Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2001, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2001 MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2001 27 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fýrir viðtöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Etýiðleikar á hluta- bréfamarkaði Undanfarnir mánuöir hafa reynst erfiðir á íslensk- um hlutabréfamarkaði. Sjálfstraust sem virtist óbilandi á fyrstu árum virks hlutabréfamarkaðar er fokið út í veður og vind. Úrvalsvísitala Verðbréfa- þings snarlækkaði síðastliðinn föstudag og fór niður fyrir 1000 stig. Lækkun á verðmæti hlutabréfa er fyrst og fremst vegna ytri aðstæðna sem hafa reynst fyrir- tækjum erfiðar en einnig má rekja minnkandi sjálfs- traust til þeirra viðskiptahátta sem þróast hafa hér á landi. Sjálfstraust og væntingar er samtvinnað hvort öðru og ráða miklu um verðmyndun á markaði verð- bréfa. Ekki er óeðlilegt í frjálsu samfélagi markaðsbú- skapar að fyrirtæki lendi í hremmingum. Vonandi tekst stjórnendum og starfsmönnum þeirra fyrirtækja sem glíma við erfiðleika í rekstri að sigla út úr þeim ólgusjó. Hvert fyrirtækið á fætur öðru, sem skráð er á hlutabréfamarkað, hefur verið að tilkynna um af- komu á fyrri hluta árs. Ljóst er að mörg þeirra standa frammi fyrir róttækum uppskurði og breytingum - önnur hafa hins vegar náð að skila viðunandi og jafn- vel glæsilegri afkomu. Forráðamenn þeirra fyrirtækja sem takast á við mestu erfiðleikana verða að fá til þess ákveðinn vinnufrið. Slíkur vinnufriður er nær útilokaður þeg- ar fyrirtæki kjósa að hafa hlutabréf sín skráð á opin- berum hlutabréfamarkaði. Öll skynsemi mælir með því að stjórnendur og helstu eigendur fyrirtækja sem verst hafa orðið úti óski eftir því að að skráningu hlutabréfa fyrirtækisins á Verðbréfaþing íslands sé hætt tímabundið á meðan tekist er á við erfiðleikana og stefnan til framtíðar mörkuð. Með því eru send skýr skilaboð til allra. Á það hefur verið bent hér í leiðurum DV að það sé mikill ábyrgðarhluti af forráðamönnum fyrirtækja, sem horfa fram á mikla uppstokkun, að grípa ekki til ráðstafana eins og þeirra að óska eftir afskráningu af hlutabréfamarkaði eða að viðskipti með hlutabréf þeirra verði stöðvuð um óákveðinn tíma. íslenskur hlutabréfamarkaður hefur náð að þroskast hratt á undanförnum árum og þrátt fyrir að menn hafi mis- stigið sig í hrunadansinum hefur þróunin verið að mestu ánægjuleg. Eitt þroskamerki markaðarins er að fyrirtæki og forráðamenn þeirra axli ábyrgð og óski eftir afskrán- ingu þegar og ef forsendur, sem lagt var af stað með, hafa ekki staðist. Gríðarlega mikilvægt er að trúnað- ur og traust ríki í viðskiptum á hlutabréfamarkaði. Upplýsingagjöf skiptir þar miklu en miklu skiptir hvernig stjórnendur fyrirtækja bregðast við þegar illa gengur. Heiðarleiki og trúverðugleiki er og á að vera ein helsta eign allra sem stunda viðskipti, skiptir engu hvort um er að ræða viðskipti með hlutabréf eða önn- ur verðmæti. Og einmitt þess vegna hljóta stjórnir nokkurra fyrirtækja sem nú eru skráð á hlutabréfa- markað að endurskoða stöðu fyrirtækjanna á mark- aði. Óli Björn Kárason DV Skoðun Fjármagnseigendur með belti Eitt alvarlegasta