Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 Fréttir x>v Réttarhöld í máli fjársvikakonu á sjötugsaldri hófust fyrir héraðsdómi í morgun: Sveik um 56 milljónir út úr tíu karlmönnum - beitti skipulögðum blekkingum, segir í ákæru ríkislögreglustjóra DV-MYND HIIMAR ÞÓR Konan fyrir dómi í vor Aðalmeöferö í máli konu á sjötugsaldri hófst fyrir héraösdómi Reykjavíkur í morgun. Konan er ákærö fyrir aö svíkja tugi milljóna króna út úr níu karimönnum. Réttarhöld í máli konu á sjötugs- aldri sem ákærð er fyrir tugmilljóna fjársvik hófust fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ákæra á hend- ur konunni var fyrst gefin út í maí síð- astliðnum og var henni þá gefið að sök að hafa svikið um 52 milljónir út úr átta rosknum karlmönnum sem bú- settir eru víða um landiö. Konan kom þá fyrir héraðsdóm og svaraði öllum ákæruatriðum játandi. Hún kvaðst þó ekki hafa blekkt neinn visvitandi og ekki notfært sér bágindi mannanna - þeir hefðu einfaldlega viijað hjálpa sér og það kæmi engum við. Upphæðirnar sem konan hafði af mönnunum eru misháar, allt frá 150 þúsund krónum og upp í rúmar 23 miiljónir. í öllum tilvikum utan einu hafði konan sam- band við mennina og með skipulögðum blekkingum fékk hún þá til að lána sér fé. t tilfeÚi mannsins þar sem konan hafði 23 milljón- ir upp úr krafsinu skýrir hún peningana sem endur- gjald vegna heimilisverka á ijögurra ára tímabili, frá 1996 til 2000. Eftir að mál konunnar var þingfest siðastliðið vor hefur hún orðið uppvís að tveimur öðrum fjársvika- málum og verður einnig réttað í þeim nú. Annars vegar mun konan hafa haft 1.500.000 af manni í Reykja- vík og hins vegar nýtt sér bágindi, einfeldni og fá- kunnáttu aldraðs einstæð- ings með því að fá hann til að samþykkja veðsetningu á íbúðar- herbergi sínu vegna láns að upphæð 1.250.000 krónur - sem var í nafni son- ar hennar. Sonur konunnar, fæddur 1972, er einnig ákærður fyrir fjársvik og yfir- hylmingu. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa tekið við tæpum níu milljónum af ávinningi móður sinnar. Áttmenningarnir sem eiga í hlut í fyrri ákærunni gera bótakröfur á hendur konunni að upphæð rúmar 56 milljónir króna auk vaxta frá tjóns- degi í hverju tilviki. Konan, sem er átta bama móðir, var tekin til gjaldþrotaskipta árið 1986 en engar eignir fundust í búinu. Tveimur árum síðar hefst fjársvikaferiil kon- unnar og var hún árið 1991 dæmd í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi. Konan hélt skilorðiö en hins vegar er nú ákært fyrir brot sem áttu sér stað ári áður en sá dómur var kveðinn upp. Þess er vænst að karlmennimir tíu beri vitni fyrir réttinum í dag en sök- um umfangs málsins standa réttar- höldin í tvo daga, í stærsta dómsal hér- aðsdóms. -aþ Fjársvik víöa um landiö Karlmennirnir sem konan hefur svikiö um tugi milljóna á síöastliönum áratug búa viös vegar um landiö. í ftestum tilvikum var konan i sambandi viö menn- ina um nokkurra ára skeið. Ný tilraun með stinningarlyf gegn æðasjúkdómi: Viagra gegn sjúkdómum í lungnaslagæðum - tveir til þrír sjúklingar taka lyfið reglulega að læknisráði Mislæg gatnamót á Reykjanesbraut: Risaframkvæmd tekin í gagnið á sunnudag - verklok áætluð 1. júlí 2002 Umferð verður hleypt