Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2001, Blaðsíða 28
tr* Subaru Impreza FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJALST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MANUDAGUR 1. OKTOBER 2001 SkjárEinn: Hatt i fjórar milljónir „Sterk og já- kvæð viðbrögð al- mennings við þessu útspili gleðja okkur,“ segir Ámi Þór Vigfússon, sjónvarpsstjóri á SkjáEinum, um söftium sem stööin greip til meðal al- mennings til að styrkja rekstur auglýsingum í DV og víðar sjónvarpsstöðin fólk til að Arni Þór Vigfússon. smn. . hvatti leggja fram frjáls framlög að upphæð sem nemur einu mánaðaráskriftar- gjaldi Stöðvar 2 til að styrkja rekstur sinn. Samkvæmt heimildum DV söfnuð- ust hátt í fjórar milljónir króna fyrstu tvo dagana sem söfnunin stóð. -rt Gæsum stolið af gæsaskyttu „Þetta er gjörsamlega siðlaus verkn- aður. Maður trúir því ekki aö þarna hafi aðrir veiðimenn átt í hlut,“ segir Þorsteinn Guðbjömsson, gæsaskytta frá Akureyri. Hann fór austur á land í gæsa- skyttirí um helgina og var í gærmorg- un búinn að skjóta 36 gæsir í félagi við annan veiðimann. Þeir félagar gistu í sumarhúsi í Jökulsárhlíð á Héraði og hengdu í gærmorgun upp fenginn við sumarhúsið áður þeir fóra aftur á skyttirí. Þegar þeir snera til baka blasti hins vegar napur raunveruieiki við. Búið var að stela 10 gæsum. Skytturnar höfðu samband við lög- regluna á Egilsstöðum en eftir því sem næst verður komist er enginn grunað- ur um verknaöinn. „Þama hafa þrjót- ar átt í hlut,“ segir Þorsteinn sem hef- ur aldrei orðið fyrir því fyrr að veiði væri stolið frá honum. -BÞ brother P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport______ Utiljós Rafkaup Ármúla 24 • S. 585 2800 SAMEINUMST, HJÁLPUM PEIM...! Verkfall sjúkraliða skall á í nótt eftir þöglan og árangurslausan fund: Mjog erfitt astand á Landspítalanum - sjúkraliðar segja að ríkið hafi ekki sýnt lit í deilunni síðan í ágúst Þriggja daga verkfall sjúkraliða hófst á miðnætti og mun áhrifanna einkum gæta á Landspítalanum. Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri spítalans, sagði að mjög erfitt ástand væri fyrirsjáanlegt og bjó sjúkrahúsið sig undir að loka fimm deildum í gærkvöld. Þar af eru þrjár tengdar skurðlækningum, ein á bamasviði og ein tengd lyflækning- um. Fjöldi sjúklingar var færður til í gærkvöld. Fundur sjúkraliða og samninga- nefndar ríkisins hófst hjá Ríkis- sáttasemjara klukkan tíu í gær- morgun og stóð langt fram á kvöld. Allan þann tíma ræddust samninga- nefndirnar nánast ekkert við. Krist- in Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags íslands, sagði að ríkið hefði aldrei viljað ræða launa- liðinn og reyndar hefði ríkið ekkert gert í deilunni síðan í ágúst. Enginn vilji virtist vera til þess að ná samningum. „Þetta verður rosalega erfitt," sagði Kristín um afleiðingar verk- fallsins. „Svona mikið bákn eins og Landspítalinn rúllar ekki svo auðveldlega af stað aftur þangaö til næsta verkfall skellur á.“ Mikiö ber í milli Samninganefnd sjúkraliöa í húsa- kynnum Ríkissáttasemjara rétt áöur en fundi var slitiö í gærkvöld. Aldrei var rætt um iaunaiiöinn. Verkfallið er hið fyrsta af þremur boðuðum og nær til 20 heilbrigðis- stofnana í ríkiseigu og sjálfseignar- stofnananna Grundar í Reykjavík og Áss í Hveragerði. Um 550 sjúkra- liðar starfa á LSH og þar hafa 96 sjúkraliðar sagt upp störfum frá og með mánaðamótunum nú. Um 130 til viðbótar munu leggja niður störf í verkfallinu og sagði hjúkrunar- forstjóri Landspít- alans í gærkvöld að menn væru að