efnahagsmein sem við búum við hér á landi er hár fjármagms- kostnaður. í rauninni er það afar kurteislegt heiti yfir þau okurkjör sem heimili og fyrirtæki eru knúin til að undirgangast á lánsfjármarkaði. Hvaða raunveruleiki skyldi blasa við þeirri flölskyldu sem ætlar að kaupa sér ibúð? Hún á þess kost að fá hluta - en aðeins hluta - af upp- hæðinni lánaðan í húsbréf- um. Þau eru verðtryggð og bera í ofanálag um 6% vexti Ogmundur Jónasson alþingismaóur og form. BSRB sjóðslánum. A þessum peningamark- aði bera almenn skulda- bréfalán um 20% vexti og lendi menn í vanskilum er okrið keyrt enn þá hærra upp. í júlí voru dráttarvext- ir að meðaltali 23,5%. Hvað þýðir þetta i reynd? Þetta þýðir að fyrir hverja milljón þarf lántakandinn að borga að minnsta kosti 200 þúsund krónur á ári til lánveitandans og að sjálf- sögðu meira lendi hann í vanskilum. Og vaxtagreiðsl- urnar hækka eftir því sem skuldimar eru meiri. ef afföllin eru reiknuð með. Síðan getur það fólk sem hefur lánsrétt í lífeyrissjóðum snúið sér þangað og fengið fé að láni. Einnig þeir fjár- munir eru verðtryggðir og bera vexti sem að meðaltali eru um hálfu pró- senti hærri en húsbréfm. Efnalitlir borga á aðra milljón Síðan halda menn út á hinn al- menna lánamarkað. Þangað er þvi fólki beint sem hefur minnstar tekj- ur og á þar af leiðandi minnstar eignir til að veðsetja fyrir lífeyris- Ekki er óalgengt að fólk greiði vel á aðra milljón króna á ári í vexti. Það er vert fyrir allt samfélagið að hugsa um það alvarlega hvað það þýðir í raun að gera efnalitlum fjöl- skyldum að greiða slíkar upphæðir á ári hverju í vexti. Og takið eftir; við erum aðeins að tala um vexti, ekki einu sinni afborg- anir af lánunum. Nú er það svo að lánin sem bera hæstu vextina eru óverðtryggð. Ef verðbótaþátturinn, verðtryggingin er dregin frá kemur í ljós að raunvextir eru um 13%, nærri tvöfalt á við það sem gerist á vísitölubundnum lánum. Að mínum dómi stendur slagurinn því ekki um að berjast gegn verðtryggingu sem slíkri heldur klyfjum ok- urlánastefnunnar almennt. í rauninni er það ekkert und- arlegt að lán sem bera verð- tryggingu séu á lægri vöxt- um en hin sem enga slíka tryggingu hafa. í útlöndum tíðkast það hjá lánveitendum að tryggja sig með breytileg- um vöxtum. Ef verðbólgan eykst hefur lánveitandinn heimild til að hækka vextina. Ef hins vegar dregur úr verð- bólgu eru þeir lækkaðir. Lagafrumvarp á leiðinni Á íslandi nægir þetta fjár- magnseigendum ekki. Þeir vilja geta haldið uppi um sig brókunum bæði með belti og axlaböndum. Þeir heimta verðtrygg- ingu auk breytilegra vaxta. Verð- tryggingin þýðir að eign fjármagns- eigandans rýrnar aldrei hvert sem verðbólgustigið verður. Þá áhættu tekur lántakandinn hins vegar á sín- „Verðtryggingin þýðir að eign fjármagnseigandans rýrnar aldrei hvert sem verðbólgustigið verður. Þá áhættu tekur lántakandinn hins vegar á sínar herð- ar. í ofanálag heimtar lánveitandinn breytilega vexti. Hann vill geta ákveðið einhliða og samkvœmt eigin geðþótta hve mikið hann skammtar sjálfum sér úr vasa lántakandans hverju sinni. “ ar herðar. En í ofanálag heimtar lán- veitandinn breytilega vexti. Hann vill geta ákveðið einhliða og sam- kvæmt eigin