Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Side 20
32 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 Kvikmyndir I>V Hearts in Atlantis frumsýnd vestanhafs á morgun: Mjúkur Stephen King What the Worst That Could Happen: Þjófur stelur frá þjóf í What the Worst That Could Happen leiöa þeir laman hesta sína gamanleikaramir Martin Lawrence og Danny DeVito. DeVito leikur milljónamæring sem kemur aö þjófi (Martin Lawrence) brjótast inn hjá sér eina nótt. Til aö jafna um fyrir sig rænir hann dýr- mætum lukkuhring af innbrotsþjófinum og segir lögg- unni aö hann eigi hringinn. Þjófurinn veröur gjörsam- lega vitstola án lukkuhringsins og upphefst nú mikið ævintýri þegar innbrotsþjófurinn byijar að beita öll- um brögðum og gera allt til þess að ná hringnum aft- ur. Martin Lawrence og Danny DeVito þykja fara á kostum í myndinni. Meðleikarar þeirra eru John Leguizamo, Glenne Headly, Larry Milier, William Fitchner. Leikstjóri er Sam Weisman sem leikstýrði hinni vinsælu mynd, George of the Jungle. What the Worst That Could Happen verður fmm- sýnd á morgun í Laugarásbíói, Stjörnubiói og Borgar- bíói, Akureyri. Viðskiptaþrjóturinn Danny DeVito í hlutverki Max Lawrence sem kannski er enn meirí þjófur en atvinnumað- urinn. Metsölurithöfundur Bette Midler í hlutverki Jacqueline Susann. Isn’t She Great: Rithöfund- ur í sviös- ljósinu í Isn’t *She Great leikur Bette Midler metsöluhöfundinn Jacqueline Susann, sem varð heimsfræg þegar skáldsaga hennar Valley of the Dolls var gefin út. Rithöfundarferill hennar var ekki glæsilegur í upphafi og kom íljótt í ljós að hæfileikar hennar voru ekki miklir. Þetta skipti Susann samt ekki máli. Það sem skipti hana máli var að vera í sviðsljósinu og var hún duglegri við að sækja samkvæmislífið neldur en að sitja við skriftir. í mynd- nni segir aðallega frá skrautlegu lífi hennar og sambandi hennar við útgef- ndann Irving Mansfield (Nathan ane) sem ekki aðeins elskaði hana leldur sá um að hún væri alltaf í ■viðsljósinu og hvernig það kom til að hún gat þó skrifað eina bók sem eftir var tekið, en í Valley of the Dolls nýt- ir hún sér reynslu sína í sam- kvæmislífinu, skrifaði um það sem hún sjálf þekkti. Auk Bette Midler og Nathan Lane leika í myndinni John Cleese, Stockard Channing, David Hyde Pi- erce og Amanda Peet. Leikstjóri er Andrew Bergman (Honeymoon in Ve- gas, Striptease). Isn’t She Great verður frumsýnd í Háskólabíói á morgun. Atvinnuþjófurinn Martin Lawrence í hlutverki Kevin Caffrey sem lendir hjá lögreglunni. ^The In-Crowd: I klíkunni Aðalpersónan í The In-Crowd er Adrian Williams (Lori Heuring) sem á að baki erfiða for- tíð og hefur verið á geðveikrahæli. Þegar hún sleppur út fær hún vinnu í sveitaklúbbi sem Klíkan í sveita- er mikið sóttur af klúbbnum veit fólki sem gerir út á hvernig á aö það að vera áber- skemmta sér. andi í sam- kvæmislífinu. f klúbbnum hefur myndast klíka ungra og ríkra sem lýtur forystu Brittany Foster (Susan Ward). Adri- an er falleg stúlka og þó að hún hafi ákveðið að lifa kyrrlátu lifi stenst hún ekki freistinguna þegar Britt- any tekur hana undir sinn verndar- væng. Þetta verður hinn skemmti- legasti tími fyrir Adrian þar til einn í klíkunni, Matt Curtis (Matthew Settle), sýnir Adrian áhuga, en Brittany hefur mikinn áhuga á hon- um. Skipast nú fljótt veður í lofti. The In-Crowd, sem leikstýrt er af Mary Lambert, sem á að baki Pet Sematary og Siesta, svo eitthvað sé nefnt, verður frumsýnd á morgun í Sam-bíóunum. Vinir á raunastund Anthony Hopkins og Anton Yelchin í hlutverkum sínum. inum heldur en forgrunni og er Hearts in Atlantis slik kvikmynd, í ætt við The Green Mile, Shawshank Redemptions og Stand by Me svo ein- hverjar séu nefndar. Það var því vel við hæfi að ástr- alski leikstjórinn Scott Hicks skyldi vera fenginn til að leikstýra Hearts in Atlantis. Hicks, sem varð heimsfræg- ur þegar hann sendi frá sér Shine, er leikstjóri leikaranna og önnur kvik- mynd hans Snow Falling On Cedars staðfesti það. í Hearts in Atlantis fær hann stórleikarann Anthony Hopkins til liðs við sig og verður fróðlegt að sjá hvernig honum tekst að koma þeirri dularfullu persónu Ted Brautigan tilskila. í hlutverki drengsins er Anton Yelchin sem þegar hefur leik- ið í nokkrum kvikmyndum. -HK Um helgina verður frumsýnd í Bandaríkjunum Hearts in Atlantis sem gerð er eftir skáldsögu