Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2001, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2001 Skoðun I>V Málefni KSÍ Gagnrýndlr Atli Eðvaldsson og Eggert Magnússon - störf þeirra eru gagnrýnd. Áttu erfitt með að vakna á morgnana? Matthías Skúlason tölvufræöingur: Nei, ég kem alltaf hress í vinnu á réttum tima. Arnfríður Hafþórsdóttir nemi: Nei, en ég er nú samt alltaf pínusyfjuð á morgnana. Gunnar Jón Hilmarsson vaktmaöur: Nei, ég á gott með að vakna, fer í fyrra lagi að sofa. Agnes Þorsteinsdóttir nemi: Já, mjög erfitt og ég er mjög morgunfúl. Vilborg Bjarnadóttir nemi: Nei, ég fer frekar snemma að sofa á kvöldin. Katrín Óskarsdóttir nemi: Já frekar, ég er meö þrjár vekjaraklukkur. Rafn Haraidsson skrifar: Hvemig getur það verið að KSÍ virð- ist ekki vilja umræðu um hvort þjálfari landsliðs okkar sé hæfur til að vera áfram eða ekki? í hvaða landi sem hef- ur eingöngu atvinnumenn í sinu lands- liði geta menn sætt sig við tvo tapleiki í röð og það með markatölunni 9-0 úr þeim viðureignum? Við erum með lið sem hefur gert jafntefli við nýkrýnda heimsmeistara á Laugardalsvellinum og þeir sömu heimsmeistarar náð að vinna okkur með heppni á eigin heimavelli. En nú er allt i einu orðið í lagi að tapa 6-0 og 3-0 án þess að það hafi áhrif á störf þjálfara og eingöngu sagt að þetta séu lið sem em betri en við. Skárra er það nú. Hvað vakir eiginlega fyrir for- manni KSÍ og hans mönnum? Þegar verið er að ræða um gott gengi okkar í þessari HM-undankeppni gleymist að við áttum að eiga 12 stig ör- ugg, þ.e. við erum í styrkleikaflokki fyrir ofan tvö lið í okkar riðli og eigum þar af leiðandi að vinna bæði heima og úti og þar með fá 12 stig. Eitt stig kom í viðbót; er það aiit þetta góða gengi? Hvernig væri að menn færu að vakna til lífsins hjá KSÍ og gera sér grein fyrir að viö sem höfum áhuga á knattspyrnu viljum meira, því við vit- um að með þennan mannskap er hægt að gera miklu meira en það sem gert hefur verið. Þó svo að þjálfarinn hafi gert KR að meisturum 1999 verða menn að líta á það að þar tók hann við búi sem búið Erna Jóna Sigmundsdóttir, markaösstjöri Pfízer, Pharmaco hf., skrifar:_ Nokkurt fjaðrafok hefur orðið vegna athugasemda Péturs Pétursson- ar, læknis á Akureyri, við rauðvíns- flösku sem fylgdi kynningarbréfi frá lyfjafyrirtækinu Pfizer. Pétur vill tengja flöskuna við mútur.Til að varpa ljósi á málið er rétt að skoða til- drög þess. Lyíjakynnir var á Akureyri fyrir skömmu til að hitta lækna og fræða þá um nýtt lyf við mígreni. Kynningunni fylgdi sérlyíjaskrártexti um lyfið, gefinn út af Lyíjastofnun, og að auki rauðvínsflaska og tappatogari. Ástæða þess að rauðvinsflaska fylgdi kynningunni eru tengsl rauðvíns við sjúkdóminn en neysla rauðvins getur kallað fram einkenni á mígreni. Migrenisjúklingar verða, eins og kunnugt er, að neita sér um ýmsar al- mennar neysluvörur, ekki síst rauð- vin. Því miður náði lyfjakynnirinn ekki að hitta umræddan Pétur Péturs- son en skildi gögnin eftir á skrifstofu hans: faglegar upplýsingar um lyfið frá Lyfjastofnun, rauðvinið og tappa- togarann. Pétur skilaði flöskunni. Nú er það svo að öll umræða um „Formadur KSI og þjálfarinn hœla hvor öðrum á hvert reipi og með svo miklum lýs- ingum að öllum sem égræði við þykir nóg um.