geðþótta hve mikið hann skammtar sjálfum sér upp úr vasa lántakandans hverju sinni. Þetta er ósiðlegt og mun ég á komandi þingi kynna lagafrum- varp sem reisir við þessu skorður. Sem betur fer er nú að spretta upp gagn- rýnin umræða um verðtrygginguna. Menn eiga án efa eftir að deila hart um rétt- mæti hennar. Hitt ættu báðar fylkingar að sameinast um, það að vísitölunni verði ekki misbeitt með reikni- brellum. Það er meira en að segja það að hækka höfuðstólinn í skuldsetningu heimil- anna um 900 milljónir króna vegna lottómiða eins og gert var fyrir fáeinum dögum. Þetta þýðir 20 til 40 þúsund skuldahöfuðstól þeirrar sem er að festa kaup á Nýt króna Því hefir verið haldið fram að ís- lenska krónan væri einskis nýt, henni skuli kastað fyrir róða fyrir aðra haldbetri gjaldmiðla. Helstu rökin sem færð eru fyrir því að farga krónunni eru þau að hún falli stöðugt i verði miðaö við aðra gjald- miðla, gengi hennar sé því ekki treystandi. Enn fremur muni upp- taka annars gjaldmiðils lækka vaxta- kostnað íslenskra fyrirtækja og al- mennings auk þess sem kostnaöur við utanríkisverslun og viðskipti myndi minnka þar sem ekki þyrfti að skipta gjaldmiðlum við útflutning og innflutning vöru og þjónustu. Þriðju og síðustu rökin eru þau einu haldbæru sem einhverju máli skipta. Einnig hefir verið bent á að vegna smæðar hagkerfisins sé ís- lenska krónan berskjaldaðri fyrir áhrifum mikilla flármagnsflutninga tengdum spákaupmennsku en mynt- ir stærri hagkerfa. Að einhverju leyti má stemma stigu við umfangs- miklum skammtíma fjármagnsflutn- ingum með verklagsreglum sem eru ekki óþekktar meðal annarra ríkja. Gildi á markaði Atriðin tvö sem fyrst voru nefnd, fall krónunnar undanfarna áratugi og vaxtamunur gagnvart útlöndum, sem ríkir um þessar mundir, eru eig- in sjálfskaparvíti þjóðarinnar ef viti skyldi kalla og óháð krónunni sem „Yrðu núlllin tvö tekin af íslensku krónunni nú snerist dœmið við, þannig að í stað þess að sú islenska væri tí- undi hluti þeirra norrœnu, yrðu þœr norrænu einn tíundi þeirrar íslensku að verðgildi. “ slíkri, þar sem krónan lifír ekki sjálfstæðu lífi, óháðu stjórn efnahagsmála og kjarasamningum. Sé stjórn slök, agalaus sem er einkenni íslendinga og tekur ekki mið af hinum ískalda efnahagsveruleika, ásamt því að samið sé um almennar launahækkanir, langt umfram vöxt fram- leiðslugetu hagkerfisins, þá er vart við því að búast að gjaldmiðill haldi verðgildi sínu. Stundum vill gleymast að ásamt því að vera verömæta- geymir og verðmælir er mynt gjald- miðill sem hefir ákveðið gildi á markaði eins og vörur og þjónusta. Um gjaldmiðilinn ríkja svipuð lögmál og um efnisleg gæði. Aukið framboð er líklegt til að lækka verð. Þar við bætist að launahækkanir umfram framleiðni auka kostnað fyrirtækja sem að lokum verður velt út i verðlagið eða geta leitt til þess að fyrirtæki komist í þrot, leggi upp laupana þannig að dragi úr fram- leiðslu séu engir fyrir hendi sem treysta sér til að taka við rekstri þess. Þrjú núll af krónunni Að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja segir hið fornkveðna. - Fyrir rétt um tveimur áratugum voru tekin tvö núll af krónunni sem átti aö verða liður í almennum efna- hagsaðgerðum