Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2001, Blaðsíða 20
ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001
-rgra
Fegurð umbunar áhorfanda
Rannsókn sem
breskir vísinda-
menn birtu ný-
lega er sögð
sanna að fallegt
fólk eigi auð-
veldara með að
eignast vini en aðrir. í rannsókn-
inni fengu vísindamennirnir sext-
án sjálfboðaliða til að skoða fjöru-
tíu andlitsmyndir af ókunnugu
fólki. Á meðan var heili þeirra
skannaður og virkni hans kort-
lögð.
Það sem var sameiginlegt öllum
** sjálfboðaliðunum var að sama
svæði heila þeirra lýstist upp þeg-
ar þeir horfðust í augu við fallegt
fólk. Þetta svæði er það sama og
lýsist upp hjá tilraunadýrum á
borð við rottur og apa þegar þau
framkvæma eitthvað sem þau vita
að þau muni veröa verðlaunuð fyr-
ir, þannig að vellíðunartilfinning
er tengd því að sjá fagurt andlit.
Ástæðuna fyrir þessu telja vís-
indamennirnir vera þróunarlega.
Fallegt fólk er talið eiga meiri
möguleika á að ná langt í lífinu en
aðrir. Vísindamennirnir hafa sett
fram þá kenningu að með þvi að
eiga fallegt fólk að vinum þá séu
ófríðari einstaklingar ómeðvitað
i að nýta sér þá athygli sem fallega
fólkið fær til að eiga meiri mögu-
leika á að komast áfram. Þessi
hegðun þekkist meöal simpansa og
annarra apa. Þar reyna þeir sem
lágt eru staddir í virðingarstigan-
um að vingast við einstaklinga í
hópnum sem eru hærra settir í
Útgeislun, gleöi, samkennd og jafnvel móöurlegur svipur fólks vakti viöbrögö hjá sjáifboöaiiöunum, jafnt og hefö-
bundin fegurö.
Vísindamennirnir hafa
sett fram þá kenningu
að með því að eiga fal-
legt fólk að vinum þá
séu ófríðari einstak-
lingar ómeðvitað að
nýta sérþá athygli
sem fallega fólkið fær
til að eiga meiri mögu-
leika á að komast
áfram.
þeirri von að auka veg sinn og
virðingu.
Kyn fallega fólksins skiptir engu
máli samkvæmt rannsókninni.
Einnig kom i ljós aö það sem talin
er hefðbundin fegurð, fallegt and-
litsfall, er ekki eini þáttur fegurð-
ar sem kveikir á umbunarsvæði
heilans. Sjálfboðaliðarnir voru
beðnir um að lýsa þeim andlitum
sem kveiktu á umbunarsvæðinu.
Þar kom fram að útgeislun, gleði,
samkennd og jafnvel móðurlegur
svipur fólks vakti viðbrögð hjá
fólki jafnt og hefðbundin fegurð.
Svæðið lýstist aðeins upp þegar
fólkið á myndunum horfði beint í
myndavélina. Andlit fallegs fólks,
þar sem augun horfðu i aðrar átt-
ir, kveikti engin viðbrögð hjá sjálf-
boðaliðunum.
Umbunarsvæðið sem lýsist upp
er það sama og tengist hvers kon-
ar fíknum hjá fólki. Aðspurðir
sögðu vísindamennirnir að engin
hætta væri á að fólk ánetjaðist fal-
legum andlitum. Til þess þyrfti
sjálfsagt einhvers konar ofurand-
lit.
►
Ný karlpilla möguleiki
- eftir uppgötvun prótíns í sáðfrumum
Uppgötvun
ákveðins
prótíns í sáð-
frumum gæti
leitt til ein-
faldrar getnað-
arvarnarpillu
fyrir karlmenn. Prótínið hefur
verið nefnt CatSper og hefur,
samkvæmt rannsóknum, þann til-
gang að gefa hölum sáðfrumna
aukna orku til að komast í gegn-
um ystu og þykkustu himnuna á
eggjum og spilar þar með lykil-
hlutverk i getnaði.
