Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2001, Blaðsíða 12
12 Skoðun ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 DV Hlakkar þú til að fá snjóinn? Sigrún Edda Edvarösdóttir, móöir og bim. (Auöur Mist): Ég vil ekkert endilega fá hann strax, það væri fínt að fá hann í byrjun desember. Jón Kjartan Ingólfsson búöarloka: Helst ekki, mig langar í snjólítinn vetur, svona Florida „style". Jóhann Ingvason innkaupastjóri: Já, ég hlakka til að taka fram skíöi og skauta. Ásgeir Óskarsson hljóöfæraleikari: Þaö væri fínt að fá mikinn snjó yfir jólin og svo búiö. Ingvar Valgeirsson verslunardrengur: Svo framarlega sem hann kemur ekki fyrr en 23. desember og hverfur 1. janúar. Friörik Friðriksson myndatökumaöur: Bæöi og. Hryöjuverkin í Bandaríkjunum í síðasta mánuöi kostuöu um 6 þúsund manns lífiö. Nokkur söguleg hryðjuverk Móse lét drepa 3.000 manns Móse gekk á Sínaífjall til fund- ar við Drottinn. Honum dvaldist á fjallinu. Þegar hann kom til baka hafði lýður- inn snúið við hon- um bakinu. Þeir höfðu valið Aron til forystu, steypt úr gulli mynd af Bal og fórnaraltari honum til dýrðar og efnt til fórnar og gleðihátíðar. Móse reiddist ofsa- lega, hann braut sáttmálstöflurnar, sem hann hafði komið með af fjall- inu og braut gullkálfinn. Móse safn- aði síðan levítunum til sín, lét þá girðast sverðum og lét þá drepa þrjár þúsundir manna, þeir felldu þar bræður sína, vini og frændur. Rússar sökktu skemmtiferöa- skipi og drápu 5.000 Rússar sökktu farþegaskipinu Wilhelm Gustloff og drápu 5.000 Móse reiddist ofsdlega, hann hraut sáttmálstöfl- urnar, sem hann hafði kom- ið með af fjallinu og braut gullkálfinn. Skemmtiferðaskipið Wilhelm Gustloff, - hryðjuverk Rússa kostaöi allt að 5 þúsund manns lífið. manns. í janúar 1945 var skemmti- ferðaskipið á leið frá Gotenhafen til Kílar og Flensborgar með 6.000 flóttamenn, sem átti að deila niður á þessa staði. Tólf mílur þver af Stolp- munde lá rússneskur kafbátur fyrir skipinu og skaut það þremur tund- urskeytum og sökkti því. Þarna létu 5.000 saklausir borgarar lífið, þrefalt fleiri en fórust með Titanic. Talið var að Rússar vissu að þarna voru óbreyttir borgarar á ferð. Hiroshima og Nagasaki - 225.000 drepnir og særðir Hinn 6. ágúst 1945 vörpuðu Bandaríkjamenn atómsprengju á japönsku borgina Hiroshima. Af- leiðingin var: 80.000 lágu í valnum, 2/3 bygginga borgarinnar eyðilögð- ust, eða 60.000 hús. Þremur dögum síðar vörpuðu Bandaríkjamenn enn atómbombu á borgina Nagasaki, drápu og særðu 75.000 manns og lögðu þriðjung borgarinnar í rúst. New York - 6.000 létust Hinn 11. september 2001 létust um 6.000 manns þegar sveit mú- hameðstrúarmanna rændi fjórum farþegaþotum og flaug tveimur þeirra á World Trade Center í New York og einni á Pentagon í Was- hington. Fjórða þotan brotlenti eftir að farþegar lögðu til atlögu við ræn- ingjana. Skotmark þeirra mun hafa verið Hvíta húsið í Washington. Auglýsingaherferð bæjarstjórans Akureyringur skrifar: Bæjaryfirvöld hér á Akureyri hafa sett í loftið sjónvarpsauglýsingar þar sem tíundaðir eru helstu kostir þess að búa hér í „höfuðborg hins bjarta norðurs". Rétt er það sem fram kem- ur í auglýsingunum; að staðurinn er fallegur og búsetuskilyrði eru al- mennt góð, ekki síst fyrir ungt bama- fólk. En á ölium málum eru tvær hlið- ar og enginn sest að á Akureyri vegna þess eins að Pollurinn sé spegilsléttur eða snjórinn í Hliðarfjalli nægur. Svo einhvern fýsi að flytja í höfuð- stað Noröurlands þarf atvinnulifið á staðnum að vera í pottþéttu lagi og staðreyndin er sú að kyrkingur er kominn í vöxt og viðgang þess. Fáir