eru þess eðlis. Við endurmatið lækkar heildar- fjárhæð brunabótamats húseigna úr 2,216 milljörðum króna í 2,121 millj- arð eða um fjögur prósent. Hækkun fasteignamats nemur 14 prósentum. Þar af er hækkun mannvirkjamats níu prósent og landsmats 52 pró- sent. Heildarfjárhæð fasteignamats verður 1,612 milljarðar króna í stað 1,409 milljarða. Hækkunin nemur því 203 milljörðum. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra hefur ákveðið að lánveitingar íbúðalánasjóðs skuli áfram miðaðar við brunabótamat. Þá hefur verið ákveðið að viðmiðunarprósenta lána verði hækkuð úr 65 prósentum af brunabótamati í 80-90 prósent. -JSS Fá afleysingaprest: Sóknarprestur í þriggja ára doktorsnámi DV, DALVÍK: Séra Sigríöur Guömarsdóttir fer í þriggja ára fri til Bandartkj- anna. Sr. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur Ólafsfirðinga síðustu árin, dvelur á Ólafs- firði í sumar eft- ir ársleyfi í Bandaríkjunum. Hún hóf fram- haldsnám og hef- ur ákveðið að halda því áfram en hún á eftir þriggja ára nám til doktorsgráðu. Séra Sigríður hefur fengið leyfi biskups til þriggja ára. Það þýðir að ráðinn veröur nýr prestur í Ólafsfirði á haustmánuðum. -hiá dv-mynd jgr Kleopatra a ferö Cleopatra-bátur, sem Guömundur Einarsson fékk nýlega afhentan, siglir hér mikinn. Kvótasetning smábáta: Dregur úr sölu á fiskibátum DV, HAFNARFIRÐI:__________ „Kvótasetning smábáta, sem tek- ur gildi 1. september, mun hafa áhrif á markað fyrir báta hér heima," segir Högni Bergþórsson, tæknistjóri hjá bátasmiðjunni Treíj- um ehf. í Hafnarfiröi. Trefjar afgreiddi 25 báta til ís- lenskra sjómanna á síðasta ári og 9 á þessu ári. En það er ljós punktur í þessu. „Ljósi punkturinn er sá að með kvótasetningunni verða reglur um stærðarmörk bátanna rýmkaðar talsvert, þannig að smábátasjómenn eru ekki lengur bundnir við 6 tonna báta. Áhugi manna á stærri gerðum af Cleopatra-bátum hefur því aukist mikið upp á síðkastið. Við höfum einnig verið í talsverðri sókn á er- lendum mörkuöum," segir Högni Bergþórsson í samtali við DV.-DVÓ Klippt á boröann / tilefni þess aö tuttugu ár eru liöin frá því aö ísland tók upp stjórnmálasamband viö Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, bauö ríkisstjórn utanríkisráöherrum Eystrasaltsríkjanna til landsins. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráöherra, Toomas Hendrík llves, utanríkisráöherra Eistlands, Indulis Berzins, utanríkisráöherra Lettlands, og Antanas Valionis, utanríkisráöherra Litháens, voru viöstaddir opnum á ARS BALTICA í Geröarsafni í Kópavogi. Á sýningunni má sjá myndlist frá Eystrasaitsríkjunum. Halldór Blöndal ætlar að sitia fleiri kjörtímabil: Hlakkar til að taka í Steingrím - ósammála þeim sem telja að forseti Sameinaðs þing^igi að vera hlutlaus Halldór Blöndal, forseti Sameinaðs þings, segist telja það hlutverk sitt að hafa pólitískar skoðanir. Það komi honum ekki á óvart að Steingrímur J. Sigfússon skuli hafi lýst því yfir opin- berlega að hann ætli ekki að styðja Halldór í stöðu þingforseta á næsta þingi. Hnútur hafa gengið á milli tveggja fylgismestu stjómmálamannanna á Norðurlandi eystra í Morgunblaðinu undanfarið. Fyrst las Halldór Stein- grimi pistilinn en formaður Vinstri grænna svaraði af síst minni hörku daginn eftir. Steingrímur sagði m.a. um þingforsetann að hann væri þekkt- ur að öðm en skipulegri hugsun og lýsti því sem yfirsjón að hafa kosið hann sem forseta. Fyrirrennarar Haildórs hafa undan- farið lítið látið til sín taka á pólitíska sviðinu og hefur hlutleysi þeirra stuðl- að að sátt um þingforseta. Halldór Halldór Steingrímur J. Biöndal. Sigfússon. sagði í samtali við DV í gær að þótt for- setar Alþingis hefðu oft fengið einróma kosningu að kalla gæti slíkt breyst þeg- ar taka yrði á viökvæmum málum. „Hvemig geta menn hugsað sér að fyrsti þingmaður Norðurlandskjör- dæmis eystra sé skoðanalaus í póli- tík?