Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2001, Blaðsíða 9
9 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 DV_____________________________________________________________________________________________________Neytendur Söfnunarlíftryggingar: Milljarðar ut i ovissuna - ekki allir með á hreinu hvað þeir eru að greiða fyrir og samanburður erfiður Á síðasta ári greiddu íslendingar 1,3 milljarða í söfnunarlíftryggingar i gegnum miðlara og eins og komið hefur fram í fréttum eru ekki allir með á hreinu hvað þeir eru í raun að greiða fyrir. í síðustu viku var í fjölmiðlum sagt frá konu sem taldi sig hafa keypt 1 milljón króna líf- tryggingu fyrir sig og mann sig og þegar maður hennar lést 19 mánuð- um siðar kom í ljós að bæturnar sem hún fékk voru aðeins 93.000 kr. Komið hafa upp fleiri dæmi þar sem framsetning sölumanna á þeim söfnunarlíftryggingum sem þeir selja hefur verið gagnrýnd, svo og skortur á skýrari reglum. Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með þessum málum hér á landi og segja menn þar á bæ að afskaplega erfitt sé að fylgjast með hvernig sölumenn rækja upplýsingaskyldu sína þar sem salan fer oftar en ekki fram á heimili viðskiptamanns. Komi upp álitamál stendur orð á móti orði og eins og dæmin sanna geta fyrirtækin, sem gera sölumenn- ina út af örkinni, í mörgum tiifell- um firrt sig ábyrgð. Hvar annars staðar kæmist félag upp með að segja að viðkomandi sölumaður sé hættur störfum og látið þar við sitja. Ekki var hann á ferðinni á eig- in vegum. Há sölulaun hvetja sölu í dag vinna nokkur hundruð manns við að selja söfnunarliftrygg- ingar í heimahúsum og í flestum til- fellum eru launin árangurstengd, þannig að greitt er fyrir hverja selda tryggingu. Oft er þar um veru- legar upphæðir að ræða, jafnvel tugi þúsunda króna. Þar sem sölu- laun eru mismikil hjá sjóðunum hefur borið á þvi að sölumenn mæri þann sjóð sem mestu skilar í vasa þeirra en halda hinum til hlés og skiptir þá engu máli hvort fjármun- ir viðskiptavinarins væru betur komnir í einhverjum öðrum sjóði eða bara undir koddanum heima. Auðvitað á þetta ekki við um meg- inþorra þeirra sem slika hluti selja en þeir sem eru i þessum bransa þekkja allir dæmi um sölumenn sem láta vonina um gífurleg laun hlaupa með sig í gönur og hafa áhrif á þær upplýsingar sem þeir gefa væntanlegum viðskiptavinum. Haft var eftir framkvæmdastjóra tryggingasviðs þess tryggingafélags sem átti aðild að því máli sem ný- verið kom upp að fátítt væri að við- skiptavinir misskildu skilmála þeirra trygginga sem þeir keyptu hjá þeim. En í raun er það mark- leysa að halda slíku fram því engin reynsla er komin á það hér á landi. Þegar fólk ákveður að greiða í slík- ar söfnunarlíftryggingar er oftast um langtímasamninga að ræða, kannski til 20-30 ára og því fáir hér á landi sem hafa fengið peningana sína greidda út. Samanburöur erfiöur Markaðurinn með söfnunarlíf- tryggingar er ungur hér á landi en víðast annars staðar hafa verið sett- ar skýrar reglur um framsetningu slíkra trygginga. Til að mynda eru reglur í Bretlandi um að ekki megi sýna tilvonandi viðskiptamönnum dæmi þar sem reiknað