Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2001 DV Fréttir Rúmlega 700 sjúkraliðar í verkfalli - á 2. hundrað hafa sagt upp: Fimm deildir á Landspítala lokaðar - alvarlegt astand segir hjúkrunarforstjori - frekari samdrattur 1 loftinu Fimm deildir verða lokaðar á Land- spítala vegna þriggja sólarhringa verkfalls sjúkraliða sem kom til fram- kvæmda á miðnætti í nótt. Að sögn Önnu Stefánsdóttur, hjúkrunarfor- stjóra Landspítala, er um að ræða þrjár deildir á skurðsviði, eina á lyfja- sviði og eina á bamasviði. Unnið er samkvæmt undanþágulistum sem báðir aðilar hafa samþykkt. Alls fara 744 sjúkraliðar á ríkis- stofnunum í verkfall nú. Þá hafa tæp- lega 100 hætt störfum á Landspítalan- um og um næstu mánaðamót hætta um 30 til viðbótar sem búnir eru að segja upp. Um er að ræða annað verkfallið af þremur sem boðuð hafa verið náist ekki samningar. Ef ekki hafa tekist samningar um mánaðamót kemur til þriðja verkfaUsins, auk þess sem upp- sagnir sjúkraliðanna þrjátíu taka gildi. Anna sagði að þá kæmi til enn Samdráttur Landspítalinn hefur orðið að draga úr þjónustu vegna uppsagna sjúkra- liða. Ef kjaradeitan leysist ekki fyrir mánaðamót kemur til enn frekari samdráttar. frekari samdráttar. „Það er alvarlegt ástand víða en ekki neyðarástand," sagði hún. Þá hyggja sjúkraliðar á frekari að- gerðir. Sendir hafa verið út atkvæða- seðlar tU allra sjúkraliða. Ef þeir sam- þykkja aðgerðir verður farið út í þrjú þriggja daga allsherjarverkföll, hið síðasta undir miðjan desember. Mikið ber 1 miUi samningsaðila hvað varðar launaliðinn. Sjúkraliðar eru með kröfu upp á 150 þúsund króna byrjunarlaun í lok samnings- tímans en samninganefnd ríkisins býður 107 þúsund. Næsti samninga- fundur hefur verið boðaður 18. þessa mánaðar. „Álagið er mest á þeim deildum sem eru með undanþágu," sagði Anna, „sérstaklega á lyflækningasvið- unum, þar sem mikið kemur í gegn- um slysa- og bráðamóttökurnar. Þá hafa uppsagnir sjúkraliða þær afleið- ingar að við getum ekki opnað aftur allar þær deildir sem lokuðust þegar þeir hættu. Við höfum ekki getað opn- að eina heila deild. Annarri breyttum við í dagdeild og opnuðum tvær hálf- ar deildir. Það hefur alvarlegar afleið- ingar því þessir sjúkraliðar sem hættu eru búnir að starfa lengi hjá okkur. Við erum að tapa þama mikilli þekkingu. Það tekur langan tíma að byggja þetta upp aftur.“ „Það hefur ekkert dregið saman með samninganefndunum," sagði Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags íslands. „Útlitið er ekki bjart en kannski má segja að verst sé hversu margir eru að yfirgefa stéttina. Ekki er nýliðunin til að bæta það uppi. Hins vegar er almenningur farinn að sýna stuðning sinn í verki með því að láta fé af hendi rakna í verkfaOssjóð sjúkraliða." -JSS 5L i ife JLj- - '1 Mikil aðsókn Um 250 þúsund manns komu í Smáralind fyrstu fimm dagana sem opið var. Eins og sjá má á DV-MYND ÞÖK. myndinni sem tekin var úr lofti í gær voru bílastæði þéttskipuö. Kvartmilljón kom í Smáralind Alls lögðu um 250 þúsund manns leið sína í verslunarmiðstöðina Smáralind í Kópavogi fyrstu fimm