á hin nýju mislægu gatnamót Reykjanesbrautar, Breiðholtsbrautar og Nýbýlavegar á sunnudaginn ef fram fer sem horfir. Að sögn Magnúsar Einarssonar hjá Vegagerðinni var farið yfir fram- kvæmdir á fundi hjá Vegagerðinni eft- ir hádegið í gær. Þar kom fram að verktaki taldi gerlegt að hleypa umferð á meginhluta mannvirkisins um helg- ina ef veður héldist gott. Taka átti end- anlega ákvörðun með fulltrúum sveit- arfélaganna og yflrstjóm Vegagerðar- innar á fundi nú í morgun. Það er ístak sem framkvæmir verk- ið sem kostar um 1.200 milijónir króna. Þar af munu Kópavogsbær og Reykja- víkurborg greiða um 100 milljónir hvort sveitarfélag. Þama hefur verið mikið jarðrask á undanfómum mán- uðum og um að ræða gríðarmikla jarð- vegsflutninga. Þá vora steyptar tvær brýr, ein stór yfir Reykjanesbrautina og önnur minni brú þar við hliðina og nær Breiðholtinu. Út frá þeim era síð- an vegtengingar með slaufum og akreinum inn á aðliggjandi vegi. Sam- hliða akvegatengingunum era gerðar ráðstafanir fyrir gangandi fólk og um- ferð reiðhjóla. Samkvæmt samningum er gert ráð fyrir endanlegum verklokum 1. júlí 2002, en ráðgert er að umferð verði komin á mannvirkið í heild 15. október DV-MYND ÞÓK Framkvæmdir á lokastigi Langþráö mislæg gatnamót á mótum Reykjanesbrautar, Breiöholtsbrautar og Nýbýlavegar eru nú aö komast í gagniö. nk. Verkið hefur verið unnið af ógnar- hraða, en framkvæmdir hófust í febrú- ar á þessu ári. Magnús Einarsson segir að mann- virkið verði tekið í notkun í þremur áföngum. Um næstu helgi, eða sunnu- daginn 30. september, verði opnað fyr- ir alla megin-umferðastrauma. Þó verður enn lokuð afrein fyrir umferð sem kemur af Nýbýlavegi og inn á Reykjanesbraut í norður. Sú afrein verður opnuð fyrir umferð 8. október. Þann 15. október verður umferð hleypt á síðasta áfanga mannvirkisins. Þar er um að ræða umferð undir brú á Álfa- bakka og með tengingu við Árskógana og Mjódd. Þá er eftir lokafrágangur en jarðvegur verður grófjafnaðui' fyrir veturinn og verkið endanlega klárað 1. júlí á næsta ári. -HKr. Lyfið viagra, sem þekkt hefur verið sem stinningarlyf fyrir karlmenn, er nú notað til að slá á ákveðinn sjúkdóm sem einkennist af háþrýstingi í lungnasiagæðum. 2-3 slíkir sjúklingar hér á landi taka lyfið nú að staðaldri, að læknisráði. Tilraunin með notkun lyfsins gegn þessum sjúkdómi er á byrjunarstigi. „Viagra virkar á þann hátt að það víkkar æðar,“ sagði Eyþór Björnsson, lungnasérfræðingur á Vífilsstöðum, í samtali við DV. „Það er eitt af mörgum lyfjum sem reynt er aö nota til að víkka lungnaslagæðar og hefur í stöku tilviki gefist vel. Þetta lyf er reynt ef önnur lyf hafa bragðist. Þá er fylgst mjög náið með hvort einhver áhrif verða. Þessi lyíjameðferð er í höndum fárra einstaklinga sem sinna sérstak- lega þessum sjúklingum sem era mjög fáir.