Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 Skoðun Hvaða bók ertu að lesa? Vilborg Bjarkadóttir nemi: Líttu ekki um öxl, ég er rétt aö byrja á henni. Svo er ég reyndar líka að lesa Hobbit fyrir skólann. Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir nemi: Ég er aö lesa tvær bækur, House of the Spirit og Evu Lúnu, þær eru báö- ar alveg frábærar. Þórir Axelsson, viðgerðarmaður stöðumæla: Enga eins og er. Ásdís Ásgeirsdóttir leigubílstjóri: Baráttan viö heimsdrottna myrkurs- ins, hún lofar mjög góöu. Þórir Páll Tryggvason húsasmiður: Skotveiöar í íslenskri náttúru. Barátta gegn hryðju- verkum - fyrir hvern? grunna í beinni útsendingu, eða í þeim hluta Pentagon sem ílugvél- in lenti á. En þegar við lítum til bygginganna sjálfra er ljóst aö þar er um að ræða tákn fjármála- veldisins og herveldisins. Bygg- ingarnar voru valdar með kaldri yfirvegun. Það er ömurlegt að fylgjast með eftir á hversu sú yfirvegun var rökrétt ef tekið er mið af við- brögðum Bandaríkjastjórnar. Fyrstu viðbrögð hennar voru einmitt að virkja hernaðarkerfi sitt á þann hátt að fjöldi sak- lausra Afgana er nú á flótta og hjálparstarfsmenn í Afganistan hafa yfirgefið landið með þeim afleiðingum að hungursneyð vofir yfir fjölda fólks. Miskunnarleysi herveldisins er samt við sig. Þótt margir þjóðarleiðtogar hafi lýst efasemdum sínum um réttmæti þessara stríðsæsinga vekur það þó undrun margra hversu lin þau við- brögð eru. Nýlegar fréttir um tilboð Bandaríkjastjómar til rikisstjórnar Pakistan skýra þó margt. Banda- ríkjastjórn hefur að undanfórnu beitt Pakistan efnahagslegum þrýst- ingi vegna kjamorkuvígbúnaðar Lítil börn í Afganistan innan um skriödrekana „Takmarkið með baráttu Bandaríkjastjórnar gegn hryðjuverkum er ekki að vernda almenna borgara heldur hagsmuni herveldis- ins og fjármálaveldisins. Svo ömurlegt er nú það. “ landsins. Samkvæmt fréttum hefur ríkisstjórn Pakistans fengið boð um að þeim þrýstingi verði aflétt sýni hún Bandarikjunum samstarfsvilja við hernaðarundirbúninginn gegn Afganistan. Herveldið og fjármála- veldið hafa alltaf spilað saman. Og það samspil hefur að engu hags- muni og öryggi almennings. Takmarkið með baráttu Banda- rikjastjórnar gegn hryðjuverkum er ekki að vernda almenna borgara heldur hagsmuni herveldisins og fjármálaveldisins. Svo ömurlegt er nú það. Einar Olafsson skrifar: Eftir hryðju- verkin í Banda- ríkjunum 11. september hafa flestir væntan- lega hugsað til fólksins sem var statt i World Trade Center þegar sú bygging hrundi til Fara Bandaríkin offari? Samkvæmt heimsfréttum eru Bandaríkjamenn að undirbúa stór- felldar loftárásir á yfirráðasvæði talibana í Afganistan án þess að hafa feng- ið samþykki Ör- yggisráðs Sam- einuðu þjóðanna fyrir aðgerðun- um, hvað þá að hin alþjóðlegu samtök ráði för, líkt og Kínverjar hafa kraflst. Hætta er á að saklausir borgarar farist í væntanlegum árásum Bandaríkjanna. Hvers eiga þeir að gjalda í stríðshrjáðu landi, eins og íranar hafa bent á? Nú þegar hafa talibanar lýst því yfir að verði á þá Vitað er í arabaheiminum að þegar ríkisvald