Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Blaðsíða 24
36 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 Tilvera DV í f iö Seiðandi tónleikar Sutaras Litháenska þjóðlagasveitin Sutaras heldur seiðandi tónleika á Kringlukránni í kvöld. Þetta er ein þekktasta þjóðlagahljómsveit Litháens og hún á sér aðdáendur um víða veröld, enda sameinar hún notkun upprunalegra hjarðmannahljóðfæra og sígildra hljóðfæra á snilldarlegan hátt. Tónleikamir hefjast kl. 21.00 og aðgangur er ókeypis. Krár 1 NIRVANA I kvöld verö'a hái'dnir * tónleikar til heiöurs hljómsveitinni Nirvana í tilefni af því aö tíu ár eru liðin frá útkomu plötunnar Never- mind. Tónleikarnir veröa á Gauknum. Bubbi Morthens heldur tónleika á veitingastaönum „Salka" á Húsavík í kvöld. Þeir hefjast kl. 23.00. Klassík ■ kÖNGÚR-KJÁNI-ILLMÉNNÍÍ SALNUM I kvöld veröa tónleikar undir yfirskriftinni „Kóngur-kjáni-ill- menni“ og leikur Bjarni Thor Krist- insson á bassa og Franz Carda á pí- anó. Efnisskráin er tileinkuö bassan- um og hans ólíku hlutverkum í óper- unni. Djass ■ PJASS A VIPAUN Djasskvintettinn Búgalú leikur á Vídalín í kvöld. Á efnisskránni eru nýir og gamlir djassstandardar í bland viö frumsamda tónlist. Kvintettinn skipa: Snorri Sigurðarson, trompet, Steinar Siguröarson, saxófónn, Ásgeir Ásgelrsson, gítar, Þorgrímur Jónsson, bassi, og Eric Qvick á trommur. Tónleikarnir byrja kl. 22.30. Aögangur er ókeypis. Sýningar ■ LISTSYNING Á LINDARGÖTU Guöný Magnúsdóttir opnar í dag sýningu á verkum sínum aö Undargötu 14, í tilefni af flutningi vinnustofu sinnar. Sýningin veröur opin miövikudaga til sunnudaga kl. 14 -18, eða eftir samkomulagi, til 14. október. ■ VATNAPÍSIR. SÖNGUR OG UÖS Vatnadíslrnar sýna listir sínar og stúlknakór syngur í Laugardalslauginni ! kvöld. Sýningin er haldin á vegum Orkuveitu Reykjavíkur og íþrótta- og tómstundaráös Reykjavikur. Vatnadísirnar eru stulkur á aldrinum 13-15 ára og ætla þær aö sýna listdans í vatni. Þá mun stúlknakór laöa fram töfrandi tóna undir stjórn Margrétar Pálmadóttur og Ijósadýrð mun auka á áhrifamátt sýningarinnar. Áhorfendur eru beðnir aö koma vel klæddir því dagskráin fer fram utandyra. Sýningin hefst kl. 20 og aðgangur er ókeypis. Fyrirlestrar ■ MÁLSTQFA í LÆKNADEILD Afkomendarannsókn Hjartaverndar nefnist erindi sem Margrét Bima Andrésdóttir flytur í sal Krabbameinsfelags Islands í dag kl. 16.15 á vegum málstofu læknadeildar. ■ MALÞING UM STÆRÐFRÆÐI Þurfa allir aö læra stæröfræöi? er yfirskrift málfundar Flatar, samtaka stæröfræöikennara. Fundurinn er haldinn í Odda, stofu 101, og hefst kl. 17.15. SJá nánar: Lífiö eftlr vlnnu á Vísi.ls Þórey Bergsdóttir datt í lukkupottinn: Listmálari einn dag Hún Þórey Bergsdóttir datt í lukkupottinn nýlega er hún fékk aö kynnast starfi listmálara einn dag og læra ýmislegt um liti og list. Hana dreymir nefnilega um að verða myndlistarmaður þegar hún verður stór. Við tókum hús á Þóreyju og báðum hana að segja frá þessu ævintýri sínu. „Ég fór með mömmu í Pennann að kaupa skóla- dót og þá sáum við kassa með aug- lýsingu fyrir ofan. Þar var svokall- aður Pennaleikur í gangi. Maður átti að skrifa hvað maður vildi verða þegar maður yrði stór og stinga svo miðanum i kassann. Ég skrifaði myndlistarmaöur og fór svo bara heim. Nokkru seinna hringdi kona í mömmu og sagði henni að nafnið mitt hefði verið dregið úr bunkanum, ásamt þremur öðrum og ég mætti kynnast þessu uppáhalds- starfi í einn dag. Ég varð auðvitað svakalega ánægð.“ Aldrei mikið fyrir dúkkur Þórey er átta ára og gengur í Hvassaleitisskóla. Hún kveðst hafa haft áhuga á myndlist alveg síðan hún var lítil. Móðir hennar staðfest- ir það. „Þórey var aldrei mikið fyr- ir dúkkur heldur var hún alltaf að teikna, lita og mála,“ segir hún. Þær kannast þó ekki við að listafólk sé í Maður Irfandi MYNDIR: ANNA MARIA í myndlistardeildinni er margt aö sjá Þórey mátar puttapensla í Pennanum. Frasier snýr aftur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar. Sköpun í gangi Þórey málaói litríkan sjó, litríkan himin og fugla á flugi. ættinni. Þórey kveðst sækja mynd- listartíma í Gerðubergi vikulega, eins og hún hafi gert tvo síðastliðna vetur. Svona lýsir hún þriðjudögun- um hjá