er með meira en 8% ávöxtun og taka verð- ur allan kostnað með í dæmið. I Þýskalandi mega félögin ekki gefa upp hærri ávöxtunartölur en þau geta staðið við samkvæmt trygg- ingafræðilegum útreikningum. Því sér fólk það svart á hvítu hvaða upphæð það fær að lágmarki að söfnunartímabilinu loknu. Hér á landi virðist sem engu skipti hvaða prósentutölur eru notaðar svo fremi sem tekið sé fram að ekki sé hægt að gefa nein loforð um ávöxtun og að aldrei sé vitað hver hún verður í framtíðinni. Þetta getur skapað ýmis vandamál. Sumir gera sér t.d. óraunhæfar væntingar til sparnað- arins, halda að þeir verði milljóna- mæringar að spamaðartímabilinu loknu, sem kannski er ekki raunin, auk þess sem neytendum reynist erfitt að bera saman mismunandi sjóði, kosti þeirra og galla. Sem skýtur skökku við, því á öðrum sviðum hefur töluvert verið lagt í að gera neytendum kleift að bera sam- an verð og gæði. Þeir sem t.d. ætla að kaupa sér uppþvottalög geta bor- ið saman verð á hverjum lítra því slíkar upplýsingar eiga að vera á hiUumiðum. En þegar um lífeyris- sparnað, sem e.t.v. hefur mikil áhrif á afkomu fólks í framtíðinni, gilda engar slikar reglur og margir renna blint í sjóinn með þær fjárfestingar. 1,3 milljaröar á síöasta ári Samkvæmt upplýsingum frá Fjár- málaeftirlitinu er meirihluti söfn- Fréttatilkynning: Hollustan reiknuð á Netinu Nú geta allir, sem hafa aðgang að Netinu, reiknað' næringarefnin í matnum sem þeir borða og metið hollustu eigin fæðis. Matarvefur- inn.is opnar nýja möguleika jafnt fyrir almenning sem skólafólk til að fylgjast með hollustu eigin matar- æðis og fræðast um næringargildi fæðunnar. Vefurinn kemur sér einnig vel fyrir sykursjúka, íþrótta- fólk og aðra sem þurfa af einhverj- um ástæðum að fylgjast vel með mataræðinu. Eins getur starfsfólk í matvælaiðnaði nýtt sér vefinn. Hollusta fæðunnar er metin með hliðsjón af ráðlögðum dagskömmt- um og áætlaðri næringarþörf hvers einstaklings. Eins er hægt að reikna næringargildi eigin uppskrifta eða einstakra máltíða. Islenski gagna- grunnurinn um efnainnihald mat- væla er undirstaða fyrir útreikning- ana en í grunninum eru flest algeng matvæli á íslenskum markaði. Með forritinu gefst kostur á að áætla eigin orkuþörf í kcal á dag og þörf fyrir einstök næringarefni mið- aö við aldur, kyn, líkamsbyggingu og daglega hreyfingu. Með því móti fæst nákvæmari grunnur að nær- ingarþörf hvers einstaklings en ef miðað er við meðalþörf Ttarla og kvenna eftir aldri. Matarvefurinn hentar jafnt fyrir skóla og almenning sem vill fræðast um næringu og hollustu eða einfald- lega fylgjast með hitaeiningum og næringarefnum í matnum. Fyrir- tækið Hugbúnaður hf. hefur hannað Matarvefmn í samvinnu við Mat- vælarannsóknir á Keldnaholti, Manneldisráð, Námsgagnastofnun og rannsóknastofu i næringarfræði við Háskóla íslands og Landspítala- háskólasjúkrahús en verkefnið var styrkt af Rannsóknarráði is- lands.RMatarvefmn er að finna á veffanginu www.matarvefurinn.is en einnig er hægt að tengjast hon- um frá þessum vefsíðum: www.manneldi.is , www.matra.is, www.namsgagnastofnun.is, www.hi.is/stofn/rin ■tSlWmWml’ Safnað til