Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 15. OKTÓBFR 2001 45 DV Tilvera Minnismoli íbúöalánasjóður hefur látið hanna sérstakar umbúðir, merktar stofnur.inni, á brjóstsykur sem viðskiptavinum er boðið upp á. Tilgangurinn er sá að viðskipta- vinimir hafi eitt- hvað fyrir stafni á meðan þeir bíða afgreiðslu og ekki síður hitt að þeir muni hvar þeir eru staddir þegar loks kemur að þeim. Þurfa þeir þá ekki annað en að líta á brjóstsykur- inn til að vita að þeir eru í íbúða- lánasjóði. Þarfur eftir langa biö. Karfa / fjóröa sæti. Topp-sport Golfog hestamennska sækja mjög að knattspyrnunni sem enn er vin- sælasta íþróttagreinin á íslandi samkvæmt upplýsingum frá ÍSÍ. Topp-tíu listinn lítur þannig út (inn- an sviga er fjöldi iðkenda í hverri grein): 1. Knattspyma (16.200) .2. Golf (9.700) 3. Hestamennska (7.300) 4. Körfubolti (5.700) 5. Frjálsar (5.200) 6. Badminton (5.100) 7. Fimleikar (4.400) 8. Handbolti (4.200) 9. Sund (3.900) 10. Skíði (3.800) Setningin „Það dregur hins vegar síður en svo úr hættu á hryðjuverkum á Vesturlöndum að henda sprengjum í úlfaldarassa í Afganistan og hæfa þá ekki einu sinni.“ (Úr leiöara DV11. október.) Leiðrétting Það er rangt sem fram hefur kom- ið í fréttum að Davíð Oddsson og Össur Skarphéöinsson séu óvinir. Hið rétta er að þeir eru vinir nema meðan á landsfundum flokka þeirra stendur. Hafa ber það sem sannara reynist og leiðréttist þetta hér með. SAMSETT DV-MYND Stríðið um indverska matinn Arthúr Björgvin og Sveinn Andri á vettvangi misskilinna átaka viö Hverfisgötu. Sakaður um að hlaupa frá reikningi á indverskum veitingastað: Arthúr Björgvin æfur á Hvolsvelli - hafði aldrei í Austur-Indíafélagið komið Arthúr Björgvin Bollason, for- stöðumaður Sögusetursins á Hvols- velli, hefur verið sakaður um að hafa hlaupið frá tæplega 13 þúsund króna reikningi á indverskum veit- ingastað við Hverfisgötu 8. ágúst síðastliðinn. Arthúr Björgvin var þá reyndar staddur allt annars staðar á landinu eins og fjöldi vitna getur borið um. Það var hæstaréttarlög- maðurinn Sveinn Andri Sveinsson sem bar Arthúr Björgvin þessum sökum í innheimtubréfi sem hann sendi austur í Fljótshlíð í síðasta mánuði-með hótun um lögsókn yrði reikningurinn ekki greiddur án taf- ar. Með innheimtukostnaöi og vöxt- um krafði Sveinn Andri forstöðu- mann Sögusetursins um rúmlega 30 þúsund krónur fyrir meinta heim- sókn á indverska veitingastaðinn sem Arthúr Björgvin hefur aldrei stigið fæti inn á. Gestum missást Forsaga málsins er sú að umrætt kvöld var einn gesta indverska veit- ingastaðarins Austur-Indíafélagsins með háreysti og læti á staðnum sem varð til þess að lögregla var kvödd á staðinn. Tók hún skýrslu af óláta- seggnum og lét þar við sitja. Síðar um kvöldið yfirgaf umræddur mað- ur veitingastaðinn án þess að greiða reikninginn og töldu aðrir gestir að þar hefði fariö Arthúr Björgvin Boflason. Á þeim framburði byggði Andri Sveinn lögmaður kröfu sína og hótun um að stefna málinu fyrir Héraðsdóm Suðurlands. „Mér brá verulega þegar ég fékk bréfið frá lögmanninum eins og all- ir ættu að skilja. Það er óþægilegt að standa frammi fyrir því að hafa gert skandal og muna ekkert eftir því,“ segir Arthúr Björgvin sem var samt viss í sinni sök og svaraði lög- manninum í harðorðu bréfi þar sem sagði meðal annars: Svartur blettur „Lögmenn sem koma svona fram setja svartan blett á íslenska lög- fræðingastétt. Ég vona bara sjálfs þín vegna - og þeirra sem þurfa að skipta við þig í framtíðinni - að þú kunnir að skammast þín. Og eitt að lokum; Það er eins víst að þú mun- ir heyra aftur í mér síðar - og þá á máli sem þú skilur." Sveinn Andri er þó ekki af baki dottinn þrátt fyrir augljós mistök í starfi og segir í svarbréfi til for- stöðumanns Sögusetursins á Hvols- vefli: Kúnninn og sannleikurinn „Það er nú einu sinni þannig að lögmenn fá kröfur í innheimtu án þess að geta komið því við að kryfja málavexti til mergjar. Þeir verða að treysta því að kúnninn hafi rétt fyrir sér þar til annað kemur í ljós ... Það er góð regla áður en maður sendir frá sér bréf og er mikið niðri fyrir að geyma að senda bréfið og ritskoða það síðar; áður en maður sendir það, þ.e. að ekkert fari frá manni sem ekki er við hæfi. Ég sé að þú hefur gleymt þessari ágætu reglu, en ég er ekkert að erfa það við þig.