Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 11 DV Útlönd Loft lævi blandið á fundi Arafats og Peresar: Samkomulag náðist um vopnahlésáætlun Þeir Yasser Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, og Shimon Peres, utanrík- isráðherra ísraels, náðu á fundi sín- um í gær samkomulagi um áætlun til að vinna að varanlegu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs og binda þar með enda á ófriðarlotuna sem nú hefur staðið linnulaust i heilt ár. Fundur- inn, sem stóð í um tvær og hálfa klukkustund á flugvellinum í Gaza, þótti þvingaður og auðséð að nokkur spennan ríkti milli Arafats og Peresar. Allavega forðaðist Peres að mæta augnaráði Arafats og auðséð að hann er undir mikilli pressu, eftir að hafa mætt mikilli andstöðu með friðarvið- horf sín innan ísraelsku ríkisstjórnar- innar sem lengst af hefur verið andvíg viðræðunum meðan ekki næst að halda vopnahléið. Telja sumir stjórn- málaskýrendur að Peres hafi gengið svo langt að hóta úrsögn sinni úr stjórninni samþykkti hún ekki að leyfa fundinn með Arafat og er talið að þrýstingur Bandaríkjastjórnar hafi orðið til þess að Ariel Sharon forsæt- isráðherra gaf eftir og leyfði langþráð- an fund. Shimon Peres undir þrýstingi Taliö er aö Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, hafi hótaö afsögn til aö þrýsta á um fundinn með Arafat í gær. Miðað við andrúmsloftið á fundin- um eru væntingar til árangurs ekki miklar, en sem dæmi um ástandið var fyrirhugaður fréttamannafundur eftir fundinn blásinn af. Peres lét þó hafa eftir sér að fundurinn hefði verið mik- ilvægur til að brjóta ísinn, en ráðgert er að þeir hittist aftur innan viku. Þrátt fyrir fundinn brutust út bar- dagar milli stríðandi fylkinga rétt eft- ir að honum lauk, en þá kom til skot- bardaga á svæði Palestínumanna í Gaza eftir að ísraelskir skriðdrekar og jarðýta ruddust inn á palestínskt yfir- ráðasvæði við Salah el Din Gate, ná- lægt egypsku landamærunum. Einn Palestínumaður um tvítugt lét lífið í bardaganum og að minnsta kost fimm særðust. Fyrr um daginn höíðu ísraelskir hermenn hafið skothríð á hóp palest- ínskra unglinga eftir að bilsprengja hafði sprungið nálægt ísraelskri gæslustöð og endaði skothríðin með því að einn Palestínumaður lá í valn- um en þrír ísraelskir hermenn munu hafa særst í sprengingunni REUTER-MYND Ráðist að bíl bandaríska sendiráðsins Tveir afganskir mótmælendur láta reiði sína í garö Bandaríkjanna bitna á bíl sem var í eigu bandaríska sendiráðsins í Kabúl. Þúsundir stuðningsmanna taiibanastjórnarinnar í Afganistan réöust til atlögu gegn sendiráöinu i gærmorgun og kveiktu í því vegna hótana Bandaríkjamanna um aö ráðast á Afganistan. Talibanar hvetja flótta- menn til að snúa heim Leiðtogi talibana í Afganistan, Mohammad Omar, hefur hvatt tugi þúsunda Afgana, sem hafa flúið að heiman vegna yfirvofandi árása Bandaríkjamanna, til að snúa aftur til síns heima. Hann sagði að dregið hefði úr hættunni á árásum, auk þess sem óbreyttum borgurum yrði hlíft gerðu Bandaríkjamenn árás á ann- að borð. Hjálparstofnanir segja að allt að tuttugu þúsund flóttamenn hafist við á landamærunum að Pakistan. Stjórnvöld í Pakistans segja að ekki fái fleiri flóttamenn að fara yfir landamærin fyrr en neyðarástand