Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2001, Blaðsíða 13
13
MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2001
DV_____________________________________________________________________________________________Menning
Flikk-flakk undir
Það er kúnst að búa til leik-
gerð upp úr skáldsögu og enn
meiri kúnst að koma henni til
skila á leiksviði. Þetta á ekki
síst við um sögur Halldórs
Laxness sem eru jafnvel sam-
grónari þjóðarsálinni en fom-
sögurnar. Vel er við hæíi að
hafa leikgerð Sveins Einars-
sonar á Kristnihaldi undir
Jökli á verkefnaskrá L.R. sama
leikár og þess verður minnst
að 100 ár eru liðin frá fæðingu
Nóbelskáldsins. Reyndar verð
ég að viðurkenna að þrátt fyr-
ir tveggja daga umþóttunar-
tíma er ég ekki enn búin að
átta mig á þvi hvaða sögu
Bergur Þór Ingólfsson leik-
stjóri er að segja í uppfærslu
sinni og þar var margt sem
mér fannst orka tvímælis.
Leikstíllinn var undarleg
blanda af hinu og þessu og þó
svo leikarar gerðu margir vel
innan þess ramma sem þeim
var markaður miðaðist lögn
persónanna of mikið við skop-
legar hliðar þeirra. í texta
verksins er þvílíkt safn gull-
mola að hið hálfa væri nóg en
leikstjórinn virtist alls ekki treysta textanum
sem oft fór fyrir ofan garð og neðan í sprelli
og hamagangi. Stríðstal beitarhúsamanna
fékk hins vegar nýja skírskotun í ljósi nýlið-
inna atburða handan Atlantshafsins og nokk-
uð víst að sá kafli allur hefði verið klipptur
burt þar vestra.
Leiklist
Af framansögðu mætti ætla að mér hefði
leiðst á frumsýningunni sl. fóstudagskvöld en
svo var ekki. Leikmynd nýliðans Árna Páls
Jóhannssonar var hæfilega óhlutbundin (að
bókastofu biskups undanskilinni) og sveipaði
atburði undir Jökli dulúð, þó sú áhersla hafi
kannski verið fullmikil því fátt í umgjörðinni
minnti á órjúfanleg tengsl manns og náttúru
sem lífsspeki Jóns Prímusar grundvallast á.
Tónlist Quarashi-pilta var seiðmögnuð og fal-
leg og sama má segja um lýsingu Lárusar
Björnssonar sem bætti upp og studdi leik-
myndina.
Mönnum er tamt að líkja rannsóknarferð
umboðsmanns biskup við manndómsvígslu.
Könnun hans á kristnihaldi undir Jökli er
um leið könnun á eigin sjálfi og allir sem
hann hittir í ferðinni hafa áhrif þar á. Það
á ekki sist við um kynnin af Úu, þessari
undarlegu og ójarðnesku konu sem alla
töfrar. Sigrún Edda Björnsdóttir fór ágæt-
lega með það vandasama hlutverk og sömu-
leiðis var Edda Heiðrún Backman mögnuð í
kostulegu hlutverki Frú Fínu Jónssen. Ég
er samt ekki frá því að betra hefði verið að
þær tvær skiptu um hlutverk. Aðrir leikar-
ar standa sig i ílestum tilvikum með prýði
en sýningin stendur samt og fellur með
Umba og Jóni Prímusi. Með þau hlutverk
fara Gisli Örn Garðarsson og Árni Tryggva-
son. Gísli má vera stoltur af þessari
frumraun sinni á atvinnusviði. Vandræða-
gangur Umba komst vel til skila og sömu-
leiðis örvæntingin sem hann fyllist þegar á
líður.
Árna tókst ekki jafnvel upp í hlutverki séra
Jóns. Speki Prímusar varð eintóna á köflum
og öll „aksjón" og framvinda eins og gleymd-
ist á meðan hann fór með lengstu ræðurnar.
Reyndar skil ég ekki af hverju þarf að gera
Jón svona gamlan því samkvæmt textanum er
hann rétt um sextugt. Það er gott til þess að
vita að ungir leikstjórar eins og Bergur Þór
fái tækifæri i Borgarleikhúsinu. í þessu til-
viki skortir á heildarsýn leikstjórans og mark-
mið hans eru alls ekki skýr. En reynslan er
góður skóli og engin ástæða til að örvænta um
betri árangur næst.
Halldóra Friðjónsdóttir
Leikfélag Reykjavíkur sýnir í Borgarleikhúsinu:
Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness. Leik-
gerö: Sveinn Einarsson. Leikgervi: Sigríöur Rósa
Bjarnadóttir. Hljóö: Ólafur Thoroddsen. Tónlist: Qu-
arashi. Lýsing: Lárus Björnsson. Búningar: Elín Edda
Árnadóttir. Leikmynd: Árni Páll Jóhannsson. Leik-
stjórn: Bergur Þór Ingólfsson.
