Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 Fréttir DV Bann við akstri á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni virt að vettugi: ítrekað reynt að loka - en allt komið fyrir ekki, segir varaformaður Kvartmíluklúbbsins DV-MYND Kalkúnar á flótta DV, HORNAFIRDI:_____________ Kalkúnarækt er ört vaxandi búgrein í landinu enda kjötið af þeim hnoss- gæti hið mesta. Sigurður Bjamason á Klettabrekku í Homafirði keypti 10 kalkúnaunga í vor og fékk hann ung- ana frá Reykjum. Ekki hefur kalkúna- eldið verið erfiðislaust því þetta em hinir mestu strokufuglar og það sem merkilegra er, segir Sigurður, þeir strjúka alltaf í sömu áttina, það er í vestur. Það hefur oft þurft að elta þá uppi og koma þeim heim því þeir fara ekki í austur og því er ekki til í dæm- inu að þeir snúi við og komi sér heim af sjálfsdáðum._-Júlia Imsland. Þrettánfaldur ýsukvóti Óli H. Ólason, útgerðarmaður í Grímsey, segir það koma sér mjög illa fyrir krókabátana á Norðurlandi að búið sé að kvótasetja ýsuna, en sjómenn á Norðurlandi, t.d. i Hrísey og Grimsey, hafa kvartaö mjög undan því að undan- fómu að þriðjungur afla línubáta á hefð- bundinni veiðislóð sé ýsa, þar sem ýsan hefúr ekki haldið sig áður. „Þetta kemur mjög illa út fyrir okk- ur. Hér var engin ýsa á viðmiðunar- árunum en nú er hún komin á miðin hér. Við fengum 1500 kílóa ýsukvóta sem við tókum á tveimur dögum, en við höfum bara í september fengið um 20 tonn af ýsu. Við verðum að skipta úr þorski fyrir ýsuna og þetta er alls ekki gott mál,“ segir Óli. -gk Ekkert bólar á hugbúnaðarhúsi Samningur um um byggingu hugbún- aðarhúss íslenskrar erfðagreiningar á lóð Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri var undirritaður með viðhöfn fyrir síðustu jól. Við þá athöfn kom fram að húsið yrði a.m.k. 1600 fermetrar að stærð og yrði tekið i notkun árið 2002. „í samningnum eru engin tímamörk og ekki hefur verið farið í það að hrinda þessu ákvæði samningsins í fram- kvæmd enn þá. Meira er ekki um málið að segja á þessu stigi,“ segiri Páll Magn- ússon hjá íslenskrar erfðagreiningu. Samningsaðilar stefndu einnig að því að lokið yrði við frágang þriggja hæða í svokallaðri „nýbyggingu" FSA. Eina hæðina átti að taka í notkun sl. vor, aðra á næsta ári og þá þriðju árið 2003. Þar eru verklegar framkvæmdir ekki hafnar en samkvæmt heimildum DV er stefnt að því að ftágangi hæðanna þriggja verði lokið árið 2003. -gk Sameiningarkosningar í Þingeyjarsýslum: Kynningarherferö að hefjast Það styttist í sameiningarkosn- ingar í Þingeyjarsýslum en tvennar kosningar fara fram 3. nóvember nk. Annars vegar verður kosið um sameiningu Húsavíkur, Tjörnes- hrepps, Skútustaðahrepps, Reykja- hrepps, Aðaldælahrepps, Keldunes- hrepps, Öxarfjarðarhrepps og Skútustaðahrepps. Hins vegar verð- ur kosið í svokölluðu Norðvestur- bandalagi um sameiningu Reyk- dælahrepps, Ljósavatnshrepps, Hálshrepps og Bárðdælahrepps. Þingeyingar hafa margir kvartað yfír því að kynning á sameiningu, kostum hennar | og göllum, hafi verið í nokkru I skötulíki_ til þessa. Ástæðan | er einkum sú að Wk sameiningar- nefndunum mun I hafa verið ráð- | lagt að leggja Reinhard áherslu á kynn- Reynisson. ingarherferð til- tölulega stuttu fyrir kosningar frem- ur en að dreifa henni á lengri tíma. Að sögn Reinhards Reynissonar, bæjarstjóra og formanns stóru sam- einingarnefndarinnar, hefur við- komandi sveitarstjórnum verið send skýrsla nefndarinnar með sameiningartillögu og greinargerð og í vikunni verður síðan blaða- mannafundur þar sem skýrslan verður kynnt. Hún verður síðan send inn á hvert heimili í sveitarfé- lögunum og í framhaldinu haldnir opnir kynningarfundir í öllum sveitarfélögunum. Ásvaldur Þormóðsson, formaður sameiningarnefndar Norðvestur- bandalagsins, segir að þeir séu sömuleiðis í startholunum. í byrjun október verði dreift kynningarbæk- lingi inn á hvert heimili í hreppun- um fjórum og í framhaldinu haldnir fundir í hverjum hreppi. Um viku fyrir kjördag verði síðan haldinn einn sameiginlegur kynningarfund- ur fyrir íbúa allra hreppanna. Menn eru varkárir í spádómum um niðurstöður kosninganna en ýmsir nefna að fréttir um versnandi skuldastöðu Húsavíkur kunni að draga úr áhuga íbúa sveitahreppa