Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Blaðsíða 22
42 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára__________________________ Elín Guömundsdóttir, Snorrabraut 58, Reykjavík. Gunnar Stefánsson, Svalbakka, Hofsósi. 75 ára__________________________ Veturliöi Gunnarsson, Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavík. Guöný Jósefsdóttir, Mánagötu 3, Keflavík. Arnheiöur Halldórsdóttir, Strandgötu 97, Eskifirði. 70 ára _________________________ Aöalheiöur Ólafsdóttir, Logafold 61, Reykjavík. 60 ára__________________________ Gunnar Þ. Lárusson, Hæðargarði 3a, Reykjavík. Jósef H. Helgason, Gyðufelli 6, Reykjavík. Margrét Jónsdóttir, Esjugrund 43, Kjalarnesi. Edda Emilsdóttir, Vatnsholti 9a, Keflavík. Kristjana Sigurjónsdóttir, Vesturgötu 13, Ólafsfirði. Örn Baldvins Hauksson, Litlagerði 5, Hvolsvelli. 50 ára__________________________ Héðinn Arason, Otrateigi 34, Reykjavík. Auöur Ingvadóttir, Melgeröi 17, Reykjavík. Markús Markovic, Suðurhólum 28, Reykjavík. Ingólfur Már Magnússon, Vesturbergi 148, Reykjavík. Árni Bergmann Sveinsson, Baughúsum 23, Reykjavik. Unnur Birna Magnúsdóttir, Hringbraut 17, Hafnarfjörður. Birgir Smári Karlsson, Staðarhrauni 19, Grindavík. Ellert Ingvarsson, Jörundarholti 101, Akranesi. Theódóra Gústafsdóttir, Kirkjubraut 32, Akranesi. Siguröur Jónsson, Hraunsási, Reykholt. Anna Guðrún Vigfúsdóttir, Smárabraut 3, Blönduósi. Valdimar Björnsson, Fellstúni 19, Sauðárkróki. Ólafur Árnason, Reyrhaga 6, Selfossi. 40 ára__________________________ Kristján Kristjánsson, Bröndukvísl 17, Reykjavík. Margrét Bragadóttir, Tjarnarbóli 8, Seltjarnarnesi. Jóhannes Kristjánsson, Brekkusmára 7, Kópavogi. Edda Soffía Karlsdóttir, Hátúni 13, Keflavík. Guörún Hreinsdóttir, Bakkavegi 37, Hnífsdal. Jónasína Halldórsdóttir, Heiðarbrún 57, Hverageröi. Persónuleg, alhliöa útfararþjónusta. Sverrir Einarsson Bryndls útfararatjón Valbiarnarddttir útfararetjóri Útfararstofa íslands Suöurhlíö35* Sími 581 3300 allan sólarhringinn. www.Utforin.iS Smáauglýsingar DV visir.is MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2001 DV Fólk í fréttum Karl Steinar Guðnason forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar rlkisins, hefur veriö i DV-fréttum að undanförnu vegna ráðningar prests íslendinga i Kaupmannahöfn. Starfsferill Karl Steinar fæddist í Keflavík 27.5. 1939. Hann lauk kennaraprófi frá KÍ 1960. Karl Steinar var kennari við Bamaskóla Keflavikur 1960-76 og jafnframt starfsmaður á skrifstofum verkalýðsfélaganna i Keflavík en í fullu starfi þar 1977-78. Hann var þingmaður Reykjaneskjördæmis 1978-93 og hefur verið forstjóri Trygg- ingastofnunar ríkisins frá 1993. Karl Steinar var forseti efri deildar 1987-88 og 1991 og fyrsti varaforseti Sameinaðs þings 1979 og 1980-83. Hann sat i flokksstjóm Alþýðuflokks- ins 1960-93, var ritari Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og ná- grennis 1966-70 og