gefur út slíka yfirlýsingu, en ríkis- stjórn talibana hefur veríð viðurkennd af tveimur til þremur ríkjum, þá tákni það miklu meira en ef hryðjuverkamaður gerir það. ráðist þá heyi þeir heilagt stríð, Ji- had. Vitað er í arabaheiminum að þegar ríkisvald gefur út slíka yfir- lýsingu, en ríkisstjóm talibana hef- ur verið viðurkennd af tveimur til þremur ríkjum, þá tákni það miklu meira en ef hryðjuverkamaður ger- ir það. Síðast þegar ríkisvald gaf slíkt út var á miðöldum þegar múslímar ákváðu að hrekja kross- farana á brott - og tókst það. Þar sem utanríkisráðherra okkar, og síðan ríkisstjómin, hefur tekið þátt í afstöðu NATO-ríkja að virkja 5. ákvæði stofnsáttmála samtak- anna um að árás á eitt ríki sé árás á þau öll þá hafa yfirvöld okkar kallað yfir þjóðina líklega sam- áábyrgð með orðum og athöfnum Bandaríkjamanna. Þetta getur leitt til þess að ef einhverjir í alþjóða- samfélaginu telja að Bandaríkja- menn hafi brotið alþjóðalög í hefnd- arþorsta sínum verði öll NATO-rík- in, og ísland þar á meðal, gerð sam- ábyrg. Verst er ef það þýðir að hryðjuverkamenn líta þannig á að væntanlegar hefndarárásir þeirra geti beinst að öllum NATO-rikjum í næstu atrennu ... þar á meðal hinu friðsamlega landi okkar. Spartakus Framsóknar Halldór Ásgrímsson gefur Kristni H. Gunnars- syni pólitískt spitalavink í DV í gær þegar hann segir nánast fullum fetum að Kristinn sé „The Lone Ranger" Framsóknarflokksins. Kristinn hefur sem kunnugt er haldið uppi andófi í flokknum og talað fyrir óhefðbundinni framsókn- arstefnu í sjávarútvegsmálum og vakið mikla at- hygli fyrir vikið. Sem slíkur uppreisnarmaður skilaði Kristinn séráliti í nefndarstarfi endur- skoðunarnefndarinnar þar sem hann stendur svona mitt á milli stjórnarandstöðunnar og stjórnarsinnanna í nefndinni en stillir sér þó á endanum upp fyrningarleiðarmegin hryggjarins. Með því klauf hann ríkisstjórnarsamstööuna í nefndinni svo eftir varð tekið. Halldór gegn fyrningunni En Halldór Ásgrímsson er veiðigjaldsmegin hryggjar og bendir á það af miklum þunga í DV í gær að hann telji margt mæla gegn því að fyrn- ingarleiðin verði farin eins og nú sé ástatt í sjáv- arútveginum. Miðað við að þarna talar yfir- diplómat íslensku utanrikisþjónustunnar, sem þess utan er flokksformaður og þarf að fara var- lega í yfirlýsingum gagnvart flokksmönnum, þá fer Halldór ansi nærri því að segja við Kristin að hann sé því miður kominn langt út í skóg. Að hann sé á algerum villigötum í þessu máli. En til að hnykkja enn frekar á þessum skilaboðum tel- ur formaður Framsóknarflokksins þó rétt að benda formanni þingflokksins á að hann standi nánast einn í málinu því lítill hljómgrunnur sé fyrir skoðunum hans í þeirri flokksnefnd sem þessa dagana er að skoða fiskveiðistjórnunina. Frystur úti Því er það að á meðan framsóknarforustan og þingflokkurinn í heild sinni situr og syngur af miklu kappi sjómannalög til heiðurs hinu hóf- lega veiðigjaldi meirihluta endurskoðunarnefnd- arinnar þá situr Kristinn H., en vart með hýrri há, og syngur einraddað: Einn ég sit og sauma inni í litlu