Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2001, Blaðsíða 8
8
Útlönd
MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2001
I>V
Nokkur dæmi um vörur á tilboði
í október og nóvember 2001
Glös
Fascination 30 d,
6 stk. rauðvínsglös
'i
^seLé/béSL
Hnífapör
efcernmTfl„.t
iii| 12 stkT Utah
Matargafflar
.. v,
Postulín
Bolli m/undirskál
18 d. 12 stk.
Europe/Bourges
Sérmerkjum glös og postulín
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttathilsi 2 • 110 Rerkjavík
Sími 520 6666 • Bréfaslmi 520 6665 • sala@rv.is
REUTER-MYND
Myrtur fyrir skrif sín
Noröur-írski blaðamaðurinn Martin
O'Hagan var óhræddur við að skrifa
um öfgafulla mótmælendur.
Leitaöaöblaða-
mannsmoröingja
Lögreglan á Norður-írlandi leitar
nú logandi ljósi að morðingjum
blaðamannsins Martins O’Hagans
sem var skotinn til bana á föstudag.
Að sögn var O’Hagan myrtur vegna
vitneskju sinnar um óhreint mjöl í
pokahorni samviskulausrar hreyf-
ingar mótmælenda, Bresku sjálf-
boðaliðssveitanna (BVF).
tbúar á Norður-lrlandi eru mjög
slegnir yfir þessu fyrsta morði á
blaðamanni í þrjátíu ára sögu
skálmaldarinnar í landinu.
„Martin hafði verið þeim þyrnir í
augum. Hann hafði skrifaö harðorð-
ar greinar um það sem þeir hafa að-
hafst í mörg ár,“ sagði háttsettur
löggæslumaður í samtali við frétta-
stofu Reuters.
íranar búi sig undir
flóttamannastraum
Flóttamannastofnun Sameinuðu
þjóöanna sagði í gær að íranar ættu
að búa sig undir að taka við rúm-
lega fjögur hundruð þúsund af-
gönskum flóttamönnum, fari svo að
Bandaríkjamenn geri árás á
Afganistan til að refsa stjómvöldum
þar fyrir að skjóta skjólshúsi yfir
Osama bin Laden hryðjuverka-
mann.
Filippo Grandi, fulltrúi Flótta-
mannastofnunarinnar, var í íran í
gær þar sem hann ræddi samvinnu
við þarlend stjórnvöld komi til auk-
ins flóttamannastraums.
Um tvær milljónir afganskra
flóttamanna eru þegar í íran.
Stjómvöld I Teheran hafa lokað
landamærum ríkjanna til að halda
flóttamönnum úti. Þau hafa þó heit-
ið aðstoð sinni en vilja að nýjar
flóttamannabúðir verði settar upp
innan landamæra Afganistans.
REUTER-MYND
Grætur örlög sín
Numan heitir hann og er fimm ára
afganskur snáði sem grætur örlög
sín i þorpi sem sett hefur verið upp
fyrir afganska flóttamenn í útjaðri
borgarinnar Islamabad í Pakistan.
Bandaríkin vilja steypa talibönum af stóli:
Ráðist á bin Laden
innan fáeinna daga
Bandarískar og breskar hersveit-
ir ætla að ráðast til atlögu gegn
Osama bin Laden og mönnum hans
í Afganistan innan tveggja sólar-
hringa, að því er bresk blöð greindu
frá í gær.
Sunnudagsblaðið Observer hafði
eftir ónafngreindum heimildar-
mönnum, bæði bandarískum og
breskum, að tilgangur árásinnar
væri að drepa bin Laden, sem grun-
aður er um að hafa staðið fyrir
hryðjuverkaárásunum á New York
og Washington í síðasta mánuði. Að
sögn Observer verður samhliða ráð-
ist gegn loft- og landher talibana-
stjórnarinnar í Afganistan sem hef-
ur skotið skjólshúsi yfir bin Laden
undanfarin ár.
Blaðið Mail on Sunday hafði eftir
leiðtoga stjórnarandstöðuhreyfing-
arinnar Norðurbandalagsins að her-
sveitir hans myndu hefja nýja sókn
gegn talibönum innan tveggja sólar-
hringa. Til þess myndu þær njóta
stuðnings Bandaríkjamanna.
Stjórnvöld í Washington vísuðu í
gær á bug fullyrðingum sendiherra
talibana í Pakistan þess efnis að
talibanar væru með bin Laden á
valdi sínu og hefðu komið honum í
felur af öryggisástæðum. Banda-
rískir embættismenn ítrekuðu fyrri
REUTER-MYND
Dóttirin á valdi talibana
Deborah Oddy heldur á myndum af dóttur sinni, Heather Mercer, sem ásamt
öörum er ákærö fyrir að reyna aö kristna afganska múslíma. Réttarhöld yfir
Mercer og sjö öðrum útlendingum héldu áfram í Kabúl í gær.
