Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Blaðsíða 15
14 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 27 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fróttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk„ Helgarblaö 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. RÚV og markaðurinn Smáskammtalækningar á langlegusjúklingnum RÚV halda áfram. Þessi stofnun sem i senn hefur verið óska- barn og olnbogabarn þjóðarinnar stendur frammi fyrir verulegum hallarekstri sem heitir á almennilegri íslensku að hafa eytt langt um efni fram. Á venjulegum heimilum þýddi svona háttalag að selja þyrfti bílinn og hætta við ut- anferð, en á heimili RÚV á að slökkva á kaffikönnunni um tima. Meira þarf ekki til að því er virðist, enda vita stjórn- endur innst inni að lengi tekur hítin við. Forvitnilegt væri að vita hvað RÚV hefur eitt mörgum hundruðum milljóna króna umfram heimildir á síðustu fimmtán árum eða svo, en það er sá tími sem stofnunin hefur keppt við einkafyrirtæki á öldum ljósvakans. Á sama tima virðist íslensk þáttagerð þess hafa minnkað, en þess meira keypt af erlendu léttmeti. Núna á að klippa alla þessa frasiera í sundur til að fylla þá af auglýsingum. Þetta er skrýtinn ríkisrekstur eldri sjálfstæðismanna. Svona Þjóðleikhús myndi þjóðin aldrei sætta sig við. Umframeyðsla RÚV á síðustu þremur árum hefur verið veruleg. Hallareksturinn hefur fest sig í sessi og er að vinna sér hefð innan skrifstofuveggjanna í Efstaleiti. Um mitt þetta ár stefndi í að rekstur stofnunarinnar færi rösk- lega 300 milljónum króna fram úr fjárheimildum ársins. Eitthvað mun útvarpsráði hafa svelgst á þeim tíðindum og í snatri var efnt til samráðsfunda sem skiluðu sér í tillög- um upp á 90 milljóna króna neyðarniðurskurð. Það á með öðrum orðum að skera niður - með smjörhníf i hendi. Smáskammtalækningarnar eru að því leyti þægilegar að undan þeim sviður en ekki sárlega. Þær meiða svolit- ið, en hvorki marga né mikið. Enn á að veðja á þessa teg- und lækningar. Og lækningin virðist æði tilviljanakennd og sum hver í hrópandi mótsögn við samningsbundið markmið Ríkisútvarpsins. Þar má nefna atlögu útvarps- ráðs að starfsemi útvarpsins úti á landi, en hún hefur not- ið mikilla vinsælda á undanliðnum árum og styrkt stöðu og hnynd RÚV svo miklu hefur munað. Stórfelldur samdráttur í starfsemi svæðisstöðva Ríkis- útvarpsins er í engu samræmi við stefnu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar um árangursstjómun í rikisstofnunum. í samningi sem gerður var á milli menntamálaráðuneytis- ins og Ríkisútvarpsins í árslok 1999 er meðal annars sagt að RÚV skuli efla gæði dagskrár og þjónustu með því að efla fjölþætta íslenska dagskrárgerð i byggðum landsins í samræmi við byggðaáætlun. Hér verður menntamálaráð- herra inntur eftir meiningu þessara orða. Meginatriði í rekstri RÚV á að vera að reka menning- arlega sterkt og áhugavert útvarp og sjónvarp - á fjárlög- um. Siðustu fimmtán ár hafa sýnt að einkaaðilar eru full- færir um að spila dægurlög í útvarpi og búa til létta og auðmelta þætti í sjónvarpi. Sápuþáttagerð og sápuþátta- kaup er ekki brýnasta verkefni íslenska ríkisins. Einka- reksturinn hefur auk þess sýnt að vel fer á því að reka sameiginlega fréttastofu fyrir útvarp og sjónvarp. RÚV á að læra af reynslu síðustu ára - og kunna sér