Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Blaðsíða 15
14 MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2001 MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2001 31 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjéri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblaö 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fýrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Sannleíkurinn er fállinn Þaö fyrsta sem fellur í hverju stríði er sannleikurinn. Þess- ari visku hefur einatt veriö haldiö á lofti þegar þjóöum og hóp- um fólks lýstur saman. Og þessi sannindi eiga vissulega við á þessum haustdögum þegar Bandaríkjamenn og Bretar fara með ófriði á hendur stjórnvöldum í Afganistan. Á fyrsta degi eftir að vesturveldin lögðu til atlögu gegn þversköllum tali- bana féU sannleikurinn í valinn og áróðurinn fór að vella út úr deUendum eins og gröftur úr gömlu sári. Og áróðurinn hef- ur magnast. Við þessu mátti búast. Svona hefur þetta líklega verið frá því menn byrjuðu fyrst að berja hverjir á öðrum. Stríð eru jafnt í orði og verki. Og stríð eru ekki síst fólgin í því að sann- færa almenning og fyUa hann vissu þess að annar aðUi stríðs sé góður og hinn vondur. Öðruvísi gengur þetta ekki upp, enda vart eða ekki hægt að hugsa sér að báðir séu vondir, hvað þá að báðir séu góðir. Sannfæringin skiptir því sköpum. Og tU að sannfæra leyfa menn sér öU meðul. Þær systur lygin og leynd- in duga þar gjarna best. Á seinni árum hefur aðgangur ráðamanna að fjölmiðlum skipt meginmáli í þessu sannfæringarstríði. Það er heldur ekki að undra að það fyrsta sem stríðsmenn hertaka í vígaferð- um sínum eru útvarpsstöðvar og ritstjórnir. Sagan er uppfuU af slíkum áhlaupum. Nú hafa orðið kaflaskU í þessari sömu sögu og verða þau að teljast með hreinum ólíkindum. Fimm helstu sjónvarpsfréttastofumar í Bandaríkjunum geröu um miðja síðustu viku með sér samkomulag um að hertaka sig sjálfar og Ijúga að áhorfendum. Þetta er eitthvert mesta áfaU sem frjáls fjölmiðlun hefur orð- ið fyrir á síðari tímum. Var áratugalöng barátta fyrir ritfrels- inu og tjáningarfrelsinu ekki erfiðari en svo að þessum ein- hverjum mikUvægustu stoðum í lýðræðisríkjum mátti á góð- um miðvikudegi kasta fyrir róða? Og það fyrir einfalda bón frá stjórnvöldum. Sjónvarpsstöðvarnar fimm hafa samþykkt að ritskoða yfirlýsingar sem kunna að berast frá Osama bin Laden á myndbandi í framtíðinni. Þær hafa samþykkt að taka þátt í stríðinu. Þessum sjónvarpsstöðvum verður ekki treyst í framtíðinni. Og þær hafa gert öðrum sjónvarpsstöðvum og reyndar aUri vestrænni ijölmiðlun slíkan óleik að erfitt verður í næstu framtíð að sannfæra efahyggjumenn um að heiðvirðir blaða- og fréttamenn séu málsvarar sannleikans og láti ekki stjómast af öðm en eigin sannfæringu og trú á óhlutdræga upplýsinga- gjöf. Ákvörðun sjónvarpsstöðvanna fimm er barnaleg og rekin áfram af blindri þjóðemiskennd. Og hún mun engan veginn skUa árangri. Osama bin Laden og aðrir mestu Ulvirkjar þessa heims hafa öU tól í hendi sér tU að koma áróðri sínum og ofsatrúarbuUi á framfæri. TU þess arna þurfa hann og hans