reyna að ná sam- komulagi um und- anþágulista. Ljóst er að nokkrum hluta aðgerða verður frestað en talsmenn spítal- ans segja að ör- yggi bráðveikra verði tryggt. Hjá sjúkrahúsum úti á landi verða áhrif verkfallsins mismun- andi. Halldór Jónsson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri, sagði í samtali við DV í gærkvöld að röskunin yrði hverfandi þar sem langflestir sjúkraliðanna á FSA væru í Starfs- mannafélagi Akureyrarbæjar. Meiri áhrifa kann að gæta á Austurlandi, m.a. vegna óvissu um heimildir gagnvart neyðarþjónustu. Sjúkraliðar vilja að laun þeirra miðist við kjarabreytingar lögreglu- manna og tollvarða undanfarið en samkvæmt því yrðu byrjunarlaun 150 þúsund krónur í lok samnings- tímans í árslok 2004. Byrjunarlaun sjúkraliða í dag eru 89 þúsund krónur en samkvæmt til- boði ríkisins myndu byrjunarlaun sjúkraliða strax hækka í 107 þúsund krónur og fara í 115 þúsund krónur í lok samningstíma. Ekki náðist í talsmann samninga- nefndar ríkisins en ríkissáttasemj- ari hefur ákveðið að heyra í aðilum nk. fimmtudag. Þangað til verður ekkert aðhafst i deilu sjúkraliða og ríkisins. -BÞ Þrjú flugfélög án flugrekstrarskírteinis frá því nýjar reglur tóku gildi í nótt: Tafir hjá yfirvöldum stöðva flug Allt flug hjá ,-Jitlu“ flugfélögunum þremur, Jórvík, Mýflugi og Flugfé- lagi Vestmannaeyja, hefur legið niðri i morgun vegna þess að flug- rekstrarskirteini þeirra féllu úr gildi á miðnætti í nótt. Þá tók gildi ný reglugerð um flugrekstur á ís- landi. Samgönguráðuneytið hefur ekki lokið meðferð sinni á umsókn- um félaganna um flugrekstrarleyfi samkvæmt nýju reglunum. Þangaö til ráðuneytið gefur út flugrekstrar- skírteinið geta félögin ekki flogið. Jón Grétar Sigurðsson hjá Flugfé- laginu Jórvík segir samgönguyfir- völd hafa sýnt félögunum stifni og einstrengingshátt í málinu. „Það er með ólíkindum að svona sé leyft að gerast. Ég viðurkenni að það dróst hjá okkur að skila inn nauðsynlegum gögnum með um- sókninni. Þegar Ijóst varð að Flug- málastjórn myndi ekki geta klárað sína vinnu á tilsettum tíma báðum við ráðherra um að fresta gildistöku reglnanna um þann tíma sem þurfti til að klára skírteinin. Hann neitaði því. Engin veigamikil rök standa með því að hanga svona fast á þess- ari tilteknu dagsetningu enda breyt- ingar með nýju reglunum ekki miklar. Mér finnst þetta mjög hart gengið fram, sérstaklega í ljósi þess að um lítil félög er að ræða og kannski ekki síður vegna þess að með þessum aðgerðum fellur niöur sjúkraflug á Vestfjörðum og í Vest- mannaeyjum. Það er í höndum Mýflugs og Flugfélags Vestmanna- eyja samkvæmt samningi við rík- ið.“ Að sögn Jóns Grétars munu fjög- ur áætlunarflug Jórvíkur falla nið- ur, auk nokkurra leigufluga. Hann vill ekki tjá sig um hversu mikið tap verði af þessum sökum en segir imynd fyrirtækisins fyrst og fremst bíða hnekki af sífelldri neikvæðri umfjöllun í fjölmiðlum. Fjárhagslegt tap verði þónokkurt. Forsvarsmenn flugfélaganna eiga fund með ráðherra i morgun og von- aðist Jón Grétar í gærkvöld til þess að lausn yrði fundin á málinu. „Við vonumst til að geta byrjað að fljúga seinna í dag. Ég trúi ekki öðru en ráðuneytið leggi okkur lið við að koma starfsemi okkar af stað sem allra fyrst en stöðvi okkur ekki vegna skrifflnnsku." -fin Hross og menn dv-mynd eiríkur jónsson Um 800 hross og fjöldi fólks voru samankomin í Laufskálarétt í Skagafiröi síöastliöinn laugardag þar sem dregin voru hross sem komu úr Kolbeinsdal og Ásgarðslandi. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.