Galdur flautunnar
DV-MVND EÖJ
Tamtnó prins meö bjargvættum sínum þremur
Dóra Steinunn Ármannsdóttir, Finnur Bjarnason, Árný Ingvarsdóttir
og Regína Unnur Ólafsdóttir.
Töfraflauta Mozarts er á
fjölum íslensku Óperunnar.
Um frumsýninguna hefur
þegar verið skrifað en á laug-
ardagskvöldið var urðu
mannaskipti og rétt að gera
grein fyrir breytingunum.
Auðvitað er verkið sjálft hið
sama og kannski spyr ein-
hver hvernig menn nenni að
fara aftur - hvort ekki sé nóg
að sjá þetta einu sinni. Jafn-
vel einu sinni á ævinni og þá
sé það búið!
Það var ekki út i bláinn
þegar einn af sonum gamla
Bachs setti sem undirtitil á
bók sína um tónlist að hún
væri ætluð þeim sem þekktu
og þeim sem elskuðu. „Kenn-
er und Liebhaber" er sá sem
kynnst hefur viðfangsefninu,
lært að meta það vitrænt og
bætir svo við tilfinningalegri
vitund sinni og upplifir líka gleði þá og upp-
lyftingu sem ástin gefur. Sumir lesa Njálu
einu sinni á ári og hlakka til að byrja í hvert
skipti og þeir sem sækja óperusýningar á ís-
landi eru flestir farnir að hlakka til löngu fyr-
ir frumsýningu á sínum uppáhaldsverkum.
Þetta fólk á það sameiginlegt að þekkja verk-
in vel og hafa lært að elska þau.
Ekki er víst að það hafi gerst við fyrstu
kynni. Ást við fyrstu sýn er jú til en hitt er
miklu algengara að slíkar tilfinningar vakni
þegar kynni hafa tekist og traust skapast. Því
er það að á sýningum á Töfraflautunni heyr-
ist til fólks sem man jafnvel þrjár uppsetning-
ar hér heima, hefur séð hana kannski erlend-
is líka, á hana í minnst tveimur upptökum á
geisladiskum og er svo að bera saman og ræða
hvernig til tekst. Þetta virkar kannski furðu-
legt fyrir þá sem ekki hafa reynt en sumpart
minnir þetta á nautnina sem hestamenn hafa
af því að ræða gæðinga, bæði horfna og núlif-
andi. Ástin á umræðuefninu gefur þessu fólki
ljóma i augun og hita í kinnar. Þeir sem lítið
þekkjast geta sameinast í þessu áhugamáli og
samgleði manna þegar vel tekst og góðar
minningar streyma fram er hrífandi.
Sýningin á laugardag var mjög skemmtileg.
Ólafur Kjartan var óskeikull sem fyrr í hlut-
verki Papagenós. Finnur Bjarnason enn næm-
ari en fyrr á viðkvæma strengi i brjósti
Tamínós. Guðrún Ingimarsdóttir miklu skap-
meiri og öruggari næturdrottning. Sarastró
stærri karakter í túlkun Guðjóns Óskarsson-
ar. Sesselja Kristjánsdóttir mjög góð þriðja
meyja og rödd hennar sérlega falleg. Kvintett-
ar Tamínós prins og Papagenós fuglafangara
með meyjunum þremur voru enn sem fyrr frá-
bærir. Svona mætti lengi telja. En það voru
umskipti í aðalhlutverki
sem eru tilefni þessara
skrifa. Auður Gunnarsdótt-
ir söng nú hlutverk
Pamínu og var hreint frá-
bær. Hún gaf mönnum
heildstæða persónu eftir
því sem handritið leyfir.
Kátína hennar hógvær og
angist sannfærandi. Rödd
Auðar er afar falleg og víst
að margir héldu niðri í sér
andanum þegar hún söng
sorgarljóð Pamínu.
Hljómsveitarleikur var
öruggari og forleikurinn
mjög vel útfærður. Hraða-
val er hins vegar enn mjög
djarft og virkar pínulítið
tilviljanakennt. Sumpart
skapar þetta óöryggi í
brjósti hlustenda en samt
líka dálítið skemmtilega
spennu. í nokkrum atrið-
um þyrfti að bæta inn kúnstpásum svokölluð-
um. Það er afleitt að staidra ekkert við þegar
t.d. Papagenó er að kalla á forsjónina sér til
hjálpar. En allt á þetta eftir að slípast enn
frekar.
Það er ómetanlegt að þjóðin skuli hafa eign-
ast jafnmarga frábæra listamenn á tónlistar-
sviðinu og raunin sýnir. Ekki er sjálfgefið að
hægt sé að manna svona sýningu með íslensk-
um listamönnum eingöngu og vonandi bera
menn gæfu til að halda möguleikum til
menntunar á þessu sviði opnum. Því eins og
alltaf þá fer uppskeran að miklu leyti eftir
sáningunni.