líkar ekki hárlakk- aðar og sminkaðar sjónvarpsstöðvar sem em alvarlega farnar á taugum. Nægir þar að nefna óravíddir Netsins og sífeUt tæknivæddari farsíma. Þá em ónefndar vandaðar heimsfrétta- stofúr á borð við BBC og Sky sem selja ekki ritfrelsi sitt á hverjum miðvikudegi í býttum fyrir brosandi heim. Ritskoðun á stríðstímum var gerleg í eina tíð. Lengstum á síðustu öld beittu ráðamenn fréttastofum fyrir sig eins og hverjum öðrum byssumönnum. Nú em aðrir tímar og aðrar og meiri kröfur gerðar tU fjölmiðla en á fyrri öldum. Sannleik- urinn gerir menn frjálsa. Og þjóðir ríkar. Þjóðrækni og jafnvel þjóðremba er ósköp eðlUeg á tímum þegar vargar gera út af við öryggistilfmningu heilu samfélagsgerðanna. HoUusta við þjóð sína felst hins vegar ekki í því að brjóta niður meginstoð- ir frjálsra þjóða. Sigmundur Ernir I>V Ármann á Alþingi? Ármann Jakobsson ritaði kjallaragrein í DV sl. fnnmtu- dag, „Listin og markaðurinn“, sem var einhvers konar hæðn- isgrein um markaðshyggju. Ármann virðist vera mjög hlynntur ríkisforsjá, alltént í menningarstarfsemi, og lítur á brölt einkaaðila á þeim markaði með hæðnisglott á vör. Beinir hann spjótum sín- um að tveimur ungum félög- um; Skjáeinum og Leikfélagi fslands. Það er mjög stór- mannlegt hjá Ármanni að sparka í þá sem eiga í erfiðri samkeppni við opinberar stofnanir og sér I lagi þegar hann stigur i klossa ríkisforsjárinnar. Leikfélag íslands hóf starfsemi fyrir sjö árum. Félagið naut frá fyrstu tíð mikilla vinsælda og áhorfendur kusu skemmtilegt leikhús. En viti menn, fyrst Leikfélag íslands náði að laða tO sín mikinn fiölda leikhúsgesta gat það ekki verið mjög alvarlegt leikhús og allra síst menningarlegt. Það var þá sem örfáir menningarvitar smíðuðu skammaryrðið „markaösleikhús" og klíndu því á Leik- félag íslands. Hver er munurinn á Sæmundur Noröfjörð stjórnarmaöur i Leikféiagi íslands. „markaösleikhúsinu Leikfé- lagi íslands" a.v. og Borgar- leikhúsinu eða Þjóðleikhúsinu h.v.? Ég fæ ekki betur séð en að þau tvö síðarnefndu hafi hellt sér út í söngleikina og farsana eins og þeim væri borgað fyrir það enda er þeim helst borgað fyrir það. Þegar opinberu leikhúsin fundu fyrir samkeppninni frá Leikfélagi íslands voru opin- berir styrkir hækkaðir til þeirra og á sama tíma hófu þau undirboð á leikhúsmiðan- um. Þegar svo var komið ákváðu sjálfstæðu leikhúsin að spyma við fótum. í áliti Samkeppnis- stofnunar, 2. grein frá 5. mars sl., er þetta ójafnræði staðfest og þeim tilmæl- um beint til yfirvalda að æskilegt sé að gæta að jafnræðissjónarmiðum við eíl- ingu leiklistar og talið að „misræmi í opinberum stuðningi stríði gegn mark- miðum samkeppnislaga". Ármanni finnst svona skýring hjákát- leg, sbr. „Leikhússtjórinn minntist á að hin opinberu leikhús „héldu niðri miða- verði“ á íslandi. En eigum við að trúa þvi að fólk flykkist í leikhús ef miðam- Sjálfstætt leikhús Stjórnendur Leikfélags íslands segja samkeppni sjálfstæöra leikhúsa hafa oröið til þess að styrkir til opinberu leikhúsanna hafi verið hækkaðir. ir kostuðu 6-8 þúsund krónur? Nei, lágt miðaverð dugar ekki sem skýring." Mun Ármann þá ekki vera