hóf. .Erfiðleikum RÚV á að mæta með löngu timabærri sölu á Rás 2. Ríkisrekstur á þeirri rás er móðgun við markað- inn. Þá er óskiljanlegt að fréttastofur RÚV séu ekki sam- einaðar. RÚV þarf á því að halda að fækka fréttastjórum sínum fremur en að fjölga þeim eins og nú er gert. Þá er brýnt að innkaupastjórar RÚV hætti að eltast við einka- stöðvarnar á sápuveiðum í útlöndum. Þeim peningum er betur varið i vandaða og upplýsandi heimildaþætti og gott íslenskt efni. Slíkt RÚV væri þjóðargersemi. Sigmundur Ernir X>V______________________________ Deilan um keisarans vaxtaskegg Augljóst er að atvinnulífið stendur ekki undir hinu háa vaxtastigi sem hér ríkir. Þeir sem gerst fylgjast með stöðu fyrirtœkja telja jafnvel að hrina gjaldþrota sé fram undan. Ekki hefur fariö fram hjá neinum hávær deila um vaxtastigið í þjóðfé- laginu. Ýmsir talsmenn innan Samtaka at- vinnulífsins og jafnvel viðskiptabankanna hafa deilt mjög á Seöla- bankann fyrir að lækka ekki vexti. Seölabank- inn hefur hins vegar fengið skýrt afmarkað hlutverk að halda verð- bólgu í skefjum. Seðla- bankinn bendir á þenslu á vinnumarkaði, enn er verið að flytja inn vinnuafl og atvinnuleysi mælist 1,1% í ágústmánuði og verð- bólgan mældist 8,4% í síðustu viku. Áframhaldandi verðbólga í þessum dúr gæti teflt kjarasamningum í hættu með þeim afleiðingum sem það hefur. Allt er þetta rétt en hins vegar er augljóst að atvinnulifið stendur ekki undir hinu háa vaxta- stigi sem hér ríkir. Þeir sem gerst fylgjast með stöðu fyrirtækja telja jafnvel aö hrina greiðsluþrota sé fram undan. Nýlega fjallaöi The Economist um það að verðbólga væri minna áhyggjuefni í efnahagslífinu en hætta á verulegum sam- drætti. Ekki eru allir hagfræð- ingar sammála þama fremur en endranær. En hver eru áhrif Seðlabankans á heildarvaxta- stigið í raun? Áhrif Seölabankans á vaxtastig? Sumir telja að nú sé komin upp sú æskilega staða fyrir stjórnvöld og viðskiptabanka að geta kennt Seðlabankanum um vaxtastigið. Allir geta gagnrýnt og krafist breytinga en vandinn hafi verið einangraöur við afstöðu Seðlabankans sem sé sjálfstæður að- ili sem þessu ráði og skynji ekki stöðuna í þjóðfélaginu. Allir aðrir eru hlynntir atvinnulifmu og skuld- settum einstaklingum en þeir bara ráða engu. En hver eru áhrif Seðla- bankans á vaxtastigið? Útlán við- skiptabankanna eru fé úr ýmsum átt- um. Ég giska á aö útlán bankanna séu um 800 milljarðar. Ég giska á að skuldir bankanna í Seðlabankanum séu um 60 milljarðar. Hvað segir þetta? Lækkun á vöxtum Seðlabank- ans um 200 punkta þýðir innan við 20 punkta áhrif á útlán bankanna. Seðlabankinn hefur ekki áhrif á hús- næðislán landsmanna, mörg stór fyr- irtæki taka lán erlendis. Miklu frem- ur mætti giska á að vextir Seðla- bankans hafi áhrif á svigrúm við- skiptabankanna til útlána en þeir hafa þó möguleika á erlendum lán- um. Almenn hagfræði ætti að segja manni að veruleg vaxtalækkun, þ.e. á innlánum bankanna, ætti að veikja gengið og stuðla að verðbólguöldu. Þessar vangaveltur sýna að deilan við Seðlabankann um vaxtastigið er að verulegu leyti yfirvarp. Veruleg lækkun Seðlabankans á vöxtum mundi ekki skila sér nema að litlu leyti til lántakenda. Gengi íslensku krónunnar Ekki er langt síðan Seðlabankinn réðst í verulegar aðgerðir til þess að verja gengi islensku krónunnar, keypti krónur fyrir líklega 