Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2001, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2001 Skoðun DV Ertu hrædd(ur) við að fljúga? Ólafur Kristjánsson nemi: Nei, og hef aldrei veriö. Undanfarnar vikur hafa engin áhrif á þaö. Ámundi Ámundason auglýsingastjóri: Já, ég er þaö og ekki hefur þaö batnaö. Ómar Awad: Nei, alls ekki, en auövitaö hafa þessi hræöilegu hryöjuverk áhrif. Rúta Pipyniene: Já, stundum. Marteinn Jónsson ræstitæknir: Nei, en síöustu vikur hafa samt ein- hver áhrif. Róbert Guönason: Nei, ég myndi fljúga nánast hvert sem er. Sjúkraliöar aö störfum Níðst á sjúkraliðum — og skjólstæðingum þeirra Ömurlegustu fyrirbæri i mann- legu samfélagi eru þær gerðir fólks sem sparka i liggjandi mann. Að semja ekki viö þá stétt þjóðfé- lagsins sem vinn- ur mannúðleg- ustu störfin og það á launum sem jaðra við ölmusu, setur stjórnvöld á bekk með slíkum. Skammarleg laun þessa fólks hefur hrakið marga frá að sinna hinum verst settu. Þar eru valdhafar því að sparka í liggjandi. Slagorð Framsóknarflokksins í síð- ustu kosningum, fólk í fyrirrúmi, voru ómerkilegar lygar til að afla sér fylgis. Stjórnvöldum finnst meira aðkallandi að eyðileggja land- ið til að geta byggt eiturspúandi verksmiöjur heldur en að sinna Stétt þeirra er að mestu skip- uð konum sem bera að stórum hluta uppi störf á sjúkrahús- um, heilsugœslustöðvum og öldrunarstofnunum. sjúkum og öldruðum. Aðeins brot af þeim hundruöum milljarða sem til þessara illu verka er ætlað þarf til að margvíslegur smáiðnaður komist á laggirnar á Austurlandi. • Sjúkraliðar eru ómissandi stétt á smánarlaunum. Að níðast á þeim eins og núverandi valdhöfum er svo lagið er sama og níðast á stórum hluta þjóðarinnar. Sjúkraliðar vinna erfið störf. Stétt þeirra er að mestu skipuð konum sem bera að stórum hluta uppi störf á sjúkrahús- um, heilsugæslustöðvum og öldrun- arstofnunum. Þær eru á þeytingi hús úr húsi á nóttu sem degi til að sinna þeim sem bíða þeirra ósjálf- bjarga. Þær eru að taka aukavaktir til að geta framfleytt sér og sínum, þó helmingur innkomu sé rifinn í skatta. Þeim er meinað að lifa mannsæmandi lifi og í reynd arð- rændar svo opinberir embættis- menn geti lifað í veilystingum til æviloka. Þetta eru þrældómskjör kvenna sem kerfið þorir að níðast á. Með- ferðin á þessum mikilvægu konum er til skammar. Þegar ég hugsa til sendiherra og annarra opinberra starfsmanna á margfóldum launum þessa fólks og sem aldrei þurfa að berjast fyrir launum sínum, þá svíð- ur mér misréttið, skilningsleysið og vanþakklætið. En alhæfing er vond og opinberir starfsmenn eru margir góðra launa verðir og vil ég minna á mikilhæfu drengskaparmennina Ólaf Egilsson sendiherra í Kína og Ólaf F. Magnússon borgarfulltrúa. Albert Jensen skrifar: Hjálpum Hafsteini og Lindu Helga Jöhannesdótiir skrifar: Hafstelnn i^kudagstívtlldið ^ Númason 19. september. Hann liggur nú þungt haldinn á gjörgæsludeild og er útlit um bata svart. Læknar geta ekki sagt neitt afgerandi um líkurnar, en ljóst er að hann mun aldrei verða samur. Mikið áfall hefur enn einu sinni skollið á þeim hjónum Hadda og Lœknar geta ekki sagt neitt afgerandi um