Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 13 J3V Bjarni Thor Kristinsson óperu- söngvari heldur tónleika í Saln- um í Kópavogi í kvöld sem hann kallar „Kóngur - kjáni - ill- menni“ og fjallar um bassann og hans ólíku hlutverk í óperum. Bjarni býr i Vínarborg og var 1997 ráöinn aó Þjóöaróperunni þar í borg sem einn af aöalsöngv- urum hennar. Þar var hann í tvö ár en sneri sér þá aó lausa- mennsku og gerir út frá Vín. Hon- um hefur gengió afar vel aö koma sér áfram - hefur sungiö stór hlutverk í stórum húsum, eins og sagt er, meöal annars Parísaróp- erunni og Teatro Massimo á Sikiley. Á nœstunni syngur hann í Veróna, Flórens, Berlín, Paris, Vín og Chicago. „Ég hef verið að syngja í Aust- urríki, Þýskalandi, Ítalíu og Frakklandi og haft meira en nóg að gera,“ segir hann í stuttu spjalli við DV. „Og svo skemmti- lega hefur viljað til að ég hef ver- ið að syngja til skiptis Wagner og Mozart, sem eru annars hvor sín- um megin á tónlistarlitaspjald- inu. Stór þýsk bassahlutverk hafa lika komið í minn hlut undanfar- in ár - eins og Baron Ochs í Rósa- riddaranum eftir Richard Strauss sem ég varð fyrstur íslendinga til að syngja.“ Bjarni Thor Kristinsson heldur tónleika í Salnum í kvöld: Aldrei elskhugi Vínarborg er háborg tónlistar- innar og Bjarni sagðist hafa stundað músíklífið grimmt meðan hann var að læra þar. „En þegar maður vinnur við þetta þá fer maður kannski heldur í bíó þegar maður á frítt kvöld,“ segir hann hlæjandi. „En ég reyni að fylgjast sæmilega með.“ DV-MYND GVA Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari Bassinn fær að syngja hinar fjölbreytilegustu fígúrur í óperum, allt frá kóngi til betlara og undirróöursmanni til af- glapa - en hann fær aldrei hlutverk elskhugans ... Frá Mozart til Sinatra - Ætlarðu þá að syngja á tónleikunum helstu aríurnar sem þú hefur verið að syngja á sviði undanfarið? „Bæði og. Á tónleikunum fer ég vítt og breitt yfir bassahlutverkin í óperum og áfram, frá Mozart, gegnum Wagner og alveg til Sinatra! Sumt er úr hlutverkum sem ég hef sungið, jafnvel oft, en önnur hef ég ekki sung- ið enn þá. Ég ætla að flytja ásamt píanóleikar- anum mínum, Austurríkismanninum Franz Carda, fjórtán ólíkar ariur þar sem bassinn bregður sér í margs konar gervi. Stór hluti tónleikanna er á léttu nótunum og er mark- miðið að áheyrendur fái að kynnast á skemmtilegan hátt þessum fjölbreytilegu per- sónum bassabókmenntanna. Oftar en ekki er bassinn sá sem valdið hefur, kóngur eða prest- ur til dæmis, stundum er hann illmennið, oft kjáninn - og svo má bæta ýmsum fígúrum við, svo sem gjálífismanni, heimspekingi og blað- urskjóðu," segir Bjami Thor og skemmtir sér vel yfir upptalningunni. „Tónskáldin eru líka mörg,“ bætir hann við, „Mozart, Rossini, Verdi, Wagner, Offenbach, Gounod, Loewe og Nicolai, svo einhver þeirra séu nefnd.“ - En gætirðu nefnt einhver hlutverk sem sjaldan eða aldrei verða á vegi bassasöngvara? „Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum er bassinn sjaldnast i hlutverki elskhugans! Þar er það tenórinn sem oftast fær að njóta sín.