Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2001, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2001, Qupperneq 15
14 Útgáfufélag: ÚtgáfufélagiÐ OV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Gufimundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblaö 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Samtök um lýðrœði Þótt flestum þyki nóg til af fjölþjóðasamtökum, vantar okkur ein í viðþót. Ekki eru til nein samtök lýðræðisríkja um lýðræðið sjálft, verndun þess og eflingu í heiminum. Lýðræðisríkin þurfa slík samtök til að tryggja öryggi sitt, bæta efnahag sinn og efla millirikjaviðskipti. Þetta er sá minnihluti ríkja, sem fer eftir mannréttinda- sáttmála Sameinuðu þjóðanna, býr við dreifingu valdsins og gegnsæi þess, leggur áherzlu á lög og rétt, og stundar aðskilnað ríkis og trúarbragða. Þetta er sá minnihluti ríkja, þar sem hinn óbreytti borgari er í öndvegi. Slík ríki eru traust, af þvi að þau hafa innri öryggis- ventla í lagi. Farið er eftir leikreglum í viðskiptum og öðr- um samskiptum. Þau eru í senn traust inn á við og út á við. Viðskipti milli slíkra ríkja eru traustari en önnur við- skipti, af því að þau virða rétt útlendra aðila. Þegar lýðræðisrikjum fjölgar, stækkar svigrúmið, þar sem ríki fara ekki i strið við hvert annað og stunda ekki hryðjuverk í ríkjum hvers annars. Þá stækkar svigrúmið til auðsöfnunar allra slíkra rikja af völdum aukinnar sér- hæfingar þeirra í framleiðslu og viðskiptum. Sjónarmiðin að baki lýðræðisins eflast, ef slík ríki gera með sér samtök um að koma fram sem heild á alþjóðleg- um vettvangi, til dæmis hjá Sameinuðu þjóðunum. Þar verður erfitt að andmæla, þegar einum rómi tala þau ríki, sem ein fara eftir mannréttindareglum samtakanna. Mikilvægur þáttur slíks samstarfs er að koma sér sam- an um að styðja lýðræðisöfl i öðrum löndum, svo að svig- rúm lýðræðis í heiminum stækki smám saman. Það felur um leið í sér, að bönnuð eru timabundin hagkvæmnis- bandalög þessara ríkja við andstæðinga lýðræðis. Hafnað verður bandalögum, sem hefna sin um síðir, svo sem gamalkunnu bandalagi milli Bandaríkjanna og hryðjuverkaríkisins Pakistans um að koma Rússum frá Afganistan með því að koma á fót sveitum ofstækishópa talibana, menntuðum í sértrúarskólum Sádi-Arabíu. Einnig verður hafnað bandalögum við aðila, sem grafa undan innviðum lýðræðisins með eiturlyfjasölu. Þar eru einna athafnasamastir stríðsherrar svokallaðs Norður- bandalags í Afganistan, sem Bandaríkin eru nú að nota til að kveða niður sinn eigin uppvakning, talibana. Öll hagkvæmnisbandalög af slíku tagi hefna sín um síð- ir. Þau gefa stríðsherrum, herforingjum, lögreglustjórum og ýmsu öðru illþýði í þriðja heiminum tækifæri til að mjólka fjárhirzlur Vesturlanda og hindra eða tefja valda- töku lýðræðissinnaðra afla í þriðja heiminum. Lýðræðisbandalagið ætti að nota þróunarfé sitt til að efla lýðræðislega þætti í öðrum ríkjum, svo að þau geti náð sér í aðgöngumiða að lýðræðisbandalaginu. Sérstaka áherzlu þarf að leggja á ríki, sem ramba á mörkum lýð- ræðis og geta með lagi þróazt í rétta átt. í þeim hópi er Tyrkland, sem þarf að efla mannréttindi minnihlutahópa og draga úr áhrifum hersins. Einnig Ind- land, sem þarf að draga úr spillingu ríkisafskipta og efla rétt lægstu stétta samfélagsins. Ennfremur Rússland, sem þarf að efla rétt minnihlutahópa og stöðva mafíuna. Þetta eru