Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2001, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2001
DV
11
Fréttir
Miklar framkvæmdir í samgöngumannvirkjum á Fljótsdalshéraöi:
Virkjunaráform flýta alvöru vegagerö
Fleiri brýr þarf að reisa á þess-
um slóðum svo vegarsamband
verði fullkomið. Þegar er lokið viö
brú á Hengifossá og Bessastaðaár-
brúin er langt komin. í vetur verð-
ur svo Gilsá brúuð og skal öllu
vera lokið fyrir 1. júni 2002. Það er
Malarvinnslan h/f á Egilsstöðum
sem annast þessi verk.
Vafalaust eru virkjunaráformin
aðalhvatinn að þessum fram-
kvæmdum nú og því að svo mikið
er gert í einu. Gífurlega mikil um-
ferð flutningatækja verður á þess-
um vegum á meðan virkjunar-
framkvæmdir standa yfir. En þó
er félagsleg þýðing þeirra einnig
mikil. Ferðamannastraumur er
mikill á þessu landsvæði. Á Fljóts-
dalshéraði er t.d. mikill fjöldi sum-
arhúsa, svo sem orlofsbúðir BSRB
á Eiðum og orlofshús Alþýðusam-
bands Austurlands á Einarsstöð-
um á Völlum. Einnig eiga ýmsar
stofnanir og fyrirtæki orlofshús á
Fljótsdalshéraði. Fljótsdalshring-
urinn í kringum Löginn er mjög
vinsæll bíltúr. Margir koma við á
Skriðuklaustri að sjá hús skálds-
ins sem er vissulega mjög sérstakt
hús. Og svo eru það skógarnir sem
hafa mikið aðdráttarafl. Nú er að
verða nær samfelldur skógur frá
Egilsstöðum og inn fyrir Hallorms-
stað sem er meðal fjölsóttustu
ferðamannastaða á landinu.
-PG
Stjórar
Þorsteinn Jónsson fjárflutningabílstjóri og Hjalti Jósefsson, framkvæmda-
stjóri Ferskra afuröa, sem tekiö hefur viö sláturhúsinu í Búöardal.
Bændur unnu
fullan sigur
DV, BUÐARDAL: ___________________
gins og mörgum er kunnugt hafði
Goði fyrr á þessu ári ákveðið að
hætta slátrun í sláturhúsinu í Búð-
ardal og hafði uppi áform um að úr-
elda húsið. Þessu mótmæltu heima-
menn kröftuglega og börðust fyrir
því af dugnaði að fá húsið til afnota
þegar það var ljóst að stjórn Goða
var alvara með þessa ákvörðun.
Fóru leikar þannig að Ferskar af-
urðir ehf. á Hvammstanga eru nú
með sláturhúsið á leigu og annast
sauöfjárslátrun í Dölum á þessu
hausti, en fyrirtækið rekur líka slát-
urhús á Hvammstanga.
„Við byrjuðum að slátra 17. sept-
ember og þetta gengur allt mjög vel,
þetta er allt vant fólk og kann sitt
fag,“ sagði Hjalti Jósefsson fram-
kvæmdastjóri. „Húsið er ljómandi
gott og ég hef sjaldan séð svona góða
verkun á kjöti eins og hér. Við erum
með um 55 manns í vinnu, flestir
eru héðan úr Dölum, nokkrir koma
með mér frá Hvammstanga og fáein-
ir eru úr Borgarfirðinum. Við áætl-
um að slátra um 40 þúsund fjár hér
í Búðardal og 20 þúsund á Hvamms-
tanga og reiknum með að sláturtíð-
in nái fram í nóvember," sagði
Hjalti að lokum. -Melb.
DV, EGILSSTQDUM:________________
Unnið er að uppbyggingu vegar-
ins frá Hallormsstað að nýrri brú
á Lagarfljóti undan bænum Hjarð-
arbóli, sem er i smiðum, og tengist
þá sá kafli þeim vegarkafla sem
fullgerður var í vor í Fljótsdaln-
um, frá Brekku að gömlu brúnni á
Jökulsá í Fljótsdal. Verður þá
kominn fullkominn vegur alla leið
að Valþjófsstað og siðan verður
haldið áfram að væntanlegum
virkjunarstað, sem er ennþá inn-
ar.
Fréttaritari skrapp einn daginn
til að skoða þessar framkvæmdir
og var það óneitanlega brúin á
Lagarfljóti sem mesta athygli
vakti. Þar eru um 20 manns að
störfum og var verkefnisstjórinn
Björn Sveinsson tæknifræðingur
tekinn tali í matartímanum, þvi
annan tíma hafði hann ekki í
snakk við aðkomumenn. Ég
impraði á því í byrjun að hér væri
mikið mannvirki í fæöingu.
„Ja, þetta er nú bara brú,“ sagði
Björn. Tæknimönnum vex ekki í
augum að byggja eitt stykki brú,
250 metra langa, þó venjulegt fólk
undrist hugvitið og alla þá þekk-
Pása
Hér eru nokkrir starfsmenn í pásu eftir væna törn, talið frá vinstri: Sigurður
Snæbjörnsson, Axel Benediktsson, Ólafur Sæmundsson, Kristinn Egilsson
og Davíö Þorsteinsson.
Áætlanir Goöa að leggja af sauðfjárslátrun:
UV-MYNU KfclUK UUDVAKU5SUN
Byggt á þurru
Sagt.er aö þarna sé stærsti steypuklumpur sem um getur hér á landi, nýja brúin yfir Lagarfljót, glæsilegt
mannvirki byggt á miklu hugviti.
ingu sem til þarf, og þá fjölbreyti-
legu tækni sem beitt er. Þekkingu
sem fyrri kynslóðir verkfræðinga
hafa safnað - og miðlað áfram.
Brú þessi er gerð úr járnbentri
steinsteypu og nú stendur fyrir
dyrum að steypa fyrsta áfangann.
Víð það verður unnið í allt að 4
sólarhringa, viðstöðulaust, því
steypan þarf að harðna í einni
samfelldri heild, svo hvergi sé
veikur punktur. Sumir segja að
þetta verði mesta steypa sem gerð
hefur verið í einu.
í alla brúna fara yfir 2000
rúmmetrar af steypu og 110 tonn
af steypustyrktarstáli og ómældur
fjöldi handtaka sem erfitt er að sjá
eftir á, né þá nákvæmni og vand-
virkni sem verður að viðhafa svo
allt falli saman og komi rétt út.
FRYSTIKISTUR
•. 3
Blákaldar staðreyndir
C' rnrntmdftiú
Vörunr. Heiti Brútto Litrar Netto Lítrar Hæð sm. Breidd sm. Dýpt sm. Körfur sem fylgja Læsing Einangrun þykkt í mm. Rafnotkun m/v 18°C umhv.hita kWh/24 klst. Verö:
12HS HF120 132 126 86 55 61 1 Nei 55 0,60 35.900
23HL HFL 230 221 210 86 79 65 1 Já 55 0,84 39.900
29HL HFL290 294 282 86 100 65 1 Já 55 1,02 44.900
38HL HFL390 401 382 86 130 65 2 Já 55 1,31 49.900
53HL EL 53 527 504 86 150 73 3 Já 60 1,39 59.900
61HL EL 61 607 581 86 170 73 3 Já 60 1,62 66.900
3 ára ábyrgð
Sama verð hjá umboðsmönnum
um allt land
B R Æ Ð U R N
Lágmúla 8 • Sími 530 2800