Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Blaðsíða 24
44 Tilvera MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2001 I>V lí f iö EFTIR V I N N U Vera með sýnikennslu Listakonan Vera Sörensen verður með sýnikennslu í Gallerí Reykjavik, á Skólavörðustíg 16, í dag kl. 15-18. Þar hanga einnig uppi málverk eftir hana. Yrkisefnið er landslag, sjávar- og kyrralíf. Galleriiö er opið mánudaga til föstudaga frá kl. 13 til 18 og laugardaga kl. 11-16. Sýningu Veru lýkur 27. október. Krár GEIR OLAFS A GAUKNUM Sveiflu kóngur Islands, Geir Olafsson, mæt- ir ásamt bigbandi sínu á Gauk á Stöng. Síöustu forvöð SIGURBJORN JONSSON I HAFN- ARBORG I dag lýkur sýningu á mál- verkum Sigurbjörns Jónssonar í Hafnarborg í Hafnarfiröi. Myndlist HILDUR BJARNADÓTTIR í GALL- ERI@HLEMMUR.IS A laugardag opnaði Hildur Bjarnadóttir sýningu í galierí@hlemmur.is, Þverholti 5, Reykjavík. Á sýningunni eru verk sem flest eru unnin á þessu ári og fjalla eins og fyrri sýningar listamannsins um mörkin milli nytjalistar og myndlistar. Með henni á sýningunni er Mark R. Smlth, myndlistarmaöur frá Portland, þau hlutu bæði verðlaun fyrir verk sín á The Oregon Biennial I The Portland Art Museum fyrr á þessu ári. MARGRÉT MARGEIRSDÓTTIR Í STOÐLAKOTI Margrét Margeirsdóttir opnaði sýningu á Ijósmyndum í Stöðlakoti viö Bókhlööustíg 6 sl. laugardag. Margrét er áhugaljósmyndari og hefur stundað Ijósmyndun til fjólda ára. Helstu viðfangsefni hennar eru ýmis fyrirbæri í náttúru landsins. Á þessari sýningu eru flestar myndirnar af klettum, hrauni og steinum í ýmsum formum og litum. Myndirnar eru teknar í Skagafirði, í Breiðafjaröareyjum og víöar á sl. þremur árum. Sýningin er opin daglega kl. 15-18 og lýkur sunnudaginn 28. október. ELÍSABET ÁSBERG I GALLERÍ LIST Elísabet Asberg opnaöi sína sjöttu einkasýningu á laugardaginn var í sýningarsal Gallerí List, Skipholti 50d. Þar sýnir hún lágmyndir unnar úr silfri, nýsilfri, tré og sandblásnu gleri. Sýningin er öllum opin og stendur til 27. október. Opnunartími er virka daga frá 11-18 og laugardaga 11-18. UÓSUFANDI HJÁ HANPVERKI OG HONNUN Sýningin Ljóslifandi í sýningarsal Handverks og hönnunar er í Aðalstræti 12. Markmiðiö með sýningunni er aö skapa skemmtilega hauststemningu meö því að sýna annars vegar margvíslega lampa, kertastjaka og kerti og hins vegar púöa og ábreiöur. Opiö er alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17. Aögangur er ókeypis. VIGNIR JÓHANNSSON í SLUNKA- RIKII Slunkaríki á Isafiröí er sýning á verkum Vignis Jóhannssonar. Vignir nam myndlist viö Myndlista- og handíöaskóla íslands og í Rhode Island School of Design í Banda- ríkjunum. Á sýningunni sýnir hann samsett glerverk og sex lágmyndir úr kopar. Slunkaríki er opiö fim.