20-30 milljarða. Að mínu viti rembdist Seðlabankinn alltof lengi við að halda genginu fóstu og átti þannig sinn þátt í verðbólguöldunni sem reis þegar gengið á endanum féll verulega á stuttum tíma. Ef við segj- um að gengið hafi fallið um 12% er ljóst að Seðlabankinn hefur tapað 2-3 milljörðum króna á því að reyna að verja gengið í einhverjar vikur, á því einu að seinka gengisfallinu um ein- hverjar vikur. Gengisvörn Seðla- bankans var fyrirfram dæmd til þess að mistakast, viðskiptahallinn var svo gríðarlegur og aðrar aðstæður eftir því. Undarlegt er að fréttamenn skuli ekki Qalla nánar um þessi at- riði gengis og vaxtaumræðunnar. Beini þvi til ritstjóra DV. Guðmundur G. Þórarinsson GuÖmundur G, Þórarínsson verkfræöingur Að hengja eða skjóta Vélbáturinn Sveinn Sveinsson BA 325 fékk aflamark meö sérstakri út- hlutun fyrir fiskveiðiárið 1. septem- ber 2001 til 31. ágúst 2002 sem hér segir: Langa: 14 kg Keila: 3 kg Skötuselur: 126 kg Öllum sem stunda sjó er ljóst að þetta er ekki mikið og varla til þess fallið að hafa af því atvinnu, en áhöfnin hefur stundað sjó frá blautu bamsbeini og vill gjarnan halda þvi áfram. Á hitt er þó að líta að hér er um að ræða úthlutun á veiðiheimild- um, og þær eru verðmæti í sjálfu sér - ef þau eru sótt í sjóinn. Ýmsir eru reyndar þeirrar skoðunar að hér sé um að ræöa ávísun, eða öllu heldur hlutabréf í auðlindinni, sem best sé að hagnýta sér með því að selja þau. Aðrir telja sér misboðiö með slíku og líta á þetta sem leyfi til þess að sækja í hafið hin- ar úthlutuðu fisktegundir. Ein keiia og fjórar löngur valdar úr sjónum Það er einmitt það sem skipverjar á Sveini Sveinssyni, BA 325, hafa hugsað sér að gera. Því hafa þeir róið til fiskjar að undanförnu með það í huga að veiða sirka eina meðalstóra keilu, þrjár til fjórar löngur - það fer svo- lítið eftir stærðinni, og fá- eina skötuseli, en þar er eftir nokkru að slægjast því skötuselurinn er dýr. Nú er það svo að enn hefur ekki verið fundið upp nægilega glöggt veið- arfæri til þess að sortera nákvæmlega niðri á botn- inum sérhverja tegund og taka einungis upp i bátinn æskilega fiska. Dæmin hafa að vísu sannað að þar hafa menn komist ótrúlega langt á undan- fómum árum og þeir fær- ustu geta fiskað réttar teg- undir bæði hvað snertir stærð, þyngd og alla eigin- leika svo varla skeikar grammi. Og landa svo þeim og engu öðru. Geta má um fleiri framfarir, svo sem þær að fiskur drepst ekki lengur í netum . og dauðblóðgaður netafiskur kemur því ekki að landi. Þetta er lofsvert og ber vafalítið að þakka fiskveiði- kerfinu likt og fyrmefnda stærðarflokkun dugmikilla sjómanna. Áhöfn Sveins Sveinssonar, BA 325, hefur ekki komist upp á lagið með þetta og því gengur í mesta basli hjá henni að ná skötuselnum sínum. í hvert sinn sem hún dýfir dragnótinni í hafið í fyrrgreindum tilgangi þá troðast í hana óboðnir fiskar og fást ekki út aftur. Hvað eftir annað hefur áhöfnin búist við keilu, löngu eða skötusel úr sjónum en árangurinn eft- ir íjóra róðra er skv. upplýsingum Fiskistofu 21. september einungis 2 kg af skötusel en þar að auki einar sex tegundir aðrar í meðafla, meðal annars tveir steinbítar. Einhver hefði nú haldið áfram að leita að skötuseln- um sínum og hent þeim sex tonnum af meðafla sem slæðst hefur inn fyrir boröstokkinn en það er harðbannað samkvæmt lögum nr. 57/1996 um um- gengni um nytjastofna sjávar. Þar segir m.a.: „Skylt er að hirða og koma með að landi allan afla...