samkvæmur sjálfum sér og kanna hvað hann er að borga í raun fyrir miðann í hverju leik- húsi fyrir sig. Ef Ármann langar á leik- sýningu í opinbem leikhúsi og hann veit að miðinn kostar í raun 8000 kr. en áhorfandinn þarf bara að borga 2000 kr. Mun Ármann þá a) fara á sýninguna, borga 2000 kr. fyrir miðann og finnast sjáifsagt að Gunna í Grafarvogi hjálpi honum með þær 6000 kr. sem upp á vantaði b) snikja boðsmiða einhvers staðar, labba fram í hléinu og ræða um hvað þessi „markaðsleik- hús“ séu nú vonlaus c) fara ekki á sýning- una af því að það stríðir gegn hans kostnaðarvitund og samvisku að greiöa svo hátt verð fyrir leikhúsmiðann? Ármann ritar hróðugur: „Leikfélag- ið er í kröggum og kann þegar á hólm- inn kemur ekki betra markaðsráð en að biðja hið opinbera um stuðning." Stað- reyndin er sú að árlega er u.þ.b. einum milljarði varið í leikhúsmenningu af op- inbera fé. Leikfélag Islands er nógu stolt til þess að grenja ekki í ríki og borg og heimta hluta af þessum peningum. Leik- félag íslands er líka nógu skynsamt til að benda ríki og borg á að nýting þess opinbera fjár (u.þ.b. 2% af heildarút- Drög að einveldi „Taka þeir sem völdin hafa, og halda þeir sem geta,“ segir gamalt máltæki og rifjast upp þegar horft er til þróun- ar í stjómkerfinu undanfarin ár. Stjórnarflokkamir tveir hafa verið einkar samhentir um aö treysta og efla völd foringja sinna, meðal annars með þvi að skipta út ráðhermm með jöfnu millibili, þannig að nú vermir enginn upphaflegra ráðherra íhalds- stjómarinnar stóla sína - nema að sjálfsögðu foringjarnir tveir, sem stjóma brúðuleikhúsum flokka sinna af agasamri einbeitni, verja af kappi flokksbræður sem misstíga sig á við- sjálum vegi dygðarinnar og bregðast illa við ef einhver strengjabrúðan dirf- ist að tæpa á sjálfstæðu viðhorfi. Með þessu móti myndast smátt og smátt ákjósanlegur jarðvegur fyrir það al- ræði flokksforingja sem að er stefnt. Árásir á sjálfstæðar stofnanir Kannski er einna eftirtektarverðast hversu grimulaus sóknin til vaxandi alræðis stjórnarherranna hefur verið undanfarin misseri. Fyrstu tilburðir blöstu við landsmönnum fyrir rúmum tveimur árum þegar lögð var niöur upphafleg vísindasiðanefnd, skipuð þverfaglegum fulltrúum, afþvi hún gagnrýndi alla meðferð Gagnagrunns- frumvarpsins ásamt lögunum sem samþykkt voru og gerðu ísland að við- undri í hinum alþjóðlega vísinda- heimi. Sett var á laggirnar önnur nefnd skipuð fulltrúum þriggja ráðu- neyta, og öllum landslýð var dagljóst hvað undir bjó. Síð- an kom dómur Hæstaréttar í ör- yrkjamálinu. Þá rauk Davíð Oddsson til og sakaði réttinn um að fara útfyrir verksvið sitt, ýjaði jafnvel að stjórnar- skrárbroti. Næst kom röðin að Þjóð- hagsstofnun. Spá hennar var forsætis- ráðherra ekki að skapi og hann var ekki seinn á sér að lýsa yfir þarfleysi Þjóðhagsstofnunar, r. , , ... . . . . . , i 3 enda framhjá henni Þvi fer viosfjarri ao þingheimur i heild gengið við undir- eða meirihluti hans hafi vit á öllum sköp- búning fjárlaga ný- uðum hlutum. Þessvegna eru sjálfstœðar lfrg.a: Polltlkuar. og stofnamr samfelagsins hfsnauðsynlegar. Sigurður A. Magnússon