formaður þess 1970-91, var námstjóri Félagsmála- skóla alþýðu um skeið, formaður FUJ í Keflavík 1958-66, í stjórn SUJ 1958-70, framkvæmdastjóri Æsku- lýðsráðs Keflavíkur 1962-70, í stjóm Æskulýðssamþands norrænna jafnað- armanna 1964-70, í bæjarstjóm Kefla- víkur 1970-82, sat aUsherjarþing Sþ 1977 og 1982, sat í stjórn Verkamanna- sambands íslands 1971-87 og var varaformaður þess 1975-87 og 1989-91, í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkis- ins 1978-82 og var formaður hennar um skeið, sat í stjórn Vinnueftirlits ríkisins 1980-92 og í Kjararannsókn- arnefnd 1988-92. Fjölskylda Karl Steinar kvæntist 17.6. 1962 Helgu Þórdísi Þormóðsdóttur, f. 5.9. 1942, félagsráðgjafa. Hún er dóttir Þormóðs Guðlaugssonar og Guð- bjargar Þórhallsdóttur. Börn Þórdísar og Karls Steinars eru Kalla Björg, f. 27.2. 1962, for- stöðumaður hjá Samvinnuferð- um/Landssýn, gift Jóni Sigurðs- syni, starfsmanni Nýherja, og eru börn þeirra Sigurður Steinar, f. 2.6. 1993, og Þóra Kristín, f. 4.11. 1995; Edda Rós, f. 29.12. 1965, hagfræðing- ur við Búnaðarbankann, gift Kjart- ani Daníelssyni, starfsmanni Fylkis, og eru böm þeirra Þórdís Helga, f. 20.3. 1992, og Daníel Steinar, f. 21.3. 1998; Guðný Hrund, f. 22.5.1971, við- skiptafræðingur hjá Streng ehf. og er dóttir hennar Kristrún Ásta Arn- finnsdóttir, f. 4.4. 1993; Margeir Steinar, f. 19.6. 1976, bankamaður við Sparisjóðinn í Keflavík. Systkini Karls Steinars: Gunnar Kristján, f. 27.6. 1936, verkamaður við Olíustöðina í Helguvík; Jóhanna Jóna, f. 14.11.1937, húsmóðir í Hafn- arfírði; Selma Gunnhildur, f. 31.8. 1944, d. 26.3. 1994, húsmóðir í Kefla- vík; Ólafía Bergþóra, f. 13.2. 1946, d. 25.6. 1997, húsmóöir og verkakona í Keflavík. Foreldrar Karls Steinars voru Guðni Jónsson, f. 3.1. 1906, d. 18.10. 1957, vélstjóri í Keflavík, og k.h., Karólína Kristjánsdóttir, f. 14.7. 1911, d. 27.1.1981, verkakona. Ætt Faðir Guðna var Jón, b. í Stein- um undir Eyjafjöllum, bróðir Sigur- veigar, ömmu Guðmundar verk- fræðings og Jóhannesar Einars- sonar, forstjóra Cargolux. Jón var sonur Einars, b. í Steinum, Jónsson- ar, og Sigurveigar Einarsdóttur, b. í Kerlingardal í Mýrdal, bróður Þor- steins, langafa Steinunnar, lang- ömmu Jóhönnu Sigurðardóttur alþm. Einar var sonur Þorsteins, b. í Kerlingardal, Steingrímssonar, bróður Jóns eldprests. Móðir Jóns var Þórunn, systir Guðrúnar, ömmu Guðjóns Samúelssonar, fyrrv. húsameistara ríkisins. Bróðir Þórunnar var Ólafur, langafi Ge- orgs Ólafssonar, forstöðumanns Sam-keppnisstofnunar. Þórunn var dóttir Sveins, b. í Skógum, ísleifs- sonar, b. i Skógum, Jónssonar, lrm. í Selkoti, ísleifssonar. Móðir Guðna var Jóhanna Magn- úsdóttir, systir Sigriðar, móður Magnúsar Á. Árnasonar listmálara og Ástu málara. Karólína var dóttir Kristjáns, sjó- manns í Keflavík (Stjána bláa) Sveinssonar, b. í Akrahreppi í Skagafirði, Pálssonar. Móðir Krist- jáns var Helga Jóhannesdóttir, dag- launara í