“ o.s.frv. Reyndar má henda sýktum afla og selbitnum, svo og lifandi undirmáls- kvikindum, en öðru ekki. Óleysanleg vandamál Vandamál skipverjanna á Sveini Sveinssyni er auðsætt. Þeir hafa löngun til þess að veiða sjálfir þann afla sem löggjafinn hefur heimilaö þeim, reyndar óumbeðinn, með sérstakri úthlutun og eru nú við þá iðju sína samkvæmt þessu veiðileyfi. Óhjá- kvæmilega brjóta þeir lög fyrir vikið. Þegar þetta er fest á blað á Sveinn Sveinsson enn óveidda þessa einu keilu sína og tvær löngur ásamt 124 kílóum af skötusel. Ef skipverjar fleygja meðafla sínum í sjóinn þá brjóta þeir lögin um nýtingu sjávar- afla nr. 57/1996 og verða að auki út- hrópaðir fyrir tiltækið. Ef þeir landa aflanum þá verða þeir kærðir fyrir að landa afla án þess að hafa fengið úthlutun. Ströng viðurlög liggja við hvora leiðina sem þeir kjósa að fara: sektir, sviptingar og fangelsi. Ef þeir róa ekki blasir við þeim atvinnu- leysi og eignamissir. Spyrja má: Er einhver möguleiki fyrir áhöfn Sveins Sveinssonar og aðra í svipaðri stöðu að veiða út- hlutað aflamark sitt? Ef ekki, hver var þá tilgangurinn með þessari út- hlutun? Eiga þeir sem stundað hafa sjó í áratugi engan rétt til nýtingar á sjávarafla - öðrum en skötusel? Eng- inn fæst til þess að svara þessum spurningúm skynsamlega enda ekki hægt um vik Líklega þurfa skip- verjarnir bara að svara spurning- unni um hvort þeir vilji heldur verða hengdir eða skotnir. (Heimild- ir: Heimasíða fiskistofu, Lagasafn, frétt DV 21.09.01.) Pétur Bjarnason Geta má um fleiri framfarir, svo sem þœr að fiskur drepst ekki leng- ur í netum og dauðblóðgaður neta- fiskur kemur því ekki að landi. Risaveldi út af sporinu „Eftir uppnámið síðustu daga finnur maður til dapurleika yfir illsku heimsins. Það er sorglegt að hugsa til ofstækis- manna sem virðast til alls vísir og þekkja engar siðferðishömlur. Það er dapurlegt að hið opna samfélag sé svo veikt að tuttugu menn geti valdið slikum usla og það ekki kostað nema svona andvirði tuttugu milljóna króna. Það er erfitt að horfa á hversu auðvelt er að setja eina risaveldi heimsins út af sporinu og vekja þar upp myrk og hættuleg öfl. Það er ugg- vænlegt hvemig markaðimir hrynja svo allt virðist stefna í heimskreppu." Egill Helgason í pistli á Strik.is Hverju eiga sumir von á? „Hann var ákærður fyrir að hafa stolið lambalæri úr verslun Tíu-ellefu. Hann var ákærður fyrir að hafa stolið öðru lambalæri úr verslun Ellefu-ell- efu. Hann var ákærður fyrir að hafa stolið tveimur glösum af kardi- mommudropum en því miður var ekki tekið fram úr hvaða verslun... Hann var enn fremur ákærður fyrir að hafa stolið svolitlu ginsengi úr einni búð- inni enn, mig minnir fastlega að það hafi verið Ellefu-ellefu. Og loks var hann svo ákærður fyrir að hafa stolið dráttarvél og ekið henni góðan spöl ölvaður... Ég segi nú bara eins og er, það mundi fara um mig hrollur ef ég ætti til dæmis yfir höfði mér dóm fyr- ir þjófnað og fjárdrátt sem næmi mörg hundruð þúsund krónum eða jafnvel milljónum - en dæmi eru einmitt um að menn eigi slíkan dóm yfir höfði sér. Á hverju mega þeir eiga von, miðað við þessi ósköp?