Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2001 DV 9 Útlönd Áróðursstríð hryðjuverkasamtaka bin Ladens heldur áfram: Segja fólki að forðast flug og háar byggingar John Prescott, aðstoðarforsætisráð- herra Bretlands, segir að síðustu hót- anir frá al-Qaeda-hryðjuverkasamtök- um Osama bin Ladens staðfesti svo ekki verði um villst að þau hafi stað- ið á bakvið hryðjuverkaárásirnar i Bandaríkjunum hinn 11. september sl. Prescott sagði þetta í fréttaviðtali frá Moskvu í gær þar sem hann var staddur í opinberri heimsókn til við- ræðna við rússnesk yfirvöld um frek- ari samvinnu þjóða heims í barátt- unni gegn hryðjuverkum. Prescott vitnaði þar í myndbands- upptöku sem sýnd var á al-Jazeera- sjónvarpsstöðinni i Qatar á laugar- daginn, þar sem Sulaimen Abu Ghaith, talsmaður al-Qaeda-hryðju- verkasamtaka Osama bin Ladens, hótaði hefndum og varaði múslíma í Bretlandi og Bandaríkjunum við því að koma nálægt flugvélum eða háum byggingum á næstunni. „Þessi við- vörun hryðjuverkasamtakanna er að vísu hluti af áróðursstríði al-Qaeda, en hana ber að taka alvarlega og John Prescott, aðstoðarforsætisráö- herra Bretlands, er sannfærður um sekt bin Ladens í hryðjuverkaárásunum. þetta eru skýr skilaboð frá bin Laden um að hann hyggist halda hryðju- verkunum áfram. Það er aðeins háif- ur mánuður liðinn frá því hann neit- aði því alfarið að hafa átt þátt í árásunum í Bandaríkjunum, en nú hótar hann öllu illu,“ sagði Prescott. Á myndbandinu, sem líklega var tekið upp á fimmtudaginn, segir Abu Ghaith að baráttan muni halda áfram þar til Bandaríkjamenn og Bretar hafi kallað lið sitt á brott, ekki aðeins í nágrenni Afganistan heldur líka frá Arabíuskaga. „Ef mæður þeirra sem þar eru vilja sjá syni sína aftur þá ættu þær að kalla þá strax heim, því vilji guðs sé að kynda ræki- lega undir fótum þeirra.“ Abu Ghaith varaði Tony Blair sér- staklega við og sagði að storminn myndi ekki lægja, sérstaklega ekki flugvélastorminn. „Ef Bretar hætta ekki stuðningi við Bandaríkjamenn í Afganistan og írak eða við gyðinga í Palestínu, auk stuðnings við hindúa gegn múslímum í Kasmír, þá eiga þeir ekki von á góðu,“ sagði Abu Ghaith. Viðbrögð Bandaríkjamanna við hótununum er að þær séu aðeins framhald á áróðursstríði hin Ladens. Loftárásunum á Afganistan mótmælt á Trafalgartorgi Árásum Bandaríkjamanna á Afganistan var harðlega mótmælt víða um heim um helgina, ekki síst í löndum Evrópu. Fjölmennasta mótmælagangan fór fram í London en þar tóku 20 þúsund manns þátt í göngu um miðborgina sem endaði með mótmælastöðu á Trafalgartorgi. í Þýskalandi mótmæltu um 25 þúsund manns, flestir í Berlín, eða um 15 þúsund manns. Aukinn ótti við miltisbrandssmit í Bandaríkjunum: Alls átta ný tilfelli greindust um helgina Hræðslan við sýkla- og efnavopna- árásir hryðjuverkamanna í Bandarikj- unum hefur aukist til muna eftir að til- kynnt var um ekki færri en átta ný smit núna um helgina, en flmm þeirra greindust í sömu byggingu og þau þrjú fyrstu sem greindust fyrr í mánuðin- um í húsakynnum AMI-útgáfufyrir- tækisins í Boca Raton í Flórída. Nýjustu tilfellin eru frá New York en þar greindust þrír sem komu að rannsókn bréfsendingar til NBC-sjón- varpsstöðvarinnar þar sem aðstoðar- kona fréttamannsins Tom Brokaw varð fyrir smiti en þar er um að ræða lögreglumann sem handlék umrædda sendingu á fóstudaginn og tvo rann- sóknarmenn sem síðan komu að rann- sókn málsins á rannsóknarstofu. Bréf- ið var póstlagt í Trenton í New York en ekki er talið að þar sé um alvarlegt tilfelli að ræða og ólíklegt að þre- menningamir taki sýkina. Þar með eru miltisbrandstilfellin í Eftir átta ný miltisbrandssmit um helg- ina líkja bandarísk heilbrigðisyfírvöld þeim við hryðjuverk. Bandaríkjunum orðin tólf en aðeins eitt þeirra hefur reynst banvænt, þeg- ar sá fyrsti sem greindist í Boca Raton í Flórída lést fyrir rúmri viku. Þá var um helgina tilkynnt um grunsamlega póstsendingu í útibúi Microsoft-tölvurisans í Reno í Nev- adaríki, en þar mun smitið hafa borist með bréfi sem póstlagt var í Malasíu og reyndist innihalda miltisbrands- bakteríur. Þar lék grunur á að sex manns hefðu handleikið sendinguna, en í gær hafði enginn þeirra greinst smitaður og að sögn yfirvalda talið ólíklegt að nokkur greindist. Það jók enn á hræðsluna í gær þeg- ar talsmenn bandarískra heilbrigðis- yfirvalda líktu miltisbrandssmitunum að undanfórnu við „hryðjuverk", sem ekki væri lengur hægt að líta á sem tilviljun en sögðu þó að engar vís- bendingar heföu enn fundist sem tengdu smitin beint við hryðjuverka- árásirnar hinn 11. september. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöidum flokkum: 4. flokki 1992 - 32. útdráttur 4. flokki 1994 - 25. útdráttur 2. flokki 1995 - 23. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. desember 2001. Öll númerin veróa birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess liggja uppLýsingar frammi hjá íbúðaLánasjóði, í bönkum, sparisjóóum og verðbréfafyrirtækjum. Ibúðalánasjóður Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800 Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. október 2001 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 - 39. útdráttur 3. flokki 1991 - 36. útdráttur 1. flokki 1992 - 35. útdráttur 2. flokki 1992 - 34. útdráttur 1. flokki 1993 - 30. útdráttur 3. flokki 1993 - 28. útdráttur 1. flokki 1994 - 27. útdráttur 1. flokki 1995 - 24. útdráttur 1. flokki 1996 - 21. útdráttur 2. flokki 1996 - 21. útdráttur 3. flokki 1996 - 21. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í MorgunbLaðinu sunnudaginn 14. október. Innlausn húsbréfa ferfram hjá íbúðaLánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og Liggja þar einnig frammi uppLýsingar um útdregin húsbréf. s Ibúðalánasjóður Borgartúni 21 | 105 Reykjavík I Sími 569 6900 J Fax 569 6800 Smáauglýsingar atvinna DV 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.