Hópur vísindamanna erfða-
breytti nokkrum músum þannig
að þær höfðu ekki CatSper. í ljós
kom að sáðfrumur músanna voru
ekki eins þróttmiklar í hreyflng-
um og sáðfrumur venjulegra
músa, auk þess sem þær gátu eng-
an veginn borað sig í gegnum
vegg eggja og þannig valdið getn-
aði. Þegar ysta lag eggjanna var
ijarlægt komust sáðfrumurnar í
gegn.
Þessi uppgötvun hefur gefið vís-
indamönnum von um að þróa
megi getnaðarvamarpillu fyrir
karlmenn sem drægi úr virkni
CatSper og kæmi þannig í veg fyr-
ir getnað. Pillur með þessari
virkni eru einnig taldar geta nýst
konum. Þá þyrftu konur bara að
taka pilluna rétt fyrir eða eftir
samfarir. Þær eru einnig taldar
vera hættuminni en hefðbundnar
Þá þyrftu konur bara
að taka pilluna rétt
fyrir eða eftir sam-
farii
hormóna-getnaðarvarnarpillur í
dag. Þær þarf að taka daglega til
þess að þær virki. Hefðbundnar
hormónapillur geta valdið auk-
inni hættu á aukaverkunum, s.s.
blóðtappa og krabbameini, þótt sá
möguleiki sé fjarlægur.
Pilla sem virkaöi á prótíniö í sáö-
frumunum gæti einnig nýst konum
sem þyrftu þá ekki lengur aö taka hefö-
bundnar hormónapillur.
yasmírí
' VhfOOUíi
Wjjjwfo»
Vnr 42 98 78
3x21 txbloUcr
Trinordiol'
Triquilar
3*21 tiblottor
orai
I
;
í
1
<
)
I
i
1
Ung japönsk kona dáist hér aö nýja þriöju kynslóöar farsímanum (3G) sínum. Japanska farsímafyrirtækið NTT
CoCoMo var þaö fyrsta í heiminum sem ýtti úr vör þjónustu fyrir 3G-farsíma. Helsta breytingin er sú aö flutningur
upplýsinga í gegnum Netiö veröur mun hraöari, auk þess sem hægt er aö senda og taka viö hreyfimyndum á símun-
um. Tíminn veröur síöan aö leiða í Ijós hvaö framleiöendum símanna og þjónustuaðilum dettur í hug að bjóöa upp
á í framtíöinni.
*
Hjartalínurit í
gegnum GSM-síma
Vísindamenn I
Bretlandi hafa
nú hannað tæki
sem gerir mæl-
ingar á m.a.
hjartslætti og
blóðþrýstingi og
annarri líkamsstarfsemi, sem mæl-
anleg er á rafrænan hátt, mögulegar
í gegnum farsimakerfi nú-
tímans. Þetta þýðir að lækn-
ar geta fræðilega séð athug-
að líkamsstarfsemi sjúk-
linga sem búa á strjálbýlum
svæðum langt frá næsta
spítala.
Kerflð virkar þannig að
nemar sem notaðir eru til
að mæla ákveðna líkams-
starfsemi eru tengdir tæki
sem þýðir rafstrauminn yfir
i innrautt Ijós. Innrauða
ljósið er síðan sent í GSM-
sima sem sendir upplýsing-
arnar yfir farsímakerfið og
til læknisins. Langflestir
farsímar er þannig gerðir að
þeir geta numið innrautt
ljós þannig að engar breyt-
ingar þarf að gera á þeim. Þessi
tækni er einnig talin geta nýst fyrir
íþróttamenn við þjálfun utanhúss,
sem og sjúkraflutningamönnum.
Svo vel virkar þessi nýja tækni aö
eini gallinn sem vitað er um er ef
síminn missir samband við kerfið
þegar farið er í gegnum göng eða
aðra blinda bletti.