Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2001 DV Fréttir Landsfundi Sjálfstæðisflokksins lauk síðdegis í gær: Sjálfstæöisflokkurinn er vel vopnum búinn - sagði Davíð Oddsson við fundarslit. Sjávarútvegsmálin helsta hitamálið Einar K. Guðfinnsson: Menn nálguð- ust nauðsyn- lega sátt Sjávarútvegsmál voru hitamálið á landsfúndi Sjálfstæðisflokksins sem lauk í gær. í ályktun um sjávarútvegs- mál er tekið undir álit meirihluta end- urskoðunarnefndar um stjórn fisk- veiða frá því á dögunum þar sem lagt er til að tekið verði upp hóflegt veiði- leyfagjald en svokallaðri fymingarleið er hafnað. í ályktun landsfundarins um þennan málaflokk segir að fisk- veiðistjómunarkerfi með skynsam- legri nýtingu fiskistofnanna við land- ið, auk styrkrar efnahagsstjórnunar á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar, sé meðal mikilvægustu homsteina sem velmegun þjóðarinnar byggist á. Tel- ur landsfundurinn mikilvægt að í grundvallaratriðum verði áfram byggt á núverandi fiskveiðistjómun- arkerfi, en kerfið þarfnist þó stöðugr- ar og viðvarandi endurskoðunar. Til- lsiga fimmmenninga, með Markús Möller hagfræðing í fararbroddi, um að farin yrði svoköUuð fyrningarleið Miðstjórn: Birna með flest atkvæði Birna Lárusdóttir, fjölmiðlafræð- ingur og formaður bæjarráðs ísa- fjarðarbæjar, hlaut flest atkvæði í kosningu til mið- stjórnar Sjálf- stæðisflokksins. Hún fékk aUs 633 atkvæði en aörir færri. Þau eru Ásta Þórarins- dóttir hagfræð- ingur, Birgir Ár- mannsson lög- fræðingur, Elín- björg Magnús- dóttir, verkalýðsforingi á Akranesi, EUen Ingvadóttir, löggUtur dóm- túlkur og skjalaþýðandi, Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, Jón Helgi Bjömsson, framkvæmdastjóri á Laxamýri í Að- aldal, Jón Magnússon, verkfræðing- ur á Hofsósi, Magni Kristjánsson, skipstjóri og framkvæmdastjóri i Neskaupstað, Magnús Þór Gylfason, framkvæmdastjóri SUS, og Ragnar Sær Ragnarsson, sveitarstjóri í Biskupstungum. -sbs DV, MYNDIR ÞÖK Skeggrætt á landsfundi Ymislegt var rætt á göngum landsfundar enda í mörgu aö snúast þar sem á annaö þúsund manns voru mættir. Davíö Oddsson formaður blaöar í pappírum en framkvæmdastjórinn og fundarstjórinn eru ekki langt undan. Lengra fæöingarorlof Þorsteinn Davíðsson, Oddssonar, fékk ásamt fleirum samþykkta ályktun um aö fæöingarorlof veröi aö fullu millifæranlegt. var feUd í sjávarútvegsnefnd með tíu atkvæða mun. Markús var aUs ekki sáttur við þau málalok og í ræðu sem hann flutti á landsfundinum sagði hann sig úr flokknum. Trúr stefnu slnni En þrátt fyrir þessar ýfingar ríkti friðurinn ofar hverri kröfu á lands- fundinum sem birtist ekki síst í fylgi- spekt í formannskjöri. Þar var Davíð Oddsson endurkjörinn formaður með 98% greiddra atkvæða og fékk aUs 849 atkvæði. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra var endurkjörinn varaformaður flokksins með 89,4% atkvæða, eða aUs 761 atkvæði. „Þjóðin veit hvar hún hefur Sjálfstæðisflokkinn sem er trúr stefnu sinni,“ sagði Davíð Oddsson þegar hann sleit fundinum síðdegis í gær. Hann sagði þaö vera sannfær- ingu sína að flokkurinn væri vel vopnum búinn til að ná markmiðum sínum, svo sem í þeim tvennu kosn- ingum sem fram undan væru. Ein þeirra tiUagna sem samþykktar voru á fundinum var að stefnt yrði að tólf mánaða fæðingarorlofi. Var hún samþykkt með meginþorra atkvæða og einnig breytingartUaga þeirra Þor- steins Davíðssonar, Gunnlaugs S. Gunnlaugssonar og IUuga Gunnars- sonar um að réttur foreldra til töku fæðingarorlofs verði að fuUu millifær- anlegur. LandsfundarfuUtrúar sam- þykktu einnig að stefnt skyldi að því að leggja niður Kvikmyndaskoðun ríkisins, nýsamþykktum tóbaksvama- lögum yrði breytt og lögum um dóm- stóla breytt á þann veg að sjö dómar- arar skipi Hæstarétt í mikUsverðum málum sem snúast um túlkun á stjórnarskrá. Forsenda stóriöju í ályktun um iðnaðarmál segir að Fljótsdalsvirkjun sé forsenda þess að hægt verði að vinna áfram að því að þróa tækifæri I stóriðju. Þrátt fyrir að blikur séu á lofti í alþjóðamálum nú sem stendur sé nauðsynlegt