Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2001, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2001
;ov
Fréttir
Starfsmenn íslenskra ævintýraferða komust í hann krappan:
Ferðin breyttist í harmleik
- þegar stór björg féllu á hluta hópsins í gilinu aö Glymi í Hvalfirði
Viö björgunaraögeröir dvmynd
Ferö björgunarmanrta til og frá slysstaönum í gilinu viö Glym var erfið og þurftu þeir m.a. aö vaöa og synda meö
slasaöa konu á börum. Hátt á annaö hundraö manns tók þátt í aögeröunum á einn eöa annan hátt.
„Við heyrðum rosalega skruðninga
og þegar við litum upp sáum við tvö
risastór björg koma á fleygiferð nið-
ur,“ segir Arngrímur Hermannsson,
stjórnarformaður Islenskra ævintýra-
ferða, en hann var i ferð starfsmanna
fyrirtækisins og maka þeirra, upp
gljúfur við fossinn Glym á laugardag
þegar hluti hópsins lenti í grjóthruni
í gilinu. „Björgin splundruðust á leið-
inni og lentu á fjórum manneskjum
sem voru á ferð þar sem þau komu
niður.“
Arngrímur segir að hópnum, sem í
voru 18 manns, hafi verið skipt í þrjá
minni hópa og lenti bjargið á mið-
hópnum. „Við fórum til þeirra og þar
kom í ljós að tveir höfðu alveg slopp-
ið en björgin höfðu lent á tveimur
manneskjum, karli og konu, Þau voru
bæði mikið slösuð en konan þó sýnu
meira. Við sáum strax að við þyrftum
að fá flutning á börum, a.m.k. fyrir
hana. Því var hópnum sem eftir var
skipt og nokkrir fóru strax af stað til
að ná í aðstoð en mikilvægt var að
koma réttum upplýsingum til björg-
unarmanna þvi aðstæður þarna krefj-
ast ákveðins búnaðar og við vildum
vera viss um að hann væri með í fór.
Annar hópur fór með þá sem voru
Oöu
uppí
Ásgeir Kristinsson, stjómandi að-
gerða og leitarstjóri Björgunarfélags
Akraness, segir að björgunin í gilinu
við Glym hafl verið gífurlega erfið.
„Til að komast að slysstaðnum þurftu
menn að vaða og synda í ánni og á leið-
inni til baka var orðið dimmt og svæð-
ið erfitt yfirferðar."
Tilkynnt var um slysið um sexleytið
og hófust aðgerðir um klukkan sjö. Ás-
geir segir aðkomuna hafa verið eins og
við var að búast, hinir slösuðu vom
inni i gilinu og afgangurinn af hópn-
um á svæðinu við Stórabotn. Auk
björgunarsveita úr Reykjavík og frá
Akranesi var kölluð til sjúkraþyrla en
sökum slæmra aðstæðna kom hún
ekki að notum.
Björgunarhópur með lækni og aðila
úr áhöfn þyrlunnar fór fljótlega inn í
minnst vanir svona ferðum út úr gil-
inu og þriðji hópurinn fór i að hlúa að
konunni og hjálpa slasaða manninum
áleiðis en hann var margbrotinn á
fæti. Hann náði þó að hoppa á einum
fæti með stuðningi okkar hinna.“
ána
axlir
gilið til að hlúa að slösuðu konunni.
Hún var vel á sig komin miðað við að-
stæður þannig að fljótlega var hægt að
koma henni í bömr og hefja flutning
hennar niður úr gilinu.
„Fljótlega var þeim sem var minna
slasaður komið í sjúkrabil en hann var
með slæmt fótbrot og hafði verið studd-
ur af félögum sínum í átt að björgunar-
mönnum,“ segir Ásgeir. „Hins vegar
var mun erfiðara að ná konunni niður.
Handlanga þurfti börurnar og nota
bönd og á sumum stöðum þurftu björg-
unarmenn að vaða ána upp í axlir og
halda börunum þar fyrir ofan. Á einum
stað var niður foss að fara og björgun-
armenn sem tóku á móti fyrir neðan
fossinn þurftu að synda til að komast
að bömnum. Þannig að menn lögðu
mikið á sig.“ -ÓSB
Arngrímur segir að þegar björg-
in hrundu hafi gripið um sig mik-
il skelfing, sérstaklega hjá þeim
sem óvanir voru slíkum ferðum.