dagana eftir opnunina. Ljóst er að margir hafa farið oftar en einu sinni á þessu tímabili því fjöldinn fer langt með að samsvara því að hver einasti íslendingur hafi litið þar inn á þessu tímabili. Fjöldinn sem kom á formlegan opnunardag Smáralindar fram til kvöldsins í gær var miklu meiri en forráðamenn verslunarmiðstöðvar- innar höfðu reiknað með. „Við gerð- um ráð fyrir að hingað myndu koma um 150 þúsund manns þessa daga þannig að við hljótum að vera mjög ánægðir. Efiaust hafa margir komið til að skoða en kaupmenn segja mér þó margir að verslun hjá þeim hafi verið mjög lífleg," sagði Þorvaldur Þorláksson, markaðsstjóri Smára- lindar, í gær. Jón Sigurjónsson gullsmiður, sem rekur verslunina Jón og Ósk- ar á Laugaveginum, sagði í gær að þar hefðu menn ekki merkt aö búið væri að opna nýja verslunar- miðstöö. „Það hefur í sjálfu sér mjög lítið gerst og ekki hefur verið hægt að merkja að fólki hafi fækk- að á Laugaveginum. Þá er til þess að líta að það er dauft yfir við- skiptalífinu þessa dagana en ef opnun Smáralindar mun hafa áhrif á verslun hjá okkur gerist þaö ekki bara eins og hendi sé veifað," sagði Jón. Starfsmaður í öryggisgæslu í Kringlunni sagði að þar hefði verið mjög líflegt siðustu daga. „Þótt und- arlegt kunni að þykja höfum við ekki merkt að fólki hafi fækkað hér þótt Smáralind hafi verið opnuð. Laugar- dagurinn var t.d. mjög góður hér og í dag er talsverð umferð,“ sagði starfs- maðurinn við DV í gær. -gk Stjórnarandstaðan eftir landsfund Sjálfstæðisflokks: Þögn um óþægilegar staðreyndir „Þetta var hefðbundin hyllingar- samkoma til heiðurs foringjanum," sagði Steingrimur J. Sigfússon, for- maður VG, aðspurður um landsfund- inn og þau skilaboð sem þaðan komu. Hann sagði að sér þættu tillögur þær um skattalækkanir sem samþykktar voru vera djarfmannlegar og kvaðst sakna þess að sjálfstæðismenn skyldu ekki ræða blikur sem eru á lofti í efnahagsmálum þjóðarinnar. „Menn ræddu ekki óþægilegu stað- reyndimar og formaðurinn gaf raun- ar strax í setningarræðu sinni tóninn um að það ætti ekki aö gera. En ekki skortir tilefnin. Daginn fyrir lands- fund sagði forstjóri Þjóðhagsstofnun- ar á fjármálaráðstefnu sveitarfélag- Steingrímur J. Sverrlr Sigfússon. Hermannsson. anna að nú væri að hausta að í efna- hagslífinu og daginn þar áður var birt nýtt lánshæfismat fyrir Island sem sýnir að viðsjár eru á lofti," sagði Steingrímur. „Veit ekki hvort vopnin duga“ „Eins og innihald þessarar halelú- ja-samkomu er þá fmnst mér andstað- an í sjávarútvegsmálum vera drjúg- mikil," sagði Sverrir. Hann sagði að athygli sína vekti hve margir hefðu varið fjarstaddir þegar greidd voru at- kvæði um samþykkt flokksins í sjáv- arútvegsmálum. „Auðvitað eru menn á glóðum og stinga sér út þegar kem- ur að því að ganga til atkvæða því all- ar frelsisraddir era nú barðar niður í þessum auðvaldsflokki sem áður var frjálslyndur og víösýnn," sagði Sverr- ir. Hann sagði auðsætt að baráttan gegn kvótakerfmu myndi halda áfram, enda væru forsendur fyrir því brostnar. Önnur helsta forsendan hefði á sínum tíma verið hagræðing en þó hefðu útgerðarmenn á síðustu árum „... ausið yfir sig 200 milljónum í auknum skuldum. Hin forsendan var svo vernd fiskistofnanna en samt hafa þeir aldrei staðið verr en eftir þau átján ár sem þeirra gripdeilda- kerfi hefur verið við lýði.