líkurnar, en Ijóst er að hann mun aldrei verða samur. Lindu (Berglindi konu hans) og finnst manni örlögin hafa verið þeim óvægin, að þau sem nú þegar hafa misst svo mikið, skuli fá svo stóra skelli aftur og aftur. Alþjóð veit um missi Hafsteins í snjóflóð- inu í Súðavík. Margir hafa haft orð á þvi við mig að staða þeirra hljóti að vera slæm, hún ein með tvö börn, tekjulaus og bíllaus uppi á Kjalarnesi. Að gott væri aö geta gengið að sjóði þar sem hægt væri að styrkja þau og/eða að fólki langi að sýna konu Hafsteins hluttekningu með því að senda henni blóm. Ég spurði Völu dóttur Hadda um þetta og hún útvegaði mér reikningsnúmer Lindu, sem hér fer á eftir: Berglind María Kristjánsdóttir, 120263-2939, íslandsbanki Mosfells- bæ: 0549-14-600119. Hofsbraut 66, Kjal. 116 Reykjavík. Hvort þú eða þið gerið eitthvað við þessar upplýsingar þarf ekkert að ræöa frekar. Það gerir hver upp við sig hvað hann gerir. Hér er enginn að sníkja neitt, ein- göngu að benda á þennan mögu- leika. Númerinu megið þið að sjálf- sögðu dreifa ef þið vitið um ein- hvern sem áhuga hefur á að styrkja fólk í erfiðleikum. SÉlÍÍlÉIÉS Bláskjár og aumingj avarpið Garri hefur löngum haft illan bjóð á auglýs- ingum og telur að þar sé stundum hallað réttu máli og ekki allur sannleikurinn sagður um gæði, endingu og rakadrægni dömubinda og tor- færujeppa. Þess vegna gladdi það Garra geypi- lega þegar i vikunni birtist opnuauglýsing i blöö- unum þar sem allur sannleikurinn og ekkert nema sannleikurinn var sagður umbúðalaust. í fyrsta sinn á íslandi komu menn út úr töffara- skápnum og viðurkenndu það sem allir vissu raunar fyrir, sem sé: Við erum aumingjar! Bara fyrir virðingarverða hreinskilni af þessu tagi er sjálfsagt að verða við beiðni talsmanna aumingjavarpsins og styrkja Skjáeinn til góðra verka og batnandi dagskrár. Og býttar engu þó Garri hafi ekki séð einn einasta þátt eða auglýs- ingu á þessari ágætu auglýsingastöð sem er (næstum þvi) alltaf ókeypis. Svona framtak á að verðlauna, enda er það ekki Skjánum að kenna heldur okurköllunum á Landssímanum að Garri fær ekki að sjá Skjá. Pínubjört framtíð Og ekki dró það úr áhuga Garra að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að „hjálpa þeim til að skemmta okkur,“ þegar hinn sísmælandi framan í heiminn sjónvarpsstjóri Skjásins, sjálfur Blá- skjár Þór Vigfússon, mætti í viðtal á nauðungaráskriftar- stöð ríkisins. Bláskjár var brattur og brosmildur og kvaðst sjá fram á bjarta framtíð hjá fyrirtækinu, en hann vissi bara ekki alveg nákvæmlega hvað bjarta, hvort hún yrði rosalega björt eða bara kannnski si sona pínulítið björt. Og þess vegna hefðu þeir Skjámenn farið fram á þessa hungur- lús hjá hugsandi og frels- iselskandi fólki í landinu, ef sem sé framtíðin yrði ekki eins björt og allt benti þó til. Þannig væri það nú já og sei sei jú mikil ósköp. VIÐ VITUM ^UMINGJALE HORFENDUR HRINGDU NÚNA í SlMA 907 - 4290 OGIEGGOU WTT Af MÓRKUM 1 RílKf.iNGSfVUMf R ! M3S-2ð-I472| ! KENNiTALA. ! 640593 2029 ! ! VEFSLÓÐ: AÐ ÞAÐ E GT AÐ Bl UM PENI^ oUur um4«ov!