Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Blaðsíða 23
43 MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2001_________________________ DV Tilvera :2B| Sarah Ferguson 42 ára Fyrrv. hertoga- ynjan af Jórvík, Sarah Ferguson, er afmælisbarn dags- ins. Sarah komst í heimsfréttirnar þeg- ar hún og Andrés prins, yngri bróðir Karls Bretaprins, gengu i hjónaband árið 1986. Hjónabandi þeirra lauk með skilnaði tíu árum síðar. Hefur mikið gengið á í einkalífi hennar síðan og er hún vinsælt efni í slúðurblöðum. Sarah og Andrés, sem búa þrátt fyrir skilnaðinn undir sama þaki, eiga tvær dætur, prinsessurnar Beatrice, 12 ára, og Eugenie, 10 ára. nruiumm ui, o^! færi uppi h ir að nýta þ Nautið (20. ai ér kreíst mikil áhyggjum. Tvíburarnir tz. V 1 .1 Gildir fyrir þriöjudaginn 16. október Vatnsberinn (20, ian.-i8. febr.): I Miklar breytingar ' verða á lífi þínu á næstunni og búferla- flutningar eru líklegir. Þu"færð óvenjulegar fréttir í kvöld. Rskarnirns. fehr.-?0. marsi: Þú ert að skipuleggja Ifrí og ferðalag ásamt fjölskyldu þinni. Það þarf að mörgu að hyggjá áður en lagt er af stað. Kvöldið verður rómantískt. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): . Líklegt er að samband ' milli ástvina styrkist verulega á næstunni. Þú færð óvænt tæki- færi upp í hendumar sem þú ætt- ir að nýta þér. Nautið (20. aoril-20. maii: Gamalt mál, sem þú , varst nærri búin að gleyma, kemur upp á yfirborðið á ný og krefst mikils tíma og veldur þér áhyggjum. Tviburarnir (21. maí-21. iúní): Farðu varlega í öllum “■viðskiptum þar sem einhver gæti verið að reyna að hlunnfara þig. Léitaðu ráðlegginga ef þú þarft. Krabbinn (22. iúní-22. iúiíi: Nú er mikilvægt að | halda vel á spöðunum ' þvi að nóg verður við að fást á næstunni. Vimr standa vel saman um þessar mundir. Uónlð (23. iúlí- 22. áeúst): Eitthvað liggur í loft- inu sem þú áttar þig ekki fyllilega á. Best er að bíða og sjá til. Kvöldið verður fremur rólegt. Happatölur þínar em 9, 18 og 22. Mevian (23. áaúst-22. sept.): Þú verður fyrir óvæntu ■yyv^ happi í fjármálum á ^^V^l»n;estunni. Hafðu augun ^ f opin fyrir nýjum tæki- færam en þar er ekki átt við tækifæri varöandi peninga. Vogin (23. sept-23. okt.l: Þú virðist vera i til- finningalegu ójafiivægi og sjálfstraust þitt er með minnsta móti. Þetta ástand varir þó ekki lengi. Happatölur þínar eru 4, 8 og 26. Sporðdreki (24, okt.-2l. nóv.l: ^^ Hætta er á mistökum og ónákvæmni í vinnu- jjbrögöum ef þú gætir j ekki sérstaklega að þér. Kunningjahópurinn fer stækkandi. Bogmaðurinn (22. náv.-21. des.l: .^—Það er mikið um að rvera í félagslífinu hjá þér um þessar mundir og þér finnst reyndar nóg um. Einhver öfimdar þig. Happatölur þínar em 1, 13 og 29. Steingeltln (22. des.-19, ian.); ^ Láttu sem ekkert sé þó að þú verðir var við v baktjaldamakk. Lík- legt er að það eigi allt aðrar orsakir en þú heldur. Happatölur þínar era 5, 8 og 16. VVfilll UO. bt ý Þetta ástai Enn er beðið eftir Godot Meistaraverk írska leik- skáldsins Samuels Becketts var frumsýnt á nýju leiksviði Borgarleikhússins á sunnu- daginn. Leikritið er eitt af buröarverkum tilvistarspeki- legrar absúrdleikritunar sem átti sitt blómaskeið á sjötta áratugnum. Fjallar það um bið tveggja manna, Vladimirs og Estragons, eftir einhverj- um dularfullum Godot sem lætur reyndar aldrei sjá sig. Með hlutverk herramann- anna fara leikararnir Bene- dikt Erlingsson og Hilmir Snær Guðnason en með