Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2001, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001
DV
Fréttir
Kleifarvatn hefur minnkað mikið á rúmu ári:
Vatnið fossar nið-
ur um sprungur
- orsakirnar raktar til þjóðhátíðarskjálftans í fyrra
Vatnsborð Kleifarvatns hefur
stöðugt verið að lækka allt frá jarð-
skjálftunum 17. júní í fyrra. Hefur
yfirborð vatnsins nú aldrei mælst
lægra í hundrað ár. í fyrstu var
talið að þurrkatíð í fyrra og lítill
snjóavetur gætu skýrt lækkað
vatnsborð. Þegar líða tók á þetta ár
urðu menn hins vegar varir við
sprungur við norðurenda Kleifar-
vatns þar sem vatn fossaði niður.
Virðast þær hafa opnast í Suður-
landsskjálftunum síðastliðið sumar.
Síritandi vatnshæðarmælir
Vatnamælinga Orkustofnunar hef-
ur skráð vatnshæð Kleifarvatns síð-
an 1964, fram að því eru til stakir
álestrar frá 1930 og frásagnir um
vatnsstöðu frá byrjun síðustu aldar.
Samkvæmt upplýsingum frá vatna-
mælingum Orkustofnunar er vatns-
borðsstaða Kleifarvatns háð breyti-
leika í veðurfari og hefur hún verið
notuð til að sýna langtímabreyting-
ar í grunnvatnsstöðu svæöisins og
þar með úrkomu.
Ekkert rennsli er frá vatninu á yf-
irborði en leki um botn vatnsins
hefur verið tæpur einn rúmmetri á
sekúndu undanfarin ár. Þessi leki
tvöfaldaðist fyrsta hálfa árið eftir
Suðurlandsskjálftana í júní 2000.
Síðan þá hefur vatnsborð Kleifar-
vatns farið stöðugt lækkandi.
Þannig hafði yfirborðið í júlí á
þessu ári lækkað um tæpa fjóra
metra og var þá í 136,7 metrum yfir
sjó. Síðan hefur rennsli úr vatninu
haldið áfram niður um sprungur og
vinna starfsmenn Orkustofnunar
nú að úrvinnslu nýrra gagna. Rign-
ingar seinnihluta sumars hafa þó
hægt nokkuð á lækkun vatnsyfir-
borðsins.
Samkvæmt upplýsingum frá
Orkustofnun virðist samt enn ekk-
ert lát á vatnsrennsli niður um
sprungurnar. -HKr.
DV-MYND GVA
Kleifarvatn minnkar stööugt
- en rigningartíö eftir mitt sumar hefur þó heidur hægt á lækkun vatnsyfirborösins.
Miðbæjarsamtökin á Akureyri vilja bílaumferð í göngugötuna:
Framkvæmdaráð segir nei
- mun líflegri verslun í næstu götum, segir formaður Miðbæjarsamtakanna
Göngugatan Hafnarstræti á Akureyri
Verslunarmenn þar vllja fá bílaumferð um götuna strax.
Mesta veltan
Samherji hf. er meö mesta veltu
allra sjávarútvegsfyrirtækja.
Velta sjávarútvegsfyrirtækja:
Norðlensku
risarnir stærstir
Norðlendingar eiga þrjú stærstu
sjávarútvegsfyrirtækin á landinu, ef
miðað er við veltu þeirra. Þetta kemur
fram í samantekt Frjálsrar verslunar.
Samherji hf. trónir þar i efsta sæt-
inu með 7.011 milljóna króna veltu en
Útgerðarfélag Akureyringa hf. er í 2.
sæti með veltu upp á 6.143 miUjónir
króna. Þessi fyrirtæki eru í 30. og 32.
sæti á lista yfir öU fyrirtæki landsins
hvað varðar veltu.
í þriðja sæti yfir fyrirtækin í sjáv-
arútvegi er Þormóður Rammi - Sæ-
berg hf. á Siglufirði með 4.992 miUjón-
ir en síðan koma Haraldur Böðvars-
son hf. á Akranesi með 4.547 mUljón-
ir, Grandi hf. með 3.895 miUjónir og
SR-Mjöl hf. með 3.666 miUjónir. -gk
Framkvæmdaráð Akureyrarbæj-
ar hefur hafnað erindi frá Miðbæj-
arsamtökunum, þess efnis að gerðar
verði ráðstafanir til að hleypa um-
ferð bifreiða á götuna með bráða-
birgðaaðgerðum þar til endurbótum
á götunni lýkur á næsta ári.
Ingþór Ásgeirsson, formaður Mið-
bæjarsamtakanna, segir að samtök-
in hafi ekki lagt fram fuUmótaða til-
lögu um á hvaða hátt breytingar til
bráðabirgða yrðu gerðar á götunni
en telur að það ætti ekki að vera
mikið mál að koma þessu á.