er létu þó á sér standa. Varð reyndin sú að mynt- breyting ein og sér dugði skammt. Var skoðun höfundar og fleiri þá að einfaldara hefði verið að taka þrjú núll af krónunni, þannig að ekki Kristjón Koibeins viðskiptafræöngur þyrfti að endurtaka leikinn innan tíðar. Núna er annað núllið farið og íslenska krónan einungis um tíundi hluti þeirra norrænu að verðgildi. Gælt hefir verið við þá hugmynd að snjallt væri að taka tvö núll af krónunni nú, þannig að krónan yrði jafn verðmæt dollara. Sú aðgerð yrði að vera sam- fara áframhaldandi aðhaldi á sviði peningamála og rík- isfjármála. Sýna þyrfti festu og ábyrgð í samningamálum því auknar krónur í vasa eins gera oft lítið annað en að rýra hlut ann- arra launþega sem telja sig eiga sanngjarna kröfu til kjarabóta. En allt bendir til að samningarnir árið 1997 sem voru á skjön við þjóðarsátt, ásamt óhóflegri útlánaaukningu lánakerfisins er hófst um svipað leyti, hafl átt hvað mestan þátt í hin- um þráláta viðskiptahalla sem leiddi að lokum til verulegs falls krónunn- ar. Tvö núll af krónunni í þessu tilviki er ekki við krónuna sjálfa að sakast og óvíst hvernig far- ið hefði ef hún hefði á þeim tíma ver- ið bundin við evru. Líklegt er þó að skuldasöfnun fyrirtækja og einstak- linga hefði verið síst minni en nú er, en þrengingar í atvinnurekstri til muna meiri. Yrðu núlllin tvö tekin af íslensku krónunni nú snerist dæmið við, þannig að í stað þess að sú íslenska væri tíundi hluti þeirra norrænu, yrðu þær norrænu einn tí- undi þeirrar íslensku að verðgildi. Kristjón Kolbeins krónur á fjölskyldu íbúð. Það er lágmark að rétt sé reikn- að. Ég hef ákveðnar efasemdir um að svo sé gert. Ögmundur Jónasson Verðbólga vandamálið - „Annað af tveimur al- varlegustu vandamálum í sjávarútvegi er aukin verð- bólga en hún er banvænn óvinur íslenskra fyrir- tækja. Vonandi tekst að bægja þeim vágesti frá íslensku hagkerfi. Hitt vandamálið er siendurtekin illindi i tengslum við kjarasamninga. Það eru greinilega kerfisvandamál í þessum samskiptum sem geta leitt til þess að færri sjómenn verða starfandi innan stéttarfélaga og færri útgerðir starfi innan LÍÚ. Slik uppstokkun á sam- skiptum á vinnumarkaði geta orðið mjög afdrifarik. Það er því brýnt að frekari umræða fari fram á næstunni um skipulag á vinnumarkaði." Ágúst Einarsson á vefsíöu sinni agust.is Þræðirnir trosnaðir? „Það er ekki auðvelt að skýra and- stöðu Samfylkingarinnar við Kára- hnjúkavirkjun nema með því, að þræð- imir til gamla Alþýðuflokksins séu teknir að trosna. Önnur sjónarmið og annar þankagangur en þar var með lýð- um hefur oröið ofan á. Og svo hefur kapphlaupið við vinstri-græna villt þeim sýn. Samfylkingin vill ekki siður vera umhverfisvænn flokkur en vinstri- grænir en varar sig ekki á, að öfgaskoð- anir geta aldrei orðið umhverflsvænar til lengri tíma litið. TOvitnuð ummæli Jakobs Bjömssonar lýsa ágætlega hvaða árangri orkustefna okkar íslend- inga hefur skilað í umhverfislegu tilliti. Aðrar þjóðir öfunda okkur af því. Al- þýðuflokkurinn tók þátt í að móta þessa stefnu með Sjálfstæðisflokknum. Næst liggur fyrir að virkja Kárahnjúka og nýta orkuna við álverið á Reyðar- flrði. Það er umhverfisvæn fram- kvæmd. Við íslendingar getum ekki skorast undan þvi að ráðast í hana. Halldór Blöndal þingforseti á vefsíöunni islendingur.is Spurt og svarad Hvemig líst þér á brúðhjónin í Noregi? Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona Krúttleg og sœt „Mér finnast þau einstaklega krúttleg og sæt, það litla sem ég sá af þessu í fréttunum. Ef ég hefði fylgst með athöfninni allri hefði ég setið límd við skjáinn og grátið, rétt eins og krónprinsessan sjálf gerði. Ástfangið fólk er alltaf fallegt og sama gildir um öskubuskusögur eins og við höfum heyrt af Mette-Marit. í slíkum sögum er líka mikill boð- skapur við okkar samtíð. Allir eiga skilið að fá uppreisn æm og það sem drepur þig ekki mun herða þig. Hjónakornanna bíður hreint ekkert kóngalif heldur það að vera undir stöðugri smásjá alþjóöar - og hverjum er það sælt hlutskipti?" Sverrir Hermannsson alþingismadur Hoffmanna- árátta „Ég óska þessu unga fólki bara alls góðs. Hins vegar er kominn tími á þetta höfð- ingjaslekti og kóngavesen. En ég er ekki alveg fjarri því að þá götu vilji ýmsir okkur mjög nærri þræða og tala ég svo ekki meira um það. Það verður að segjast að þessi tildurmennska á Bessastöðum, sem hefur tekið skrið á seinni árum, bendir til að ekki sé úr öflum æðum dauð þessi hoffmannaárátta.“ Eva Sólan sjónvarpsþula Ástin ekki eftir stétt eða stöðu „Mér finnst að fólk eigi að fá að giftast þeim sem það kýs. Er ekki alltaf sagt að ástin fari hvorki eftir stétt eða stöðu? Það virðist vera að þau Hákon krónprins og Mette-Marit séu yfir sig hamingjusöm - en ég tek fram að ég fylgdist ekki með þessari útsend- ingu í gær. Hins vegar verð ég að segja að mér finnst fjaðrafokið vegna konungdæma vera kjánalegt. Ég er fylgjandi lýðveldi og finnst að einstök embætti eigi ekki að vera arfgeng." Ráðamenn reyna að réttlæta rangindin Dagblöðin, sum þeirra að minnsta kosti, eru oft einasta haldreipi almennings þegar eitthvað bjátar á. Blaðamenn þekkja í starfi sinu ýmsar raunasögur einstaklinga sem eru órétti beittir í samskipt- um sínum við kerfið. Þó eru blaðamenn nánast í vernd- uðu umhverfl miðað við ýms- ar aðrar starfsstéttir og vita ekki nema fátt eitt um grimman og ósanngjarnan raunveruleikann í kringum okkur. _____ Inn á borð okkar á blöð- unum berast ýmis undarleg mál. Sum getum við tekið upp og orðið að liði, en önnur eru þess eðlis að betra er að ganga hægt og hljótt um dyr og láta kyrr liggja. Mig langar til að taka fyrir eitt mál sem er af þessum toga, viðkvæmt mál. Til mín kom í síðustu viku maður með þykka bréfamöppu, mikið les- efni, sem hann bað mig að skoða. Ég las frá upphafl til enda bréfaskriftir. Ég undraðist grimmdina og grunn- hyggnina i kerfinu. Ég undraðist líka hvað rikisapparötin styðja og forherða hvert annað þegar þau eru komin í ógöngur gagnvart einstak- lingi úti í bæ. I stað þess að viður- kenna mistök sin reyna opinberir sýslunarmenn að láta eins og ekkert sé athugavert. Þeir reyna að halda lyginni áfram. Að sjálfsögðu hefði ráðherra með bein í nefinu látið við- Jón Birgir Pétursson skrifar: komandi syndaseli mæta á teppinu hjá sér og látið þá fá það óþvegið. En það var ekki gert á sínum tíma, því miður, því það hefði getað lokað þessu