“ lllugi Jökulsson ! island ! bítiö. Er spitling á Islandi? gf.; Spurt og svarað Björk Vilhelmsdóttir, formaður BHM: Kemur mér spánskt fyrir sjónir „Þessi niðurstaða kemur mér dálítiö spánskt fyrir sjónir því strax þegar maður lætur hug- ann reika koma dæmin upp í kollinn. Þar nefni ég mál Árna Johnsens og Þjóðmenn- ingarhúsið og það þegar æðstu ráðamenn þjóð- arinnar reyna að hafa í puttana i öllum málum, svo sem þar sem sérfróðir starfsmenn hafa unn- ið með vísindalegum og heiðarlegum hætti. Við slíkar aðstæður er hætta á spillingu, það er þegar ráðamenn taka pólitíska afstöðu þvert á faglega niðurstöðu sérfræðinga. Að pólitískt vald sé misnotað með þessum hætti tel ég vera spillingu." Stefári Ásgrímsson blaðamaður: Almenningi að mestu sama „Vitanlega er spilling á íslandi en kannski minni í sniðum því ís- lendingar eru ekki nema rúmlega kvartmilljón manns. Svo kann hún líka að stinga minna í augu hér á landi vegna þess að almenningi er að mestu sama um hvort pólitísk spilling viðgengst eða ekki. Það einasta sem pirrar fólk er að geta ekki sjálft notið góðs af henni: komist í ódýrt brennivín, steik og utanlandsferö á Saga-Class. Hvað er sá leynd- arhjúpur sem umlykur Qármál stjómmálaflokkanna annað en spilling eða þegar þegar þingmenn ráöskast með opinbert fé í nafni byggðastefnu? Hvað er það annað en spilling þegar ráðherrar og ráðuneyti ráð- stafa til gæðinga sinna eignum ríkisins, til dæmis jarðeignum eins og nýlegt dæmi er um.“ Björgvin Guðmundsson, formaður Heimdallar: Lítil spilling á ísland „Ég trúi þvi að spilling í ís- lensku stjórnkerfi sé ekki mikil. Valddreifing, öflugir fjölmiðlar og tiltölulega lítið ríkisvald hamla því að hægt sé að misnota peninga eða aðstöðu á kostnað skatt- greiðenda. Hins vegar þrífst spillingin ævinlega þar sem ríkisvaldið er fyrirferðarmikið, þar sem boðið er heim hættunni á að menn misnoti aðstöðu sína þótt slíkt þurfi ekki, strangt tiltekið, að fela í sér lögbrot. Og við þekkjum svo að menn fara bet- ur með eigið fé en annarra. Til þess að lágmarka spillingarhættuna verður að takmarka verulega vald stjórnmála- og embættismanna og halda ríkis- bákninu í skefjum. Baráttan fyrir því er sístæð og hin pólitísku markmið Heimdallar nú sem fyrr.“ Jón Magnússon lögmaður: Prófkjörin skapa óþrif „Spilling á íslandi, sem blasir við augunum á okkur, virðist helst felast í því að menn mis- nota aðstöðu sína. Aftur á móti á fámennið að gera það að verkum að þjóðfélagið hér verði gegnsærra en hin fjölmennari erlendis. Aftur á móti eru fjölmiðlarnir hér slappari en víða ger- ist erlendis. Á íslandi hafa þau óþrif einnig dafnað, og magnast eftir að prófkjör voru tekin upp, að enginn er skipaður í þær opinberu stöð- ur sem einhverju máli skipta, nema sá hinn sami sé rækilega merktur flokkspólitískt og það i bak og fyrir. Þannig eru menn ekki metnir eft- ir verðleikum heldur þeim merkimiða sem á alls ekki að skipta máli.“ Uttektarnefnd á vegum Evrópuráösins telur spillingu á íslandi meö því minnsta sem gerist í Evrópu. Fjöldi stofnana hér vinni gegn spillingunni, þjóöfélagiö sé gegnsætt og viö þær aöstæöur þrifist spilling síöut Skoðun Leikföng dauðans „Auðvitaö ætla allir vopnasalar bara að selja góðu gæjunum í heim- inum byssur og önnur morðtól. En góðu gæjarnir i dag eru orðnir vondu kallarnir á morgun. Og byss- an sem þú seldir i gær verður notuð til að skjóta þig í dag.