að hafa svigrúm til aö undirbúa næstu skref. Nefnd um málefni eldri borgara ályktaði á þann veg að auka þyrfti rétt eftirlaunafólks sem býr i eigin hús- næði tU afsláttar og niðurfeUingar fasteignagjalda. Lækkun þeirra stuðli að því að eldri borgarar hafi meiri möguleika á að búa lengur í eigin hús- næði og þurfi því síður á dýram vist- unarplássum að halda. -sbs „Ég tel að á landsfundinum hafi menn nálgast þá nauðsynlegu sátt um stjórn fiskveiða sem þarf að nást. Einnig var þarna samþykkt til- laga tU sjávarútvegsráðherra um að koma með ráðstafanir til að bregð- ast við þeirri stöðu sem nú er kom- in upp í byggðum sem eru hvað háðastar veiði krókabáta," sagði Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum og formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, um þá lendingu sem náð- ist á landsfundinum í sjávarútvegs- málum. Landsfundurinn samþykkti að fara svonefnda veiðigjaldsleið, rétt eins og meirihluti endurskoðunar- nefndar um stjórn fiskveiða sam- þykkti. Fyrningarleiðinni var hins vegar hafnað en fyrir henni töluðu Markús MöUer hagfræðingur og fleiri. „Hans hugmyndir hafa aUtaf verið mjög andstæðar mínum. Gagnrýni min á fiskveiðistjórnun- arkerfið hefur aldrei verið sú að skatta hafi vantað á sjávarútveg- inn,“ sagði Einar. Þjóðhættuleg stefna „Ég vU ekki vera þátttakandi í starfi flokks sem rekur stefnu sem ég er ósammála og tel raunar þjóð- hættulega," sagði Markús MöUer hagfræðingur sem í ræðu á lands- fundinum sagði sig úr Sjálfstæðis- flokknum eftir að tillaga hans og fleiri um að farin skyldi svokölluð fyrningarleið varð undir. Markús segir að þar hefði kom- ið til andstaða flokksforystunnar „... og ef til vill vorum við ekki nógu góðir við að útskýra hvað er þjóðhættulegt við þá stefnu sem nú er fylgt.“ Aðspurður hvort hann hygðist róa á ný mið tU að vinna sjónarmið- um sínum í fiskveiðistjómunarmál- um framgang svaraði Markús því tU að hann ætlaði ekki að leggja árar í bát ... ef ég get fundið mér ein- hvern alvöruvettvang til að snúa ofan af núverandi kerfi,“ eins og hann komst að orði. -sbs Sólargangur og sjávarfölí Hlýnandi Austan- og norðaustanátt, víöa 8-13 m/s og væta, einkum þó suðaustanlands. Hlýnandi veöur og hiti yfirleitt 5 til 10 stig. REYKJAVIK AKUREYRl Sólarlag í kvöld 18.08 17.48 Sólarupprás á morgun 08.21 08.10 Síödegisflóö 17.20 21.53 Ardegisflóð á morgun 05.47 10.20 Shýringar á vsðyrtSHnum ^VINDATT 10V-HITI "4 -io° ^VINDSTYRKUR 1 metruto á sekúndu ^FROST HEIÐSKÍRT O LETTSKYJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ AtSKÝJAO & Q Q RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA P +* EUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Væta á landinu Noröaustan 10-15 m/s og rigning norövestantil, en annars breytileg átt og skúrir. Miðvíkui Vindur: 5-11 Hiti 2° til 8® Vindur: C 4-10 m/,\ -T? \ .*; 9° o° ' Hiti 2° til 8' Föstud Vindur: , 6—12 m/s Hiti 2° til 9" «ua‘ÁU o Fremur hæg norölæg átt og stöku skúrlr noröantll en víöa bjartvlöri sunnantll. Hltl 2 tll 8 stig Hæg norölæg eöa breytileg átt og skúrir noröantll, en bjartara sunnantil. Hltl 2 tli 8 stlg. Austlæg átt og rignlng sunnantil, en úrkomulítlö noröantil. Hltl 2 tll 9 stig. Veöriö kl. 12 AKUREYRI skúr 3 BERGSSTAÐIR skýjaö 6 BOLUNGARVÍK úrkoma í grennd 3 EGILSSTAÐIR skýjaö 6 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 8 KEFLAVÍK skúr 6 RAUFARHÖFN rigning 6 REYKJAVÍK úrkoma f grennd 8 STÓRHÖFÐI skýjaö 7 BERGEN skýjaö 13 HELSINKI skýjaö 11 KAUPNIANNAHÖFN þokuruöningur 14 ÓSLÓ léttskýjaö 11 STOKKHÓLMUR 13 PÓRSHÖFN skúr 12 ÞRÁNDHEIMUR skýjað 11 ALGARVE skýjaö 21 AMSTERDAM þokumóöa 19 BARCELONA mistur 22 BERLÍN léttskýjaö 22 CHICAGO alskýjaö 10 DUBLIN rigning 13 HALIFAX skýjaö 14 FRANKFURT skýjaö 18 HAMBORG skýjað 21 JAN MAYEN skýjaö 2 LONDON skýjaö 18 LÚXEMBORG þokumóöa 16 MALLORCA hálfskýjaö 25 MONTREAL heiöskírt 15 NARSSARSSUAQ heiöskírt -4 NEW YORK alskýjaö 14 ORLANDO skýjaö 23 PARÍS skýjaö 19 VÍN þokumóöa 15 WASHINGTON alskýjaö 16 WINNIPEG þoka 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.