fjölmenn ríki, sem eru komin langleiðina í faðm lýðræðisins. Ef þau sogast áfram í átt til lýðræðis- hefða Vesturlanda, stendur lýðræðið fóstum fótum í fleiri menningarheimum en áður og er betur búið til að setja fjöldamorðingjum heimsins stólinn fyrir dyrnar. í fjölskrúðugri flóru fjölþjóðasamtaka vantar okkur samtök, sem hafa það eitt að markmiði að treysta lýðræði í sessi og víkka áhrifasvæði þess í heiminum. Jónas Kristjánsson # ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 19 DV Skoðun Umburðarlyndi, gott og vont Heimurinn fyllist nú af sprengjuhvin og hraðsmit- andi talsmáta heilags stríðs. Það er þá eftir öðru að svo til allir telja sér skylt að vera einarðir og afdráttar- lausir í yíirlýsingum um hermdarverk. Meira að segja dyggðir eins og um- burðarlyndi verða tor- tryggilegar. Eftir ógnartíð- indin frá ÝNew York má nefnilega lesa það hér og þar að á Vesturlöndum hafi menn til þessa sýnt of mik- ið umburðarlyndi umsvifum og við- horfum íslamskra „öfgamanna," og þar með búið til farveg fyrir réttlæt- ingu á hryðjuverkum. Umburðarlyndi er vissulega nauð- synlegt til að við komumst af í heim- inum. Umburðarlyndi sem felst í því að menn stilla sig um að halda fram sínum sannleika (trú, lífsviðhorfum) með oflæti og hroka en eru í raun fúsir til að setja sig i annarra spor og virða þeirra helgidóma og sannfær- ingu. En hitt er svo rétt að til er um- burðarlyndi sem er reist á mun lak- ari forsendum. Það er þetta umburð- arlyndi sem situr á næsta bæ við Arni Bergmann rithöfundur andlega leti, nennir ekki að gera mun á réttu og röngu og felur sig á bak við heldur aumlegt afskiptaleysi. Slæm samviska Sumpart stafar þetta illa umburöarlyndi af slæmri samvisku Vesturlandabúa. Þeir vita að áður fyrr óöu þeir yfír heiminn í full- komnu tillitsleysi við siði, trú og menningu „inn- fæddra“. Nú slær síðbúð- inni iðrun inn með þeim hætti, að það verður algengt að menn skrifa hugsunarlaust upp á aUt sem kemur frá „þriðja heiminum“Ýí nafni formúlunnar „best að allir fái að hafa sína trú eða siði í friði". Það er ágætt meginviðhorf eins og fyrr segir en það má ekki drepa niður fyr- irfram alla gagnrýni á meðferð ís- lamskra wahabíta (eða talibana) á konum, á meðferð á stéttleysingjum á Indlandi eða á umskum stúlku- bama í Austur-Afríku. í annan stað kemur það nú vel í ljós hve háskalegt það „umburðar- lyndi“ er sem markaösfrelsið heimtar sér til handa. Ég á við þá kröfu, að Kannski er þó lakast af öllu hið yfirþyrmandi um- burðarlyndi gagnvart fátœkt sem hnattvœðingin svo- nefnda heldur til streitu. fyrirtæki á markaði megi haga sér eins og þeim sýnist enda hafi þau ekki skyldur við aöra en sína hlut- hafa. Menn óttast nú mjög efnavopn og sýklavopn til hermdarverka. Og menn vita af vitnisburði, m.a. manna sem fyrrum voru hátt settir hjá Sadam Hussein í írak, að þegar hann var að draga fóng í sín efnavopnabúr var hægur vandi fyrir hans erindreka að kaupa hvað sem þeir þurftu af bandarískum og breskum, þýskum og frönskum fyrirtækjum. Vegna þess að enginn mátti heyra það nefnt að sett- ar væru hömlur á verslunarfrelsi. Peningastreymi, fátækt Það kemur líka á daginn að vafa- Þetta er ekki íþrótt - þetta er sígarettuauglýsing Ég man enn eftir því þegar ég var að byrja að reykja á stoppistöðinni vestur í bæ. Ég hafði verið á móti reykingum en á einu andartaki var ég kominn í hóp þeirra útvöldu. Ég