Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2001, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2001 45 DV -EIR á mánudegi Milli landa Hver skuggahlið á sér aðra og bjartari. Nú liggur ljóst fyrir að Flugleiðir íhugi í alvöru að hætta að framreiða flugvélamat á Evr- ópuleiðum og er það liður í spam- aðarátaki félagsins. í staðinn hyggst félagið bjóða farþegum sín- um upp á samlokur. Þessu ber að fagna. Þó deila megi um gæði flug- vélamatarins þá er þó verri sú truflun sem farþegar verða fyrir við framreiðslu hans. í Flugleiða- vélum hefur ekki verið möguleiki á að slaka á vegna stöðugs áreitis flugliða sem byrja strax við flug- tak að bjóða upp á drykki af stál- slegnum rúllubar sem þröngvað er á milli sætaraðanna. Þegar búið er að brynna farþegunum með áfengi af ýmsum sortum kemur svo flugv'élamaturinn. Ein- angraöur í álumbúðum eins og kjamorkuúrgangur og hnífapörin, salt, tannstöngull og servíetta í lofttæmdu plasti sem vart er hægt að opna. Allt er þetta vandkvæð- um bundið enda þröngt farþega- rýmið ekki hannað sem veitinga- staður. Að þessu loknu koma flug- liðar með þriðja stálvagninn og reyna allt hvað af tekur að selja farþegmn gimsteina, klukkur og silkibindi. Ekkert lát er á þjón- ustu þessari á meðan á flugferð stendur þó svo flestir farþegar hafi aldrei óskað eftir henni né hafi á henni áhuga. í þessu liggur stærsti vandi Flugleiða: LuxusuiDuroir Rahgar áherslur - slæm afkoma. Flugleiöir hafa reynt að skapa sér stöðu á markaðnum sem ein- hvers konar mini-útgáfa af lúxus- flugfélagi. Vélamar nýjar og vel tækjum búnar. Sjónvarpsskjáir skjótast niöur úr lofti og sýna nýj- ar kvikmyndir á meðan á ferð stendur svo ekki sé minnst á þá ógnarþjónustu sem stöðugt er í gangi og fyrr var nefnd. Allt kost- ar þetta stórfé eins og fram kem- ur í verði á flugfarseðlum og rekstrarafkomu félagsins. Sólar- landafarar sem flogið hafa suður á bóginn með erlendum flugfélög- um, portúgölskinn, ítölskum og spænskum, hafa kynnst allt öðm þjónustustigi í háloftumun. Þar er látið nægja að bjóða farþegum upp á samloku og svaladrykk á meðan á flugi stendur. Og verðið er eftir þvi svo og afkoma flugfé- laganna sjálfra. Flugleiðir eiga að hætta þessum lúxusleik og ein- beita sér þess í stað að þvi að koma farþegum sínum á milh staða á sem ódýrastan hátt. Þróun heimsmála á síðustu vikum virð- ist vera að knýja félagið inn á þá braut sem löngu átti að vera stjómendum félagsins ljós. Látum Thai - Air og Philipines - Airlines um lúxusinn. Það er þeirra deild. Lúxustilburðir Flugleiða eru til- gerðarlegir og hækka flugfargjöld að óþörfu. Verra væri þó ef þeir riðu félaginu að fullu. Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að Skjár einn er ekki ókeypis. Hann er ódýr. Leiðréttist þetta hér með. Amman í Breiðholtinu - ákærð fyrir 56 milljóna króna svik: Sannfærandi og samviskulaus ✓ - segir Olafur Sigurvinsson sem var kvæntur henni í 25 ár „Málæðið er svo mik- ið og mælskan ógurleg. Svo er hún sannfær- andi og samviskulaus," segir Ólafur Sigurvins- son, fyrrum eiginmaður konu á sjötugsaldri, sem nú er fyrir rétti ákærð fyrir að hafa haft 56 milljónir af Qölda eldri borgara af karl- kyni. Ólafur var kvænt- ur konunni í 25 ár og á með henni átta böm. Hjónabandið sæmilegt „Ég sá í blöðunum að börnin okkar væru mikið veik og tvö dáin. Þetta hefur valdið mér áhyggjum enda hafði ég ekkert frétt af því að börnin mín væru dáin,“ segir Ólafur sem er standandi hissa á framferði fyrrum eigin- konu sinnar -þó ekki komi honum allt á óvart sem berst úr dómssalnum. „Hún talar svo mikið að hún veit ekki hvenær hún lýg- ur. Þannig var það einnig í hjóna- bandi okkar. Hún átti það til að fara út í búð og kaupa húsgögn án þess að spyrja mig. Þegar ég svo vildi fá að vita hvernig hún ætlaði að greiða fyrir ósköpin lét hún mig vita að ég væri húsbóndinn á heimilinu og ætti að borga. Ég hefði skilið við hana miklu fyrr ef Laug tit um vetkindi og A W andlát tveggja barna \Í^J' Eiginmaðurinn fyrrverandi Haföi ekki haft neinar fréttir af meintu andláti barna sinna - er nú ánægöur meö nýja konu og feginn aö vera laus viö þá gömtu. Fréttir úr dómsalnum Laug til um flest og segist ekki eiga neina peninga núna. ég hefði ekki verið að gæta barn- anna,“ segir Ólafur sem lét þó verða af því að skOja við eigin- konu sína 1980 eftir aidarfjórðungs hjónaband. Hann segir hjónaband- ið hafa verið sæmUegt þó svo frúin hafi verið afspyrnu skapstór. Dó