Hafnarfirði, Hannessonar. Móðir Karólínu var Guðrún Jóns- dóttir, b. á Akri í Njarðvík, Jónsson- ar. Móðir Jóns á Ákri var Guðrún Halldórsdóttir, bróður Þórhalla, langafa Gríms, föður Ólafs Ragnars forseta. Móðir Guðrúnar var Guð- ríður Guðmundsdóttir, systir Lofts, langafa Bjarna Jónssonar vígslu- biskups. Bróðir Guðriðar var Þor- steinn, langafi Solveigar, móður Einars Olgeirssonar alþm. Móðir Guðrúnar var Ingigerður Jónsdótt- ir, b. í Berjanesi í Landeyjum, Jóns- sonar, og Ingigerðar Jónsdóttur, b. í 3erjanesi, Þorsteinssonar, b. á Kýl- hrauni á Skeiðum, Eiríkssonar, ætt- föður Bolholtsættar Jónssonar. Fimmtugur Pálmar Þorgeirsson framkvæmdastjóri á Flúðum Pálmar Þorgeirsson, f. 15. okt. 1951 í Reykjavík, eigandi flutninga- fyrirtækisins Flúðaleiðar ehf., Vest- urbrún 15, Flúðum, Hrunamanna- hreppi, er fimmtugur t dag. Starfsferill Pálmar fæddist í Reykjavík. Hann hefur starfrækt flutningafyr- irtækið Flúðaleiðir frá 1980. Áður sinnti hann ýmsum störfum til sjós og lands en vann þó aðallega við vinnuvélar og sinnti verktakastörf- um af ýmsu tagi, hér og þar um landið. Pálmar hefur verið virkur félagi í Vélsleðasveitinni Fannari og Björg- unarsveitinni Eyvindi frá upphafi enda mikill áhugamaður um vél- sleðamenningu. Fjölskylda Pálmar kvæntist 9.11. 1974, Ragnhildi Þórarinsdóttur, f. 21.3. 1953, garðyrkjubónda. Hún er dóttir Þórarins Þorfinnssonar, f. 20.8.1911, d. 28.11. 1984, bónda á Spóastöðum í Biskupstungum, og k.h. 1939, Ingi- bjargar Vilhelmínu Guðmundsson, f. 12.6. 1916 í Innri-Hjarðardal í Ön- undarfirði. Pálmar og Ragnhildur hafa búið á Flúðum alla sína bú- skapartíð. Börn Pálmars og Ragnhildar eru Lára Bryndís Pálmarsdóttir, f. 7.1. 1977, í sambúð með Kristjáni S. Bjamasyni; Rúnar Pálmarsson, f. 24.2. 1981; Svavar Geir Pálmarsson, f. 18.7. 1990. Systkini Pálmars: Hrafnhildur, f. 18.12. 1952, bókasafns- og upplýs- ingafræðingur í Reykjavlk; Bryn- hildur, f. 1.5.1955, myndlistarmaður í Reykjavík; Sveinn Sigurður, f. 18.2. 1958, myndlistarmaður í Reykjavík; Aðaísteinn, f. 4.2. 1961, bóndi á Hrafnkelsstöðum. Foreldrar Pálmars: Þorgeir Sveinsson, f. 16.6.1927, d. 25.11.1997, bóndi á Hrafnkelsstöðum III í Hrunamannahreppi, og k.h., Svava Pálsdóttir, f. 20.4. 1928, húsfreyja og bókavörður á Hrafnkelsstöðum III. Ætt Þorgeir var sonur Sveins, b. á Hrafnkelsstöðum, Sveinssonar, b. á Rauðafelli undir Eyjaíjöllum, An- roddssonar. Móðir Sveins á Hrafn- kelsstöðum var Dóróthea Högna- dóttir. Móðir Þorgeirs var Sigríður Har- aldsdóttir, b. og söðlasmiðs á Hrafn- kelsstöðum, Sigurðssonar, b. á Kópsvatni, Magnússonar. Móðir Haralds var Kristrún Jónsdóttir. Móðir Sigríðar var Guðrún Helga- dóttir, b. í Birtingarholti, Magnús- sonar, hreppstjóra og alþm. í Syðra- Langholti Andréssonar. Móðir Helga var Katrín Eiríksdóttir, ætt- föður Reykjaættar, Vigfússonar. Móðir Guðrúnar var Guðrún Guð- mundsdóttir, b. í Birtingarholti, Magnússonar, og Arndísar Einars- dóttur. Svava