rithöfundur væru fullfærir um að sjá um þjóðhagsspá, að því er rogginn fjármála- ráðherra staðhæfði! Mesta ólgu á stjómar- heimilinu vakti umsögn Skipulagsstjóra ríkisins um Kárahnjúkavirkjun. Enn taldi Davíð að emb- ættið færi útfyrir lögbund- ið starfssvið sitt og Halldór Ásgrímsson kvað uppúr með að lítið mark væri á því takandi; þjóðkjörnir fulltrúar á Alþingi hefðu hvorteðer síðasta orðið! Nýjasta afrek ríkisstjórn- arinnar er að leggja niður Náttúru- vemdarráð meðþví það hefur verið óþægur ljár í þúfu Sivjar Friðleifsdótt- ur umhverfisráðherra, sem er dygg málpípa flokksforingjans og hefur ekki sýnt neina burði til að axla ábyrgð embættisins. Loks ber það til tíðinda að troða á alþingismönnum inní Rannsóknarráð íslands. Ráðið er vísindastofnun mönnuð sérfræðing- um. Hvaða erindi eiga bændur, lög- fræðingar, forstjórar og aðrir þrásetu- menn á Alþingi í Rannsóknarráð? Jú, þeim ber að stuðla að velvild þing- heims í garð ráðsins, að sögn þeirra sem með völdin fara. Er glóruleysið í málflutningi valdhafa virkilega komið á þetta stig? Veit þingheimur ekki meira um mikilsvert hlutverk Rannsóknarráðs en svo, að þangað verði að senda flugumenn til að grennslast fyrir um, hvað þar sé á seyði? Ríkisútvarpið og Háskóli íslands eru tvö önnur dæmi um vaxandi tOhneigingu ráðamanna til beinna afskipta af stofnunum, sem að öllu eðlilegu ættu að vera undan- þegnar beinni íhlutun ríkis- valdsins, þó þær séu í eigu al- mennings. Máttarstoðir lýðræðis Ekki sér fyrir endann á ei- lífðarþrasinu um sægreifana og gjafakvótann. Auðlinda- nefnd komst ekki að niður- stöðu og lagði fram tvær tillög- ur. Svonefnd sáttanefnd klofn- aði i femt, en meirihluti henn- ar, skipaður fjórrnn sauðþæg- um erindrekum stjórnvalda, kaus að leggja fram fráleitar tillögur sem kannski verða til þess að einhuga sókn íhaldsaflanna til raunveralegs einveldis tefjist um sinn. Ilún verður samt ekki stöðvuð nema með róttækri hugarfarsbreyt- ingu valdhafa, og þau sinnaskipti eiga sér ekki stað nema kjósendur hafi í sér döngun til að taka í taumana. Þær stofnanir sem gerðar hafa verið að umtalsefni hér að ofan eru iög- bundnar máttarstoðir lýðræðis í land- inu. Þegar hróflað er við þeim með ger- ræðislegum geðþóttaákvörðunum stjómvalda, er verið að höggva að rót- um þess þjóðskipulags sem við höfum komið á með ærinni fyrirhöfn og mörgum bakslögum. Því fer viðsfjarri að þingheimur í heild eða meirihluti hans hafi vit á öllum sköpuðum hlut- um. Þessvegna eru sjálfstæðar stofnan- ir samfélagsins lifsnauðsynlegar. Þær aðgerðir valdhafa sem raktar voru hér á undan verða ekki túlkaðar nema á einn veg. Þær eru fyrstu drög að þeirri blygðunarlausu áætlun að koma hér á einveldi ihaldsaflanna. Þær fyrirætlan- ir geta kjósendur einir ónýtt. Sigurður A. Magnússon Spurt og svarað Eru lyfjafyrirtcekin að múta lcéknum með gjöfum til þeirra? Ingi Guðjónsson, jramkvœmdastjóri Lyfju: Afstœtt að auglýsa með rauðvíni „Það er stórt orð að tala um mútur. Ég hefði sjálfur talið það nauðsynlegt að lyfjafyrir- tækjunum yrði betur gert kleift að auglýsa og kynna vörur sínar með faglegum hætti þótt afstætt sé hvort það eigi endilega að gerast með rauðvínsflöskum. í dag má ekki aug- lýsa lyfseðilsskyld lyf nema í fagtímaritum lækna og auglýsingar á lausasölulyfjum sem seld eru án lyfseðils eru ýmsum takmörkunum háðar. Hér er sem sagt endurskoðunar þörf á þeim ströngu reglum sem gildandi eru en nauð- synlegt er að fyrirtæki sem flnna upp og þróa lyf hafi svigrúm til að veita upplýsingar til heil- brigðisstétta og almennings." Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir: Óeðlilegt í alla staði „Mér þykir þetta mál vera óeðlilegt í alla staði og í raun getur þetta ekki gengið að ein- stök lyfjafyrirtæki séu að gauka rauðvinsflöskum að læknum. Menn geta lesið út úr því sem þeir vilja hver sé tilgangurinn með svona gjöfum. Og vera má að þessi harða markaðssókn eigi enn eftir að aukast í náinni framtíð. Sjálfur minnist ég frá læknistíð minni að hafa fengið eitt sinn sent úr að gjöf frá lyfjafyr- irtæki sem ég sendi ritarann minn með til baka og boð í einhverjar utanlandsferðir fékk ég einnig sem ég þáði þó ekki.“ Lýður Ámason, lœknir á Flateyri: Hófleg drykkja styrkir hjartað „Ekki mér vitanlega. Ég hef aldrei fengið neitt rauðvín frá lyfjafyrirtækjunum eins og mér er sagt að kollegar mínir á Ak- ureyri hafa fengið - og skilað. Hins vegar hef ég oft farið á lyíjakynningar hjá þessum fyrirtækjum og þar fær fólk mat og drykk, sumir myndu kannski kalla það mútur en aðrir gestrisni. Það fer alveg eftir innstillingu hvers og eins hvemig litið er á hlutina. En í sannleika sagt; ég myndi helst vilja fá senda tunnu af rauðvíni frá öllum lyfjáfyrirtækjunum - enda er hófleg drykkja hjartastyrkjandi og lengir að minnsta kosti starfsaldurinn." gjöldum til leikhúsmála), sem lagt yrði í starfsemi Leikfélagsins, yrði hlutfalls- lega mjög vel varið til eflingar menning- arstarfsemi þar sem kraftar þeirrar starfsemi yrðu eftir sem áður knúðir af getu og dugnaði einkaframtaksins. Ármann og hans nótar ættu að hafa til hliðsjónar að LÍ hefur verið annar til þriðji stærsti atvinnuveitandi i leikhús- heiminum. LÍ hefur á undanfómum áum verið eitt þriggja aðsóknarmestu leikhúsa landsins með á bilinu 30-70 þúsund áhorfendur. LÍ greiðir árlega tugi milljóna í skatta til rikisins og hafa einstaka opinberir styrkir, sem félaginu hafa fallið í skaut, aldrei numið meira en nemur broti af heildarsköttum félags- ins. Hvað gengur Ármanni til með svona óskynsamlegri gagnrýni? Þetta er greindur drengur og þekki ég hann að- eins af góðu einu. Einhver vildi meina að hann væri að hugsa sér frama í póli- tík og því væri hann að skrifa svona pistla. Ékki veit það nú á gott ef menn ætla sér að verða ósanngjamir og óskynsamin út af einhverjum pólitísk- um metnaði. Þá vona ég að Ármann snúi sér að öðru og villist aldrei inn á Alþingi. Einstæöir fundir „Fyrir okkur sem höfum setið marga landsfundi er alltaf ______jafnánægjulegt að fá f jS3E? tækifæri til að gera það enn einu sinni. Fund- imir eru einstæðir bæði vegna þess fjölmennis sem sæk- ir þá og vegna þess hve viðtækt svið þeir spanna en snúast þó gjaman um fáein viðfangsefni hverju sinni... Þeir, sem standa utan Sjálfstæðis- flokksins