-sun. frá 16-18 og sýningu Vignis lýkur 28. október. Fjórir lista- menn í Gerðarsafni Á laugardaginn var opnuð 1 Gerð- arsafni i Kópavogi sýning á verkum fjögurra listamanna sem eiga það sameiginlegt að vera af sömu kyn- slóð og miklir vinir. Þetta eru þau Steingrímur Eyfjörð, Erla Þórarins- dóttir og hjónin Jón Óskar og Hulda Hákon. Þó að listamennirnir séu ólíkir innbyrðis og beiti mismun- andi aðferðum i sköpun sinni eiga verkin á sýningunni þó það sameig- inlegt að fást við líkamlega og fé- lagslega tilveru mannsins. Fjöl- menni var við opnunina enda hafa listamennirnir allir getið sér gott orð fyrir list sína á undanförnum árum og er hver sýning með þeim mikið tilhlökkunarefni. I hrókasamræðum Guöbjörg Kristjánsdóttir, forstöðu- maöur Geröarsafns, spjallar viö Helga Þorgils Friöjónsson mynd- listarmann. Sagnfræði og myndlist Anna Jóa, myndlistarkona og gallerísrekandi, kom í Geröarsafn ásamt hjónunum og sagnfræöingunum Eggerti Þór Bernharössyni og Þórunni Valdimarsdóttur. Bæjarstjórinn ásamt sessunauti sínum dv-myndir einar j Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garöabæ, lét sig aö sjálfsögöu ekki vanta á tónleikana og dreif litla frænku sína, Brögu Stefanní, meö sér. __yínardrengjakórinn í Garðabæ: Fagrar raddir fylla loftið Hinn eini sanni Vínardrengja- kór var staddur hér á landi um helgina og hélt tvenna tónleika í sal Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Tónleikarnir voru liður í aldar- fjórðungsafmælishátíð Garðabæjar en hún hefur staðið meira eða minna allt árið og er ekki lokið enn. Kórinn er einn elsti og virt- asti drengjakór í heimi og hafa margir meistarar tónlistarheims- ins léð honum unga og óharðnaða rödd sína. Nægir í þvi sambandi að nefna sjálfan Wolfgang Ama- deus Mozart, undrabarnið sem varð eitt af mestu tónskáldum sög- unnar. Ekki er gott að segja hvort lítill Mozart hefur leynst í hópnum sem þandi raddböndin fyrir Garð- bæinga og nærsveitarmenn um helgina en að minnsta kosti voru áheyrendur ekki sviknir af söngn- um og fögnuðu ungu herramönn- unum vel og lengi í lokin. DV-MYNDIR EINAR J Listamennirnir og hagfræðingurinn Listamennirnir gáfu sér tíma til myndatöku og fengu Má Guömundsson, hagfræöing hjá Seölabankanum, til aö vera meö. Frá vinstri: Hulda Há- kon, Erla Þórarinsdóttir, Steingrímur Eyfjörö, Már og Jón Óskar. Biskupinn og frú Biskupinn yfir íslandi, hr. Karl Sigurbjörnsson, og kona hans, frú Kristín Guöjónsdóttir, voru meðal þeirra sem lögöu leiö sína í Garöa- bæ til aö hlýða á Vínardrengjakórinn. Bíógagnrýni Smárabió/Stjörnubíó - Moulin Rouge: ★ ★ ★ Yfirdrifinn glæsileiki Sif Gunnarsdóttir skrlfar gagnrýni um kvikmyndlr. Aöalstjarnan á Rauðu myllunni Söng- og dansatriöin eru stórfengleg og hrífandi. ímyndið ykkur Montmartre- hverfið í París árið 1899 - ekki póst- kortafínt og sætt heldur dökkt, „dekadent" og hættulegt ungum saklausum sveitadrengjum. ímynd- ið ykkur frægasta klúbb allra tíma, Rauðu mylluna, skrýddan rauðum tjöldum, plussi og kögri. Imyndið ykkur síðan hópa af karlmönnum í kjól og hvítu með stífpússaða pípu- hatta, dansandi af ofsafenginni ástríðu við ofmálaðar konur í of flegnum kjólum þar sem pilsfaldur- inn lyftist ótt og títt og sýnir bert hold milli silkinærbuxna og sokka- bands. ímyndið ykkur síðast en ekki síst Nicole Kidman sitja í rólu yfir þessu öllu saman. Dökkrautt hárið bylgjast yflr snjóhvítt hörund- ið og glitrandi gráan búninginn, syngjandi gamla lagið hennar Mon- roe, Diamonds Are a Girl ‘s Best