„Aðstæður voru líka þannig aö
ekki var hægt að hreyfa sig mikið
og þá bara mjög hægt. Við vorum
búin að fikra okkur þarna upp,
hægt og rólega í tvo tíma. Þetta er
gríðarlega fallegt gil og stórfeng-
legt umhverfi en á einu andartaki
breyttist ferðin í harmleik. Og
ekkert sem hægt var að gera
nema foröast frekari slys og að-
stoða hina slösuðu. Þegar svona
kemur fyrir keyrir maður áfram á
einhverjum yfirnáttúrlegum
kröftum og adrenalínið sér til
Maður slasaðist á höfði og var flutt-
ur á slysadeild og tveir aðrir á lög-
reglustöðina eftir átök við veitinga-
stað í Tryggvagötu um klukkan hálf-
fimm í gærmorgun. Allir voru þeir
ölvaðir. Að sögn sjónarvotta bar
slagsmálin þannig aö að tveir menn
réðust á einn sem tók hraustlega á
móti og gaf öðrum þeirra blóðnasir en
hinum sprungna vör áður en dyra-
verðir gengu á milli og skildu þá að.
Annar tvímenninganna lér sér ekki
segjast en hóf að ögra þessum eina á
nýjan leik og réðst á hann. Sá spark-
aði frá sér og lenti sparkið undir
kjálka hins með þeim afleiðingum að
hann rotaðist strax og skall aftur yfir
þess að maður geri það sem gera
þarf,“ segir Arngrímur.
Maðurinn var fluttur á sjúkra-
húsið á Akranesi og samkvæmt
upplýsingum þaðan reyndist
hann ökkla- og ristarbrotinn.
Gekkst hann undir bráðabirgða-
aðgerð í gærmorgun og áætlað
var að gera á honum aðra aðgerð
í morgun. Björgunarmenn komu
niður úr gilinu með konuna um
klukkan ellefu og var hún send
með sjúkrabíl á Landsspítalann í
Fossvogi og liggur hún nú tölu-
vert slösuð á bæklunardeild.
Alls komu á annað hundrað
manns að björguninni, bæði beint
og óbeint. -ÓSB
sig með hnakkann í götuna. Þá skildu
dyraverðir mennina að í annað sinn,
hringdu á sjúkrabil og lögreglu og
veittu hinum slasaða aðhlynningu
þar til sjúkrabíll kom á staðinn. Hin-
um tveim var haldið þar til lögregla
kom á staðinn og voru þeir fluttir til
yfirheyrslu og skýrslutöku. Öðrum
þeirra var sleppt fljótlega en hinum
sem sparkaði var haldið í fanga-
geymslu fram eftir morgni. Málið
telst upplýst.
Að sögn sjónarvotta var mikið um
pústra í miðbænum í nótt og dyra-
verðir þurftu oft að skakka leikinn.
„Það virðist hafa verið einhver pirr-
ingur í fólki,“ hafði einn á orði.
Smáralind:
Vatnsúðakerfi
fór í gang
Slökkvilið var kallað að nýju
verslunarmiðstöðinni í Smáralind í
gærmorgun vegna þess að vatnsúða-
kerfi í kæliklefa í lager verslunar-
innar Hagkaups hafði farið af stað.
Þegar slökkviliðið kom á staðinn
var klefinn, sem var lokaður, orð-
inn hálffullur af vatni. Klefinn er
um 15 til 20 fermetrar að stærð og
var vatnsyflrborðið komið í um 1,5
til 2 metra þegar skrúfað var fyrir
vatnið í sjálfvirka slökkvikerfinu.
Það þýðir að um 23 til 40 rúmmetr-
ar af vatni hafi runnið i klefann.
Hurð klefans stóðst þrýstinginn
en eitthvað af vatni var farið að
leka með fram körmum hennar.
Slökkviliðið beitti þeirri aðferð
að opna dyrnar smávegis og hleypa
vatninu út á gólf verslunarinnar í
skömmtum. Þar vann svo fjöldi
manns, slökkviliðsmenn og starfs-
fólk, við að skafa vatnið ofan í nið-
urföll. Hreinsunarstarfið tók rétt
rúma klukkustund.
Ekki er vitað hvers vegna kerfið
fór af stað. Engin eldsummerki voru
í klefanum og því er talið að um bil-
un hafi verið að ræða. Kerflð virkar
þannig að glerþynnur í úðurunum
gefa eftir og hleypa vatninu út við
ákveðinn hita. Líklegt er talið að
þessar glerþynnur hafi bilað.
Ekki er vitað nákvæmlega um
skemmdir en þær eru ekki taldar al-
varlegar, hvorki á klefanum né
steinsteyptum og dúkklæddum gólf-
um verslunarinnar. -fin
Nóatún, Rofabæ:
Eldur í djúp-
steikingarpotti
Eldur kviknaði í djúpsteikingar-
potti í versluninni Nóatúni, Rofabæ,
í gærmorgun. Talið er að bilun í
pottinum hafi valdið eldinum.
Starfsmenn urðu eldsins ekki varir
fyrr en hann hafði vaxið svo mjög
að þeir veigruðu sér við að ráða nið-
urlögum hans með eldvarnarteppi.