“ var að byggja upp áður en hann kom. Hvemig var síðan eftir það hjá KR? Jú, allt hefur verið í rúst síðan. Sama var hjá landsliðinu, hann tók við liði sem búið var að byggja upp í nokkur ár og hvað er að gerast? Mér sýnist allt vera að fara á sama veg. Formaður KSÍ og þjálfarinn hæla hvor öðram á hvert reipi og með svo miklum lýsingum að öllum sem ég Ljóst er að rauðvinsflaska að miðlungsgœðum hlýtur bœði að flokkast undir hóflegar veit- ingar og minni háttar og ódýran hlut. vín er afar viðkvæm á íslandi og mat á þessari neysluvöru er einstaklings- bundið. Fólki, sem hefur t.d. dvalist langdvölum erlendis, finnst borðvín eðlilegur hluti góðrar máltíðar en aðr- ir kunna aö líta það öðrum augum. Lyfjafyrirtæki og læknar hafa sett sér strangar siðareglur um samskipti sín á milli, að eigin undirlagi og án þrýstings frá opinberum aðilum. í 2. grein þessa samnings segir: „Lyfja- kynningar fari aö jafnaði fram á vinnustað lækna og að ljóst sé að kynningin skili nýrri vitneskju fyrir læknana. Allar upplýsingar skulu vera nákvæmar, sannar og hlutlægar og í engu brjóta í bága við lög um al- mennt siðferði. Veitingar skulu vera hóflegar og í engu skyggja á þá kynn- ingu sem fram fer.“ ræði við þykir nóg um. Getur verið að þama séu menn að reyna að styðja hvor annan, því ljóst er af umræðunni á götunni að verulega er farið að hitna undir þeim báðum. Hér væri hægt að setja á blað ails konar skrýtin dæmi eins og Guðna- málið, umboðslaun og laun formanns, gagnrýnis-fóbíu þjáifarans sem alltaf fer að tala um atvinnumennina í lands- liðinu eins og lítil börn, þ.e. það má ekki láta þá heyra að fólk sé ekki ánægt og þeim líði illa - þvílik della. Ég bara vona að nú fari af stað almennileg umræða um þessi mál og opinská en ekki i þeim dúr sem verið hefur og þögguð niður með væli um hve allir eru vondir við suma. í 8. grein segir: „Lyfjakynnar mega ekki bjóða læknum fé eða gjafir gegn viðtali og sömuleiðis mega læknar ekki fara fram á slíkt. Heimilt er þó að bjóða og þiggja minni háttar ódýra hluti.“ Ljóst er aö rauðvínsflaska að miðlungsgæðum hlýtur bæði að flokkast undir hóflegar veitingar og minni háttar og ódýran hlut. Má þar einnig vitna til þess sem gengur og gerist i almennum reglum fyrir- tækja um siðferði samskipta. Lyfjafyrirtæki verða að sjálf- sögðu að kynna framfarir og vöru- nýjungar eins og önnur fyrirtæki. Það getur hins vegar orkað tvímæl- is að skilja flöskuna eftir hjá um- ræddum lækni, án þess að ná tali af honum til að fræða hann í eigin persónu um lyfið. Þar með var hon- um ekki gefinn kostur á að afþakka kynningargjöfina. Ástæða er því tii að draga lærdóm af þessu atviki og er Pétur Pétursson beðinn velvirð- ingar. Enn fremur verður réttmæti kynningargjafar sem þessarar tekið til endurskoðunar innan fyrirtækis- ins. Sannleikurinn um vínið Pétur og vínið Enn er Pétur Pétursson að hrista upp í mál- um, en að þessu sinni er það ekki meint stera- notkun kraftlyftingamanna sem er í brennidepli heldur mútur lyfjafyrirtækja til lækna. Pétur, eins og fleiri heilsugæslulæknar, fékk senda rauðvínsflösku með tappatogara frá lyfjafyrir- tækinu Pharmaco ásamt gögnum um eitthvert mígrenilyf. Ef Garri hefur skilið talsmenn lyfja- fyrirtækjanna rétt þá er nú ekki litið á þetta rauðvín sem mútur heldur „hóflega gjöf‘ sem fylgi kynningarefni um þetta nýja lyf. Ekki mun þetta vera einsdæmi og er raunar haft eftir Stera-Pétri að þessi vínflaska sé dropinn sem fylli mælinn því heiðarlegir menn séu orðnir langþreyttir á þessum ófögnuði. Þar af leiðandi endursendi hann flöskuna ásamt tappatogaran- um svo ekki færi milli mála að hann hefði ekki áhuga á slíkum „hóflegum gjöfum" sem hann kaflar raunar sjálfur mútur. Göfgun Umræða af þessu tagi er raunar ekki alveg ný og Garri tekur eftir því að gjafir og velgjörðir sem veitast læknum af hendi lyfjafyrirtækja eru oftar en ekki sagðar tengjast einhvers konar fræðslu eða endurmenntun læknanna. í mennta- skóla rámar Garra í að hafa lært í einhverri freudískri sálfræði að svona nokkuð héti „göfgun" - en „göfgun" kallaði Freud það þegar frumstæðar hvatir líbidósins eru upphafnar og látnar tákna eitthvað göfugt s.s. að drápsfýsnin er göfguð í skákinni. Hér mætti segja að gróðafýsnin væri „göfguð“ með þvi að umbreyta henni í fræðsluhlutverk. Það dylst nefnilega eng- um