Friend, sem síðar blandast lagi ann- arrar dívu: Material Girl. Ef þessi ævintýralega hugmynd heillar ykk- ur, óvirðing fyrir sögulegum stað- reyndum fer ekki fyrir brjóstið á ykkur og þið hafiö að engu einkunn- arorð minimalistanna: minna er meira - þá eruð þið kjömir áhorf- endur fyrir Moulin Rouge, nýjustu mynd ástraiska leikstjórans Baz Luhrmanns. Luhrmann er leikstjóri með stíl, svo mikinn reyndar að sumum fmnst stíllinn jafnvel þvælast fyrir honum. Fyrsta myndin sem hann gerði var hin frábæra Strictly Ball- room (1992), mynd um danskeppni sem liktist lítiö fyrirrennurum sín- um eins og Dirty Dancing. Því næst gerði hann Shakespeare fyrir ung- linga með hinni rokkuðu Romeo + Juliet. En nú er hann sjálfur hand- ritshöfundur aftur og dansinn hefur tekiö völdin á ný, bara villtari, flott- ari, litskrúðugri og erótiskari en áður. Moulin Rouge státar ekki af flóknum söguþræði. Ewan McGregor leikur Christian, ungan rithöfund sem kemur til Parísar til að upplifa hið undursamlega bó- hemlíf og skrifa um sannleikann, fegurðina og frelsið en fyrst og fremst ástina. Hann hittir málarann Toulouse Lautrec sem fær hann tO að skrifa handrit að stórkostlegri sýningu sem á að setja upp á Rauðu myllunni. Christian kynnist aðal- stjörnu hússins, Satine (Kidman), verður skelfilega ástfanginn af henni og hræðilega afbrýðisamur þegar hann áttar sig á því að Satine þarf að selja sig vellauðugum aðals- manni (Richard Roxburgh) sem fjár- magnar sýninguna. Meira þarf ekki að segja um söguna enda er hún ekki aðalatriðið hér. Aðalatriðið er yfírdrifinn glæsileikinn, ótrúlegar klippingar sem þeyta manni inn í lostafullan heim listamanna og gleðikvenna sem skála í skærgræn- um absinth. Söng- og dansatriðin eru svo stórfengleg og hrífandi að þau beinlínis útskýra hvers vegna þetta form var eitt vinsælasta kvik- myndaformið fyrir 60 árum. Lög eins og Your Song (Elton John) - sem byrjar sem ljóðalestur, Like a Virgin (Madonna) - sungið af Jim Broadbent og er eitt sér miðans virði og Roxanne (Sting) í tangóút- gáfu fá nýtt líf í meðforum Luhrmanns, og textarnir áður óþekkta dýpt enda fleyta þeir sög- unni áfram. McGregor er fínn í hlutverki Christians, sakleysið uppmálað og ástfanginn upp fyrir haus og Kidm- an er langleggjuð og fbgur femme fatale og sýnir hér fína kómíska tæmingu sem hún hefur sjaldan fengið að nota áður. Þau syngja bæði sjálf og gera það aldeilis ágæt- lega en hljómsveitin á það til að kæfa þau, sérstaklega Kidman. Ef það leynist í ykkur rómantíker og þið sjáið ekkert athugavert við fólk dansandi á skýjum í glimmer- rigningu, syngjandi sambland af a.m.k. 10 þekktum ástarsöngvum, þá verðið þiö að sjá Moulin Rouge og endilega í bíói til að njóta yfir- gengileikans til fullnustu. Leikstjóri: Baz Luhrmann. Framlelðend- ur: Fred Baron, Martin Brown, Baz Luhrman. Handrit: Baz Luhrmann & Craig Pearce. Kvikmyndataka: Donald McAlpine. Tónlist: Craig Armstrong, Mari- us De Vries, Steve Hitchcock. Aöalleikar- ar: Nicole Kidman, Ewan McGregor, John Leguizamo, Jim Broadbent, Richard Rox- burgh.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.