eliiáranna Söfnunarlíftryggingar er ein af þeim leiöum sem fólk hefur þegar þaö vill safna til elliáranna. En stundum er uþþlýsingagjöf misvísandi og ekki víst aö ailir fái það út úr þeim sem þeir þúast viö. unarlíftrygginga boðinn af erlend- ingagjöf til eftirlitsins um umfang um vátryggingafélögum en upplýs- þessa er takmörkuð. Þó er vitað að iðgjöld fyrir milligöngu vátrygg- ingamiðlara námu 1,3 ma. kr. á ár- inu 2000. Mestur hluti þessa eru líf- tryggingar en inni í tölunni eru einnig skaðatryggingar. Líftrygg- ingaskuld, þ.e. inneign vátrygginga- taka, vegna söfnunarlíftrygginga innlendra félaga var 700 m. kr. um síðustu áramót samkvæmt árs- reikningum félaganna. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fiármálaeftirlitsins, segir að það hafi að undanförnu haft áhyggjur af framkvæmd upplýsingaskyldunnar í þessum málaflokki og því farið sérstaklega yfir verklag vátrygg- ingamiðlara og líftryggingafélaga í þessum efnum. Hefur það gert ýms- ar athugasemdir við framkvæmd þessa og almenna umgjörð sem tryggja góða framkvæmd upplýs- ingaskyldunnar. Benda má á til- mæli sem FME sendi vátrygginga- miðlurum í byrjun þessa árs sem varða verktaka á vegum vátrygg- ingamiðlaranna, en dreifibréfið er birt á heimasíðu eftirlitsins, www.fme.is. Einnig hafa eftirlitinu borist kvörtunarmál sem tekin hef- ur verið afstaða til. Fjármálaeftirlitið leiöbeinir Gunnar vill hins vegar ítreka að eftirlit með því hvernig upplýsinga- skyldan er raunverulega uppfyllt í hverju tilviki er mjög erfitt. Þess vegna er mjög gagnlegt að vátrygg- ingatakar snúi sér til Fjármálaeftir- litsins ef þeir telja að réttur hafi verið brotinn á þeim. Eftirlitið get- ur þá leiðbeint viðkomandi og eftir atvikum tekið málið til skoðunar í því skyni að tryggja betri fram- kvæmd reglnanna. Einnig til skoðunar hvort ástæða sé til þess að gera nánari kröfur til vátryggingafélaga og vátrygginga- miðlara en Fjármálaeftirlitið hefur heimild til að gefa út almenn leið- beinandi tilmæli til eftirlitsskyldra aðila. -ÓSB Hvað segja lögin? í VI. kaíla laga um vátrygginga- starfsemi eru ákvæði um upplýs- ingaskyldu vátryggingafélaga. í 56.-60. gr. er kveðið á um upplýs- ingaskyldu vátryggingafélaga og þeirra sem starfa á vegum þeirra. Til að tryggja ítarlega upplýsinga- gjöf er í 60. gr. gerð sérstök krafa um að upplýsa skriflega um eftirfar- andi atriði: 1. Heiti líftryggingafélagsins og félagsform. 2. Heimilisfang aðalstöðva líf- tryggingafélagsins og, þegar við á, þess útibús sem samningurinn er gerður við. 3. Allar tegundir bóta sem í samn- ingnum felast og um rétt til breyt- inga á þeim á samningstimanum. 4. Gildistíma líftryggingarinnar. 5. Hvemig samningnum verði sagt upp. 6. Hvernig iðgjöld skuli greidd, hve lengi og hvernig þeim verði breytt á samningstímanum. 7. Hvernig ágóðahluti er reiknað- ur og hvernig og hvenær hann verði greiddur. 8. Reglur um endurkaup og fri- tryggingu og að hvaða marki ábyrgst er að réttur til þess sé fyrir hendi. . 9. Sundurliðun iðgjalda á hverja grein líftrygginga (bótategunda) og vegna aukagreina þegar þær eru innifaldar. 