er dóttir Páls, b. i Dalbæ í Hrunamannahreppi, Guömundsson- ar, b. í Dalbæ Guðmundssonar, b. í Traðarholti í Stokkseyrarhverfi, Guðmundssonar. Móðir Guðmund- ar í Dalbæ var Guðrún Guðmunds- dóttir. Móðir Páls var Guðfinna Kol- beinsdóttir, b. í Stóru-Mástungu, Ei- ríkssonar, b. á Hömrum í Gnúp- verjahreppi, Kolbeinssonar, b. á Hlemmiskeiði, Eirikssonar, ættföð- ur Reykjaættar, Vigfússonar. Móðir Eiríks á Hömrum var Solveig Vig- fúsdöttir, b. á Fjalli Ófeigssonar. Móðir Guðfinnu var Jóhanna Berg- steinsdóttir. Móðir Svövu var Margrét Guö- mundsdóttir, b. og söðlasmiðs í Hólakoti ísakssonar, og Guðrúnar Brynjólfsdóttur frá Sóleyjarbakka. í tilefni af afmæli sínu mun Pálm- ar taka á móti gestum sínum að Gistiheimilinu Geysi, Biskupstung- um, laugardaginn 20.10. kl. 21.00. Allir vinir og velunnarar hans eru velkomnir til að samfagna hinu sí- unga afmælisbarni á þessum tíma- mótum. Merkir Islendingar Jóhannes Sveinsson Kjarval fæddist að Efri-Ey i Meðallandi í Vestur-Skaftafellssýslu 15. október 1885, sonur Sveins Ingi- mundarsonar, bónda þar og k.h., Karitasar Þorsteinsdóttur húsfreyju. Hann ólst upp frá fjögurra ára aldri hjá hálfbróð- ur móður sinnar, Jóhannesi Jónssyni í Geitavík I Borgar- firði eystra. Kjarval stundaði sjómennsku til 1911 en hélt þá utan, fyrst til Lundúna en síðan til Kaupmannahafnar þar sem hann lauk prófi í málaralist frá Konunglega listaháskólan- um 1918. Þá dvaldi hann á Ítalíu 1920 og í París 1928 en var lengst af búsettur í Reykjavík frá 1922. Auk þess að vera meðal frumherja íslenskrar myndlist- ar var Kjarval án efa virtasti listmálari og einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar á 20. öld. Verk Kjarvals þera með sér hvoru tveggja, expressionísk og impressionísk stílbrigði. En þau eru auk þess rammíslensk, oft hlaðin táknum er vísa til íslenskra þjóðsagna, ævintýra og skáld- Jóhannes Sveinsson Kjarval skapar, auk þess sem megin viðfangsefni hans sem listmálara var íslenskt landslag, einkum á Þingvöllum. Þar stóð hann í hrauninu dögum saman og.festi landið á striga. Allar skil- greiningar um list Kjarvals með hliðsjón af straumum og stefnum ber svo að taka með þeim fyrirvara að hann var afar persónulegur og frumlegur listamaður. Kjarval var auk þess mikill teiknari, samanþer teikn- ingar hans af íslensku alþýðufólki. Hann myndskreytti ýmis rit og skrifaði sjálfur ýmis rit, s.s. Grjót 1930; Meira grjót, 1937; Leikur, 1938; Ljóðagrjót, og Hvalsagan frá átján hundruð níutíu og sjö, 1956. Margt hefur verið skrifað um Kjarval og list hans, s.s. ævisaga hans eftir Indriða G. Þorsteinsson, samtalsbók eft- ir Matthías Johannessen, Kjarval, eftir Thor Vilhjálmsson og Kjarval - málari lands og vætta, eftir Aðalstein Ingólfsson. Árið sem Kjarval lést, 1972, voru Kjarvalsstaðir í Reykjavík opnaðir en þar eru verk hans höfö til sýnis, skráð og rannsökuð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.