eða hafa aldrei setið lands- fundi, geta ekki gert sér i hugarlund, hve öflugar samkomur fundirnir era og hve þeir, sem hafa setið marga þeirra, eru því vanir að leiða til lykta með atkvæðagreiðslu mörg viðkvæm málefni eða velja á milli einstaklinga í tvísýnum atkvæðagreiðslum." Björn Bjarnason á heimasíöu sinni. Standi reikningsskil „Hyggist ráðamenn halda áfram að mis- skipta þjóðartekjum okkar á þann veg að fotlun haldi áfram að verða ávísun á fátækt og einangrun, ber þeim að færa einhver rök fyrir þeirri breytni sinni. Rétt eins og þeir færa efnislög fyrir máli sínu. Rétt eins og þeir ætlast til af okkur, ber þeim að færa efnisleg rök fyrir máli sínu og standa reikningsskil gjörða sinna. Það er að minnsta kosti lágmarks- krafa að þeir upplýsi hvers vegna þeir kjósa að ákvarða öryrkjum jafn- lágar bætur og raun ber vitni. Þá verður ekki lengur hjá því komist að þeir geri opinberlega grein fyrir því hvort og þá hvernig þeir hafa hugsað sér að örorkubæturnar dugi til helstu nauðþurfta." Garöar Sverrisson ! fréttabréfi Öryrkjabandalagsins. Sr. Baldur Kristjánsson sóknarprestur: Mútur með jólaöli saklausar „Mér finnst ótrúlegt að lyfja- fyrirtæki séu svona barnalega ósvífin. En þetta minnir mig þó á að í fyrra var ég staddur hjá lækni sem var, þegar mig bar að, að taka upp lyf sem hann fékk send frá lyíjaheildsala og i pakkanum leyndist með öðru ein flaska af appelsíni og önnur af maltöli. Þegar þessu tvennu er blandað saman kemur út jólaölið - og að reyna að múta læknum með því finnst mér miklu heilbrigðara en að múta þeim með miði sem gerir blessaða læknana óstarfhæfa með öllu eftir ekki svo ýkja mörg glös.“ Pétur Pétursson, heilsugæslulæknir á Akureyri, telur að lyfjafyrirtækl reyni aö múta læknum en hann og starfsfélagar hans skiluðu aftur rauövínsflösku sem lyfjafyrirtæki gaf þeim. Skoðun Leyft að kenna á íslensku Islenskum kennurum er ekki bann- að að kenna á móðurmálinu í upplýs- ingatæknideOd Háskólans á Akur- eyri. Þessi tíðindi hefur Fréttablaðið eftir forstöðumanni kennslusviðs skólans. Kennarar í tölvunarfræði eru allir enskir og ekki mæltir á tungu Davíðs frá Fagraskógi og Sigurðar skólameistara. En það gerir ekkert til því að enskan hefur yfirburðakosti í flestum eða öllum greinum sem tengj- ast alþjóðavæðingunni. Enda fer mik- ill hluti kennslu í viðskiptaháskólum landsins fram á kauphallarensku, sem einnig er mál fjarskiptatækninnar sem flytur stöðug boð um viðskiptalíf- ið heima og heiman. Sjálfsagt er ekkert eðlilegra en að tekið sé upp tuffgumál þess siðar sem hefur yfirhöndina í menningarheimi hvers tíma. Þegar kristindómurinn var lögleiddur fyrir margt löngu varð kirkjumálið brátt sjálfsögð íslenska og hefur haldist fram á okkar daga. Kirkja, prestur, prédikun er ekki lak- ari íslenska en goði, blót, hörgur. Steindauð latina var alþjóðamál lærðra manna og trúarinnar þar til farið var að þýða Biblíuna á lifandi þjóðtungur, þar á meðal íslensku, góðu heUli. Á meðan ekki er bannað að kenna á íslensku í hérlendum skólum gerir ekkert tU þótt kennsla í greinum sem tengjast alþjóðaviðskiptum fari fram á útlenskunni. Enda