Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Blaðsíða 11
11 MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2001 I>V Landið Einar Þorvaldsson, umdæmisstjóri Vegagerðar á Reyðarfirði: Tvenn ný jarð- göng á næsta ári - hringvegur með bundnu slitlagi árið 2005 og einbreiðum brúm fækkar stöðugt ‘ . ' v DV, HORNAFIRÐI: Miklar framkvæmdir hafa verið við byggingu nýrra brúa og viðgerð- ir á brúm í Austurlandsumdæmi Vegagerðarinnar í sumar. Helstu brúarbyggingar eru yfir Jökulsá á Fljótsdal, 250 metra löng, Eyvindará 124 m, Hólmsá 65 m, Norðfjarðará 36 m, Bessastaðaá 24 m, Gilsá 22 m og Hengifossá 20 m. Einbreiðum brúm í fjórðungnum fækkar á hverju ári þó ekki sé nein sérstök tímaáætlun i gangi um end- umýjun á þeim, að sögn Einars Þor- Vegóœtlun 2000-2004 ÁœtlaS 2000-2002 ÁœtlaB 2003-2004 BondiS slítlag Kort af vegaáætlun 2000-2004. varðarsonar, umdæmisstjóra Vega- gerðarinnar. Verið er að útrýma einbreiðum brúm frá Reykjavík til Akureyrar og frá Reykjavík til Vik- ur, það eru forgangsverkefni. Jarðgangagerð er mikið hags- munamál Austfirðinga og segir Ein- ar að unnið sé að mati á umhverfis- áhrifum jarðganga og vegtenginga og að útboðsgögnum. Búið er að vinna umhverfismatsskýrslu sem er í skoðun hjá skipulagsstjóra og ligg- ur hún væntanlega fyrir seinni partinn i mánuðinum. Rætt er um gerð tvennra jarðganga á landinu, Fáskrúðsfjarðar- göng og Sigluijarðargöng til Ólafsfjarðar. Ætlunin er að bjóða bæði verkin út samtím- is, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um á hvorum göngunum verður byrjað. í framhaldi af úrskurði skipulagsstjóra er stefnt að því að tilboðsgögn verði til- búin upp úr næstu áramót- um og talað er um að hefja framkvæmdir á næsta ári en það á nú eftir að koma í ljós hvort það tekst, segir Einar. Ef horft er til vegaáætlunar árið 2000 til 2004, sem nú er í gildi, er gert ráð fyrir að hringvegurinn klárist mikið til. Þar er miðað við veg með suðurfjörðum (ekki inn Breiðdal) og Fáskrúðsfjarðar- jarðgöngum og yrði þá eftir smábútur í Langadal og hugsanlega Almannaskarð sem hvort tveggja ætti að Bjartsýnir Landsbankamenn á bankaráðsfundi: Ál er málmur framtíðarinnar - segir Halldór J. Kristjánsson bankastjóri DV, EGILSSTOÐUM: Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, lýsti áhuga bankans á því að fjárfesta í atvinnu- lífinu, jafnvel enn frekar en verið hef- ur, þegar bankinn hélt bankaráðs- fund á Egilsstöðum um daginn. Nefndi Halldór sérstaklega álver á Reyðarfirði í því sambandi sem væri mjög vænlegur fjárfestingarkostur. „Á1 er málmur framtíðarinnar," sagði bankastjórinn. Til sönnunar á þeirri sannfæringu manna benti hann á að hlutabréf í Norsk Hydro hækkuðu í verði þótt hlutabréfaverð væri al- mennt lækkandi þar í landi. Sömu sögu væri að segja frá Bandaríkjun- um. Gengi hlutabréfa í Alcoa, sem er stærsta álfyrirtæki í heimi, væri hækkandi, þótt verðfall væri á hluta- bréfamarkaðinum almennt. Greini- lega biða fleiri en Austfirðingar spenntir eftir að ljósin skipti yfir í grænt. Landsbanki íslands hf. hefur tekið upp þann sið að halda bankaráðs- fundi „úti á landi“ einu sinni á ári og var nú röðin komin að Egilsstöðum. Boðið var til fundarins forstöðu- mönnum fyrirtækja og stofnana á Austurlandi svo og sveitarstjórnar- mönnum og helstu viðskiptamönnum bankans á svæðinu ásamt frétta- mönnum. Helgi S. Guðmundsson stjórnarformaður bauð gesti vel- komna en síðan tók Halldór J. Krist- jánsson bankastjóri til máls. Lýsti hann starfsemi bankans, þróun, stöðu og stefnu frá því hann var gerður að hlutafélagi. Hefur þar verið gífurleg- ur vöxtur, þjónusta við viðskiptavini aukin og bætt. Fjármunavelta og eignamyndun hefur aukist jafnvel enn meira. Um nánustu framtíð spáir bankinn aðeins 3-4% verðbólgu á næsta ári svo grundvöllur væri til að lækka vexti. Spurt var hvers