máli. Ráðuneyti félagsmála er í dag að reyna að réttlæta rangindi sem áttu sér stað fyrir 9 árum meðan allt annar ráðherra var við völd. Nú ætti Páll Péturs- son að skoða málið sjálfur og loka þvi endanlega. Hann ætti ekki að styðjast við vond ráð. Saga mannsins var í örstuttu máli sú að síðari eiginkona hans varð veik og upp úr sambandi þeirra slitnaði. Maðurinn var öðru sinni orðinn einstæður faðir, núna með 3-4 ára son þeirra en eldri börnin voru uppkomin og búin að koma sér þægilega fyrir í þjóðfélaginu. Fljót- lega tók að bera á tortryggni í garð karlkyns uppaldans, hann þótti nokkuð aldraður faðir, þótti vinna um of, og sinna drengnum of litið. Kæra barst til viðeigandi yfirvalda, kært var í þægilegu skjóli nafnleynd- ar en auk þess tók fulltrúi í barna- verndarkerfinu undir kæruna og bar hana í raun uppi án þess að hafa haldbær rök. Ljóst er á öllum pappírum frá 1993 til þessa dags að ekki var flugufótur fyrir ákærum á hendur manninum. Ákærur voru helstar þær að eitt sinn hefði 3 ára drengurinn gert í buxurnar á leikskólanum, hann hefði sést fara yfir umferðargötu, og hann hefði verið á leikvelli með fleiri börnum eftir kvöldmat. Maður- inn var sakaður um vanrækslu og ýjað var að því að hann hefði barið drenginn, en ekkert benti til að svo væri, þvert á móti var ljóst að milli feðganna ríkti mikill vinskapur. Á jólagjöf pabbans um þetta leyti stóð: Til besta pabba i heimi! Maðurinn sem hér um ræðir, menntaður maður, kunnur borgari og mikill keppnismaður frá fyrri árum, lét ekki kúga sig. Hann hóf þegar í upphafi málsvörn sem hann hélt uppi sjálfur. Drengurinn var aldrei frá honum tekinn og þroskaðist vel,* hann varð Reykjavíkurmeistari i fót- bolta með sínu félagi í vor, stendur sig ágætlega í skóla og er vinsæll og vel lukkaður einstaklingur. En faðirinn hefur ekki iátið málið kyrrt liggja. Bréfin hafa hrannast upp. Mikil vinna hefur farið 1 þetta furðulega mál. Allt of mikill kraftur hefur farið í súginn. Nú knýr faðir- inn á Pál Pétursson félagsmálaráð- herra að svara fyrirspurn. Faðirinn getur ekki hætt að áreita kerfið sem á sínum tíma ætlaði að taka frá hon- um drenginn. Ég spurði hann hvers vegna í ósköpunum hann beindi ekki kröftunum í hollari farveg. Hann svaraði þeirri spurningu ekki. Gamli keppnismaðurinn vill aðeins sigur réttlætisins. Sr. Baldur Kristjánsson sóknarprestur Vígsla til hlutverks „Hjónabönd hafa tilhneig- ingu til þess að vera því inni- haldslausari og endast því verr eftir þvi sem umstangið í kringum brúðkaupið er meira. Það er þó ekki víst að það sé raunin með kóngahjónabönd. Þar er skilnaðartíðnin mjög lág af því að þetta er öðrum þræði vígsla til hlutverks. Það er sennilega það sem vantar hjá venjulegu fólki.“ Konunglegt brúðkaup var í Noregi á laugardag þegar Hákon krónprins gekk að eiga Mette-Marit Tjessem Höiby. DV-MYND HILMAR PÓR „í stað þess að viðurkenna mistök sín reyna opinberir sýslunarmenn að láta eins og ekkert sé athugavert. Þeir reyna að halda lyginni áfram. Að sjálfsögðu hefði ráð- < herra með bein í nefinu látið viðkomandi syndaseli mœta á teppinu hjá sér og látið þá fá það óþvegið. “ Myndin er óskyld efitinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.