“ Aðspurður sagðist Halldór ætla sér áframhaldandi þátttöku i pólitíkinni: „Og ég hlakka alveg sérstaidega til að takast á við Steingrím J. Sigfússon." Ólafur G. Einarsson, fyrram þing- forseti, blandaði sér lítt í umræður heldur lét duga að stjórna þinginu. Halldór hefur hins vegar aðra sýn og óttast ekki minnkandi stuðning stjóm- arandstöðunnar. „Ýmsir alþingismenn era þeirrar skoðunar að sá sem er for- seti Alþingis hveiju sinni hafi ekki heimild til þess að hafa pólitískar skoðanir eða láta aö sér kveða á þeim vettvangi. Ég er ekki sammála því. Jón Sigurösson var forseti Alþingis og ýmsa fleiri mæti nefha sem létu til sín taka. Ef við viljum að forseti hafi ekki skoðanir á pólitík þá verðum við að ná í einhvem embættismann." Halldór sagði enn fremur að ágæt- lega færi á með þeim Steingrími þegar mannvirðingum sleppti. „Við höfum gaman af að ferðast um kjördæmi okk- ar saman og höfum aðskilið opinberar umræður og persónuleg samskipti." -BÞ Umsjón: Gylfi Kristjánsson netfang: gylfik@ff.is Árni og Skrípó Hermt er að þeir hafi gert mikla lukku skemmtikraftarnir Árni Johnsen og Skari skrípó á „blómstrandi dögurn" í Hveragerði á dögunum. Flytja varð töfrabrögð I Skara og I brekkusöng Árna inn í | hús vegna I veðurs og I herma fregnir að þeir skemmtikraft- arnir hafi háð um það mikla baráttu hvor fengi meira klapp. Árni lætur sem sagt ekki deigan síga í kjördæmi sínu og heillar Sunnlendinga þrátt fyrir áfóllin og frekari frami í sölum Al- þingis sé aö öllum líkindum fyrir bí. Limmi bragðgóður Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra hafði um það mörg og fógur orð í nautakjötsveislu á veit- ingahúsinu Argentínu i síðustu viku hversu mikil dásemd- arskepna naut- ið Limmi úr Skagafirði hefði verið en Limmi, sem felldur var fyrir nokkrum vik- um með metfall- þunga, var ét- inn í umræddri veislu. „Mér er það kært að fagna yfir falli Limma," sagði ráðherrann við þetta tækifæri og lét vel af þvi hvernig Limmi heitinn bragðaðist. Nú biða menn spenntir eftir því þegar húsdýragarðsnautið Gutt- ormur verður fellt hvort ekki verði haldin önnur átveisla. Basl með þvottavélina Svanfríður Jónasdóttir alþing- ismaður var að fjalla um Björn Bjamason menntamálaráðherra á heimasíðu sinni og hversu dugleg- ur hann væri -----» að svara fyrir «mHí \ hitt og þetta á sinni heimasíðu. Svanfríöur skrifaði: „Björn svarar alltaf fyrir sig, og stundum I fleiri. Hve hátt I hann reiðir til höggs, í sókn eða vörn, ræðst af því hvernig hann skynjar stöðu sína hverju sinni. Hér talar aug- ljóslega maður sem finnst hann standa höllum fæti, maður sem baslar við þvottavél sem virkar ekki lengur á öllum prógrömmum og óhreina tauið er farið að flæða upp úr körfunni." - Svo mörg voru þau orð. Eins og bakteríur í blaðinu Bæjarins besta á Isa- firði voru menn að fjalla um fjölg- un þeirra sem stunda fjamám á Vestfjörðum en mikill áhugi vhðist vera þar fyrir slíku námi, sem og reyndar annars staðar á landinu. Patreks- firðingar eru ein- hverra hluta vegna þar í farar- broddi en þar í bæ eru 13 nemend- ur sem ætla að stunda fjarnám i rekstrarfræði af 50 Vestíirðingum alls sem leggja það fyrir sig. Smári Haraldsson, forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, undrar sig á þessu eins og fram kemur í þeim orðum sem eftir hon- um eru höfð í blaðinu að aukning fjarnámsnemenda í rekstrarfræði lýsi sér „svipað og bakteríuvöxt- ur“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.