sem á annað borð nennir að skoða þetta að tilgangur lyfjafyrirtækja með því að borga ólíklegustu hluti fyrir lækna er að markaðssetja i gegnum þá þau lyf sem fyrirtækin framleiða. Drykkjuskapur En þó á þessi rauðvínsfræðsla með mígrenilyf- inu nokkra samúð Garra, því þó talsmenn fyrir- tækisins hafi ekki kynnt málið þannig gefur auga leið að tilgangurinn með rauðvínsgjöflnni hefur verið að fá Pétur og aðra heilsugæslu- lækna til að drekka vínið og verða timbraðir á eftir. I slíku ástandi hefðu þeir þá getað kannað áhrif og virkni þessa mígrenislyfs af eigin raun. Þar væri þá komin bona fide fræðsla um áhrif migrenilyfs sem læknar gætu tekið mark á. Gall- inn er hins vegar sá að hætt er við að öll þau lyfjafyrirtæki sem framleiða höfuðverkjartöflur tækju upp á því að senda læknum vín, sem síðan framkallaði timburmenn hjá viðkomandi lækni sem gæti þá af eigin raun reynt áhrifamátt verkjataflna viðkomandi firma. En í ljósi hins mikla úrvals höfuðverkjartaflna eru líkur á að slik fræðsla gæti endað í langvarandi drykkju- skap í læknastétt sem jafnvel lamaði heilbrigðis- kerfið. Því hljóta menn að að taka undir með Stera-Pétri og leggjast gegn þessari göfguðu fræðslu lyfjafyrirtækja og lækna, en mæla með því að læknar lesi sér bara til í sinni grein á eig- in kostnað. Eins og allar aðrar _ stéttir fagmanna gera. GSffl Auöhringurinn hjá Strætó. Auðhringurinn - ný leið hjá Strætó Heimir Fjeldsted, kaupmaftur á Bræðra borgarstíg, sendi skemmtilega tillógu: Ég vil að nýja strætisvagnaleiðin, númer 16 og 17, verði látin heita Auð- hringurinn. Ástæðan er sú að þessir vagnar ganga frá Mjódd, í Kringluna, Skeifuna, Smárann og Hamraborg, milli auðugu kaupmannanna í borg- inni. Auk þess kemur vagninn að sjálfsögðu við í Verslunarskólanum þar sem verðandi kaupmenn eru að læra til verka. Eins og Smáralind Kona á sólbaðsstofunni á Dalvík laumaði þessu að okkur: Hérna hjá mér á sólbaðsstofunni á Dalvík var ungur maður á miðviku- daginn og þáði kleinur sem ég var að steikja. í ljós kom að honum fannst slíkt hátíðamatur á afmælisdaginn - hann er nefnilega fæddur þann 10.10. klukkan 10.10 rétt eins og Smáralind- in - nema hvað Guðmundur Pálma- son á Goðabraut 11 fæddist 1983 og varð því átján ára. Mér fannst þetta skemmtileg, lítil frétt í Dagblaðið. Fólkið í Afganistan - þetta fólk á ekki sök á ódæöinu í Bandaríkjunum. Ekki verið að stöðva ofbeldið Laufey_EJsaJSólyeigardóttir hrjngdi: Af hverju getur ísland ekki haldið hlutleysi sinu rétt eins og Svíþjóð, Sviss og eflaust fleiri lönd? Mér finnst það óviðunandi að íslenska ríkis- stjórnin skuli styðja árásirnar á Afganistan. í sprengjuregninu mun þetta snauða fólk farast hundruðum og þúsundum saman. Sprengjur munu ekki stöðva ofbeldið og hryðjuverkin í heiminum, það er hrein firra að halda að svo verði. Nú er ég fjarri því að af- saka ógeðslegar aðgerðir araba í Am- eríku 11. september. En ég tel að ef menn vilja stemma stigu við ofbeldi og hryðjuverkum, þá verði að nálgast lausnina á allt annan hátt. Stórveldin hafa hvað eftir annað sýnt að þau vaöa yfir minni þjóðirnar til að verja hagsmuni sína. Þær verða að fara að hugsa sitt ráð í utanríkismálum. Ætli lausnina sé ekki að finna þarna? Fátækur milljóneri Undrandi kona hringdi: Ég veit dæmi um mann sem er á fá- tækramörkum samkvæmt skatt- skýrslu. Hann býr í 30 milljóna króna húsi, er á Benz-jeppa og keypti sér skútu á dögunum sem kostar um það bil það sama og húsið hans. Hann á líka sumarbústað á Spáni. Ég undrast það að menn skuli komast upp með það að borga nánast enga skatta en lifa eins og kóngar. Ekkert þýðir að benda yfirvöldum á svona - það er ekkert gert. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíóa DV, Þverholti 11, 105 Reylgavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.