sér: „Ég er í skólanum til klukkan eitt og syng í kór til hálf- þrjú. Þá kemur mamma og keyrir mig upp í Gerðuberg. Þar er ég í myndlist til fjögur. Síðan kem ég heim og læri en sem betur fer eru ekki mjög mikil heimaverkefni á þriðjudögum." Lærði að blanda svartan lit En hvernig leið dagurinn sem hún fékk að kynnast myndlistinni? „Fyrst fór ég að hitta fólkið á skrif- stofu Pennans," hefur Þórey frá- sögnina og heldur áfram: „Þaðan fór ég í heimsókn til listmálara sem heitir Georg Guðni. Hann sýndi mér vinnustofuna sína og myndir sem hann hefur gert. Meðal þeirra voru tvær sjálfsmyndir og ég sagði hon- um hvor mér fyndist betri. Svo leyfði hann mér að mála á striga og ég málaði litríkan sjó, litríkan him- in og fugla á flugi.“ Þórey segist hafa lært ýmislegt nytsamlegt um listina þarna hjá Georgi Guðna. „Hann kenndi mér til dæmis að blanda svartan lit...“ segir hún..og síðan blanda ég liti út i eitt.“ Að þessu loknu kveðst hún hafa farið í listadeild Pennans og spjallað við af- greiðslufólkiö. „Það sýndi mér alls- konar dót fyrir listamenn og gaf mér pensla, akrýlliti og sérstaka blokk fyrir svoleiðis liti.“ Að síð- ustu kveðst hún hafa skoðað lista- verk úr safni Gunnars Dungal og þar með var þessi dýrðardagur á enda. En aðrir dagar koma. Gun. Ég biðst afsökunar á þráhyggj- unni en Frasier er kominn aftur og ég get ekki látið eins og það hafi far- ið fram hjá mér. öll þriðjudags- kvöld næsta hálfa árið verða góð kvöld vegna Frasiers - huggun í þessum vonda heimi. Ég er ekki ein um að finna gleði í Frasier. Það eru fleiri sem hafa náð þeim þroska að fara ekki fram á miklu meira í til- verunni en hálftíma skemmtun einu sinni í viku. Ég veit til þess að heimilishald í Kópavogi fór úr skorðum en árum saman hefur fjölskyldan sameinast við kvöldverðarboröið. Þetta fyrsta Frasierkvöld „druslaðist" (orðalag eiginkonunnar) eiginmaðurinn ekki til að ljúka eldamennsku fyrr en um það leyti sem Frasier-þátturinn hófst. Hún Amdís mín er kona sem veit hvað skiptir máli í lífinu. Hún neitaði vitanlega að borða inni í sjónvarpslausu eldhúsi og fór með diskinn sinn inn í stofu. Ég veit að framvegis verður matur á réttum tíma á þriðjudagskvöldum á þessu myndarheimili. Jóhann vinur minn hringdi æva- reiður þetta sama kvöld. Þau hjónin höfðu misst af fyrsta Frasier-þættin- um í þessari seríu þar sem þau höfðu gert ráð fyrir að þátturinn yrði sýndur á fimmtudagskvöldum hafa fengið Frasier aftur á dagskrá að ég hafði engan áhuga á að lenda í deilum við RÚV; gerði bara það sem maður gerir þegar fólk í upp- námi á í hlut: leyföi Jóhanni að röfla og talaði svo róandi til hans. Loks sljákkaði í honum þegar ég bauðst til að lána honum upptöku mina á þættinum. Ég skildi vel van- líðan hans; mér hefði líka liðið illa hefði ég misst af fyrsta Frasier-þætt- inum. Þessi sýningardagur var reyndar vandlega merktur í dagbók mína og ekkert hefði getað dregið mig frá sjónvarpinu þetta kvöldið. RÚV er þó ekki alsaklaust í Frasi- er-málinu. í Bandaríkjunum er víst sú venja þegar ný þáttaröð hefst að sýna tvöfaldan þátt. Samkvæmt því hefðum við íslendingar átt að fá tvo Frasier-þætti í röö. Þaö hefði verið fullkominn klukkutími. Þessi fyrsti þáttur var alltof stuttur. En nægur efniviður sýnist vera til. Hinn blið- lyndi Niles, sem dýrkar Daphne, þarf að þykjast vera hamingjusam- ur með gribbunni sem hann asnað- ist til að giftast. Þetta verður erfitt fyrir vesalings Daphne sem þarf ást og umhyggju. Maður hefur sannar- lega hæfni til að lifa sig inn í þessar tilfinningaflækjur og ekkert skal fá að trufla mann við þá iðju. „Öll þriöjudagskvöld næsta hálfa áriö veröa góö kvöld vegna Frasiers - hugg- un í þessum vonda heimi. Ég er ekki ein um að finna gleöi i Frasier. Þaö eru fleiri sem hafa náö þeim þroska aö fara ekki fram á miklu meira i tilverunni en hálftíma skemmtun einu sinni í viku. “ eins og áöur var. Hann nöldraði og skammaðist og sagði Sjónvarpið hafa brugðist með því að breyta um sýningarkvöld og krafðist þess að ég skrifaði harðorða skammargrein um RÚV. Hann hringdi alls þrisvar til að gefa mér setningar í greinina. Ég var hins svo þakklát fyrir að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.