önn- ur hlutverk fara þeir Björn Ingi Hilmarsson og Halldór Gylfason. Ljósmyndari DV leit við í hléi í Borgarleikhús- inu þegar gestir biðu eftir að leikritið héldi áfram. DV-MYNDIR EINAR J Beöið og beöið Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, gaf sér tíma til að spjalla viö hjónin Guöjón Pedersen, leikhússtjóra Borgarleikhússins, og Katrínu Hall, stjórnanda íslenska dansflokksins, á meöan hann beiö eftir aö sýningin hæfist á ný. Góðir gestir Melkorka Tekla Ólafsdóttir leikhúsfræöingur ásamt manni sínum, Kristjáni Þóröi Hrafnssyni skáldi, Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri og eiginkona hans, Þórunn Siguröardóttir menningarfrömuöur. Landsfundarhóf s j álf stæðismanna Sjálfstæðismenn héldu landsfund sinn í Laugardalshöll um helgina þar sem skipst var á skoðunum og stefnan mörkuð í helstu málaflokk- um. Á annað þúsund manns tók þátt í fundinum sem gerir hann að einni stærstu stjórnmálasamkomu hér á landi. Á laugardagskvöldið létu menn þó allt stjórnmálaþras lönd og leið en brugðu þess í stað undir sig betri fætinum á skemmti- staðnum Broadway. Þar var boðið upp á þríréttaðan kvöldverð og skemmtiatriði af ýmsu tagi. Davíð Oddsson, forsætisráðherra og for- maður flokksins, hélt hnyttna og skemmtilega hátíðarræöu, Ómar Ragnarsson flutti einnig gamanmál og Kristinn Sigmundsson óperu- söngvari þandi raddböndin viö und- irleik Jónasar Ingimundarsonar. Að lokum hélt hljómsveitin Milljóna- mæringarnir, með félagana Bjarna Arason og Ragga Bjarna, uppi stuð- inu langt fram á nótt. DV-MYNDIR EINAR J Nokkrir valinkunnir sjálfstæðismenn Drífa Hjartardóttir, alþingismaöur og veislustjóri, Geir H. Haarde fjármála- ráöherra, Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, Kjartan Gunnars- son, framkvæmdastjóri flokksins, og Davíö Oddsson forsætisráöherra. Ásgerður og Guölaugur Ásgeröur Jóna Flosadóttir frá Mæörastyrksnefnd og Guölaugur Þór Þóröarson borgarfulltrúi höföu um margt aö spjalla í landsfundarhófinu. Fjölskyldumyndin Matthias Á. Mathiesen, fyrrverandi alþingismaöur og ráö- herra, og Sigrún Þ. Mathiesen, kona hans, ásamt syninum, Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráöherra. r; Yoko Ono Femínismi og afkoma mannkynsins eru yrkisefni Yoko Ono á nýjum geisladiski. Yoko Ono gefur út nýjan disk Yoko Ono, ekkja bítilsins Johns Lennon, kynnti á þriðjudaginn, á fæðingardegi Lennons, nýjan geisla- disk sem ber nafnið „Blueprint For A Sunrise“. „Þegar útgáfufyrirtækið bauð mér að gefa diskinn út á afmæl- isdegi Johns þann 9. október var ég - fljót að samþykkja það,“ sagði Yoko, en hún á sjálf heiðurinn af tónlist- inni á disknum, en sonur hennar, Se- an Lennon, leggur henni lið og spil- ar undir á kassa- og rafmagnsgítar, auk þess að leika á hljómborð. Text- arnir eru að mestu helgaðir femín- isma og afkomu mannkynsins, með tilvitnunum til atburða frá seinni heimsstyrjöldinni. „Fólk heldur ör- ugglega að ég sé eitthvað klikkuð að vera að tala um St. Pétursborg og Japan á stríðsárunum, en ástæðan fyrir þvi er að ég var bara þannig ■ innstillt þegar ég skrifaði textana. Þetta hefur ekkert með hryðjuverkin í New York að gera, enda var ég þá búin með textavinnuna," sagði Yoko, sem býr í hinni frægu Dakotabygg- ingu í New York og var þvi ekki langt frá þegar hörmungarnar í Man- hattan dundu yfir. Stofnuó 1918 Rakarastofan Klapparstíg Sími 551 3010

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.