Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2001, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 35 IDV Tilvera m Meat Loaf 54 ára Einn vinsælasti rokkari allra tíma, Meat Loaf, verður funmtíu og flögurra ára í dag. Meat Loaf haiði um nokkurt skeið sungið sig hásan fyrir trylltan múginn þegar plata hans, Bat out of Hell, kom út árið 1978 og varð ein söluhæsta rokkplata allra tíma. Nafn- iö Meat Loaf er að sjálfsögðu listamanns- nafn. Hans raunverulega nafn er Marvin Lee Aday. Það var fótboltaþjáifari hans sem uppnefhdi hann Meat Loaf vegna stærðar og þyngdar. Meat Loaf hefur á milli þess sem hann ferðast um heiminn (meðal annars kom hann við á íslandi og hélt tónleika) leikið í kvikmyndum. Gildir fyrir föstudaginn 28. september. ornuspá Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.r I Láttu eftir þér að slaka ' á í dag en gættu þess að láta ekki nauðsyn- leg verk sitja á hakan- lun. Vinur þinn kemur í heim- sókn í kvöld. Fiskarnir (19. febr.-20. marsk Þú veltir fyrir þér að Ifara í stutt ferðalag. Þér fmnst þú þurfa á einhverjum nýjungum að halda og þyrftir að gefa þér tíma til að gera eitthvað fyrir sjálfan þig. Hrúturinn (21. mars-19. apríll: Þú finnur fyrir breyt- J^ingum í fari ákveðinn- ar manneskju og ert ekki viss um að þér líki hún þó að aðrir virðist vera afar ánægðir. Nautið (20. april-20. maíl: / Þú átt ánægjulegan dag. Rómantíkin gerir vart við sig og þú ert í Afcygóðu jafnvægi þessa dagana. Þú færð hrós fyrir vel unnin störf. Tvíburarnir (23. maí-?i. iúni>: Dagurinn verður skemmtilegur og þú f færð eitthvað nýtt að hugsa um. Kvöldið verður liflegt og skemmtilegt. Happatölur þínar eru 3, 14 og 22. Krabbinn (22. iúní-22. iúii): Þér gengur vel að ná k sambandi við fólk og ' átt auðvelt með að fá það til að hlusta á þig. Nýttu þér tækifærið til að kynna hugmyndir þínar. Uónið (23. iúlí- 22. áeústl: , Þú rekur þig á ýmsa veggi í dag. Þér reynist erfiðara en þú hélst að nálgast ákveðnar upp- lýsingar sem þú telur mikilvægar. Happatölur þínar eru 8,11 og 28. Mevlan (23. áeúst-22, sept.l: YW Vinir og fjölskylda -AYtt skipa stóran sess í dag V»og þú ferð ef til viU á ' ’ mannamót. Þú kynnist nýjum hugmyndum varðandi starf þitt. Vogin (23. seot.-23. oKt.l: S Vertu sjálfum þér sam- Oy kvæmur þegar þú tjáir V f fólki skoðanir þínar. r J Þú lendir í vandræð- um ef þú heldur þig ekki við sannleikann. Snofðdrekinn (24. okt.-?i. nnv.>: Þú verður að sýna sjálfstæði og ákveðni í jvinnunni þinni. Taktu gagnrýni ekki of nærri þér en hlustaðu á hana og gættu að því sem betur má fara. Bogamaðurinn (22. nóv.-2i. des.): .Þér tekst eitthvað sem 'þú hefur mikið verið að reyna við undanfar- ið. Farðu varlega og íhugaðu vel hvert einasta skref sem þú tekur í nýju starfi. Stelngeltin (22. des.-l9. ian.): "J ~ Það verður auðvelt að fá fólk til að taka þátt * Jr\ i breytingum á vissum sviðum. Vertu þolin- móður þó ekki gangi allt strax upp. Haust- og vetrartískan Þaö var létt yfir fólkiu á æfingu fyrir kynningu á haust- og vetrartískunni í Borgarleikhúsinu. Stór tískusýning Kringlunnar: Tíska, leiklist, tónlist og dans Haust- og vetrartískan verður kynnt á stórri sýningu í Borgarleikhúsinu sem hefst kl. 20.30 í kvöld. Þar verður bland- að saman tísku, leiklist, dansi og tónlist. Sýningin er boðssýning og verður tekin upp og sýnd í Sjónvarpinu innan tíðar. Það eru 23 verslariir í Kringlunni sem standa að tískusýningunni