“ Tónleikar Bjarna Thors og Franz Carda með þessari ómótstæðilegu efnisskrá hefjast ki. 20. Bókmenntir Innréttinga saga Hvað gerðist í íslenskum ullariðnaði á siðari hluta átj- ándu aldar? Rannsóknar- spurningin hljómar ef til vill býsna sértæk, og í fyrstu verður ekki séð að efnið hafi mikla þýðingu fyrir venju- legan íslending sem nú er uppi. En það er nú öðru nær. Svarið er nefnilega að á þess- um árum voru gerðar til- raunir með nýjar aðferðir i vefnaði og spuna, og þær voru hluti af þeim gagngeru breytingum sem íslenskir upplýsingarmenn ætluðu að gera á atvinnuvegum lands- manna upp úr 1750. Allt þetta er til skoðunar í bók Hrefnu Róbertsdóttur, Landsins forbetran - Innrétt- ingarnar og verkþekking í ullarvefsmiðjum átjándu ald- ar. Bókin byggir á MA-rit- gerð Hrefnu sem hún hefur nú endurskoðað. Hún beinir sjónum að Hinu íslenska hlutafélagi sem stofnað var á Þingvöllum árið 1751 og þeim verksmiðjum sem stofnaðar voru til að reisa við islenskan iðnaö. Hlutafélagið starfaði til 1779 þegar kon- ungur eignaðist verksmiðjurnar alfarið. Hann hafði allan tímann lagt fram meira fé til inn- réttinganna en hluthafarn- ir. Ævintýrinu lauk svo árið 1803 og verksmiðju- vinnsla ullar var ekki reynd aftur fyrr en á seinni hluta 19. aldar. Meginskoðunarefni Hrefnu er ullarvinnslan og verksmiðjurnar sem urðu til á Leirá, Bessastöðum og síðar í Reykjavík. Hún horfir bæði á hið almenna og hið sér- tæka, skoð- ar bæði sögu eins vefara, Franz Illuga- sonar, og hugar að innréttingun- um sem dæmi um hvernig iðnaðar- stefna danska ríkisins birtist á einum útkjálka þess. Innréttingarnar hafa vitaskuld verið rannsakað- ar áður en rit Hrefnu er þörf viðbót og hún hefur að mörgu leyti aðra sýn en fyrri fræðimenn. Skúli Magnússon landfógeti hefur löngum verið talinn óskorað- ur frumkvöðull innréttinganna. Hrefna dregur fram áætlanir annarra manna sem höfðu Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur Hún hefur aöra sýn en fyrri fræöimenn á Innréttingarnar sem kenndar hafa verið viö Skúla Magnússon. plægt jarðveginn. Það voru þeir Magnús Gísla- son lögmaður og Johan Chr. Pingel amtmaður. Sá síðastnefndi hefur hingað til ekki verið mjög áberandi í sögu íslands og ef marka má töflu í bók Hrefnu (bls. 98) virðist ekki einu sinni á hreinu hvenær hann var uppi. Þannig fjölgar stöðugt fólkinu í kringum hetjur ís- landssögunnar. Skúli fógeti er þó ekkert felld- ur af stalli í þessari bók enda ekki ætlunin. Innréttingarnar voru aldrei hreinræktað ágóðafyrirtæki heldur var markmið þeirra ávallt öðrum þræði að innleiða nýja verk- menningu á Islandi. Á hinn bóginn var gengið út frá því sem vísu að ágóði yrði af starfsem- inni. Þegar halla tók undan fæti i rekstrinum var æ meiri áhersla lögð á fræðslugildi starf- seminnar. Allt kom þó fyrir ekki. Nú, tveimur öldum eftir daga Franz Illuga- sonar vefara í Reykjavík, verður starfsheitið vefari æ vinsælla í símaskránni. Svona breyt- ist allt í heimi viðskiptanna. En þeir sem vilja þekkja sögu íslensks iðnaðar geta ekki litið fram hjá innréttingunum. Á þær varpar hin vandaða og áhugaverða rannsókn Hrefnu Ró- bertsdóttur nýju ljósi. Hún er því þörf viðbót við íslenska sagnfræði. Ekki sakar að allt útlit bókarinnar er glæsilegt og í henni allmargar myndir, sumar í lit. Ármann Jakobsson Hrefna Róbertsdóttir: Landsins forbetran. Innrétting- arnar og verkþekking í ullarvefsmiöjum átjándu aldar. Sagnfræöistofnun og Háskólaútgáfan 2001. ___________Menning Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Sutaras á íslandi Þjóðlagatónleikar verða með Sutaras, þekktasta þjóðlagahóp Litháens, i Norræna húsinu á sunnudaginn kl. 16, og er því spáð að gólfið muni ganga í bylgjum þegar fætur áheyrenda stíga í takt við kraftmikla tónana! Við