hafði heyrt um sjúkdóma sem gætu lagt mann niður jafnvel strax um fer- tugt en manni fannst það engin ógn. Það var svo langur tími. Og ég varö þræll tóbaksins eins og svo margir aðrir. Frá því upp úr þrítugu hefur strögglið í lífinu verið það að hætta að reykja og fylgdi ég þar trendinu hjá minni kynslóð. Þetta gengur þannig hjá þessari blessuðu kynslóð að menn hættu að reykja og byrjuðu að trimma en á góðri stundu eru vindlamir komnir upp - menn eru að byrja aftur - og hætta - og byrja - og hætta. Heldur hefur þetta nú gengið skár eftir því sem tímar líða ekki síst vegna þess að reykingar hafa minnkað í umhverfinu og því auðveldara að gleyma þessu blessaða böli. Akandi sígarettupakkar Hallgrímur Helgason minntist á formúluna í DV sl. miðvikudag. Mig minnir að hann hafi verið að hrósa sjónvarpinu fyrir það að lofa okkur að horfa á þennan hringakstur þó að stríð væri að byrja. Af því tilefni rifj- aðist það upp fyrir mér að ég slysað- ist til að horfa á formúluna einn Mín skoðun er sú að ríkissjónvarpið eigi ekki að kaupa þœtti sem eru útbíaðir af sígarettuauglýsingum. sunnudagsmorgun. Og ég man að mér þótti þetta merkilegt. Að mínum dómi er þetta ekki íþrótt. þetta er sígarettuauglýsing. Kappakstursbílarnir eru fljúgandi sígarettupakkar. Næstum því á hverjum ein- asta bíl eru merki einna eða fleiri tegunda. Einnig á nær öllum staurum eða veggjum sem sjást i útsendingunni. Ég tók ekki eftir þessu fyrr en ég var búinn að sitja yfir keppninni í alllangan tíma. Þá fann ég, sem ekki hef _____ reykt í mörg ár, allt i einu fyrir reykingarlöngun. Svona auglýs- ingar smjúga inn í imdirmeðvitund- ina og ein formúlukeppni vegur nokkuð víst upp allt það fé sem Tó- baksvarnarnefnd hefur til umráða á heilu ári. Því að auglýsingar virka. (Það var fastur liður hér áður fyrr að spyrja í blöðum: heldur þú að auglýs- ingar virki?) Nú til dags getur maður farið á kafílhús, án þess að reykt sé upp í mann. Maöur getur farið fínt út að borða án þess að sitja í svælunni og bara víða verið án þess að allir séu að reykja allt í kring. Þetta virkar þannig að reykingalöngun fyrrver- andi reykingamanns kemur sjaldnar upp á yfírborðið. Ég er að hrósa nýju tóbaksvarnarlögunum og veitir ekki af því að það virðist vera í einhverri tísku að finna þeim flest til foráttu. En, því miður, meðan ríkið heldur úti margra klukkutíma sígarettuaug- lýsingu á sunnudagsmorgnum þá er ekki að búast við því að ungt fólk Baldur Kristjánsson sóknarprestur með viðkvæmt höfuð hætti til að byrja að reykja. Útbíaðir þættir í raun og veru eru tó- baksframleiðendur að kaupa sér aðgang að fólki um allan heim með því að auglýsa á kappakstursbíl- unum og útvarpsstjórinn islenski reiðir fram stórfé til þess að tryggja þeim þennan aðgang að íslend- ingum. Mín skoðun er sú að rík- ______ issjónvarpið eigi ekki að kaupa þætti sem eru útbí- aðir af sígarettuauglýsingum. Og alla síst þætti eins og formúluna sem eru seldir sem íþróttaþættir en eru í raun og veru ekkert annað en hringakstur þar sem bilaframleið- endur reyna að koma vöru sinni á framfæri og sígarettu- og brennivíns- salar sjá sér leik á borði og stimpla sig inn undir formerkjum styrktar- aðila. Mér finnst það heimskt af forráða- mönnum sjónvarpsins að reiða fram stórfé til þess að treysta reykingar í sessi sennilega einkum meðal ung- viðis. Það er mjög alvarlegt aö rikið í gervi ríkissjónvarps