“ í DV í vikunni birtist athylgisvert viðtal við Emran Assar, landflótta Afgana sem búsettur er hér á landi. Meðal þess sem Assar segir í viðtal- inu er eftirfarandi: „Ef leysa ætti vanda afgönsku þjóðarinnar þá þyrfti að hætta að selja vopn inn í landið. Það er ekki ein einasta vopnaverksmiðja í landinu en á með- an þorri fólks á ekki fyrir brauði i matinn ganga hermenn um með splunkunýjar byssur. Iran, Rússland og fleiri lönd styðja andspyrnuhreyf- inguna og Pakistanar talibana. Ef það væru engin vopn væri ekki hægt að berjast." Hér liggja ýmsir hundar grafnir og hafa flestir af öllum líkindum ver- ið skotnir. í umfjöllun um atburði og þróun mála í heiminum frá ógnar- deginum 11. september, hefur vopna- sala lítið verið til umræðu og er þó full ástæða til, eins og Emran Assan kemur inn á í viðtalinu við DV. Byssur og dóp „Ef það væru engin vopn væri ekki hægt að berjast." Segir Emran Assar. Þetta er auðvitað ekki alveg rétt. Þannig bendir fátt til þess að fjöldamorðingjarnir sem rændu flugvélunum Qórum, hafi verið þungvopnaðir og hafi aðeins notað verkfæri sem finnast á flestum heim- ilum, svo sem dúkahnífa og önnur bitjárn, til þess að breyta farþegaflugvélum fullum af eldsneyti í skelfi- leg eyðingarvopn. Og það er líka rétt að „byssur drepa ekki fólk, fólk drepur fólk“, eins og gullna regla Charltons Hestons og annarra postula Nacional Rifle Association hljómar, en NRA er höfuðkirkja byssutrúar- manna í Bandaríkjunum. En með sömu rökum mætti auðvitað líka segja: „eiturlyf drepa ekki fólk, neysla fólks á eiturlyfjum drepur fólk.“ Og þess vegna ættu auðvitað NRA og bandarísk stjórnvöld að berjast fyrir lögleiðingu á sölu eitur- lyfja í nafni viðskiptafrelsis og frjáls- hyggju, en banna notkun þeirra, á sama hátt og byssusala er lögleg en ólöglegt að nota þessar sömu byssur til að skjóta fólk. Sölumenn dauðans Og talandi um eiturlyf. Dópsalar hafa á undanfórnum áratugum verið nefndir „sölumenn dauðans". En auövitað hafa vopnasalar borið þetta nafn með rentu miklu, miklu lengur og margir þeirra hagnast vel, ekki síð- ur en eiturlyfjabarónar nú- tímans og sumir reyndar orðið virtir menn og dáðir. Og eru enn í dag. Vopna- framleiðsla og sala skapar mikla atvinnu og griðarleg- ar tekjur. Og það eru ekki bara vondir eða fyrrum vondir kallar í íran og Rúss- landi sem framleiða og selja vopn til talibana eða hverra sem hafa vilja og geta borg- að fyrir. Öflugustu lýðræð- isþjóðirnar og framverðir siðmenn- ingarinnar í heiminum á borð við Bandaríkin og Svíþjóð eru á kafi í vopnaframleiðslu og sölu. Auðvitað ætla allir vopnasalar bara að selja góðu gæjunum í heiminum byssur og önnur morðtól. En góðu gæjamir í dag eru orðnir vondu kallarnir á morgun. Og byssan sem þú seldir í gær verður notuð til að skjóta þig í dag, það hefur sagan kennt okkur og skýrasta dæmið þessa dagana er auð- vitað Afganistan. í nýhafinni „krossferð“ góðu gæj- anna gegn vondu köllunum, hryðju- verkamönnum og þrælahöldurum heimsins, mættu menn alveg beina sjónum sínum að sölumönnum dauð- ans, jafnvel þótt það kosti innlit í eigin barm. Það er ekki ein einasta vopnaverksmiðja í landinu en á meðan þorri fólks á ekki fyr- ir brauði í matinn ganga hermenn um með splunkunýjar byssur. íran, Rússland og fleiri lönd styðja andspyrnuhreyfinguna og Pakistanar talibana. < V r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.