húsi/ enginn kemur að sjá mig, o.s.frv. Hann hefur verið frystur úti af foringjan- um og öðrum í forustusveitinni. En Kristinn bar sig þó mannalega í viðtali við DV um daginn og taldi alls ekki fullreynt með fylgi við sjónarmið sín í flokknum. Enn væri eftir að fara með málið út til hins almenna flokksmanns. Garri óttast samt að Kristinn sé nú lagöur af stað í eyði- merkurgöngu sem langan tíma muni taka að ljúka. Spumingin er hins vegar hversu vel Kristni tekst að verjast frostinu og hvort honum tekst að fá hinn almenna flokksmann til að gera uppreisn gegn forustunni. Hver veit nema Krist- inn verði Spartakus undirokaðra framsóknar- manna sem loksins fá að vita allt það sem þeir vilja vita um sjávarútvegsmál en þorðu ekki að spyrja um. Þá væri það svo sannarlega réttnefni um Kristin að tala um stjórnmálamanninn sem kom inn úr „ kuldanum! GðlTI DV Frá Krít Stórkostleg DV- og Sólarferð Ásdis Þorsteinsdðttir og PálJ Marteinsson hringdu: Við vorum að koma frá Krít, fór- um í DV-ferð með Ferðaskrifstof- unni Sól. Það minnsta sem maður getur gert er að þakka fyrir sig, þetta var nefnilega stórkostleg ferð. Við fórum fjögur til Albufeira og skemmtum okkur konunglega í eina viku. Þetta var gott tilboð, 52 þús- und á manninn, og við hvetjum DV og Sól til að gera meira af þessu. Hver fékk launahækkun? Laufey Elsa Sólveigardóttir hringdi: Hér stendur í blaðinu á blaðsíðu átta: Laun halda áfram að hækka hratt. Ég þekki engan sem hefur verið að hækka í launum undan- farið. Þetta á við um einhverja aðra og mig langar að vita hverjir það eru. Ég er heimavinnandi ör- yrki með fjögur börn en maðurinn minn vinnur á lágmarkslaunum og ekki hefur hann orðið var við þessa launahækkun, öðru nær. Launahækkanir sem fengust i samningum eru horfnar út í busk- ann með hækkandi verðlagi á öll- um sviðum. Best væri að flytja til Mallorka - verðlag hér er tvöfalt hærra en þar. Magnað táknmál Bragi hringdi: Það var magnað aö sjá og heyra í Kastljósi hvernig táknmál er tal- að. Þetta er bráðskemmtilegt mál og stundum skellti maður upp úr vegna þess hversu myndlíkingarn- ar eru skemmtilegar, til dæmis hvemig mállausir tjá sig um for- setann, eða forsætisráðherrann, eða bara Snæfellsjökul, svo dæmi séu tekin. Áreiðanlega mæli ég fyr- ir munn margra þegar ég óska eft- ir endursýningu á þessum þætti. Enn fremur mætti RÚV gera ann- an og viðameiri þátt um þetta merkilega mál, táknmálið. Og i leiðinni: RÚV mætti sýna í þriðja sinn þáttinn frá Afganistan. Aug- lýsingar á honum í blöðum fóru forgörðum og veit ég um marga sem misstu af honum. Smáraskóli í Kópavogi. Tveir kennarar ann- ast 90 nemendur Móðir í Kópavogi hringdi: í leikskólum mega fóstrur vera með 5 börn hver - en það einkenni- lega er að þegar leikskóla sleppir og við tekur grunnskólinn þá er það svo í dægradvölinni fyrir 6 ára börnin að þar nægir að hafa tvo kennara sem annast um 90 böm. Þetta finnst mér athyglisvert. Það getur varla verið forsvaranlegt að svo fáir leiðbeinendur annist svo stóran hóp af fólki. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.