skuli halda úti sígarettuauglýsinguip á sunnudags- morgnum. Hvemig væri nú að bjóða í enska boltann og láta það eftir áskriftastöðvum að sýna þessar síg- arettu- og áfengisauglýsingar. Ég get ekki betur séð en að tóbaksauglýs- ingar séu bannaðar í umgjörð allra alvöru íþrótta. Baldur Kristjánsson Spurt og svarað Valgerður Bjamadóttir, Jafnréttisstofu: Brúum ginn- ungagapið „Tillaga um að lengja fæðingaror- lofið i tólf mánuð er ánægjuleg. Nú- verandi lög gera ráö fyrir að nýfætt barn njóti samvista við foreldra í Qóra og hálfan til níu mánuði, miðað við hvað verður 2003, sem er lágmark. Hins vegar gerir hið opinbera kerfi ekki ráð fyrir að börn fari að heiman fyrr en um tveggja ára aldur og þá á leikskóla. Þarna er ginnungagap á milli sem mikil- vægt er að verði brúað. Tillaga um að hafa orlofið að fullu miilifæranlegt þykir mér aftur á móti óskiljanleg. Veröi orlofsrétturinn að fullu millifæranlegur, eins og fyrri lög buðu upp á, mun það vísast fara svo að í yfir- gnæfandi hluta tilvika taki móðirin allt orlofið en faðir- inn verði áfram úti á vinnumarkaðinum. Með því væri hluti markmiða laganna fallinn um sjálft sig.“ Aaðlengja fœðingarorlof í eitt ár og hafa Ámi Sigfusson, sjálfstœðismaður: Engin töfraformúla „Ég tel að framfylgja beri ályktun- um landsfundar, enda eru þær stefnumótandi og samþykktar eftir itarlegar umræður fjölda fólks. Hins vegar eiga menn nú eftir að setjast niður og meta hver kostnaðurinn við þessa lengingu fæðingarorlofs væri. Fyrr er í rauninni ekki hægt að setja stefnuna á að vinna samkvæmt henni. Mikilvægt er að böm fái að njóta umönnunar foreldra sinna á fyrstu mánuðum sínum en engin töfraformúla í fræðunum segir okkur þó að fæðingar- orlofið þurfi í því sambandi aö vera níu, tólf eöa fjórt- án mánuðir. Mestu skiptir að skilningur sé fyrir því í á öllum stööum aö gefa foreldrum svigrúm til þess að njóta samvista viö börn sín, nú þegar alsiöa er oröið að bæði móðir og faðir vinni utan heimilis." samt er hvort heimurinn þolir það „umburðarlyndi" sem tengist frjáls- um flutningum fjármagns fram og aftur um heimsbyggðina. Sú krafa að ekkert ríkisvald megi koma meö sín „boð og bönn“ inn á það svið hefur til þessa gagnast mest allskonar mafíósum, og nú viðurkenna menn að viðgangur hryðjuverkasamtaka sé að verulegu leyti tengdur þessu af- skiptalausa umburðarlyndi gagnvart peningastreymi. Kannski er þó lakast af öllu hið yfirþyrmandi um- burðarlyndi gagnvart fátækt sem hnattvæðingin svonefnda heldur til streitu. En hún segir öHum heimi þetta hér: Þótt hnattvæðing í krafti frjáls spils fjármagnsins leiði tH þess að gjáin breikkar miUi fátækra samfé- laga og ríkra og þeirra ríkustu og efnaminnstu í hverju samfélagi þá skal sú þróun um borin, enda eins- konar náttúrulögmál. Og heitir hver sá þröngsýnn fjandmaöur frelsis og framfara sem rís gegn henni. Eins þótt vaxandi misskipting lífsgæða hljóti að magna upp hatur og heift og ýta þar með undir smærri' og stærri hermdarverk víða um heim. Ámi Bergmann Ummæli Hugmyndir um raunveruleika „Börn og ungling- ar hafa sínar eigin hugmyndir um raun- veruleikann sem er að mörgu leyti ólíkur heimi okkar, hinna fuUorðnu. Hvernig lítur heimurinn út í augum unglings? Það sem ungling- urinn sér, heyrir, upplifír og þekkir er raunveruleiki hans. Sjónarmið unglingsins mótast af þessu veru- leika. Við, hin fullorðnu, berum ábyrgð á