Stephens Kings. Það er William Goldman sem skrifar handritið upp úr bókinni sem samanstendur af fimm sögum sem all- ar tengjast stríðinu í Víetnam. Styðst hann aðallega við tvær sögurnar í bókinni, Low Men in Yellow Coats og Why We’re in Vietnam. Goldman, sem þekktastur er fyrir að hafa skrifað handritin að Butch Cassidy and the Sunshine Kid og All the President’s Men, hefur áður breytt skáldsögu Kings yfir í kvikmynd, var það hin rómaða Misery. I myndinni, sem er á mjúkum nót- um miðað við önnur afrek Kings á rit- vellinum, segir frá virtum ijósmynd- ara, Robert Garfield, sem kemur til æskustöðvanna í smábænum Har- wich í Connecticut til að vera við jarð- arfór æskuvinar sem látist hafði í Vietnam-stríðinu. Minningarnar hell- ast yfir hann og staðnæmist hann við atburði sem gerðust er hann var ellefu ára gamall og bjó með móður sinni, ekkju sem er bitur út i lífið. Dag einn birtist ókunnugur maður, Ted Brautigan, og flytur á efri hæðina. Fljótt verður drengnum og Brautigan vel til vina. Brautigan borgar drengn- um einn dollara á viku fyrir að láta sig vita þegar dularfullir menn koma og spyrja um hann. Ekki lætur hann uppi hvers vegna hann vill fá að vita um komu þeirra fyrir fram. Það hefur sýnt sig að bestu kvik- myndirnar eftir skáldsögum Stephens Kings sem gerðar hafa verið á síðustu árum hafa verið þær sem eru á mann- legum nótum, það er að segja að dul- rænir atburðir eru meira í bakgrunn- Leikstjórinn og leikarinn Leikstjóri Hearts in Atlantis og Anthony Hopkins kynna myndina. rmmæm Bridget Jones's Diary ★★★i Bridget Jo- nes er persóna sem skríður beint inn í hjartað á manni og maður bæði hlær og finnur til með henni. Handritið er eins og best verður á kosið: bæði hnyttið og róm- antískt og það er ekki nóg með að að- alpersónurnar þrjár séu vel úr garði gerðar, með þeim er heill hópur af vel heppnuðum og vel leiknum auka- persónum, nokkuð sem aðeins virðist geta gerst í breskum myndum. -SG A.t. Artificiai lnteltigence ★★★ Framtíðarsýn Stevens Spielbergs er ekki björt fyrir mannkynið. Smátt og smátt mun maðurinn missa tilverurétt sinn á jörðinni og útrým- ing hans er óumflýj- anleg. A.I. er þó langt í frá að vera köld framtíðarsýn. Myndin er þvert á móti hlý og gef- andi. Ef farið væri í saumana á sög- unni yrðu mótsagnirnar margar. Að því frádregnu er hún kvikmyndagerð eins og hún gerist best þar sem ótrú- leg kvikmyndatækni og stórfengleg kvikmyndataka er umgjörð utan um heillandi framtiðarævintýri. -HK The Tailor of Panama ★★★ Vel ofin saga þar sem áhorfandinn er lengi í vafa um hver sé í raun og veru að nota hvern. Hún sjokkerar ekki með sprengingum, morðum og eltinga- leikjum heldur græðgi, yfirhylmingum og svikum því að hér er hver sjálfum sér næst- ur. Boorman er í finu formi og hefur gert stemningsríka svarta kvikmynd um „alvöru njósnir" í stað „kvik- myndanjósna”; það bjargar enginn heiminum hér, honum er ekki við bjargandi. -SG Tillsammans ★★★ Lukas Moodysson leikstýrði Fucking Ámál. Tillsammans er ekki eins áhrifamikil eða eins þétt kvikmynd og Fucking Ámál án þess að hún valdi vonbrigðum. Um er að ræða skemmtilega úttekt á frjálslyndi í lok hippatímabilsins á áttunda áratugn- um og hvaða áhrif skoðanir og gerðir foreldra hafa á bömin sem þeir ala upp í umhverfi sem þau eru ekkert sérlega hrifin af. -HK Skrekkur ★★★ Skrekkur er ein af þessum örfáu bamamyndum sem fullorðnir hafa líka gaman af. Persónum- ar í Skrekk eru kannski ekki raun- verulegar (enda hvað væri skemmti- legt við það?) en svo lifandi og hver andlitsdráttur svo listilegur, hver hreyfing svo ekta að það út af fyrir sig er ævintýralegt. En ef tæknin væri það eina sem gerði myndina at- hyglisverða hefði hún ekki haldið manni jafn hugfóngnum og hún gerði. Sagan er einfaldlega skemmti- leg og afskaplega vel skrifuð. -SG A Knight’s Tale ★★ Er að hluta til frumleg tilraun til að nálgast þá kynslóð sem mest fer í bíó. Sú kynslóð er lítt hrifin af miðaldaróm- antík með hugdjörf- um riddurum og hreinum aðalsmeyj- um. Þetta veit leikstjórinn og hand- ritshöfundurinn Brian Helgeland. Til að ná til fjöldans lætur hann allt raunsæi lönd og leið og poppar upp miðaldarómantíkina með húmor upp á nútímann, farsakenndum uppákom- um og þekktum rokklögum. Tekst honum bærilega að sjóða úr þessum kokkteil. -HIÍ M> JAJ 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.