^,e^iv_(S, oi*yp« .jdovjrp i HJÁLPAOU OKKUR AO SKEMM fA ÞÉR.. 125 grömm af ufsa Eftir að hafa „séð og heyrt“ viðtalið við Blá- skjá, tók Garri strax upp tólið og hringdi í frænku sína á Raufarhöfn (sem erfði nýverið dulítinn ufsakvóta, líklega ein 14 kíló og öll með tölu óveidd), og hvatti hana til að leggja í púkkið til að bjarga menningunni. Eftir dulitlar fortölur, því frænka á Rauf hefur ekki heldur séð Skjá- inn, þá ákvað hún að setja í kringum 125 grömm af ufsakvótanum á markað og láta andviröið renna til styrktar Bláskjá og þeim bræðrum í borginni. Og þar með telur Garri sig hafa lagt fram sinn skerf til að bjarga menn- ingunni í landinu þann daginn. G3m Kynþokki og kímnigáfa Sjónvarpsfíkill skrifaöi: Það er gaman að fylgjast með sjónvarpskon- unni Andreu Ró- berts á Stöð 2, en hún var á dögunum kosin kynþokkafyllsta kona landsins. Ekki veit ég hvað það er með fallegar konur, en þær eru oft frekar líflausar og húmorslaus- ar. Andrea er ein af fáum undan- tekningum. Hún hefur mikla út- geislun á skjánum og virðist hafa húmor fyrir sér og sínu nánasta umhverfi. Þetta skilar sér vel inn í stofu til landans. Þær eru sem sagt ekki allar heilalausar og húmors- lausar kynþokkafyllstu konur landsins! Dýr símtöl með símakorti Sæmundur E. Andersen sagði sinar farir ekki sléttar: Ég keypti í fyrra símakort fyrir 1.000 krónur minnir mig, en kortið átti að gilda til ársins 2002. Nú notaði ég kortið einu sinni eöa tvisvar með ár- angri. Nú gerð- ist það að kortið hætti að virka, mér var sagt að kortasíminn hlyti að vera bilaður. Ég fór á fleiri staði, en allt kom fyrir ekki kortið virkaði ekki. Síminn í Ármúla sagði mér að hann bæri ekki ábyrgð á þessu. Eng- inn virðist bera ábyrgð, en ég sit uppi með ónýtt símakort sem gaf mér tvö stutt símtöl og síðan ekki söguna meir. Refir í byggð Jón Sigurðsson, Dvalarheimilinu Klaustur hólum, Kirkjubæjarklaustri hringdi: Ég sá blaðagrein í Dagblaðinu á miðvikudaginn um refastofninn á íslandi. Þar segir að ekki sé vitað til þess að refur hafi sést í byggð á ís- landi. En hérna í Skaftafellssýslu ganga tófurnar ljósum logum niðri í byggð og hafa gert það árum saman. En við erum kannski ekki talin vera í byggð hérna? Öfuguggaháttur og dónaskapur Kristinn Ásgrímsson hringdi: Flvers vegna vill DV uppheíja öf- uguggahátt og dónaskap? Þessi spurning vaknaði síðastliðinn laug- ardagsmorgun þegar ég fietti blað- inu og sá myndskreyttan pistil Ragnheiðar Eiríksdóttur sem virð- ist vera ráðin sem klámpenni blaðs- ins. Mér finnst full ástæða að rit- stjórar blaðsins biðji lesendur sína afsökunar á umræddri birtingu og losi blaðið við umræddan klám- pistlahöfund. Framboð eldri borgara og öryrkja Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: í DV þann 25. september birtist bréf eftir Sigurstein Ólafsson sem hét „Framboð eldri borgara“. Eink- um var þetta ómakleg gagnrýni á Frjálslynda flokk Sverris Her- mannssonar. Fyrir fjórum árum hefði sérframboð Félags eldri borg- ara haft oddaaðstöðu. Nú er enn eitt tækifærið, að þessu sinni í samfloti með Öryrkjabandalaginu í sameig- inlegu áhlaupi í baráttu okkar. Eldri borgurum og öryrkjum allt! Andrea á Stöð 2 - kynþokkafull og meö útgeislun. f Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.