lífsskilyrðum bama en tU að geta axlað þá ábyrgð verðum við að afla okkur þekkingar um börn, þar á meðal frá þeim sjálfum. Okk- ur ber að hlusta eftir og virða sjón- armið þeirra - í málum sem snerta þau sérstaklega." Þórhildur Líndal I grein í Sveitarstjómarmálum. íslandsmið ekki einkavædd „Fram undan er hatrömm barátta í þjóðmálum, ekki síst sem lýtur að sjávar- útveginum. Það er markmið sterkra afla í Sjálfstæðisflokkn- um að einkavæða ís- landsmið. En það skal aldrei verða. íslandsmið skulu aldrei verða einka- vædd. Það er von okkar að þeir menn í stjórnarflokkunum sem hafa verið að láta að því liggja að þeir séu ósáttir við núverandi fiskveiði- stjórnarkerfi komi til liðs við aðra þá sem vUja réttlæti á íslandi." Karl V. Matthíasson alþingismaöur í Bæjarins besta. XJna María Óskarsdóttir, fotm. Landssamb. framsóknarkvenna: Framsókn mun aldrei samþykkja Ég er sammála þvi að fæðingar- orlof verði lengt í tólf mánuði. Ég er hins vegar algörlega ósammála því að fæðingarorlofið verði að fuUu framseljanlegt miUi maka og ég tel að Framsóknarflokkurinn muni aldrei samþykkja það. Markmið laganna um fæðingarorlof er m.a. að tryggja bömum samvistir við báða foreldra. Það er réttlætismál bæði fyrir böm og feður þeirra að kynnast betur strax i frum- bernsku barnsins. Ef fæðingarorlof yrði að fuUu framseljanlegt þá gæti það leitt til þess að færri böm og feður fengju að njóta þessara réttinda sinna. Það eru mörg uppeldisleg og samfélagsleg rök sem styðja þessa skoðun mina en of langt mál yrði ef fara ætti yfir það hér.“ íris Björk Ámadóttir, ungfrú Skandinavía: Karla skortir móðureðli „Það er frábært ef börn geta not- ið samvista með foreldrum sínum á fyrstu mánuðunum en sjálf þekki ég þess dæmi að foreldrar séu farnir aftur út á vinnu- markaðinn þegar bömin eru aðeins þriggja mánaða gömul. Þar hefur meðal annars komið til þrýstingur frá vinnuveitendum sem þykir slæmt að missa nýbak- aða foreldra frá virrnu um langan tíma. Því er ekki síð- ur þörf á hugarfarsbreytingu en lengra fæðingarorlofi skv. lögum. Ánægjulegt væri ef móðir og faðir væru bæði heima hjá baminu, til dæmis fyrsta árið. Annars eru karlarnir svo vinnugiaðir að ég veit ekki hvort þeir myndu una sér við að vera heima að dúUa sér, þvo þvotta eða fara í göngutúra og ýta bamavagni á undan sér. Þá skortir móðureðliö." Réttlæti í stað gjafakvóta Tlllögur í þessa veru voru samþykktar á landsfundí Sjálfstæöisflokksins um helgina. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að leyfa fáum útvöldum að halda áfram að einoka sameigin- legar auölindir aUra landsmanna í hafínu. Eina breytingin er sú að lands- fundurinn féUst á málamynda veiði- gjald, sem hróflar í engu við ofurtök- um sægreifanna á kvótanum. Hin pólitíska lína LÍÚ sigraði. Réttlætið tapaði. Sjávarútvegurinn er áfram lokuð grein þar sem ungir og vaskir menn geta ekki haslað sér vöU. í dag er því Samfylkingin helsta von þeirra sem vilja réttlæti í stað gjafa- kvóta. Frumvarp Samfylkingarinnar Ég og félagar mínir í Samfylking- unni hafa um árabil barist fyrir því að gjafakvótinn verði afnuminn gegnum hina svoköUuðu fyrningar- leið. Hún er langbesta aðferöin tU að koma á réttlæti um nýtingu auðlinda hafsins. Á Alþingi hefur Samfylking- in lagt fram frumvarp um að gjafa- kvótinn verði afnuminn i áföngum með því að hluti aflaheimildanna verði fyrndur árlega, og boðinn til leigu