dans- og þjóðlagaflutning notar Sutaras bæði upprunaleg hjarðmannahljóðfæri og sí- gild hljóðfæri litháískrar þjóðlagatónlistar. Svo syngja þeir og dansa og hvetja áheyrend- ur til að taka þátt og skemmta sér. Sutaras hafa eignast aðdáendur um víða veröld og hafa á tíu ára ferli sínum staðið oftar en 1500 sinnum fyrir dansi áheyrenda. Sutaras heldur líka tónleika á Kringlu- kránni í kvöld kl. 21, annað kvöld kl. 22 á Kaffi Reykjavík og í Deiglunni á Akureyri kl. 21.30 á laugardagskvöldið. Sjá dagskrá Nor- ræna hússins á heimasíðu þess: www.nor- dice.is. Úr stundaglasinu Armann Halldórsson frá Snotrunesi í Borgarfirði eystra hefur gefið út minn- ingaþætti sína undir heitinu Úr stundaglasinu. Þar riijar hann upp bernskuárin í Borg- arfirði, námsárin á Eiðum og við Flensborgarskólann í Hafnarfirði á kreppuárunum og starfsárin við Alþýðuskólann á Eiðum á lifandi máli og af ótviræðri frásagnargáfu. Hann segir frá ætt- mennum sínum og öðru samferðafólki, hisp- urslaust og af meðfæddri kímnigáfu, og bregð- ur upp líflegum myndum af mannlífi fyrr og nú. Hann hirðir um ýmsar hliðar daglegs lífs sem ekki þykja allajafna í frásögur færandi; til dæmis eru merkar athuganir hans á matar- siðum, vinnulagi og þróun klósettsiða íslend- inga á 20. öld. Bróðir Ármanns, Elías B. Hall- dórsson listmálari, myndskreytir bókina og einnig eru þar ljósmyndir. Ármann hefur ritstýrt bókum og tímarit- um, meðal annars Múlaþingi, og samið grein- ar og bækur sjálfur, meðal annars skrifaði hann sögu Alþýðuskólans’á Eiðum sem kom út 1983 og fjögur bindi um Sveitir og jarðir í Múlaþingi (1974-78). Gullvör gefur Úr stunda- glasinu út. Lifandi tungumálanámskeið Langar þig að læra arabisku? En spænsku eða ítölsku? Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands býður upp á mörg tungumálanám- skeið á haustönn - ýmist starfstengd nám- skeið eða námskeið sem miða að því að opna nýja menningarheima. Arabíska fyrir byrj- endur fyllir síðari flokkinn. Þar er markmið- ið að veita innsýn í framandi og gjöfulan heim arabískunnar sem töluð er af 200 milljónum manna í 22 löndum. Námskeiðið hefst 3. októ- ber og kennari er Þórir Jónsson Hraundal en gestafyrirlesari Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður. Námskeið í spænsku nýtist öllum sem hyggja á ferðalög til spænskumælandi landa og vilja geta bjargað sér á því fallega máli. Kennari er Margrét Jónsdóttir lektor. Eldri borgarar fá 10% afslátt af námskeiðsgjaldi. Þriðja tungumálanámskeiðið þar sem flétt- að er inn umfjöllun um menningu hefst 29. október og heitir Mál og mannlíf á Ítalíu. Auk kennslu í málinu er fjallað um sögu, menn- ingu og þjóðlíf á Ítalíu, þróun ítalskrar tungu og bókmenntir. Kennari er Mauro Barindi. Frekari upplýsingar eru á vefsíöunni http://www.endurmenntun.is“ og þar er líka hægt að skrá sig. Endurmenntun HÍ býður nú fólki sem áður hefur sótt kvöldnámskeið á menningarsviði 10% afslátt á fjögur kvöldnámskeið í haust. Hægt er að skrá sig á þessi námskeið á vefsíð- unni og i síma 525 4444. Vinsamlegast látið vita við skráningu að ykkur hafi boðist þessi afsláttur. Menningarveturinn Lesendur menningarsíðu athugi að í dag fylgir blaðinu aukablað um menningarvet- urinn fram undan þar sem m.a. eru viðtöl við Bene- dikt Erlingsson, Hallgrím Helgason og Ólaf Kvar- an ásamt yfirliti yfir leiklistina, bókmennt- irnar og myndlistina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.