„Hins vegar hefur málið einnig
farið fyrir umhverfisráð sem sam-
þykkti að Hafnarstrætið yrði gert
að vistgötu þar sem umferð megi
fara um götuna á vissum tíma, frá
10 á morgnana til klukkan 22. Þar er
gert ráð fyrir lítils háttar breyting-
um á götunni sem myndi þýða að
umferð bifreiða gæti farið um. Þessi
afgreiðsla umhverfisráðs á eftir að
fara fyrir bæjarráð og bæjarstjóm
og ég er bjartsýnn á að þessu máli
ljúki farsæhega," segir Ingþór.
Hann segir málið snúast í raun-
inni um það hvort eitthvert líf sé í
Hafnarstræti og fólk þar á ferli.
„Við sjáum að það er ágæt staða á
verslununum í Skipagötu, Strand-
götu og í Glerárgötu, allt önnur og
betri staða en í Hafnarstrætinu.
Þetta er ekkert flóknara en það að
fólkið fer þangað að versla þar sem
aðgengið er best,“ segir Ásgeir. -gk
(Jmsjön: Birgir Guömutidsson
netfang: birgir@dv.is
Reðurtáknið í Kópavogi
Smáralind hefur slegð í gegn á
margvíslegan hátt síðustu daga og
telja pottverjar greinOegt að viðtök-
umar við þessari nýju verslunarmið-
stöð hafi
farið langt
fram úr
björtustu
vonum aðstandenda. Það er ekki nóg
með að kvartmilijón íslendinga hafi
lagt leið sina í verslunarmiðstöðina á
meðan á opnunarhátíðinni stóð held-
ur hefur komið í ljós að menn eru al-
veg sáttir við aðgengi að verslunar-
húsnæðinu og telja að nóg sé af bíla-
stæðum. Þá hafa margir talað um að
Smáralind sé vel heppnuð hönnunar-
lega en margir hafa tekið eftir því
síðustu daga að séð úr lofti er versl-
unarmiðstöðin nokkuð reðurtáknsleg
og raunar hefur talsvert verið um
það rætt að hún minni á mannsreður
í mikilli reisn. Þessi hlið Smáralindar
hefur nú náð athygli um víða veröld
því loftmynd af Smáralind prýðir nú
vefsíðu CJ vefsins eða „Consum-
ption Junction“ sem er þekktur fyr-
ir að vera fyrst og fremst með eró-
tískt efni eða það sem flestir myndu
kalla klámfengið efni...
Ellert áttundi
Mikið af kenningum er nú í gangi
um framboðsmál sjálfstæðismanna
vítt um land eftir landsfundinn en
þar gafst mönnum gott ráðrúm til að
: bera saman bækur
1 sínar og skiptast á
skoðunum. Einn
þeirra sem talsvert
áberandi var á
fundinum, einkum
í sjávarútvegsum-
ræðunni, var Ell-
ert Schram. Ein
kenningm sem
heyrst hefur eftir fundinn er sú að
hópur flokksmanna sé spenntur fyrir
því að fá Ellert i framboð i Reykjavík
en ekki endilega stilla honum upp
gegn Ingu Jónu Þórðardóttur.
Þvert á móti yrði honum stillt upp í
8. sæti þar sem hann yrði settur til
höfuðs Ingibjörgu Sólrúnu sem
verður væntanlega í 8. sætinu hjá
Reykjavíkurlistanum. Telja menn að
Ellert muni höfða til margra frjáls-
lyndra Reykvíkinga og hann sé líka
hæfilega „ferskur" eftir langa fjar-
veru úr pólitík...
Kurteis við VG
Mörgum þykir sérkennilegt hversu
mikla athygli Davíð Oddsson veitti
Össuri Skarphéðinssyni í setningar-
ræðu sinni á landsfundinum. Að
sama skapi var að-
eins einu sinni
vikið að Stein-
grími J. og Vinstri
grænum en þeir þá
að vísu kallaðir
„veruleikafirrtir".
Nú gera menn því
skóna að Davíð vilji
ekki styggja VG um
of því hann gæti þurft á þeim að
halda við stjórnarmyndun eftir tvö
ár, eða í það minnsta þurfl hann að
láta líta svo út að það komi til greina
að sjálfstæðismenn og Vg færu sam-
an í stjórn. Með því móti heldur Dav-
ið opnum fleiri en einum möguleika
á stjórnarsamstarfl og hefur betri
samningsstöðu gagnvart Halldóri
Ásgrímssyni þegar þar að kemur...
Treysta Þórði
Það vekur athygli á hriflu.is, vef
reykvískra framsóknarmanna, að fé-
lagsmenn virðast bera meira traust til
þjóðhagsspárinnar sem Þjóðhagsstofn-
un kynnti en þeirr-
ar sem notuð var í
fjárlagafrumvarpi
Geirs H.Haarde.
Er greinilegt að
framsóknarmenn-
irnir telja Þórð
Friöjónsson trú-
verðugri en fjár-
málaráðherra, þrátt
fyrir að þar fari samstarfsmaður í rik-
isstjórn. Annars sögðust 19% taka
meira mark á spá Geirs Haarde en
81% greiddu Þjóðhagsstofnun atkvæði
sitt...