“ Eyþór sagði að fólk fæddist ekki með þrengsli í lungnaslagæðakerfi, heldur kæmi sjúkdómurinn oft upp á snemmfúllorðinsárum. Konur þjáðust oftar af þessum sjúkdómi heldur en karlar og hann gengi stöku sinnum í ættir. í þeim mjög fámenna sjúklinga- hópi sem hefði verið gefið viagra til að víkka út lungnaslagæðar væri fólk af báðum kynjum. Eyþór sagði enn fremur að sjúkdóm- urinn sem um ræddi væri mjög erfið- ur. Viagrameðferð væri engin lækn- ing, en gæti veitt nokkra bót ef vel tækist til. Meðhöndlunin fælist í því að gefa sjúklingunum viagra reglulega eins og hvert annað langvarandi lyf. Hann sagði það ekki nýja hugmynd að hægt væri að nota viagra á þennan hátt. Það væri æðavíkkandi eins og mörg önnur lyf. Jafnskjótt og það hefði verið farið að nota það hjá mönnum heföu æðavíkkanir í lækningaskyni orðið eitt af hugsanlegum notkunar- sviðum. „Þetta er ekki gefið í stórum skala á nokkum hátt, en eingöngu við þessum sjaldgæfa lungnasjúkdómi," sagði Ey- þór. Aðspurður hvort upprunalegur tilgangur með lyfinu yrði þá eins kon- ar hliðarverkun sagði hann að svo væri ekki nema viðeigandi áreiti væri til staðar. -JSS 500 færri leikskólabörn Börnum á leik- skólaaldri, það er 1 til 5 ára, hefur fækkað um 500 í Reykjavík í valdá- tíð Reykjavíkurlist- ans. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í Leikskólaráði Reykjavíkur. Hann segir þetta vera vegna lóðaskorts í borginni. - Fréttablaðið greindi frá. KR fær styrk Knattspyrnufélag Reykjavíkur mun fá 50 milljónir króna úr borg- arsjóði á næstu þremur árum. Um er að ræða styrk sem borgar- ráð hefur samþykkt að veita KR vegna framkvæmda við mannvirki og svæði og lokauppgjör vegna lóð- ar og byggingar íþróttahúss. Miklar skemmdir í íbúö Eldur kom upp í fjölbýlishúsi við Suðurhóla síðdegis í gær. Slökkviliði gekk vel að ráða niður- lögum eldsins en upptökin eru rak- in til potts sem húseigandi hafði gleymt á eldavél. íbúðin er mikið skemmd eftir brunann. Eldur á Flúðum Eldur kom upp í veitingahúsi á Flúðum um sjöleytið í gærkvöld. Slökkviiið Hrunamanna ásamt lög- reglumönnum frá Selfossi fór á stað- inn og gekk greiðlega að ráða niður- lögum eldsins. Ekki urðu miklar skemmdir af völdum eldsins en þeim mun meiri af reyk og vatni. Veitingahúsið var mannlaust þegar eldurinn kviknaði. Vínveitingaleyfi afturkallað? íbúar hússins á Rauðarárstíg 33 hafa krafist þess að leyfi til veit- ingarekstrar á jarðhæð hússins verði afturkallað. í húsinu hefur verið rekinn veitingastaður frá ár- inu 1992, nú síðast undir nafninu Kaffi Stígur. Þrír íbúar hússins kvarta fyrir hönd húsfélagsins vegna ónæðis af völdum gesta Kaffi Stígs. Sannfærandi upplýsingar Halldór Ásgríms- son, sem situr óformlegan fund varnarmálaráð- herra Atlantshafs- bandalagsins í Brussel, segir upp- lýsingar Banda- ríkjamanna sann- færandi um að Osama bin Laden sé sekur um ódæðisverkin í Bandaríkj- unum 11. september síðastliðinn og að Rússar séu á sömu skoðun. Brátt sektað Kópavogslögreglan stöðvaði og áminnti 230 ökumenn í gær fyrir að gefa ekki stefnuljós þar sem þeir voru að beygja út úr hringtorgum. Um eitt hundrað ökumenn voru teknir fyrsta klukkutímann sem lög- reglan var með eftirlit. Innan skamms mun lögreglan beita 5000 króna sektum við stefnuljósabrot- um. Jarðhitasamstarf Valgerður Sverr- isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í dag í Búdapest samning milli íslands og Ungverjalands um samstarf landanna á sviði jarðhita- mála. Valgerður er í opinberri heimsókn í Ungverjalandi í boði Györgys Matolcsys, efnahagsmála- ráðherra Ungverjalands. -HKr/aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.