REUTER-MYND
Væn flís af feitum sauð
Liðsmaöur Norðurbandalagsins í
Afganistan sker sér flís af kind til að
elda í bækistöövum nærri landa-
mærunum að Tadsjikistan.
kröfur sinar um að talibanar fram-
seldu bin Laden.
Andrew Card, starfsmannastjóri
Hvíta hússins, sagöi að bandarísk
stjórnvöld vildu að talibanar yrðu
hraktir frá völdum ef þeir héldu
áfram að skjóta skjólshúsi yfir bin
Laden og aðra sem tengdir eru
hryðjuverkum.
„Við viljum ekki að nein ríkis-
stjóm haldi hlífiskildi yfir hryðju-
verkamönnum," sagðí Card í viðtali
við Fox sjónvarpsstöðina.
Donald Rumsfeld landvarnaráð-
herra gaf til kynna í gær að stjórn-
völd vestra hölluðust æ meir að því
að rétta Norðurbandalaginu hjálp-
arhönd þegar hann sagði að aðstoða
þyrfti andstæðinga talibana.
Talsmenn Norðurbandalagsins
staðhæfðu í gær að nokkur hundruð
hermenn úr sveitum talibana hefðu
hlaupist undan merkjum að undan-
fórnu og gengið til liðs við norðan-
menn.
Ónafngreindur talsmaður tali-
bana hefur staðfest liöhlaupið.
Simbabve
Morgan Tsvang-
irai, leiðtogi stjórn-
arandstöðunnar í
Simbabve, sagði í
gær að hann væri
bjartsýnn á að
tveggja ára gömul
lýðræðishreyfing
hans myndi sigra í
forsetakosningunum sem til stend-
ur að halda á næsta ári.
Ekki vinnanleg olía
Olíufélagið BP fann bæði olíu og
gas í tilraunaborunum sínum í
landgrunni Færeyja en ekki í vinn-
anlegu magni, að því er færeysk ol-
íumálayfirvöld hafa greint frá.
Bjartsýnir i
Sjónvarpsgláp minnkar
Sjónvarpsgláp danskra barna á
aldrinum 4 til 11 ára hefur minnkað
umtalsvert frá því í fyrra, að því er
fram kemur í könnun sem gerð var
fyrir blaðið Politiken.
Hryðjuverk eru plága
Jóhannes Páll páfi sagði í gær að
hlífa þyrfti heiminum við þeirri illu
plágu sem hryðjuverk væru og að ekki
væri hægt að skilja að leitina aö var-
anlegum friði og beitingu réttlætis.
Vill breytt eftirlaunakerfi
Ráðherra í færeysku landstjórn-
inni ætlar að leggja fram frumvarp
um að opinberir eftirlaunasjóðir
verði smám saman lagðir niður og
að launþegir leggi sjálfir hluta af
launum sínum í eftirlaunasjóði.
Bin Laden skelfir talibana
Benazir Bhutto,
fyrrum forsætisráð-
herra Pakistans,
sagði í gær að sádi-
arabíski ofstækis-
maðurinn Osama
bin Laden væri
stríðsherra í
Afganistan sem
hefði heljartök á talibanastjórninni
þar. Hún sagðist hafa heimildir fyr-
ir þvi að bin Laden hefði tólf þús-
und menn undir vopnum.
Enn rætt um stjórn
Hægriflokkurinn, Kristilegi þjóð-
arflokkurinn og Vinstriflokkurinn í
Noregu tóku aftur upp viöræður um
hugsanlega myndun samsteypu-
stjórnár í gær.
Útlagakóngur studdur
Háttsettir banda-
rískir stjórnmála-
menn lýstu í gær
yfir stuðningi sín-
um við útlægan
fyrrum konung
Afganistans, Mo-
hammad Zahir
Shah, til að mynda
breiða samfylkingu gegn talibana-
stjórninni í Afganistan.
Friðarviðræður í hættu
Friðarviðræður í Kólumbíu eru í
hættu eftir að herinn fann lík eigin-
konu dómsmálaráðherrans sem
talið var að vinstrisinnar hefðu
rænt fyrir einni viku.
Skóli hrundi til grunna
Sjö sýrlensk börn létust og fjögur
til viðbótar slösuðust þegar tveggja
hæða skólahús þeirra hrundi til
grunna eftir að grótskriða féll úr
fjallinu fyrir ofan skólann sem var
skammt suður af Damaskus.