á að sameinast Húsavík. -JS „Þetta slys var skelfilegt og slæmt til þess að hugsa að ung- lingar séu að flækjast á brautinni í leyfisleysi. Umferð er aö sjálf- sögðu bönnuð á svæðinu þegar keppnishaldi sleppir,“ segir Sig- urjón Andersen, varaformaður Kvartmíluklúbbsins. í fyrrakvöld varð alvarlegt um- ferðarslys á braut klúbbsins í Kapelluhrauni þegar jeppi og fólksbíll keyrðu fram af brautar- endanum á mikilli ferð og höfn- uðu niðri í djúpri gjótu. Fjögur ungmenni í bílunum voru flutt á slysadeild og reyndust tvö þeirra mikið slösuð. I kjölfar slyssins hefur það vak- ið athygli að engar merkingar eru á svæðinu sem banna óviðkom- andi umferð. Svo hefur þó ekki alltaf verið því forráðamenn Kvartmíluklúbbsins hafa ítrekað gert sitt besta til að loka svæðinu en allt komið fyrir ekki. „Við höf- um beitt öllum tiltækum ráðum til að loka brautinni fyrir al- mennri umferð. Margoft höfum við sett upp áberandi skilti, auk þess sem við höfum lokað með hliðum og keðjum. Það virðist al- veg sama hvað gert er, það koma alltaf einhverjir og brjótast I gegn. í eitt skiptið settum við meira að segja vogaraflshlið með steyptum sökklum en það stóð ekki nema i nokkra daga og hvarf svo í heilu lagi,“ segir Sigurjón og bætir við að lögreglan í Hafnar- firði hafi á umliðnum árum vaktað svæðið vel og enginn vafi að lögregluþjónar hafi komið í veg fyrir mörg slys. Sigurjón segir stjórn Kvartmíluklúbbsins ekki munu gefast upp að svo stöddu og enn verði reynt að koma í veg fyrir að ökumenn noti brautina fyrir einkakappakstur. -aþ Kvartmílubrautin í Kapelluhrauni Ungir ökumenn hafa sótt í brautina þrátt fyrir bann viö umferö. Veöriö í kvöld : 6*. ^0] -:V /® # 0 ,rf. 0:' 0 >r* fo F 10“ Stöku skúrir víða á landinu Austan 5 til 10 m/s, en 8 til 13 allra syðst undir kvöld. Dálltil súld viö noröurströndina í fyrstu, en annars stöku skúrir. Hiti 5 til 13 stig að deginum, hlýjast sunnan- og vestanlands. REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag I kvöld 19.13. 18.57 Sólarupprás á morgun 07.28 07.13 Síftdegisflóó 15.42 20.15 Árdegisflóft á morgun 04.08 08.41 Skýringar á veðurtáknum :4tt IOV-Hiti VINDSTYRKUR m«trum á siikiindu -10; Nfrost heiðskírt ó o LETTSKYJAÐ HALF- SKÝJAÐ SKYJAÐ AISKYJAÐ RIGNING SKÚRIR SUYDDA SNJÓKOMA '•V/ ÉUAGANGUR ÞRUIYIU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR Allir vegir greiðfærir Allir helstu vegir landsins eru greiðfærir þessa dagana. Vegfarendur eru þó beðnir að sýna tillitssemi því víöa er unnið að vegavinnu. Einnig getur verið hætta á steinkasti á einstökum leiöum. Hálendisvegir eru flestir aöeins færir fjallabílum. Austan og suðaustan Austan 10 til 13 með suöurströndinni á morgun en annars suðaustan 3 til 8. þokuloft suöaustantil en annars skýjaö meö köflum og þurrt aö kall. Hiti 5 til 13 stig aö deginum, hlýjast sunnan- og vestanlands. mmmv Vindur;'^^ r~' Vindur; /^ /— Vindur: /■r' 10-20 ,»/» ' \ j 10-15«/* \ 10-15 m/s \ f Hiti 7° til 12° óW j Hiti 7° tii 12° óVa6 Hiti 7° til 12° Austan 10 tll 20, hvassast Norftaustan 10 til 15 og allra syftst. Rlgnlng meft rigning á norðan- og sufturströndlnnl en annars Norftaustan 10 til 15. austanverftu landinu en skýjaft meft köflum og Rlgning austanlands en annars úrkomulitift. Hlti 5 úrkomulaust að kalla. Hiti annars úrkomulítiö. Hiti 7 til 10 stlg. 7 til 12 stig. til 12 stlg. AKUREYRI súld 6 BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK hálfskýjað 5 EGILSSTAÐIR skýjaö 5 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 9 KEFLAVÍK skýjaö 9 RAUFARHÖFN alskýjað 5 REYKJAVÍK skýjaö 8 STÓRHÖFÐI léttskýjað 9 BERGEN HELSINKI skúrir 9 KAUPMANNAHÖFN rigning 11 ÓSLÓ alskýjað 8 STOKKHÓLMUR þokumóða 6 ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 7 ALGARVE skýjaö 19 AMSTERDAM þokumóöa 13 BARCELONA þokumóða 15 BERLÍN þoka 7 CHICAGO hálfskýjaö 11 DUBLIN rigning 14 HALIFAX þoka 19 FRANKFURT þokumóða 13 HAMBORG skúrir 9 JAN MAYEN alskýjaö 2 LONDON þokumóða 15 LÚXEMBORG þokumóða 12 MALLORCA skýjaö 20 MONTREAL alskýjað 12 NARSSARSSUAQ alskýjaö 5 NEWYORK léttskýjað 15 ORLANDO alskýjaö 23 PARÍS þokumóöa 12 VÍN skýjaö 10 WASHINGTON heiöskírt 10 WINNIPEG heiðskírt 8 IKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.