10. Um líftryggingar tengdar fjár- festingum: Skilgreiningu á þeim hlutaeiningum sem tengdar eru bót- um. 11. Um liftryggingar tengdar fjár- festingum: Hvers eðlis þær eignir eru sem að baki hlutaeiningum eru. 12. Hvernig háttað er rétti vá- tryggingataka til að hætta við að taka líftrygginguna. 13. Almennar upplýsingar um skatta sem ber að greiða vegna líf- tryggingarinnar. Þá skal láta vátryggingataka í té líftryggingaskilmála, bæði almenna skilmála og sérskilmála. Á samn- ingstíma liftryggingar á einnig að upplýsa vátryggingataka skriflega um breytingar sem varða vátrygg- ingafélagið, breytingar á vátrygg- ingaskilmálum og breytingar á lög- um sem snerta þau atriði sem hér voru talin. Einnig á að upplýsa hann um stöðu inneignar og ágóða- hluta árlega. Þá eru í sömu grein nánari ákvæði um undantekningu frá meginreglu um að upplýsingar séu á íslensku, reglur um tilkynn- ingu um gildistöku og fleira. Samkvæmt 2. og 3. mgr. 58. gr. skal hver sá sem hefur með höndum sölu vátrygginga á vegum vátrygg- ingafélaga framvisa skilríkjum við störf sín sem útgefin eru og undir- rituð af því vátryggingafélagi eða fé- lögum sem hann starfar fyrir. Vá- tryggingaumboðsmenn og vátrygg- ingasölumenn skulu, svo sem unnt er áður en vátryggingasamningur er gerður, upplýsa hlutaðeigandi um iðgjöld og vátryggingaskilmála. Þá skulu vátryggingafélög sjá til þess að starfsemi aðila sé þannig að öflun vátrygginga fari fram með hag vátryggingataka og vátryggðra fyrir augum. Þau skulu einnig sjá til þess að tjónþolar fái fullnægjandi upplýs- ingar um bótarétt sinn og sundur- liðun á því hvernig bætur til þeirra eru ákveðnar. Ef vátryggingin er keypt fyrir milligöngu vátryggingamiðlara gilda einnig ákvæði 82. og 83. gr. sömu laga. í 83. gr. segir að vátrygginga- miðlari skuli veita vátryggingataka þær upplýsingar og þá aðstoð sem hann þarf á að halda til að geta met- ið skilmála og kjör vátrygginga sem í boði eru og vátryggingaþörf áður en vátryggingasamningur er gerður. Einnig ber vátryggingamiðlaranum að gæta að fyrrgreindum ákvæðum um upplýsingaskyldu áður en gengið er frá vátryggingasamningi. Honum ber að sjálfsögðu að gera fullnægj- andi grein fyrir tegund og umfangi vátryggingaáhættunnar til að unnt sé að gera vátryggingataka tilboð. Eftir að samningur er kominn á á hann einnig að veita vátrygginga- taka leiðbeiningar og ráðgjöf, þar á meðal verði tjón er fellur undir vá- tryggingasamninginn. Samkvæmt 3. mgr. 82. gr. sömu laga skal vátryggingamiðlari i hvi- vetna leysa störf sín af hendi svo sem góðar venjur í vátryggingavið- skiptum bjóða. Hann skal liðsinna báðum aðilum og gæta hagsmuna þeirra og gæta þess að aðila séu ekki settir ólögmætir, ósanngjarnir eða óeðlilegir kostir í samningum. Vátryggingamiðlara er skylt að upp- lýsa þá sem hann starfar fyrir um þóknun sem hann þiggur vegna við- skiptanna fari þeir fram á það. Vá- tryggingamiðlara er skylt að veita Fjármálaeftirlitinu allar upplýsing- ar sem það óskar um vátrygginga- samninga sem hann hefur komið á. Nánar er kveðið á um starfshætti vátryggingamiðlara í reglugerð um miðlun vátrygginga, nr. 853/1999.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.