Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 37 I>V Tilvera „Hugsaðu þér ef allt fólk gæti lifað saman í friði“ „Image all the people living life in peace“. Þannig hljóðaöi textinn i heil- síðuauglýsingu sem birtist í síðustu helgarútgáfu New York Times, sem auðvitað er sóttur í smiðju John Lennons. Þaö var Yoko Ono, ekkja Lennons sem lét birta þessa orðsend- ingu og að sögn talsmanns hennar ákvað hún að láta textann einan duga óundirritaðan á heilli síðu. „Þetta er hennar leið til að tjá tilfmningar sínar og skiiaboðin er augljós," sagði tals- maðurinn. Ono hyggst einnig birta annan texta eftir Lennon á stóru ljósa- skilti á Times Square, sem auðvitað er: “Give Peace a change“. Russel Crow hleypur í spik Á meðan gladíatorinn Russel Crow hefur ferðast um Bandaríkin í sumar, í hljómleikaferð með hljómsveit sinni „30 Odd Foot of Grunts", hefur hann bætt við sig hvorki meira né minna en einum tíu kílóum. Umboðsmaður kappans hefur haft af þessu miklar áhyggjur og hefur nú skipað honum að fara í megrun og er Crow nú i átaki á líkamsræktarstöð. Til að minna Crow á vandamálið hefur umbinn límt upp myndir af Crow, þar sem hann er í hlutverki sínu í myndinni „The Innsider", en þá þurfti Crow að þyngja sig um ein 20 kiló til að líta út 30 árum eldri. „Það hefur haft sín áhrif, þvi nú rennur spikið af Crow, enda eins gott því annars hefði þann þurft að eyða drjúgum tíma á heilsuhæli áður en hann tekur til við næsta hlutverk," sagði umboösmaðurinn. Hjá Ossuri Joachim og Alexandra heimsóttu einnig Össur hf. þar sem Jón Sigurösson forstjóri tók á móti þeim. Hádegisveröur á Apótekinu Snæddur var hádegisverður á Aþótekinu þar sem boöiö var upþ á tískusýningu með íslenskri hönnun. I miöborginni Hinir konunglegu gestir á gangi í miöborginni með forsetanum og Dorrit. Danaprins og Dorrit Joachim og Dorrit höföu greinilega nóg aö spjalla viö hádegisveröinn. Á ferð um höfuðborgina verður farið að Gullfosi og Geysi, gróðrarstöðin Espiílöt í Reykholti heimsótt og komið að býlinu Hross- haga. Ferðinni um Suðurland lýkur síðan á Eyrarbakka og Stokkseyri. -MA Jóakim Danaprins og Alexandra prinsessa fóru víða um höfuðborg- ina í gær til að skoða sig um. Með þeim í fór voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og heit- kona hans Dorrit Moussaieff. Meðal .þess sem kóngafólkið gerði var að skoða söfn, fyrirtæki og einnig var þeim boðið að horfa á tískusýningu þar sem íslenskir fatahönnuðir sýndu hönnun sína. í dag liggur leiöin síðan um Suð- urland og verður byrjað á að heim- sækja glerlistamenn í Bergvík. Það- an verður farið til Þingvalla þar sem Davíð Oddsson forsætisráð- herra og frú Ástríður Thorarensen bjóða til hádegisverðar. Síðdegis Fræöst um fyrirtæki Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erföagreiningar, fræddi gestina um starf- semi fyrirtækisins. Hús skáldsins Sigurhæðir - Davíðshús Eyrarlandsvegi 3 - 600 Akureyri. Sími 462 6648; Fax: 462 6649; Net: skald@nett.is Gott næði orðlistarmönnum: 1. Tvær skrifstofur í Sigurhæðum: til boða þeim sem sinna vilja hvers konarorðlist í hvetjandi umhverfi. Leigjast gegnvægu gjaldi nokkrar vikur eða mánuði í senn.Umsóknarfrestur vegna afnota á fyrri helmingiársins 2002 er til 26. október 2001. 2. Listamannaíbúð í Davíðshúsi: einkum ætluð þeim er fást við skapandi skrif - er til tímabundinnar dvalar á árinu 2002 gegngreiðslu þjónustu- og tryggingagjalds sem erendurkræft að hluta. Umsóknir þar sem m.a. komifram: a) stutt kynning á umsækjanda og verkum hans, b) að hverju umsækjandi hyggst vinna, c) æskilegt tímabil og tímaskeið dvalar, sendist forstöðumanni, Erlingi Sigurðarsyni,eða menningarfulltrúa, Ingólfi Armannssyni,fyrir 26. október 2001. Nánari upplýsingarmá fá hjá þeim eða í þjónustuanddyri Akureyrarbœjar - sími 460 1000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.