ekki á Kleppi „Verst þótti mér þó aö heyra framburð hennar þess efnis að ég hefði verið alkóhólisti og endaö líf mitt á Kleppi. Ég bý hér í Hátúni 10 B, með nýja konu og hef það bara ágætt,“ segir Ólafur sem er öryrki en starfaöi áður senL.bókari fyrir kaupfélög víða um land. Áð- spurður segist hann ekki hafa i neinu notið allra þeirra milljóna sem fyrrum eiginkona hans er sök- uð um að hafa haft af einföldum og einmana sálum. Hitt sé líklegra að hún hafi haft einhverjar milljónir af sér en við það nenni hann ekki að elta ólar lengur. I dag sé hann ánægður. Og ekki sist með það að vera ekki lengur í slagtogi við fyrr- um einkonu sina í þeim ósköpum öllum sem nú yflr hana dynja. ~7 ■ - IMM E L FYRIR VIKUNA Okeypis Gönguferð í kringum Reykjavíkur- tjörn er ann- aö og meira en virðist. Takið meö ykkur ósmurða brauösneið fyrir endurnar og gangiö í Ijósaskiptunum. Ókeypis. Hellnæmt Ekki leggja reiöhjólinu þó hausti. Svalt haustlofið er gott og ganga má að logninu sem vísu. Veriö bara meö vettlinga - þá er allt í lagi. Heil- næmt. Ódýrt Borgarbókasafnið *fjj leynir á sér I Tryggva- götunni. Menningar- miðstöð á mörgum hæðum þar sem flest er til láns. Meira að segja Andrés önd. Hálftímaráf á milli bókahillna getur breytt vikunni og jafnvel lífinu. Ef þú rambar á rétta bók. Ódýrt. Hagkvæmt Fátt er skemmtilegra en að aka í stórum sveig upp í loft í bíla- stæðahúsi. Vart hægt aö greina á milli hvort maöur er t útlöndum eöa í bíómynd. Losnar viö stööumælasektir. Hagkvæmt. Óvenjulegt Einn hringur í gegnum Ikea síðdegis á þriðju- degi. Þá eru fínu, miö- aldra frúrnar að spóka sig t versluninni á meðan eiginmennirnir eru að vinna fyrir þeim ogjepp- anum. Þær daðra. Óvenjulegt. Ok á Eimskip - í lífshættu í Halifax Car Kínverji dúxar í MR - undrast ofdrykkju skólafélaganna Zi Tian kom til landsins fyrir 50 dögum sem skiptinemi og hóf þegar nám í Menntaskólanum í Reykja- vík. Hann var ekki búinn að vera þar lengi þegar hann var farinn að dúxa á öllum skyndiprófum í stærð- fræði og reyndist vera ljósárum á undan skólafélögum sínum í faginu. Zi Tian Gengur vel í skóianum - en undrast Zi kýs að kalla sig Mark á íslandi: „Ég kann ágætlega við mig á ís- landi. Landslagið svo fallegt og ólíkt því sem ég á að venjast heima,“ seg- ir Zi Tian (Mark) sem er 16 ára og býr að öllu jöfnu í stórborg nærri Peking ásamt foreldrum sínum sem báðir eru opinberir starfsmenn. „Hins vegar kom mér mest á óvart hvesu mik- ið íslensk ungmenni drekka. Það er ótrúlegt.“ Zi Tian (Mark) ætlar að dvelja hér í eitt ár og segist hlakka til vetrar- ins. Námið i MR gengur vel enda kennararnir duglegir við aö útvega honum námsefni á énsku en íslenskuna ætlar hann að læra áður en ís- landsdvölinni lýkur. „Það er ljóst að náms- efnið í stærðfræði í Kina er meira en jafnaldrar hans hér hafa lært,“ seg- ir Bjarni Gunnarsson, konrektor í MR, en í skólanum eru fleiri skiptinemar sem flestir eru komnir lengra í stærðfræði en íslenskir nemendur. Á móti kem- ur að þeir eru oft skemur á veg komnir í öðrum margt. greinum. Bifreið ók á Skógafoss, eitt af skipum Eimskipafé- lagsins, þar sem það lá bundið við suðurbakka Shelburne Wharf i Halifax fyrir skemmstu. Slysið varð um klukkan hálfsex aðfaranótt þriðjudags og er talið að bifreiðin hafi verið á 100 kilómetra hraða, samkvæmt fréttum í kanadískum dagblöðum. Ökumaður var fluttur lífs- hættulega slasaður í sjúkrahús í nágrenninu en nota þurfti klippibúnað slökkviliðs til að ná honum út Rctta inyndin into Frétt úr kanadísku blaöi Á innfelldu mynd- inni sést Skóga- foss. úr heim til íslands. flakinu sem var illa farið. A skipinu sá hins vegar lítið, ef frá eru taldar rispur á stjórnborða sem auðvelt er að lagfæra. Að sögn lög- reglumanna, sem fyrstir komu á staðinn, var skyggni lítið þegar slysið varð ..niðamyrkur og kaíþoka" eins og þeir orðuðu það. Vinna við affermingu og lestun Skógafoss hófst snemma þennan morgun þrátt fyrir slys næturinnar en skipið var á leið frá Halifax til Argentínu og þaðan aftur Feguröardrottningar á helmavist dv-mynd dvó Þaö var fagurt um aö litast á Bifröst í Borgarfíröi þegar Viöskiptaháskólinn var þar settur í þyrjun september. Á hlaöinu stóðu nýnemarnir Anna L. Björnsdóttir og Elín Málmfríöur Magnúsdóttir sem ætla aö stunda nám viö skótann i vetur. Anna er ungfrú Reykjavík 2000 og Elín ungfrú ísland sama ár. Þær veröa á heimavistinni...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.