Var þvi hringt á slökkvilið og búðin
rýmd. Vegna þess hversu snemma
morguns eldurinn kom upp voru
fáir í búðinni, aðeins tveir til þrír
viðskiptavinir, auk starfsfólks.
Slökkviliðsmenn komu á staðinn
og slökktu eldinn með duftslökkvi-
tækjum. Skemmdir urðu litlar. -fln
Björgunarmenn lögðu mikið á sig:
- með hina slösuðu á börum fyrir ofan sig
Átök í Tryggvagötunni í gærmorgun:
Rotaðist við spark í höfuðið
- og skall með hnakkann í götuna
Veörið i kvöld
Sólargangur og sjavarföll
REYKJAVIK AKUREYRI
E—
HJ m
ef0 ,
. \\4 ‘W
T43
yb
4°
• .-11°’
fr
10
y.(e
íi‘(ío
Wf
Hlýjast sunnanlands
Norðaustan 10 til 18 m/s norðvestan til en
annars 5 til 13. Rigning eða súld
norðaustanlands og á Austurlandi en annars
rigning með köflum. Skýjað með köflum og
þurrt aö kalla suðvestanlands. Hiti 5 til 13
stig. Hlýjast sunnanlands.
Allt eftí
/ Jzfuulrju
Stjörnur í október
Um þaö leyti sem dimmt er oröiö í
höfuðborginni kemur Satúrnus upp.
Tveimur tímum seinna birtist svo
Júpiter og báöar eru á himni fram í
birtingu. Mars er kvöldstjarna og á
morgunhimninum er Venus skær og
áberandi. Undir mánaöarlok fer að sjá í
Merkúr sem er morgunstjarna.
Sólarlag í kvöld 18.57 18.40
Sólarupprás á morgun 07.39 07.25
Síódegisflóð 18.07 22.40
Árdegisflóö á morgun 06.22 10.55
Skýringar á veðurtáknum
J*'-VINDÁTT 10 —HITI
n
15
‘vViNBSTYRKUR
s metniíTi á sexúndu
-10!
Nfrost HEIDSKiRT
3D o
LETTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ
w "w/ æarí* 15
RIGNING SKÚRIR SLYÐÐA SNJÓKOMA
* V/ =
ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA
Rigning fyrir norðan og austan
Noröan og noröaustan 10 til 18 m/s. Rigning á norðan- og austanveröu
landinu en skýjaö með köflum suðvestan til. Hiti 2 tii 10 stig, mildast
syöst.
yiii
VSmSún
5—8 in/
Hiti 2° ttl 10"
Á
Mlnnkandi noröanátt. Dálítll
rignlng á norðanverðu
landinu, skúrir við
suðausturströndina en
léttskýjað suðvestanlands.
Hitl 2 tll 10 stig.
f-imiiitiulagiir '•HgjggFj 5SBB3uai/
Vlndur: /-O W • Vindur: /4> r~'
Mk*'' '1w/
Hiti 2" tii 8" 4 U Hiti 2" til 8"
Noröaustlæg eöa Norðaustlæg eða
breytileg átt. Dálítil rigning breytlleg átt. Dálítll rigning
meö köfium og fremur með köflum og fremur
svalt á landinu. svalt í öllum landshornum.
?Vj. ' * 14 IJ -i&i
AKUREYRI alskýjaö 9
BERGSSTAOIR léttskýjað 12
BOLUNGARVÍK rigning 8
EGILSSTAÐIR rigning 9
KIRKJUBÆJARKL. skúrir 11
KEFLAVÍK skýjaö 12
RAUFARHÖFN rigning 7
REYKJAVÍK úrkoma 14
STÓRHÖFÐI skýjað 11
BERGEN rigning 11
HELSINKI skúrir 9
KAUPMANNAHÖFN rigning 12
ÓSLÓ rigning 7
STOKKHÓLMUR 11
ÞÓRSHÖFN þoka 11
ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 10
ALGARVE skýjaö 22
AMSTERDAM léttskýjað 17
BARCELONA léttskýjaö 22
BERLÍN rigning 15
CHICAGO þokumóöa 9
DUBLIN skýjað 17
HALIFAX iéttskýjaö 9
FRANKFURT hálfskýjað 18
HAMBORG súld 14
JAN MAYEN skýjaö 3
LONDON súld 17
LÚXEMBORG skýjaö 18
MALLORCA skýjað 26
MONTREAL heiðskírt 7
NARSSARSSUAQ 7
NEWYORK skýjað 11
ORLANDO hálfskýjaö 19
PARÍS skýjaö 16
VÍN alskýjaö 15
WASHINGTON léttskýjað 11
WINNIPEG heiöskírt 6