vaxtarbroddar sjást eða þrífast og starfsemi þeirra fyrirtækja sem fyrir En á öllum málum eru tvœr hliðar og enginn sest að á Ak- ureyri vegna þess eins að Poll- urinn sé spegilsléttur eða snjórinn í Élíðarfjalli nægur. em hefur í mörgum tilvikum átt und- ir högg að sækja. Fram hjá þessari veigamiklu grundvallarstaðreynd horfðu stjórnendur Akureyrarbæjar þegar þeir ákváðu að blása til þessar- ar auglýsingaherferðar. Persónugervingur auglýsinga þess- ara er svo Kristján Þór Júlíusson bæj- arstjóri. Skili auglýsingarnar ein- hverjum árangri mun pilturinn vænt- anlega telja fólksfjölgun í bænum sitt verk og sinni stefnu að þakka. Á þeim tæpu fjórum árum sem hann hefur stýrt bænum hefur fólki hér blessun- arlega fjölgað. En ástæða þess er auð- vitað fyrst og fremst efnahagslega hagstæð ytri skilyrði, sem hafa gefið bænum tækifæri til vaxtar og sóknar, fremur en að stjórn hans hafi verið svo einstaklega góð að íbúum fjölgi í stórum stíl einmitt þess vegna. Umhugsunarvert er jafnframt að auglýsingar þessar skuli kostaðar af opinberu fé, nú í upphafi kosninga- vetrar. Skili auglýsingarnar engum árangri mun bæjarstjórinn væntan- lega biðja fólk að benda ekki á sig, eins og lögregluvarðstjórinn í lagi Bubba Morthens. Og fari nú svo að Kristján Þór tapi stjómtaumunum á Akureyri í vor verður hann daginn eftir kosningar hlaupinn á brott, far- inn að stýra einhverju allt öðra bæj- arfélagi. Slíkt væri í anda þessa far- andbæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins. Garri Hvað verður um sannfæringu þingmannsins? Einar Oddur Kristjánsson hefir viðrað sannfær- ingu sína sem þingmaður f fisk- veiðistjórnunar- málinu. Hvað verður um þessa sannfæringu þing- mannsins eftir að búið er að ganga gegn henni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins? Get- ur hann gert það sem hann sagði að hann mundi flytja tillögu á Alþingi sem gengi gegn vilja svokallaðrar sáttanefndar um veiðar smábáta og leita breiðrar sam- stöðu á Alþingi til samþykktar henni. Hann hlýtur að vita að svona breiður vilji er tO í þinginu. Verður það flokksræðið sem kúgar þingmanninn eða rífur hann af sér hnappheldu flokksræðis- ins og flytur tillöguna? íslenska þjóð- in á Alþingi en ekki pólitísku flokk- arnir, þess vegna er flokksræðið til- ræði við lýðræðið í landinu. Ef þing- menn væru ekki bundnir af flokks- ræðinu væru líkur á að hin mikla mismunun sem þingið gaukar að landsmönnum væri ekki til og jafn- réttið væri meira í daglegu lífi þegn- anna.Ég bíð spenntur eftir því að 'frétta hvað þingmaðurinn gerir í málinu Anda að sér lífinu Guðrún Arnalds, hómópati og leiðbeinandi í líföndun, vill sjá hressa lesendur DV: Nú er komið haust og tími til að anda djúpt, taka því sem að höndum ber og leggja okkar af mörkum til að lýsa upp skammdegið. Mitt inn- legg er að bjóða þeim sem vilja að lyfta andanum og eiga skemmtilega helgi í góðum hópi fólks, dansa, iðka jóga, taka til í sálarkimunum, anda að sér lífinu og njóta þess að vera til á námskeiði í lífóndun helg- ina 20.-21.október. Þú getur tekið með þér vin eða fjölskyldumeðlim eða þara komið ein-n. Helgarnám- skeið í lífóndun getur verið góð leið til að hreinsa til í huganum, vinna úr því liðna, hlaða sig af orku og bjartsýni til að takast á við nútíð og framtið með opnum huga. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við mig og fengið frekari upplýsingar - annað hvort i tölvupósti eða í sím- um: 896 2396 / 561 0151 eöa 551 8439. Löggan hætt aö skipta sér af umferð Brynjólfur Brynjólfsson skrífar: 98 prósent Það er ekki að spyrja að því að sjálfstæöis- menn kunna að meta foringjann sinn. Davíð Oddsson var endurkjörinn formaður flokksins með 98% greiddra atkvæða á landsfundinum á sunnudag og hefur önnur eins atkvæðatala ekki sést síðan Kim il Sung var kosinn til foringja á þingum Kommúnistaflokks Albaníu hér á árum áður. Munurinn er hins vegar sá að Davíð fær ekki að handvelja fulltrúana á þingið eins og Kim il fékk á sínum tíma. í íslensku samhengi er óumdeilanleiki Davíðs jafnvel enn einstæðari, því jafnvel Halldór Ásgrímsson, sem er með óumdeildustu flokksleiðtogum, fær ekki svona kosningu. Um aðra þarf ekki að ræða, það kemst einfaldlega enginn með tæmar þar sem Davíð hefur hælana í þessum efnum. Flott handrit Garri hefur alltaf dáðst að því hversu vel skrifað handritið að landsfundum Sjálfstæðis- manna er, og hversu vel það gengur alltaf upp að lokum. Fundurinn byggir á öllum helstu grundvallarlögmálum Aristotelesar um leiksýn- ingu, þarna er einn tími, ein atburðarás og einn vettvangur. Og atburðarásin er hlaðin drama sem nær sínum hápunkti á siðasta degi fundar- ins þar sem allir átakaþræðirnir sem spunnir hafa verið dagana á undan vefast saman í einn allsherjar kímax. Þá er formaðurinn kjörinn og andstæðingar fallast í faðma af einskærri ham- ingju yfir því að vera sjálfstæðismenn. Fyrrum fjendur slá á bakið hver á öðrum og stappa stál- inu hver í annan í óvæntri euforískri samkennd og samstöðu með það samkomulag sem náðist á fundinum. Þá virðist litlu máli skipta að sam- komulögin eru í öllum aðalatriðum grundvölluð á þeim ályktunardrögum sem fyrir fundinum lágu og deilurnar því meira formsatriði en nokk- uð annað. Dýrin í skóginum Garra minnir að það hafi verið Geir Haarde sem sagði um einhvem landsfund annars stjóm- málaflokks, líklega hefur það verið landsfundur Samfylkingarinnar, að handritið hafi verið lipurt og augljóslega skrifað á einhverri auglýsingastof- unni. Eflaust var það rétt hjá Geir. Hins vegar er handritið að landsfundi Sjálfstæðisflokksins flóknara og dýpra en svo að einhver auglýsinga- stofa ráði við að skrifa það. Garra þykir líklegra að hér hafi komið að máli þekktari rithöfundur, maður sem nú er látinn fyrir allnokkru og var þekktur og dáður jafnt í sínu heimalandi sem víða um heim. Garri er þarna að vísa til Thor- björns Egners en landsfundarhandritið er gletti- lega likt handritinu að Dýrunum í Hálsaskógi - handbragðið leynir sér ekki. Eftir átök og erjur fallast öll dýrin í skóginum á að éta ekki hvert annað og vera vinir og grænmetisætur. Þau vilja líka með yfirgnæfandi meirihluta (98%?) - meira að segja Mikki refur líka - lúta stjórn Bangsapabba. Spurningin er bara hvort það myndi ekki setja punktinn yfir i-ið á landsfund-» um framtíðarinnar ef sjálfstæðismenn færu alla leiö og syngju grænmetissönginn í lok fundarins!? Gðfl'B Ökumaöur hringdi: Hvergi í veröldinni sér maður eins klunnalega ökumenn og á Islandi. Sjálfur hef ég ekið erlendis um árabil og er alveg undrandi á því hvað ís- lendingum líðst að brjóta umferðar- lögin í smáu sem stóru. Allir vita að hraðakstur er stundaður ómælt á þröngum götum og vegum, fjöldi manns virðist aka undir áhrifum áfengis. Minni mál en þó alvarleg eru að menn leggja mjög oft á móti akst- ursátt, leggja bíl öfugt í bílastæði, sem er lögbrot, og langflestir sem koma að umferðarljósum aka vel yfir breiðu stöðvunarlinuna, og helst al- veg yfir gangbrautina líka. Lögreglan á íslandi er gjörsamlega óhæf í störf- um sinum og fylgist nákvæmlega ekkert með umferðinni lengur. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíóa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.