Galdur Töfraflautunnar er hins vegar óút-
skýranlegur en staðreynd engu síður. Eins og
ástin er hún óræð en öllum boðin. Þeir sem
taka boðinu sjá aldrei eftir því.
Sigfríður Björnsdóttir
Kennslubók í leið-
togasálfrœði
Ein af útgáfubókum Forlagsins í haust er
Sigurvegarinn sem Magnús Guðmundsson
skráir. Þetta mun vera fyrsta íslenska „góðær-
issagan", meinhæðið uppgjör við anda síðustu
ára og jafnframt gagnlegt kennslurit í leið-
togasálfræði. Magnús er nýgræðingur á rit-
vellinum, vinnur eins og svo margir íslenskir
höfundar samtimans á auglýsingastofu og er
mikill áhugamaður um mannrækt. Að sögn
Magnúsar settist hann niður með það fyrir
augum að skrifa bók sem lýsti á umbúðalaus-
an hátt helstu eiginleikum sem fólk (einkum
karlfólk) þarf að hafa til að bera ef það ætlar
að ná langt i samfélaginu. Útkoman er allt í
senn, viðtalsbók, kennslubók og skáldsaga.
í bókinni segir persónan Daddi frá einum
sólarhring í lífi sínu sem bæði hefst vel og
endar vel vegna þess að Daddi er hamingju-
samur sigurvegari. Daddi er ekkert ofur-
menni. Hann er meðalmaður eins og við öll
hin en á einu sviði skarar hann fram úr:
Hann er „lygnari, feitari, gráðugri og svikulli
en nokkur þessara aumu meðalmenna sem
fæðast með afsökunarviprur í smettinu og lifa
síðan og drepast án þess að sigra nokkru sinni
annað en sig sjálfa með þrotlausri sjálfsögun
og afneitun sem hefur aldrei gert neinum
manni gott,“ eins og hann segir sjálfur. Hin
gagnlega kennslubók hans kemur í verslanir í
lok október...
Spilaði ekki í sirkus
Það er sprellfjörugt
viðtal við Atla Heimi
Sveinsson tónskáld í nýj-
ustu Menntaskólatíðind-
um frá MR. Hann segir
þar meðal annars frá
námsárum sínum í Köln
þar sem hann kynntist
m.a. raftónskáldinu Karl-
heinz Stockhausen og
hópi framúrstefnumanna
í tónlist í kringum hann:
„Það voru haldnir fjörugir tónleikar; menn
voru púaðir niður og það var hasar en aðal-
lega flör,“ segir Atli. „Það voru allir svo ung-
ir á þessum árum; aðalgúrúinn var rétt um
þrítugt."
Spyrillinn er eðlilega forvitinn að vita um
lífskjör íslenskra stúdenta erlendis á þessum
löngu liðnu tímum og Atli lýsir þeim í lifandi
máli:
„...menn höfðu ekki mikið milli handanna
og þurftu að vinna fyrir sér. Það er ekki til sú
synd í tónlist sem ég hef ekki framið; ég var
góður píanisti og spilaði undir, ég tónflutti lög
fyrir söngvara, afritaði nótur, útsetti fyrir big-
band, spilaði undir ballett, var hljómsveitar-
stjóri og kórstjóri. Það eina sem ég hef ekki
gert er að spila í sirkus."
Þjóðin er klár
Ekki var Atla Heimi vel tekið þegar heim
kom og hann segist hafa velt fyrir sér að setj-
ast að erlendis, „en pólskur hljómsveitarstjóri
sem bjó hér á landi og var góður vinur minn
ráðlagði mér að vera hér áfram og þroska min
sérkenni á íslandi. Það er nefnilega ákveðin
tilfinning fyrir fjarlægð og fyrir litum og
formum sem er alveg séríslensk og maður get-
ur tapað annars staðar."
Atli Heimir segist aldrei hafa reynt að ögra
áheyrendum eða hneyksla þá, en hann hefur
enn gaman af húmor í listinni. „Fyrir
nokkrum árum byrjaði ég að gera rappmúsík
og hef til dæmis látið Sinfóníuhljómsveitina
rappa. Ég gerði fyrsta rappið fyrir tuttugu
árum, áður en nokkur vissi hvað þetta hugtak
þýddi. Þetta heitir að vera á undan sinni sam-
tíð.“
En hefur hann ekki áhyggjur af því að
fjöldamenningin ógni listinni?
„Nei, nei, nei!“ svarar Atli Heimir bjart-
sýnn. „Ég trúi vel á dómgreind fólks og list-
rænt upplag. ... Það var hamast á Halldóri
Laxness þegar hann var að skrifa sín bestu
verk. Hann var bannaður í útvarpi í fimmtán
ár og Morgunblaðið ritdæmdi ekki einu sinni
bækumar hans af því að hann var kommún-
isti. En þjóðin tók bara ekki mark á þéssu því
að hún var svo klár.“