Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2001, Blaðsíða 9
9 MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2001_______________________________________________________________________________________ :ov Útlönd Dómsmálaráöherra Bandaríkjanna hvetur til árvekni: Umtalsverð hætta á frekari hryðjuverkum Frekari hryðjuverkaárásir á Bandaríkin eru líklegar og hættan á þeim gæti aukist þegar Bandaríkja- menn grípa til aðgerða til að hefna árásanna á New York og Was- hington þann 11. september sem urðu tæplega sex þúsund manns að bana. „Við teljum að enn sé umtalsverð hætta á hryðjuverkum í Bandaríkj- unum. Sú hætta kann að aukast þegar við sem þjóð svörum því sem hefur dunið á okkur,“ sagði John Ashcroft dómsmálaráðherra í við- tali við CNN í gær. í viðtali við CBS sjónvarpsstöðina sagði Ashcroft að menn tengdir þeim sem beindu farþegaþotunum að World Trade Center og land- varnaráðuneytinu í síðasta mánuði væru hugsanlega enn í Bandaríkj- unum til að standa fyrir frekari hryðjuverkum. Sádi-arabíski hryðjuverkamaður- inn Osama bin Laden er grunaður um að hafa staðið fyrir árásunum í síðasta mánuði. Mikill ótti hefur gripið um sig í Bandarikjunum um að sýkla- og efnavopn kynnu að verða notuð ef hryðjuverkamenn láta aftur til skar- ar skríða. „Það er greinileg hætta til staðar. Við ættum ekki að láta hana koma í veg fyrir að við lifum líflnu en við ættum að vera á varðbergi hennar vegna,“ sagði Ashcroft í viðtalinu við CNN sjónvarpsstöðina. Þá hefur Ashcroft dómsmálaráð- herra hvatt bændur og flutningabíl- stjóra til að vera á varðbergi gagn- vart hugsanlegum árásum áburðar- flugvéla með hættuleg efni innan borðs. Þingið hefur heitið stuðningi sín- um en er tregt til að samþykkja lög sem skerða borgaraleg réttindi Bandaríkjamanna. REUTER-MYND Talibanar búast til varnar Talibanar í Afganistan, sem skjóta skjólshúsi yfir hryðjuverkamenn, hafa komið loftvarnabyssum fyrir víða vegna hugsanlegra árása Bandaríkjamanna. REUTER-MYND Swissair bjargað Nú viröist sem hægt verði að koma í veg fyrir gjaldþrot Swissair. Bankar koma til bjargar Swissair Tveir stærstu bankar Sviss til- kynntu í gær að þeir væru reiðu- búnir að leggja fram fé til að bjarga svissneska flugfélaginu Swissair frá gjaldþroti. Fréttastofa Reuters hefur eftir heimildarmanni sínum að bankarn- ir muni leggja fram rúma sextíu milljarða króna og að féð eigi ein- göngu að fara í flugreksturinn en ekki til að greiða niður gríðarlegar skuldir félagsins. Talsmaður Swissair vildi ekkert tjá sig um málið í gær. REUTER-MYND Mótmælastaða við fund Verkamannaflokksins Mótmælandi heidur á skilti gegn hernaðaraðgerðum fyrir utan ráðstefnuhöllina í Brighton þar sem ársfundur breska Verkamannaflokksins stenduryfir. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands og leiötogl Verkamannaflokksins, sagðist í ■gær hafa séð óyggjandi sannanir fyrir því að Osama bin Laden bæri ábyrgð á hryöjuverkunum í síöasta mánuði. ísraelar drápu þrjá Palestínumenn í gær: Arafat fær tvo sólarhringa til að standa við vopnahlé ísraelskir hermenn skutu þrjá Palestínumenn til bana í gær og ráðamenn i ísrael gáfu Yasser Ara- fat, forseta Palestinumanna, tveggja sólarhringa frest til að standa við vopnahléssamkomulagið sem gert var 26. september. Vopnahléið hefur til þessa ekki komiö í veg fyrir of- beldi og mannfall. Arafat sakaði israelska herinn um aukna hörku. Sautján Palestínu- menn hafa fallið frá því Arafat og Shimon Peres, utanrikisráðherra ísraels, komust að samkomulagi um vopnahlé síðastliðinn miðvikudag. Bandarisk stjórnvöld binda mikl- ar vonir við að vopnahlé deilenda fyrir botni Miðjarðarhafsins auð- veldi þeim að ná samstöðu í barátt- unni gegn hryðjuverkamönnum sem fram undan er. REUTER-MYND Fallinn unglingur borinn til grafar Grímuklæddir féiagar í Hamas-sam- tökunum bera lík 14 ára gamats palestínsks ungmennis sem féll fyrir kúlum ísraelska hersins í gær. Palestínska lögreglan reyndi sitt til að halda vopnahléð þegar hún varpaöi táragasi aö hópi ungmenna sem var á leið að grýta ísraelska hermenn í Karni á Gaza, að því er sjónarvottar greindu frá. Tugir palestínskra öryggisvarða voru sendir á helstu átakastaði til að afstýra grjótkasti á ísraelska her- inn. Helstu ráðherrar í stjórn Ariels Sharons í ísrael ákváðu á fundi i gær að standa við vopnahléssam- komulagið og aflétta vegatálmunum og lokunum á nokkrum stöðum á Vesturbakkanum og Gaza sem hafa valdið miklum óþægindum og tjóni. Aðflutningsleiðir til Jerikó á Vest- urbakkanum voru meðal annars opnaðar og landamærastöðin í Rafah var einnig opnuð. TRIM /\F0RM BögSndar ALOE VERA Forever Living Product eru stærstu framleiðendur Aloa Vera í heiminum í dag. í kjól Fyrir jól! Jólakortin eru komin. Mánaðarkort á aðeins 6.900 www.trimForm.is Sími 553 3818 Faglært starFsFólk. Langur opnunartími Siáumst hress Fyrir eFtir 6 vikur-60 tíma Hjá okkur nærðu órangri TRIM/\F0RM BergþTdar Grensásvegi 50, sími 553 3818.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.