kemur upp. Sameinuðu þjóðirnar hvöttu þjóð- ir heims í gær til að leggja fram fé til að aðstoða hálfa áttundu milljón REUTER-MYND Flóttabörn á víðavangi Afgönsk börn á flótta á víöavangi nærri borginni Quetta í Pakistan. Afgana að lifa af vetrarhörkurnar sem fram undan eru í þessum heimshluta. Stephanie Bunker, talsmaður mannúöarhjálpar SÞ, sagði á fundi með fréttamönnum í Islamabad í Pakistan í gær að búist væri að allt að 2,2 milljónir manna hefðu farið á vergang innan Afganistans vegna stríðsátaka eða þurrka. „Ástandið er orðið mjög alvar- legt,“ sagði Bunker. Hún dró upp dökka mynd af ástandinu í Afganistan vegna ára- tugalangra striðsátaka, þurrka og nú yfirvofandi hernaðaraðgerða Bandaríkjanna vegna þess að tali- banastjórnin heldur hlifiskildi yfir Osama bin Laden. Sá er grunaður um að standa fyrir hryðjuverkun- um vestanhafs 11. september. !LLale1ga BIULeigí QS Daihatsu Sirion CX, 12V, 4WD, 04/00. 5 gíra, ek.13 þús., rafm. o.fl. Verð 1.150 þús. Plymouth Sundance Turbo. 2,2. Árg. 1988, ek. 235 þús., ssk., rafm. o.fl. Verð 250 þús. Tilboð 190 þús. Ford KA 2 1300CC. 09/99. 5 glra, ek. 15 þús., ABS.rafm. o.fl. Verð 940 þús. Áhv 600 þús. I Opel Corsa 1,2, 16 V. 08/99.5 gíra, ek. 19 þús., geislasp., ABS.sumar-og vetrardekk, rafm. Verð 990 þús. Áhv. 600 þús. Toyota Landcruiser LX 90. 03/97,disil, túrbó, 5 gíra, ek. 177 þús. km, útvarp/segulb., álfelgur, rafm. Verð 1.790 þús. Subaru Legacy GL 2000I, 06/95, 5 gíra, ek. 115 þús. km, rafm. o.fl. Verð 940 þús. Mazda 323 GLX 1500, 04/99,ssk., ek. 49 þús. km, ABS geislasp.,rafm. o.fl. Verð 1.150 þús. en eykur örygc ykkar í umferðinni. Jeep Grand Cherokee Laredo. 04/97, ssk., ek. 59 þús. km, ABS.álfelgur, hraðastillir, rafm.,dráttarkrókur, innfl. nýr, 1 eig. Verð 1. 990 þus. Bílaryðvörn Bíldshöfða 5 sími 587 1390 M.Benz E 240. 07/01. Einn m/öllu,ssk., ek. 1 þús., ABS.geislasp., toppl., hraðastillir.álfelgur, loftkæling, rafm. o.fl. Verð 5.660 þús. Tilboð 5.200 þús. Mazda 323 F GT 1,8. 09/005 gíra, ek. 25 þús., ABS, geislasp.,álfelgur, ' ijófavörn, rafm. o.fl 'erð 1.490 þús. Yfir 1000 bílar á skrá hjá okkur á www. bilahollin.is Þj' Vf Subaru Impreza WRX 4WD, 01/01,5 gíra, ek. 5 þús., ABS.geislasp., álf., 17“ Alpine dekk,spoiler kit, Blitz loftsía, 3“ púst.Nýtt grill og hliðar, rafm. o.fl. Verð 2.890 þús. Jeep Wrangler 4,0 I. Árg. 1993.5 gira, ek. 88 þús., geislasp., álfelgur.dráttarkrókur, blæja fylgir með. Verð 890 þús. Subaru Legacy Gli 2000 Stw., 08/96.ssk., ek. 60 þús., geislasp., álfelgur.rafm., sumar- og vetrardekk. Verð 1.320 þús. VW Polo 1400 I. Árg. 1998. 5 gíra, sumar- og vetrardekk. Verð 810 þús. Áhv. 507 þús. Ford Fiesta 1300. 04/00.5 gíra, ek.18 þús., ABS.álfelgur, sumar- og vetrardekk.rafm. o.fl. Verð 1.080 þús. Tilboð 890 þús. Toyota Yaris SOL. 09/01 Nýr bill, 5 gíra, ABS, geislasp.,rafm. o.fl. Kostar nýr 1.328 þús. Tilboð 1.230 þús. Ford Focus Sedan 1600cc. 09/00.Ssk., ek. 11 þús., geislasp., ABS, dráttarkrókur, sumar- og vetrard.,rafm. o.fl. Verð 1.580 þús. Áhv. 1.140 þús. Peugeot 206 XR., 09/99,5 gíra, ek. 13 þús., rafm.,sumar- og vetrardekk. Verð 1.090 þús. Áhv. 723 þús. n incon own km ssk ABS leður. hraðastillir, afel rafm Ver 990 þus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.