og inn í hana verður blandað stuttum atriðum úr sýn- ingum Borgarleikhússins, auk þess sem dansarar úr íslenska dansflokknum koma fram. Alls taka 26 módel frá Eskimo þátt í sýningunni og átta leikar- ar og dansarar írá Borgarleikhúsinu. „Þetta verður heilmikil tísku- og lista- veisla,“ segir Margrét Einarsdóttir, einn af stílistum sýningarinnar. „Þama verð- ur alhliða fatnaður íyrir flesta aldurs- hópa, allt frá nærfótum til útivistarfatn- aðar,“ bætir hún við. Sýningin í kvöld markar upphaf að svokölluðum tískudögum í Kringlunni sem standa til 30. september. Þar verð- ur sýningarfólk títt á ferðinni næstu daga, bæði í verslununum og utan við þær, og kynnir það nýjasta í haust- og vetrartískunni. Auk þess verða kynnt- ar þar nýjungar í rafmagnstækjum og snyrtivörum. -Gun. Paul McCartney syngur í veislu Bítillinn fyrrverandi, Paul McCartney, hefur alltaf náið sam- band við ættingja Lindu heitinnar, fyrrum eiginkonu sinnar. Nýlega fór Paul með unnustu sína, fyrir- sætuna Heather Mills, í brúðkaups- veislu hjá frænda Lindu á Martha’s Vineyard, leikvelli fína, ríka og fræga fólksins. Þrjú hundruð gestir duttu heldur betur í lukkupottinn því Paul tók að sér að skemmta þeim um stund. Hann lék til dæmis á trompet í frægum negrasálmi um dýrlingana marsérandi. Paul slútt- aði svo með því að syngja gamalt bltlalag, I Saw Her Standing There, fyrir brúðgumann og brúðina. Btaöberar óskast: - Espigerði Furugerði - - Skipholt Stangarholt Stórholt - - Álfaland Árland Búland - Upplýsingar í síma 550 5000 Skrifað undir skipulagsskrá styrktarsjóðsins Bent Scheving Thorsteinsson skrif- ar undir. Honum til hvorrar handar eru Margaret Thorsteinsson og Páll Skúlason háskólarektor. Gaf Háskóla íslands ellefu milljónir króna Nýtist til rannsóknar á einelti Einn helsti velunnari Háskóla ís- lands, Bent Scheving Thorsteinsson, og eiginkona hans, Margaret, af- hentu Háskóla íslands í fyrradag 11 milljónir króna til stofnunar sjóðs sem hefur það markmið að standa fyrir rannsóknum á einelti og kanna allar lagalegar og siðferðileg- ar leiðir til að fyrirbyggja einelti og bæta fyrir afleiðingar þess. Þetta er þriðji sjóðurinn sem Bent Scheving Thorsteinsson hefur stofn- að við Háskóla íslands. Tveir hinir fyrri voru annars vegar verðlauna- sjóður i minningu Óskars Þórðar- sonar, barnalæknis og fósturföður Bents, sem styrkir rannsóknir á sviði barnalækninga, og hins vegar verðlaunasjóður Bergþóru og Þor- steins Schevings Thorsteinssonar, fóður Bents, tfl styrktar á rannsókn- um á sviði lyfjafræði. Samtals nema gjafir Bents til Há- skóla íslands á síðastliðnu ári rúm- lega 30 miUjónum króna. -HK Samfylkingin Hokksstjómarfundiir SamfylMngariimar Flokksstjóm Samfylkingarinnar kemur saman tíl fundar laugardaginn 29. september, kl. 13.00, á Hótel Loftleiðum. Dagskrá: 1. Flokkur til framtíðar Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, flytur framsögu og kynnir nýjan stjómmálabækling flokksins. 2. Sveitarstjómarkosningar í vor Jóhann Geirdal, formaður sveitarstjómarráðs Samfylkingarinnar, flytur framsögu og fjallar um undirbúning kosninganna í vor.Að loknum framsögum er umræða. 3. Landsfundur í nóvember Ása Richardsdóttir, formaður undirbúningsnefndar landsfundar, kynnir fyrirkomulag fyrsta landsfundar Samfylkingarinnar 16.-18. nóvember nk. 4. Önnur mál. Fundurinn er opinn öllu samfylkingarfólki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.