“ í lokaræöu sinni sagöi Davíð Odds- son að Sjálfstæðisflokkurinn væri vel vopnum búinn í þeirri sókn sem fram undan væri í tvennum kosningum. „Davíð heldur einn á öllum vopnum og ég veit því ekki hvort vopn flokks- ins munu duga í þeirri sókn okkar andstæðinga hans sem fram undan er til þess að ná fram réttlæti í landinu," sagði Sverrir Hermannsson. -sbs mmam&. Tveir með fimm réttar Tveir voru meö fimm tölur réttar í lottóinu á laugar- dagskvöld og fékk hvor um sig 8.732.800 krónur. Átta hlutu bónus- vinninginn og komu 81.600 krónur í hlut. Vilja í Prestssetrasjóð Alls hafa borist nær 80 umsóknir um starf framkvæmdastjóra Prests- setrasjóðs sem auglýst hefur verið en ekki er búið aö ráða í. Hingað til hef- ur starfið skipst milli formanns stjórnar og eftirlitsmanns pretssetra. Forstjóri tímabundið Óskar Jósefsson, sviðsstjóri rekstrarráðgjafar Pricewaterhouse- Coopers, hefur verið ráðinn for- stjóri Landssíma íslands tímabund- ið eftir að Þórarinn V. Þórarinsson vék úr þeim stól til að tryggja hlut- leysi í vali á kjölfestufjárfesti. Kaupþing að tapa Afkoma Kaupþings hf. var nei- kvæð á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Endanlegt uppgjör fyrirtækis- ins mun ekki liggja fyrir fyrr en 9. nóvember nk. Gegn óstimpluðu kjöti Embætti yfir- dýralæknis hefur skoriö upp herör gegn óstimpluðu kjöti og brýnir fyrir kjötvinnslum, mötuneytum og verslunum að taka ekki á móti því. Fastir jeppar Ökuferð tveggja jeppabifreiða, sem ætlunin var að aka vestur yfir Þorskafjarðarheiði á laugardags- kvöld, varð styttri en til stóð. Talsverður snjór reyndist vera á heiðinni og urðu ökumenn að kalla eftir aðstoð björgunarsveitarinnar á Hólmavík. Björgun gekk vel. Vel sloppið úr árekstri Mjög harður árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi við Engidal á laugardag. Jeppabifreið var ekið af geysilegum krafti aftan á fólksbif- reiö. Að sögn lögreglu var farþegi í framsæti fólksbifreiðarinnar fluttur á slysadeild en hann mun ekki hafa verið alvarlega slasaður. Bifreiðin var hins vegar þannig útleikin að hefði einhver setið í aftursæti henn- ar væri sá ekki til frásagnar. Þjófar í bílageymslum Tólf innbrot voru tilkynnt til lög- reglunnar í Reykjavík um helgina en það mun vera nálægt því að vera „eðlilegur skammtur" um eina helgi í höfuðborginni. í Grafarvogshverfi var farið inn í ibúð og stolið fartölvu. Hin innbrotin 11 voru í bifreiðar víðs vegar um bæ- inn, mörg hver í bílageymslum. Hlut- ir sem stolið er úr bifreiðum eru í langflestum tilfellum útvörp, geisla- spilarar og geisladiskar. Árnesprestakall lagt niöur Meðal tillagna sem ligga fyrir kirkjuþingi er að Árnesprestakall og Hólmavíkurprestakall í Stranda- sýslu sameinist og prestssetur verði á Hólmavík. Þetta kemur fram á vefnum kirkjan.is -gk/ -Gun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.