er mála sannast að þeir sem ekki hafa aðgang að heimsmáli verða eins og hálfgerðir heimalningar í fjölþjóðinni. Tungan og fiskislóðin Hins vegar er óhætt að íhuga hvort Oddur Olafsson skrifar: íslenska og eina þjóðin sem enn talar tiltölulega óbrenglaö norrænt tungumál séu ekki orðn- ar úrelt þing. MikUl áróður er rekinn fyrir al- þjóðavæðingunni á öU- um sviðum og öU þjóð- erniskennd er fordæmd sem fasistísk lífsskoðun með tilheyrandi fordóm- um og Ulmennsku. Hins vegar er barist hinni góðu baráttu gegn þágu- fallssýkinni, sem saurg- _ ar hið tæra málfar Snorra og Jónasar, þvi tungan á að vera hrein og ósnort- in eins og vatnsfóll hálendisins, sem eru öUum veraldarauði dýrmætari. Samtímis því að íslensku er úthýst við kennslu veigamikilla nútíma- fræða, eins og gerist í nokkrum há- skólum landsins, er komið á fót sér- stökum íslenskuskólum tU að kenna framandi fólki sem hingað flyst ómengaða íslensku. Það bendir til að til séu þeir sem álíta að íslenska eigi nokkurn þegnrétt í landinu þótt veð- urbarinn og langsoltinn kynstofn eigi þar takmarkaðan tilverarétt, fremur en þjóðtungan i vísindagreinum tækni og viðskipta. Fyrir öld ortu skáldin um land, þjóð og tungu og flestir voru sammála um að reka danska óþjóðhoUustu af höndum sér. Nú á dögum er þaö helst tungan og fiskislóðin sem verja þarf fyrir erlendri ásælni. Nýorðasmíð og strangt eftirlit málfarseigenda um að rétt sé farið með faUbeygingar eru talandi dæmi um þá ofuráherslu sem lögð er á að viðhalda hreinleika máls- ins, sem þó hlýtur að láta undan síga vegna ágangs alþjóðavæð- ingarinnar heima og heiman. Þverstæöur? Fiskislóðin er eins alíslensk og vísan um hann afa sem fór á honum Rauð og súrsaðir hrútspungar. Það helgast af því að afkomendur þjóðlegra útvegs- bænda eiga hana. I auðlindina skulu engir fá að dýfa veiðar- færum nema sannir Islendingar _ og ættjarðarvinir eins og Pétur Þríhross og Þorsteinn matgogg- ur, sem frægastur er fyrir græðgina. Þótt aUt sé falt, land, fasteignir, fyrir- tæki og allar sameiginlegar eigur þjóðarinnar, nema Ríkisútvarpið sem starfsfólkið á, kemur ekki til mála að hleypa erlendu fólki á flskimiðin eða selja nokkrum útlendingi hluti í út- gerð. Þar gUdir gamla þjóðremban og eignarréttur íslenskumælandi manna er þar ótvíræður. Það er eini frum- burðarrétturinn til landsins gæða sem enn er í gildi. Kröfur magnast um að leggja krón- una niður og taka upp evru og þá fer að styttast í að þjóðernið verði endan- lega lagt fyrir róða. Hvort einhver eft- irsjá er að því skiptir ekki máli. Kannski felst vonarglæta fyrir þjóð- rembinga í því að ekki er enn búið að banna að kenna á íslensku í mennta- setrinu fyrir norðan. En hvort eftirsjá er að siðasta norræna tungumálinu er matsatriði, rétt eins og hvort nokkur ástæða er til að viðhalda fyrirlitlegri þjóðerniskennd. Eða era þarna þverstæður sem póli- tískur rétttrúnaöur bannar að ræða? Fiskislóðin er eins alíslensk og vísan um hann afa sem fór á honum Rauð og súrsaðir hrútspungar. Það helgast af því að afkomendur þjóðlegra útvegsbænda eiga hana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.