vegna viðskipta bankarnir væru svona háðir Seðla bankanum varðandi vaxtaákvarðan ir, fyrst vextir ættu að vera frjálsir í landinu. Var að skilja á svari banka stjórans að samkeppnin ætti ekki endilega að leiða til lægri vaxta held- ur meiri hagræðingar í rekstri. Menn geta því haldið áfram að draga sínar ályktanir af húsbóndavaldi Seðla- bankans þrátt fyrir allt. . -PG klárast árið 2005 og það ár verður væntanlega komið bundið slitlag á hringveginn miðað við fjarðaleiðina og um Fagradal, en útlit er fyrir að lengra verði í bundið slitlag á leið- inni um Breiðdal og Skriðdal. Aust- urlandsumdæmi Vegagerðarinnar nær frá Brekknaheiði að sýslu- mörkum Austur- og Vestur-Skafta- fellssýslu á Skeiðarársandi. -Júlla Imsland Stjarni 35 vetra og enn í fullu fjöri og tekur á rás meö túristana. Líklega elsti hestur landsins DV. DALVlK: _________ Hesturinn á myndinni heitir Stjarni og er orðinn 35 vetra. Hann er fæddur og uppalinn til 6 vetra aldurs í Kálfsskinni á Árskógs- strönd en síðastliðin 29 ár hefur hann hins vegar verið í eigu Ár- manns Rögnvaldssonar í Syðri- Haga á Árskógsströnd. Ármann segir að hesturinn sé enn notaður lítillega í styttri ferðir með ferðamenn en ferðaþjónusta er hluti af búskapnum í Syðri-Haga. Einkum er hann notaður fyrir alls óvana sem teymt er undir. Ekki er vogandi að sleppa ferðamönnum einum á honum því hann er mjög viljugur og vill gjaman hlaupa þeg- ar komið er á bak honum. Eftir því sem DV kemst næst er hér um einn elsta, ef ekki elsta, hest á íslandi að ræða. -hiá DV-MYND JÚLÍA IMSLAND Vanur maður Einar Þorvaröarson hefur veriö umdæmisstjóri á Austurlandi frá 1972 og hef- ur því séö ýmsargóöar breytingar í vegagerö á íslandi. Akureyri: Næsti leikskóli í Naustahverfi Umhverfisráð Akureyrarbæjar hefur lagt til að næsti leikskóli sem byggður verði í bænum verði í Naustahverfi en ýmsir möguleikar varðandi staðsetningu leikskólans hafa verið skoðaðir. Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar hafði tekið undir tillögu verkefn- isliös um staðsetningu nýs leikskóla en sú tillaga gekk út á að næsti leik- skóli yrði byggður á horni Hrafna- Toyota Nissan Range Rover Ford Chevrolet Suzuki Rover Musso Isuzu gilsstrætis og Þórunnarstrætis á 5000 fermetra lóð þar. A.m.k. fimm aðrir möguleikar voru skoðaðir varðandi staðsetningu leikskólans, við Fjórðungssjúkrahúsið, á Hamar- skotstúni, Við Helgamagrastræti, við Baldurshaga og við Dalsbraut austan háskólasvæðis. Á fundi um- hverfisráðs varð niðurstaðan hins vegar sú að leikskólinn verði byggð- ur í Naustahverfí. -gk ALLT PLAST Kænuvogi 17 • Sími 588 6740 heimasíða: www.simnet.is/aplast Framleiðum brettakanta, sólskygnl og boddíhluti á flestar gerðir jeppa, einnig boddíhluti í vörubíla og vanbíla. Sérsmiði og viðgerðir. DV-MYND PÉTUR GUÐVARÐSSON Umhverfisráðuneytið Prófnefnd mannvirkjahönnuða Námskeið Námskeið umhverfisráðuneytis Löggilding mannvirkjahönnuða - sbr. 48. og 49. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og reglugerð um störf prófnefndar frá 29. desember 1997, verður haldið í nóv. - des. 2001. Námskeiðið er ætlað mannvirkjahönnuðum sem óska löggildingar umhverfisráðuneytis að leggja aðal- og séruppdrætti fyrir byggingarnefndir og luku námi 1. janúar 1998 eða síðar. Athygli er vakin á að umsækjendur skulu hafa lokið tilskilinni starfsreynslu áður en þeir sækja námskeiðið. Ef rými er á námskeiðinu geta hönnuðir, sem þegar hafa hlotið löggildingu, sótt um þátttöku í því. Námskeiðsgjald er lægra en þeirra sem stefna á próftöku og löggildingu. Umsóknareyðublöð fást afhent á skrifstofu Menntafélags byggingariðnaðarins á Hallveigarstíg 1, Reykjavík. Þeim skal skilað útfylltum þangað, ásamt fylgiskjölum, ekki síðar en 1. nóvember nk. Nánarí upplýsingar í síma 552 1040. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.