á markaði. Þannig er hægt að skapa öllum íslendingum jöfn tæki- færi tU að verða sér úti um veiðirétt. Jöfn tækifæri í sjávarútvegi, eins og öðrum sviðum mannlífsins, eru markmið okkar jafnaðarmanna. Hugmyndir okkar gera ráð fyrir að það taki tíu ár að afnema gjafa- kvótann með þessum hætti. Sumum finnst þetta of langur tími og á póli- tískum fundum er hvað eftir annað skorað á okkur að hafa tímann styttri. Það er skiljan- leg afstaða að réttlætið þoli ekki bið. Við í Samfylkingunni teljum það hins vegar sann- girni að gefa útgerð- inni tíma tU að laga sig að breyttum aðstæðum og teljum áratug hæfi- legan. Afnám gjafakvótans gegnum fyrningarleið Samfylkingarinnar, sem tekur sérstakt til- lit tU landsbyggðarinn- ar, er afar hagstætt smábátaútgerðinni, kemur á eðlUegu veiði- gjaldi og skapar fuU- komið jafnræði í grein- inni. Áreiðanlega er frumvarp Samfylkingarinn- ar ekki fullkomið. Það er þó langbesta nálgunin sem ég hef enn séð tU að leysa þau alvarlegu vandamál sem núverandi kerfi hefur alið af sér. Fyrningarleið vex ásmegin Krafan um afnám gjafa- kvótans veröur æ háværari. Landsbyggðin hefur farið hroðalega út úr ábyrgðar- leysi stórútgerðarinnar, sem hefur skilið hvert byggöarlagið af öðru eftir sínu. I huga gamals Ossur Skarphéöinsson formaöur Samfylkingarinnar í blóði sjómanns af Vestfjörðum kemur dæmið af ísa- firði óneitanlega upp í hugann. Hvergi hafa verstu eiginleikar gjafa- kvótans komið eins skelfílega fram og einmitt þar. Á höfuöborgarsvæð- inu horfa menn líka agndofa á kvóta- gróða sægreifanna hrannast upp í steinsteypu verslunarhaUa á borð við Kringluna. Og hverjir skyldu eiga mest í hlutabréfasjóðunum í Lúxemborg? Himinhrópandi rang- læti gjafakvótans veldur því að aUs staðar eru menn að leita samstöðu um aðferð til að fikra þjóðina burt frá ranglæti núverandi kerfis. Sam- fylkingin er ekki lengur hrópandinn í eyðimörkinni. Þeim fjölgar stöðugt sem vilja skera upp herör gegn gjafakvótanum með fymingarleiðina að vopni. ÖU stjórnarandstaðan er í reynd fylgj- andi fyrningu, þó útfærsl- urnar séu vissulega með mismunandi áherslum. Það kom berlega í ljós í umræð- um á Alþingi um frumvarp Samfylkingarinnar fyrir skömmu. Stuðningsmönnum fyrn- ingarleiðarinnar Qölgar stöðugt um aUt samfélagið. Æ fleiri flokksmönnum Framsóknar blæðir rang- læti núverandi kerfis í aug- um, og vUja breyta þvi, eða varpa fyrir róða. Mjög margir fylgismenn Sjálf- stæðisflokksins, ekki sist á lands- byggðinni, eru að snúast á sveif með henni. Að loknum landsfundi Sjálf- stæðisflokksins hljóta andstæðingar gjafakvótans innan flokksins að skilja að vilji þeir berjast fyrir rétt- læti verða þeir að láta flokkinn gjalda stuðningsins við stórútgeröina. Skjól sægreifanna Um árabU hafa verið harðar um- ræður innan Sjálfstæðisflokksins um stjórnkerfí fiskveiða. Þær hafa ekki aðeins snúist um að koma á veiði- gjaldi heldur um jafnræði þegnanna gagnvart veiðirétti, og þar með um af- nám einokunar fáeinna íslendinga á auðlindinni. Á landsfundinum tók Sjálfstæðisflokkurinn ákvörðun um að verða skjól sægreifanna i stað þess að skýla rétfiætinu. Um það verður aldrei sátt í samfélaginu. Össur Skarphéðinsson Á landsfundinum tók Sjálfstœðisflokkurínn ákvörðun um að verða skjól sœgreifanna í stað þess að skýla réttlœtinu. Um það verður aldrei sátt í samfélaginu. 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.