Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2001, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 I>V 5 Fréttir Fjárf^stingar í fiskeldi á árinu: Samherji og UA meö 250 milljónir - veiðigjald setur nýsköpun í hættu, að mati framkvæmdastjóra ÚA Veiðigjald kann að hamla veru- lega gegn nýsköpunarstarfi útgerð- arfélaganna, að mati Guðbrands Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Akureyringa. Þetta kom fram á fundi Verslunarráðs á Akureyri í liðinni viku þar sem skýrsla endurskoðunarnefndar um sjávarútveg var rædd og áhrif á norðlenskan sjávarútveg. Guðbrandur sagði að samanlagð- ar flárfestingar Samherja og ÚA til fiskeldis á árinu myndu nema 250-260 milljónum á árinu og er hlutur Samherja ráðandi í þeirri tölu. Ef veiðigjald verður tekið upp þurfa þessi félög að greiða tæpar 200 milljónir á ári, miðað við 25% fram- legð. Fullnusta slíkrar gjaldtöku miðast við árið 2009 en þessar fjár- hæðir gætu hækkað verulega eftir gengi iðnaðarins og gætu áhrifin orðið veruleg á sjávarútvegsfyrir- tæki landsins að mati Guðbrands. Hann benti á að mikil hagræðing Þjófur með sýklalyf Hann hafði ekki heppnina með sér, þjófurinn sem lagði leið sína í Land- spítala, háskólasjúkrahús, í Fossvogi á laugardag, í lyfjaleit. Manninum tókst að komast inn á eina af skurðstofum sjúkrahússins og taka með sér lyf áður en hann freist- aði þess að komast undan. Öryggis- vörður á sjúkrahúsinu varð hins veg- ar var við ferðir hans og hóf eftirför en missti af þjófnum. Lögreglan kom hins vegar fljótt til skjalanna og var maðurinn handtekinn skömmu síðar. Skurðstofan sem maðurinn braust inn f er ekki í mikilli notkun og lítið að hafa þar af lyfjum. Þannig munu ekki hafa verið nein vanabindandi lyf þar sem talið er að helst hafi freistað þjófsins, en hann mun hafa verið með eitthvað af sýklalyfjum á sér þegar hann var handtekinn. -gk Veturinn minnir á sig Landsmenn voru sums staðar minntir á það um helgina að vetur er í nánd og var það aðallega í umferðinni sem menn fengu slikar áminningar. Lögreglan í Keflavík vissi um fjögur tilfelli á laugardagsmorgun þar sem bifreiðar enduðu utan vegar, ein á Grindavíkurvegi en hinar þrjár á Reykjanesbraut. Fjölmargar aðrar bif- reiðar munu hafa farið út af þar en ökumönnum tekist að koma þeim sjálf- ir inn á veginn aftur. Á Holtavörðuheiði lentu menn í erf- iðleikum vegna hálku og snjókomu. Eitthvað var um að bifreiðum væri ekið út af og þar valt m.a. bifreið sem dró hestakerru. Lögreglan f Borgar- nesi var kölluð til og tókst að koma far- artækjunum og mönnum og hestum upp á veginn og engan sakaði. Vegur- inn um Holtavörðuheiði varð ófær vegna snjóa aðfaranótt sunnudags. I Ljósavatnsskarði í S-Þingeyjar- sýslu missti ökumaður bifreiðar vald á henni vegna krapa og hálku á vegin- um. Bifreiðin hafnaði á skilti við veg- inn og skemmdist nokkuð en maður- inn slapp ómeiddur. -gk Bíiveital Ólafsfirði Bilvelta varð á gamla veginum í norðanverðum Ólafsfirði á laugar- dag. Vegurinn er mjög slæmur og lítið notaður en ökumaður fólksbíls, sem var þar á ferð, missti vald