“ Þorir ekki Allt er þetta hið versta mál og má ekki á milli sjá hver hefur beðiö mestan hnekkinn, Arthúr Björgvin, Sveinn Andri eða indverski veit- ingastaðurinn. Veitingamaðurinn þar hefur reyndar boðið Arthúri Björgvin að borða hjá sér en Arthúr þorir vart að þiggja það. Aldrei er að vita hvað gerist í framhaldinu á veitingastað sem hefur lögmann eins og Svein Andra á sínum snær- um. Fyrrverandi skólastjóri Áslandsskóla í Vagninn á Flateyri: Úr skóla á krá - stundataflan víkur fyrir bjórpumpunni „Þetta verður miklu skemmti- legra. Þarna fæ ég þó að stjóma," segir Kristrún Lind Birgisdóttir sem lét af störfum sem fyrsti skóla- stjóri Áslandsskóla í Hafnarfirði fyrir skemmstu og hyggst nú snúa sér að veitingarekstri á heimakrá þeirra Flateyringa, Vagninum. Vagninn er löngu landsþekktur skemmtistaður og vel sóttur af fólki sem kemur jafnvel langt að til að upplifa þá sérstöku stemningu sem þar ríkir. Kristrún starfaði áður sem skólastjóri á Flateyri og er því að snúa heim eftir stuttan stans í Hafnarfirði. „Þetta er allt í burðarliðnum hjá okkur en með mér í rekstrinum verður Erna Káradóttir, leikskóla- Farvel Hafnarfjöröur Kristrún skólastjóri kveður Fjöröinn eftir stuttan stans í Áslandsskóla - heima bíður Vagninn - kraumandi mannlífspottur. stjóri á Flateyri. Við ætlum að brydda upp á ýmsum nýjungum og stólum á þátttöku allra Vestfirðinga í gamninu. Vagninn er kraumandi mannlífspottur eins og allir vita sem þangað hafa komið,“ segir Kristrún um leið og hún pakkar foggum sínum fyrir vesturferðina. Þeir skemmtistaöir eru ekki til á Vestfjörðum sem hafa haft roð við Vagninum þegar hann lýkur upp dyrum sínum. Aðeins er um fimmt- án mínútna akstur frá ísafirði eftir að jarðgöngin komu til sögunnar og Bolvíkingar, Dýrfirðingar, Súgfirð- ingar og Súövíkingar telja heldur ekki eftir sér að renna niður á Flat- eyri ef Vagninn er opinn. Og hann er næstum alltaf opinn. Rmm ráð fyrir vikui SPEGLAR - Skoðið ykkur upp á nýtt í spegli í fullri líkamsstærð. Mannhæðarhár spegill kostar ekki nema rúmar 4000 krónur hjá glermeisturum í Skeifunni, slípaður, með festing- um og öllu. Frábært í eldhúsið. Enn betra í svefnherberginu. KARTÖFLU- MÚS - 1944-rétt- irnir frá Slátui'- félaginu eru betri en þeir lita út fyrir að vera. Sérstaklega stroganoffið. Mætti vera meiri kartöflumús í pakkanum. Gott fyrir þá sem eru ekki í stuði til að elda mat. Furðulegt hvemig hægt er að varðveita bragð í svona pakka. MEXlKÓSKT - Tex-mex-veit- ingastaður á miðjum Lang- holtsvegi kemur skemmtilega á óvart. Ódýrari en aðrir og auk þess er bannað að reykja þar og drekka. Nógu heitt samt. Ágætt á miðvikudögum. ' ■# TAL-SÍMAR - Ágætt að vera í viðskiptum við Tal. Þeir loka ekki fyrr en eft- ir þrjá ógreidda reikninga. Síminn er sneggri-til og veitir engin grið. EKKI RAKA- Látið fallin lauf óhreyfð i garð- inum. Ekki raka því þau hlífa fjölærum plöntum. Farið frekar í Blóma- val og kaupið lauka til að setja niður. Kaupið minnst þúsund stykki ef þið viljið blómlegan garð næsta sumar. Tiu þúsund kall. DV-MYND E.ÓL. Vel leslnn Menn koma ekki aö tómum kofun- um hjá menntamálaráöherra. Hann er vel lesinn og hugsandi. Hann er maöur sem fylgist meö og tekur þátt. Hann les DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.