á bif- reiðinni i lausamöl og hafnaði hún utan vegar. Ökumaður var einn á ferð og sakaði hann ekki. Nokkuð var um of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar í Ólafsfirði um helgina og sömu sögu er að segja af Ólafsfjarðarvegi en Dalvík- urlögreglan stöðvaði þar 6 ökumenn fyrir of hraðan akstur. -gk hefði orðið i greininni og nefndi sem dæmi að árið 1971 hefði ÚA ver- ið með 16 togara og báta á sínum snærum í stað fjögurra togara nú. Sjávarútvegurinn hefði þurft að komast af án aðstoðar undanfarið og hvað rækjulandvinnslu varðaði tók Guðbrandur sem dæmi að einn starfskraftur skilaði nú því sama við pillunarvélar sem áður hefði kallað á 16 manns. Aflamarkskerfið væri nauðsynlegt i rekstri sjávarút- vegarins. Metþorskveiði hefði verið á árunum fyrir hrunið 1983 en á Jónasdóttir. Guðbrandur Sigurðsson. sama tíma hefði verið stórtap í greininni. Guðbrandur taldi ijarlægt að sjá fyrir sér breiðpólitíska sátt um sjáv- arútveg en sagði að átökin milli sjó- manna og útvegsins hefðu skaðað ímynd greinarinnar. Svanfríður Jónasdóttir, þingmaður Samfylking- arinnar, flutti framsöguerindi ásamt Guðbrandi og var hún ósam- mála honum í meginatriðum fyrir utan það að þau voru á einu máli um að áfram yrði deilt. Svanfríður sagði að svo yrði um ókomna tíð meðan Sjálfstæðisflokkurinn færi með lyklavöldin í sjávarútvegsráðu- neytinu. Flokkurinn væri vanhæfur til að sætta þjóðina vegna hags- munatengsla við greinina og einnig vantaði sjálfstæðismenn sannfær- ingu í málinu. Svanfríður telur einsýnt að meiri- hlutaálit endurskoðunarnefndar- innar dugi ekki. Breytingar á sjáv- arútvegi hafi þýtt gjörbyltingu sam- félagsins sem jafnvel mætti líkja við áhrif iðnbyltingarinnar áður í byggðalegu tilliti. Svanfríður sagði misskilning að meirihlutaálitið væri samhljóma skýrslu auðlinda- nefndarinnar. -BÞ # SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is Grand Vitara XL-7 er nýjasti og stærsti jeppinn frá Suzuki. Hann er byggöur á traustum grunni og áratuga reynslu Suzuki í smíði rúmgóðra og sparneytinna jeppa. Grand Vitara XL-7 er byggður á heilli grind og er með háu og lágu drifi, sem gefur frábæra aksturseiginleika jafnt á vegum sem vegleysum. Til að auka öryggi ökumanns og farþega er XL-7 með öryggispúða, styrktarbita í hurðum og ABS hemlalæsivörn með tölvustýrðri jöfnun sem staðalbúnað. Þarfir manna eru mísjafnar, því eru sæti fyrir 7 en mjög einfalt er að breyta farþega og farangursrými eftir þörfum hvers og eins. Vélin í XL-7 er 2,7 litra DOHC V6, 173 hestöfl og meðaleyðslan er aðeins 10,8 lítrar á hundraðið. SAMANBURÐARTAFLA: Tegund lengd breidd hæð hjólahaf Mercedes Benz M 4587 1833 1776 2820 Pajero Sport 4610 1775 1735 2725 Grand Cherokee 4611 1858 1805 2690 Musso 4656 1864 1755 2630 Grand Vitara XL-7 4685 1780 1740 2800 Terrano !i 4697 1755 1850 2650 Discovery 4705 1855 1883 2540 Landcruiser 90 LX 4730 1730 1860 2675 Pajero 4775 1845 1855 2780 Trooper 4795 1835 1840 2760 *DV. 25.8.01 Verð: Aðeins Beinsk. 2.980.000 Sjálfsk. 3.180.000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.